Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991. Viðskipti Evrópskt efnahagssvæði: Meiri samkeppni í heildsölu Viö evrópskt efnahagssvæði vmá gera ráð fyrir að samkeppni í heild- sölu á íslandi aukist verulega. Fyrir- tæki með einkaumboð fyrir ákveðna vöru getur ekki stöðvað innflutning annars fyrirtækis á vörunni. Gunnar Snorri Gunnarsson, skrif- stofustjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að vafalaust verði það áfram þannig að fyrirtæki erlendis skipti áfram mest við eitt fyrirtæki hér- lendis til að dreifa vörum sínum. Hann segir að meginreglan sé sú að ef fyrirtækið úti vill selja ein- hverjum hér heima, sem ekki er með umboð fyrir viðkomandi vöru, þá gangi viðskiptin greiðlega í gegn og fyrirtækið með umboðið getur ekki stöðvað þau viðskipti. í stuttu máli gengur evrópska efna- hagssvæðið út á hindrunarlaus við- skipti, allt er opið fyrir alla - alls staðar innan svæðisins. Fyrirtæki, sem reyna að koma í veg fyrir þessu opnu viðskipti, geta hugsanlega lent í sektum. íslensk fyrirtæki eiga aö geta keypt vörur erlendis þar sem verðið er hagstæðast. Þetta þýðir aukna sam- keppni í heildsölu, innflutningi á vörum, en samkeppnin hefur til þessa verið meira hjá smásölunni. Líklegast eru Hagkaup og Bónus þekktustu dæmin úr íslensku við- skiptalífi þar sem smásöluverslanir hafa vegna mikillar samkeppni sí- fellt flutt meira inn af vörum. Hægt er að fara í mörg vöruhús um alla Evrópu sem hugsa um það eitt aö selja. Framleiðendur hugsa æ minna um það hver selur vöruna, Fyrirtæki með einkaumboð fyrir ákveðinni vöru geta ekki stöðvað innflutn- ing annars fyrirtækis á vörunni. EES-dómstóllinn: EB hef ur meirihluta Þrátt fyrir evrópskt efnahagssvæði þlda áfram íslensk lög á íslandi og fæstiréttur íslands verður æðsti lómstóll landsins. Engu aö síður rama íslendingar til með að heyra nikið um dómstól svæöisins sem íeitir einfaldlega EES-dómstólinn. EES-dómstólhnn dæmir á milli ;amningsaðila þegar upp kemur ágreiningur um túlkun samningsins. „EinstakUngar leita því ekki til dómstólsins heldur ríkin,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson, skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytisins. Auk EES-dómstólsins verður einn- ig sérstök eftirlitsstofnun á svæðinu sem fylgist með að reglum um sam- keppni sé framfylgt. Sú eftirlitsstofnun getur sett sektir á fyrirtæki. Ef fyrirtæki er ekki ánægt meö þær sektir getur það áfrýjað tU EES-dómstólsins. Evrópubandalagið mun hafa meiri hluta í EES-dómstóinum. í honum sitja átta dómarar, þrír frá EFTA og fimm frá Evrópubandalaginu. -JGH Jóhannes í Bónus: Tíu-Ellef u opnuð tíunda Nýja verslunarkeðjan, sem Jó- hannes Jónsson í Bónus er að stofna, hefur hlotið nafnið Tíu-Ellefu. Fyrsta verslunin verður opnuð 10. nóvemb- er, tíunda ellefta, klukkan tíu, við Engihjallann í Kópavogi þar sem Kaupgarður var lengi til húsa. „Þetta er upphafið að ákveðinni þróun sem ég hef haft í huga í mörg ár,“ segir Jóhannes. Eiríkur Sigurðs- son, annar Víðis-bræðranna svo- nefndu, verður yfirmaður Tíu-Ellefu. Hin nýja verslunarkeðja mun nota innkaupanet Bónuss og þar af leið- andi ná hagkvæmum innkaupum. Þjónustan verður mun meiri en hjá- Bónusi. Þannig verður opið til klukk- an ellefu á kvöldin alla daga vikunn- ar. Að sögn Jóhannesar mun verðiö í Tiu-EUefu verða um 15 prósent hærra en í Bónusi eða á svipuðum nótum og í þekktustu stórmörkuðun- um. Verslunin i Kópavoginum er sú fyrsta af þremur til fjórum sem til stendur aö stofna á næstu mánuðum undir heitinu Tíu-Ellefu. Jóhannes staðfestir meðal annars að búið sé að taka á leigu hpsnæði í vesturbæn- um fyrir eina verslun. -JGH Skattafsláttur nái aðeins til útboða Jón Snorri Snorrason, deildar- stjóri verðbréfaviðskipta Kaupþings, skrifar athyglisverða grein í nýjasta fréttabréf fyrirtækisins. Þar spyr hann hvort skattafsláttur vegna hlutabréfakaupa sé ekki á villigötum og að skattafsláttur eigi aðeins að ná til hlutabréfakaupa á frummarkaði í hlutafjárútboðum. „í dag má fólk kaupa í hvaða hluta- félagi sem er til þess að fá endur- greiðslu frá skatti, svo fremi að félag- ið uppfylli skilyrði ríkisskattstjóra. Almenningur getur því keypt hlut í rótgrónu hlutafélagi af verðbréfafyr- irtæki eða hverjum sem er og fengið skattafslátt án þess að hlutafélagið njóti kaupanna á neinn hátt.“ Hann segir ennfremur: „Margir telja að eðlilegra hefði verið að skatt- afsláttur fengist aðeins ef viðkom- andi hlutafélag nyti peninganna sem keypt væri fýrir.“ Jón segir að borið hafi á því að undanförnu að félög hafi hætt við hlutafjárútboð vegna minnkandi eft- irspurnar á hlutabréfamarkaðnum. „Það er eðlilegra fyrir ríkissjóð, sem vill lækka endurgreiðslur á skatti, að beina skattafslættinum inn á frummarkað í stað þess að draga úr hvata almennings til hlutabréfa- kaupa með því að lækka afsláttinn." -JGH svo framarlega sem hún selst og þeir fá sína peninga. Á undanförnum árum hefur verið rætt um að fækka þurfi stórlega heildsölum á íslandi með því aö upp komi heildsölukeðjur sem flytji inn vörur, líkt og er erlendis. Það myndi draga stórlega úr aukakostnaði við núverandi kerfi. Kaupmaður, sem vill hafa gott vörurúrval, þarf núna að hringja i mörg hundruð heildsala til að panta vörur en þyrfti ella ekki nema nokkur símtöl í fáeinar inn- kaupakeðjur. -JGH Hagfræðingar ræða mengun í höfunum Forvitnileg námsstefna um mengun í höfunum verður haldin á Hohday Inn klukkan sautján í dag. Fundurinn verður öllum opinn. Fundarstjóri verður Þrá- inn Eggertsson prófessor. Aiesec á íslandi, deild í alþjóða- samtökum viöskipta- og hag- fræðinema, standa fyrir náms- stefnunni að Holíday Inn. Þess má geta að mikið er um að vera hjá Aiesec á íslandi. Fé- lagið heldur nú alþjóðlega ráð- stefnu í fyrsta sinn, formannar- áðstefnu Aiesec, að Hótel Örk í Hveragerði. Ráðstefnan stendur yfir til 4. nóvember. Yfir 70 erlendir viðskipta- og hagfræðinemar hvaðanæva úr heiminum sækja formannaráð- stefnuna að Hótel Örk. Eftir ráðstefnuna er gert ráð fyrir að fariö verði meö hópiim í ferða- lag og skoðunarferðir um ísland. -JGH Peningamarkadur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 3,5-4 Allir nema Sparisjóðir Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 4-6,5 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 5-7,6 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 4-7 Landsbanki VÍSITÖLUBUIMDNIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3,0 Allir 15-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar I SDR 6,5-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki ÓBUNDNIR SÉRKJ ARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki óverðtryggð kjör, hreyfðir 8-8,5 Sparisjóðirnir SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR Vísitölubundnir reikningar 4-8 Landsbanki Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör 10,5-11 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 3,75-4,1 Sparisjóðirnir Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-7,8 Sparisjóöirnir Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLAN óverðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 16,5-19 Sparisjóðirnir Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf 17-20 Sparisjóöirnir Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 20-22,5 Sparisjóöirnir útlAn verðtryggð Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki afurðalAn islenskar krónur 16,5-1 9,25 Sparisjóðirnir SDR 9-9,5 Islandsbanki, Landsbanki Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir Sterlingspund 12-12,75 Landsbanki Þýsk mörk 11 Allir Húsnæöislán 4.9 Lifeyrissióöslán 5 9 Dráttarvextir 30.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf september 21,6 Verðtryggö lán september 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala nóvember Lánskjaravisitala október Byggingavísitala október Byggingavisitala október Framfærsluvísitala september Húsaleiguvísitala VHRÐBRÉFASJÖÐIR 3205 stig 31 94 stig 598 stig 1 87 stig 1 58,1 stig 1,9% hækkun 1. október HLUTABRÉF Gengi bréfa veröbréfasjóða Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 5,985 Sjóvá-Almennar hf. 5,10 6,40 Einingabréf 2 3,191 Ármannsfell hf. 2,33 2,45 Einingabréf 3 3,931 Eimskip 5,70 5,95 Skammtímabréf 1,996 Flugleiðir 2,00 2,20 Kjarabréf 5,615 Hampiðjan 1,80 1,90 Markbréf 3,013 Haraldur Böövarsson 2,95 3,10 Tekjubréf 2,131 Hlutabréfasjóður VlB 1,00 1,05 Skyndibréf 1,745 Hlutabréfasjóöurinn 1,64 1.72 Sjóðsbréf 1 2,876 Islandsbanki hf. 1,66 1,74 Sjóðsbréf 2 1,942 Eignfél. Alþýðub. 1,65 1,73 Sjóösbréf 3 1,986 Eignfél. Iðnuðarb. 2.43 2,53 Sjóðsbréf 4 1,737 Eignfél. Verslb. 1,72 1,80 Sjóðsbréf 5 1,195 Grandi hf. 2,75 2,85 Vaxtarbróf 2,0269 Olíufélagið hf. 5,10 5,40 Valbréf 1,9000 Olís 2,05 2,15 Islandsbréf 1,251 Skeljungur hf. 5,65 5,95 Fjórðungsbréf 1,134 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05 Þingbréf 1,248 Sæplast 7,33 7,65 öndvegisbréf 1,229 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,269 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90 Reiöubréf 1,215 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17 Auðlindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40 ' Við kaup á viöskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.