Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29, OKTÓBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þjóðin smíðar þröskuldana Þrjú atriöi vega einna þyngst í áhyggjum manna af gengi íslands í evrópsku efnahagssvæði. Öll varða þau fullveldi þjóðarinnar og stöðu íslendinga sem sjálfstæðr- ar þjóðar. Þessi þrjú atriði eru landakaup útlendinga, aðflutningur vinnuafls og útlend lögsaga dómstóla. íslenzk stjórnvöld geta, ef þau vilja, hagað málum á þann veg, að tvö fyrri atriðin verði okkur ekki hættu- leg. Síðasta atriðið er ekki eins áþreifanlegt, en ekki síður brýnt skoðunarefni fj ölmiðlaumræðunnar og þeirra, sem fahð er að annast málin af íslands hálfu. íslenzka ríkið ver milljörðum á hverju ári til stuðn- ings hefðbundnum landbúnaði. Ef stuðningnum eða hluta hans væri breytt í landakaup, t.d. á þann hátt, að ríkið tæki hlutabréf í jörðum fyrir framlagða peninga, gæti það smám saman hindrað sölu þeirra til útlendinga. Þar að auki gæti ríkið notað hluta af árlegum stuðn- ingi sínum til að kaupa afréttarlönd, sem það á ekki nú þegar, og jarðir á þeim stöðum, sem skipta mestu máli fyrir ferðaþjónustu. Hætt er við, að fáir útlendingar treysti sér til að keppa við ríkið á þessu sviði. A síðustu árum er ríkið farið að kaupa af bændum rétt þeirra til að framleiða hefðbundna búvöru. Ekki er nema stutt skref frá slíkum réttindakaupum yfir í kaup á landi til sameiginlegra afnota fyrir landsmenn eða til framleigu með kvöðum af hálfu landeiganda. Sem hver annar landeigandi gæti ríkið sett kvaðir, sem eru strangari en þær, sem ríkið getur sett sem yfir- vald í landinu. Sem landeigandi getur ríkið séð um, að viðkomandi land renni ekki í leigu til annarra en þeirra, sem eru og hafa lengi verið búsettir í landinu. íslenzka ríkið hefur einnig leiðir til að hindra óhæfi- lega mikinn straum erlends verkafólks til landsins. Rík- ið getur beitt áhrifum sínum til þess, að settar verði reglur um, að innlent og erlent starfsfólk þurfi að hafa náð prófi í íslenzku hjá viðurkenndri skólastofnun. Allir íslendingar hafa slíkt próf frá skólakerfmu. Út- lendingar yrðu að taka ákvörðun um að hafa fyrir því að taka slík próf, nema þeir fengju undanþágu í svipuðu skyni og atvinnuleyfi hafa hingað til verið veitt útlend- ingum til að leysa tímabundinn skort á vinnuafli. Formlega séð væru allir jafnir fyrir slíkum lögum um íslenzkukunnáttu, sem sett væru til að koma í veg fyrir sambandserfiðleika milli fólks á vinnustöðum. Og útlendingar, sem nenntu að komast yfir múrinn, væru þrjózkunnar vegna vel tækir í samfélag íslendinga. Reglunum verða að fylgja víðtækar undanþágur, svo að erlent fólk geti unnið hér að sérstökum verkefnum í atvinnulífmu, svo sem tímabundnum eða sérhæfðum. Sennilega yrði nauðsynlegt að undanskilja starfsfólk erlendra verktaka, sem taka að sér tímabundin verk. Erlendir verktakar eru okkur nauðsynlegir til að ná niður verðlagi, alveg eins og erlend flugfélög og trygg- ingafélög. Þeir hafa líka þann kost, að verk þeirra eru tímabundin, svo að starfsfólk þeirra kemur og fer, að svo miklu leyti sem það er ekki hreiníega innlent. Sennilega koma fleiri leiðir en þessar til greina, ef þjóð og stjórnvöld telja nauðsynlegt að efla þröskulda gegn þeim erlendum áhrifum, sem væru til þess fallin að breyta þeim grundvallarforsendum þjóðfélagsins, að ísland eigi að vera fyrir íslenzkumælandi íslendinga. Ekki er víst, að shkir þröskuldar séu heppilegir. En velji þjóðin þröskulda, getur samningurinn um evrópskt efnahagssvæði ekki hindrað hana í að smíða þá. Jónas Kristjánsson „...þeir sem gátu ekki hugsað sér, sálrænt séð, að Tjörnin yrði „eyðilögð“, vildu ekki vera án hornsins síns með fuglaskitnum og fjöðrunum.11 Mannvirki rísa í borgum Í þeim deilum sem hafa staðið um Perluna og Ráðhús Reykjavík- ur er miklu fremur verið að vaða elg en að ræöa kjarna málsins. Hvað varðar þessi mannvirki er ekki það, hvort hafi verið farið fram úr kostnaðaráætlun við gerð þeirra, heldur hitt, að með þeim er Reykjavík ekki lengur þorp eða bær; hún er með sanni orðin að stórborg. Þess vegna eru ekki bara reist í henni íbúðarhús og svo- nefndar byggingar, heldur líka mannvirki. Perlan og Ráöhúsið eru mann- virki í ætt við hallir, með öllum sínum fáránleika og þeim lítt skil- greinanlega glæsibrag sem á frem- ur eftir að erta fegurðarskyn manna en fullnægja því. Ef vel tekst til er þetta það sem einkennir mannvirki og varanleg listaverk. Þau eru jafnan reist í borgum en ekki úti á víðavangi eða í þorpum og bæjum. „Peningavaðair Mörgum gæti orðið andleg og jafnvel pólitísk og félagsleg næring í því að gera sér grein fyrir jafn einfóldu atriði. Þegar staðið er í byggingu stórra mannvirkja geta nýliðar á þvi sviði óft ekki reiknað nákvæmlega út kostnaöarhliöina við gerð þeirra. Sá hæfiléiki kemur með tímanum - eða aldrei - ef um stórbrotin lista- verk er að ræða: þau eru óborgan- leg. Enn erum viö íslendingar fremur sveitalegir í öllu reiknings- haldi eða útreikningi, það -er að segja: búralegir á fé, nískir í eðli okkar, en eigum það til aö vera með útsláttarsemi. Við hirðum eyr- inn, köstum krónunni og hefjum síðan óskaplegan „peningavaðal“ sem gengur lon og don manna á milli uns enginn veit hvernig hann hófst. Að lokum lognast hann útaf eða gleymist, þegar „ný hugsjón" kemur fram á sjónarsviöið í líki offors með átaki og nýjum vaðli. Að sjálfsögðu er hægt að reikna út kostnað við næstum allt sem maður tekur sér fyrir hendi. Hjá öðrum þjóðum gerir verktaki kostnaöaráætlun um hvaðeina. Gluggi er meira að segja ekki látinn í hús án þess að sá sem hyggst vinna verkið komi með sundurlið- aða áætlun til húseigandans. Þettá er óhugsandi hér. Við „treystum" manninum, að minnsta kosti áður en hann vinnur verkið. Þótt verk kosti meira en það sem við „héld- um“ af óbrigðulu hyggjuviti, þá borgum við reyndar, en greiðum okkur svo sjálf úr orðabelgnum dálaglegar skaðabætur, til þess að ná okkur niðri á refnum með því að rægja, segja að hann sé lygari, svikari og fúskari. Perlan og Ráðhúsið Þama kemur sveitamaðurinn Kjallarmn Guðbergur Bergsson rithöfundur úru - hún var það ekki lengur í dæminu um Tjörnina, heldur nið- urnídd - og náttúru sem er skipu- lögð af manninum. í horninu þar sem Ráðhúsið rís var niðurnídd náttúra, en fulltrúar þorpsins í borginni, þeir sem gátu ekki hugs- að sér, sálrænt séð, að Tjörnin yrði „eyöilögð", vildu ekki vera án hornsins síns með fuglaskítnum og fjöörunum. Óneitanlega höfðaði það til manna sem elskuðu hið hálfkaraða, dálítið niðurnídda, eins og flest var hér á meðan hús og byggingar voru ófrágengin árum saman og mótavírarnir stóðu út úr veggjunum, mönnum til hneyksl- unar en líka góðrar skemmtunar. Hægt var að hæðast að „hirðuleys- inu“; það hefur veitt mörgum ánægju. „Veruleiki Reykjavíkur er hins vegar sá, að þegar Davíð varð borgarstjóri voru Reykvíkingar orðnir meiri borg- arbúar en þeir höfðu áður verið.“ fram í okkur - eða bara hin ósköp venjulega gunga: hún er í byrjun talhlýðin og „treystir", en um- hverfist, tryllist og vinnur jafnvel „hetjudáðir" í ósköpunum, þegar hún heldur að það hafi verið „leik- ið á hana“. Dæmið um Perluna og Ráðhúsið er eitthvað í þessum dúr: Allt er skrifaö á reikning Davíðs Oddsson- ar. í því kemur glöggt fram, að við lifum í návígi við menn og forð- umst hugmyndir. Okkur hættir til að vera uppljómaðir í barnalegri persónudýrkun eða útskúfa mönn- um í fárviðri brjóstvitsins. Veru- leiki Reykjavíkur er hins vegar sá, að þegar Davið varð borgarstjóri voru Reykvíkingar orðnir meiri borgarbúar en þeir höfðu áður ver- ið. Þau einkenni sáust glöggt í framkvæmdum á vegum þeirra sem sátu í borgarstjórn hans. Þegar menn vita að þeir eru borg- arbúar fara að rísa mannvirki í kringum þá; ekki fyrr. Þetta er eðlilegt, en engin höfuð- borg má sölsa undir sig alla íbúa landsins; þá hættir þjóðin að vera þjóð. Og í nútímasamfélagi rísa ekki upp borgríki, eins og foröum, heldur leysir ofurvaid höfuðborgar upp skapgerð þjóðarinnar. Hún glatar einkennum sínum og íbú- arnir fá skapgerð sem hægt er að kenna við þjónustulund. Menn verða að eins konar nýlendubúum í fóðurlandi sínu. Það ættum við að reyna að forðast. Deilan um fyrrgreind mannvirki hefur leitt í ljós önnur félagsleg ein- kenni: átök á milli óbrotinnar nátt- Hornið við Tjörnina var tákn um eitthvaö á mörkum óbrotinnar náttúru og niðurníddrar náttúru, eitthvað á mörkum sveitar, bæjar og borgar. Handunnin hraun Þótt Ráðhúsið hafi verið reist í nútímastíl hefur það ekki losnað algerlega við þörf aðstandenda þess fyrir óbrotna náttúru. Hún er ekki óbrotin á eðlilegan hátt, heldur skilst mér að þaö eigi að gera hana „óbrotna" með tilkostnaði og vís- indalegum tilraunum: reynt er að klæða suma veggi hússins með mosa. Þetta er í sjálfu sér ekkert eins- dæmi í þjóðlífi okkar eða „lands- lagsarkitektúr": Fyrst er hraunið jafnað við jörðu eða landið flatt út með jarðýtum, sem kostar mikið fé, en síðan er búið til „handunnið hraun“ eða „handunnir hólar“ fyr- ir of fjár af sprenglærðu fólki. Hól- arnir líkjast þá gjarna myndum af japönskum hólum eða japönskum „hraungörðum" í listaverkabók- um. Við gerð þannig „landslags" ruglar bjánalega lært fólk á sviði hsta saman tilgerð og tilfmningu fyrir fegurð. Þessi hvimleiða tilgerð er hin hliðin á þeim ruddaskap of- forsins, að ryðja burt jörð, hrauni og hólum með ærnum tilkostnaði, að eyðileggja allt sem guð gaf nátt- úru þessa lands, þjóðinni að kostn- aðarlausu. Guðbergur Bergsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.