Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Side 3
3 ÞRIÐJUDAGUK 29. QKTÓUER 1991.: dv Fréttir Einarína Einarsdóttir hljóp ræningjann uppi. Þaö varð til þess að hún fékk veskið sitt til baka. DV-mynd Brynjar Gauti Einarína Einarsdóttir var rænd 1 verslun í Ósló: Stundarbrjálæði varðtilaðég náði þjðfnum - fóraðtitraogskjálfaáleiðinniheim „Eg var að máta buxur í verslun við Karl Jóhannsgötu þegar maður kom skyndilega inn í mátunarklef- ann. Hann þóttist greinilega vera drukkinn en bar þess merki að vera fíkninefnaneytandi. Maðurinn spurði hvort hann mætti „kíkja svo- lítið“. Ég kallaði á afgreiðslufólkið. Þegar öryggisverðir voru búnir að fá manninn til að fara út ætlaði ég að ná í peninga í brjóstvasanum. Þá uppgötvaði ég að veskið mitt horf- ið,“ sagði Einarína Einarsdóttir sem er nýkomin heim til íslands frá Ósló. Einarína var rænd í verslun á aðal- götu borgarinnar en með miklu harðfylgi tókst henni að endur- heimta það sem rænt var frá henni. „Það greip mig mikil reiði þegar ég uppgötvaði að þessi maður hafði hrifsað veskið mitt með peningum og skilríkjum. Þetta var hálfgert stundarbijálæði. Ég hljóp því út á götu og ætlaði mér að ná í þennan mann. Öryggisverðir komu á eftir mér. Þegar ég kom út sá ég manninn hinum megin við götuna. Ég hljóp beint að honum, þreif í hann og spurði hvar veskið mitt væri. Hann sagði bara: „Hvað er að þér?“ og hljóp að hjólinu sínu. Ég fór á eftir og náði honum. Öryggisverðirnir tóku hann síðan inn í bakherbergi í versluninni og ætluðu að hringja á lögregluna. Þjóf- urinn sagðist þá ætla að láta mig fá veskið ef þeir hringdu ekki. Síöan benti hann á ruslafötu þar sem vesk- ið var. En peningarnir voru horfnir. Ég ætlaði ekkert að gefa mig. Þegar farið var aö leita á manninum sást að hann var meðal annars með hníf, skrúfjárn og mörg þúsund norskar krónur innan á leðurjakkanum. Hann varð síðan að sættast á að láta mig fá peningana mína. Ég dreif mig þá inn í verslun aftur, keypti buxurn- ar, sem ég ætlaði upphaflega að fá mér, og flýtti mér út. Það var ekki fyrr en í lestinni á ieiðinni heim sem ég fór fyrst að gera mér grein fyrir hvaða hættu ég hafði verið í. Þá fór ég fyrst að titra og skjálfa," sagði Einarína. -ÓTT Skotveiöideilan á Öxnadalsheiði: Ríkissaksóknari vildi ekki aðhafast neitt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyn: „Ég hlýt að túlka þessa niðurstöðu sem sigur fyrir okkur en reyndar hef ég alltaf tahð okkur heimilt að skjóta á Öxnadalsheiðinni,“ segir Gísh Ól- afsson, formaður Skotveiðifélags Akureyrar, en hann var einn þeirra sem kærður var fyrir ijúpnaveiði á Öxnadalsheiði síðastliðinn vetur. Þaö voru Skagfirðingar sem lögðu fram kæru á hendur íjórum Akur- eyringum og var htið á máhð sem prófmál á það hvort Skagfirðingamir hefðu heimild til að selja skotveiöi- leyfi á heiðinni. Eftir yfirheyrslur var máhð sent ríkissaksóknara ásamt afsölum fyrir jörðunum Gih og Bakkaseli en ríkissaksóknari taldi samt sem áður ekki ástæðu til að hefja málsókn og vísaði máhnu frá. „Ég legg þann skilning í þessa ákvörðun ríkissaksóknara að hann taki þessi afsöl ekki gild sem voru lögð fram sem grundvöhur kærunn- ar,“ sagði Gísli og samkvæmt þessu virðist sem hveijum sem er sé heim- ilt að fara th ijúpna á Öxnadalsheiði. TÖKUM SJÁLF TIL HENDI! EIMSKIP KYNNIR STEFNU í UMHVERFISMÁLUM. EIMSKIP hefur mótað stefnu í umhverfismálum með form- legum og augljósum hætti, þannig að starfsmönnum EIM- SKIPS, viðskiptamönnum fé- lagsins, opinberum aðilum og almenningi sé fullkunnugt um markmið EIMSKIPS í þessum mikilvæga málaflokki. Við stjórnun og rekstur EIM- SKIPS skal vistverndun ætíð höfð í huga. Þetta markmið næst m.a. með því að: • Halda mengun í lágmarki. • Spara hráefni og orku sem endurnýjast ekki. • Endurvinna úrgangsefni eins og frekast er unnt. • Nota hráefni og tækni sem valda minnstri mengun. EIMSKIP hefur gefið út kynn- ingarrit um stefnu félagsins í umhverfismálum. Þar eru leið- beiningar til starfsmanna og upplýsingar til viðskiptavina og stjórnvalda. Þetta kynningarrit liggur frammi á skrifstofu fé- lagsins og öllum afgreiðslu- stöðum fyrir þá sem vilja kynna sér nánar stefnu EIMSKIPS í umhverfismálum. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ HVÍTA HÚSID / SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.