Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐ JUp^GIJ 29.. QKTÓBER 1991. Spumingin Fylgdist þú eitthvað með íslenskum tónlistardegi? Andri Hrannar, atvinnulaus: Nei, ekki neitt. Halldór Halldórsson nemi: Já, ég fór niður á Lækjartorg. Ásta Jónsdóttir nemi: Nei, ég vissi ekki af honum. Björg Jóhannesdóttir öryrki: Já, ég fór í skrúðgönguna. Þessi dagur á fyllilega rétt á sér. Sigrún Ragnarsdóttir öryrki: Nei, því miður, ég var ekki heima. Magnús Jónsson næturvörður: Nei, ég mátti ekki vera að því. Ég vinn á nóttunni og sef á daginn. Lesendur____________ Má hringvegur- inn missa sig? Grímur Norðdahl, Úlfarsfelli: í sumar rættist langþráður draum- ur minn að komast upp á Vatnajök- ul. Að aka þar um hjarnbreiðurnar í sumarhita er ógleymanlegt. Og að fara um jökullónið er eins og að vera kominn út á grænlenskan íjörð með borgarísjökum. Jöklaferöum á Homafirði á ég að þakka að draum- urinn rættist. En nú horfa málin þannig að ef ekkert verður að gert mun enginn hringvegur verða til eft- ir ótrúlega fá ár. Mælingar, sem þeir hafa gert á Hala í Suðursveit, sýna það ljóslega. Árið 1978 eru 138 metrar að sjávarkambi, 1990 eru eftir 62 metrar og vestan Jökulsár, þar sem 1978 voru 385 metrar, eru áriö 1990 eftir 277 metrar. Þá hefur í sumar orðið mikil land- eyðing þrátt fyrir óvenjumild veður. Jökullónið hefur stækkað gífurlega, ef til vill vegna óvenjulegra hita og blíðviðris, sem þýðir að á flóðinu fell- ur sjórinn í vaxandi mæli inn í jök- ullónið og svo þegar fjarar út með ógurlegum straumþunga til baka. Það er ekki fyrir óstyrkta sandbakka að standast shk átök. Vestfirsk frásögn er til af pilti sem gekk fyrir forvaða, undir björgum sem aðeins var fært um fjöru, tii þess að biðja sér konu, fann stúlkuna og bar upp erindið: „Vilt þú eiga mig, Gunna?“ Stúlkan var hljóð og svaraði fáu. Þá sagði piltur: „Segðu já eða nei - sjórinn bíður ekki eftir.“ Nú stendur íslensk þjóð frammi fyrir því aö segja já eða nei. Vill hún bjarga hringveginum eður ei? Svarið verður að koma fljótt - sjórinn bíður ekki eftir. Vegagerðin austur Skaftafells- sýslur ber vitni um mikla verkkunn- áttu, fyrirhyggju og rökrétt vinnu- brögð. Hringveginum verður að bjarga. Hvað sem það kostar. Eini ljósi punkturinn við þann mikla kostnað, sem hlýtur að fylgja þessum framkvæmdum, er það sem dreng- skaparmaðurinn Ólafur Thors sagði um einhver útgjöld: „Það er tekið úr einum vasanum og látið í hinn.“ Mikið af kostnaðinum er atvinnu- tekjur þeirra sem verkiö vinna. Nú er það vitað að fjármunum ríkisins eru takmörk sett og vel má vera að það þurfi að vinna að þjóðarsátt um aö fresta þörfum framkvæmdum annars staðar meðan þetta forgangs- verkefni er unnið. Það mun hlægja íslendinga að Ægir konungur og hans hvítfextu og freku dætur komist að raun um að íslendingar eiga harðari og haldbetri efni handa þeim að fást við en mjúk- an, skaftfellskan fjörusand, ef þeim er það kappsmál að vinna óbætanleg skemmdarverk á vegakerfi þjóðar- innar. „Jökullónið hefur stækkað gífurlega ...“ Leiði óþekkta sjómannsins J.S. skrifar: Mikið fmnst mér hvimleitt að sjá forsetann okkar, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, kanna heiðursvörð her- manna og leggja blómsveig á leiði óþekkta hermannsins þegar hún er í opinberum heimsóknum erlendis. Mér finnst þetta skjóta nokkuö skökku við þar sem hér er ekki ís- lenskur her og við höfum verið mjög stolt af því og þá ekki hvað síst Vig- dís Finnbogadóttir. Mig langar því að leggja það til við forsetaskrifstof- uria hvort ekki sé hægt að koma því á framfæri við erlenda þjóðhöfðingja, sem bjóða forseta íslands í opinberar heimsóknir, að í stað þess að leggja blómsveig á leiði óþekkta hermanns- ins fái hún að leggja blómsveig á leiði óþekkta sjómannsins. Við strendur íslands hafa farist margir menn, bæði íslenskir sem erlendir, því tel ég aö þessi bón ís- lendinga ætti ekki að fara fyrir brjóstiö á erlendum þjóðhöíðingum sem bjóða forseta vorum til heim- sóknar. „Hvernig væri nú að grisja byggð í Reykjavík...?“ Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 -eðaskrifið ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum Er Davíð að flytja? Inga Jónasar, Súgandafirði, skrifar: Hvað er að gerst á íslandi? Er verið að innleiða rússneskt stjórnarfar hér, sem alls staðar í heiminum er verið að leggja af, hvað segja vernd- arar íslands við þvi, eru þeir ekki hér til að afstýra slíku stórslysi? Davíð Oddsson talar um sjálfsá- kvarðanarétt smáþjóða. Hvað er smáþjóð? Er þaö ekki fólkið? Hvaö eru smáþorp, sem hann vill fara að ráðskast með, erum við ekki fólk? Davíð er fullur forræðishyggju og ráöríkiö á eftir að koma honum í koll. Hann þykist vilja hjálpa fólki til að flytjast burtu frá litlu þorpun- um, t.d. á Vestfjörðum. Þetta gæti nú glatt einhvern sem hetði þráð að komast burtu, einhvern sem ekki er fæddur í þorpinu og langar að flytja til fyrri heimkynna en kemst ekki því hann getur ekki selt eignir sínar. En það stendur ekki til að hjálpa þessu fólki. Það á að tæma viss þorp, allir eiga að flytja og nota á fólkið til að þétta vissa byggðakjarna. Það á að nota fólkið til að fylla upp í götin í stærri byggðum, við ráðum engu um það hvert við fórum. Davíð hefur margsagt það, nota fólk til að þétta byggð annars staðar. Erum við peð á taflborði forsætisráðherrans? „Mér datt þetta í hug,“ segir hann. Það er langt síðan einhver nefndi að hjálpa ætti þeim sem vildu komast í burtu til þess. Það var þáttur á Stöð tvö fyrir nokkru um þetta mál svo hon- um datt það ekki í hug, en að ráða því hvert fólk færi, það datt honum í hug. En það verður aldrei, Davíð. Hvernig væri nú aö grisja byggö í Reykjavík, t.d. flytja Davíð Oddsson til Trékyllisvíkur. Það vantar mann þangað, svo tökum hann og flytjum hann. Ef ríkisstjórnin lætur hafa sig í shka hluti sem hér virðast vera í uppsiglingu ætti hún skilyrðislaust að fara frá. En sem betur fer eru margir mætir menn að gera góða hluti og þeim treystum við. Stundin okkar Þóra Guðmvmdsdóttir hringdi: Nú er langþráö stund runnin upp hjá börnum: Stundin okkar er að hefja göngu sína á ný eftir sumarleyfi. En ég varð fyrir von- brigðum þegar í ljós kom aö enn einu sinni á Helga Steffensen aö vera umsjónarmaður hennar. Væri ekki rétt að skipta oftar um umsjónarmenn eða í það minnsta að þeir skiptust á hvor sína helg- ina. Ég verð aö viðurkenna að börnin mín eru orðin ansi leið á þessum tuskudúkkum hennar enda eru sumar þeir'ra frekar ó- frýniiegar og ekkert augnayndi. Ég tel að í Stundínni okkar eigi að vera íslenskt efni en það hlýt- ur að vera hægt að finna eitt- hvert annað íslenskt efrii en tal- andi dúkkur. Hveraig væri að sýna meira af börnum? Þetta er þátturinn þeirra og börn hafa gaman af því að horfa á önnur börn. Það væri vel hægt að láta þau syngja, segja sögur, leika leikrit, leika á hljóðfæri eða hvað sem er. Aukið sjálfstraust G.S. hringdi: Fólk hefur hringt inn á lesenda- síðu DV og verið að kvarta undan þættinum „Anna og úthtið“ á Bylgjunni. Ég get nú ekki orða bundist. í fyrsta lagi finnst mér ekkert að þessum þáttum og í öðru lagi er liún mjög góður snyrtifræðingur og námskeið hennar eru mjög góð. Þannig var að dóttir mín fór í námskeiö til Önnu fyrir nokkru og kom frá henni gjörbreyttur unglingur. Hún hefur alla tíð verið mjög ósjálfstæð og óörugg með sig og leið oft á tíðum mjög illa vegna þessa. En á þessu námskeiði gat Anna veitt henni aukið sjálfs- traust sem hefur haft þau áhrif að nú er hún ánægð með hfið og lífsglöð. í einhverjum morgunþætti var Anna að gagnrýna Guðmund Jaka en allir vita að hann er huggulegur og ég er sannfærð um að hún ætlaði ekki að gera honum né öðrum, sem hún íjallar um í þessum þáttum, neinn óleik. Landbúnaðar- vörur Jakob hringdi: í fjölmiðlum er talað um að tek- ist hafi að verjast kröfum EB um innflutníng á landbúnaðarvör- um. Ég verð nú aö viðurkenna að mér finnst þetta vondur kost- ur. Ég er láglaunamaður og heföi óskað eftir því aö fá að kaupasem ahra ódýrastan mat, hvaðan sem hann kemur. Ég er með stóra fjöl- skyldu og megnið af mínum laun- um fer í matarkaup. Matur hér á landi er allt of dýr og þá ekki hvað síst landbúnaðarvaran. Ég tel að ef innflutningur hefði veriö leyfður á þessari vöru hefði sam- keppnin þrýst verðinu niður og auk þess hefði verið hægt að kaupa ódýran erlendan mat. Skuldir landsmanna F.F. hringdi: í ræðu fjármálaráðherra hefur komið fram að erlendar skuldir þjóðarbúsins eru svo miklar að það samsvarar því að hvert mannsbam á islandi skuldi um sjö hundruö þúsund krónur og að þær hafi aukist um helming á tíu árum. Ég spyr nú bara: Hvar endar þetta? Verður ísland og allt sem á því er, fólk, búfénaður og byggingar, sett á uppboð og selt hæstbjóðanda? íslenska þjóðin ætti að huga að þessu raáli því að það er ekki bara fjármálaráö- herra og ríkisstjórnin sem skulda þessa peninga heldur eru þaö við, öll íslenska þjóðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.