Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991. 31 Blobbendales slá í gegn Meöfylgjandi myndir eru teknar þegar þeir komu fram á skemmtistað í Bretlandi fyrir nokkru við mikla hrifningu áhorfenda. Segja má að fimm breskir karl- menn, sem kalla sig Blobbendales, hafi slegið í gegn í Bretlandi en þeir eru eftirsóttasti sýningarhópurinn um þessar mundir. Þeir eru heldur ekkert venjulegir karlmenn, þeir vega að meðaltali tvö hundruð kíló og gera sér að leik að hrella áhorfendur með hinum ýmsu uppákomum. Hér eru þeir i öllu sínu veldi. F.v. Slim, Powerhouse, Tiny, Lou Lou og Sawed-Off. Þegar Tiny, eins og hann kallar sig þessi, lét allt vaða varð uppi fótur á fit á skemmtistaðnum. Barbara Cartland: Skrifaði sína eigin minningargrein Hin níræða Barbara Cartland, sem skrifað hefur yfir 550 ástarsögur um ævina, gerði sér lítið fyrir og sendi breskum dagblöðum minningar- grein um sjálfan sig í vikunni, 46 síö- ur vafðar inn í bleikan borða. Með því segist hún vilja hafa áhrif á það hvernig fólk man eftir henni og eins að leiðrétta þann útbreidda misskilning að dóttir hennar, Raine, hefði snobbað upp fyrir sig er hún giftist fóður Díönu prinsessu. „Fyrri maður dóttur minnar var líka jarl og eins giftist hún föður Dí- önu löngu áður en Díana og Karl fóru að draga sig saman,“ sagði sú gamla. í greininni segir hún líka frá erf- iðri æsku. Afi hennar framdi sjáífs- morö eftir að hafa orðið gjaldþrota og faöir hennar lést þegar hún var 17 ára gömul. Eftir að hafa, að eigin sögn, hafnað 49 bónorðum giftist hún hermannin- um Alexander McCorquodale en skildi við hann eftir sex ára hjóna- band og stóð uppi ein og yfirgefin meö fjögurra ára gamla dóttur. „Þá byrjaði ég að skrifa fyrir al- vöru,“ sagði þessi fræga kona sem sendir að meðaltali frá sér 23 bækur á ári og er skráð sem metsölurithöf- undur í heimsmetabók Guinness. Fjölmiölar JRogArthúr Björgvln Síðasti þátturinn í Dallas var á Stöð 2 í gærkvöldi. Þessi þáttur markar tímamót í sjónvarpssögunni þar sem hann er einn sá vinsælasti og lífseigasti sem verið hefur á skjánum hér á landi. Dallas eru lika merkilegir þættir fyrir þær sakir að þegar Sjónvarpið gafst upp áþeim tók Stöð 2 við, eftir að þeir höföu verið fáanlegir á myndböndum um skeið. Undirritaður misstí af loka- þættinum en það kom eiginlega ekki að sök, það má segja að hann hafi séð þáttinn í gær áður. Það var um það leyti sem fermingarbörnin í ár voru að læra að ganga. Þá fékk und- irritaður sinn skammt af Ewing- fjölskyldunni og nærsveitarmönn- um. Það hefur verið rifist um ágæti Dallas-þáttanna. Þaö er nær vita gagnslaust að deila um sápuóperur en eitt verður ekki rifist um, að JR og kompaní voru nær látlaust á skjánum í 14 ár, geri aðrir betur. Arthúr Björgvin Bollason var mættur á nýjan leik með Litrófs- þætti sína. Hann ky nnti nýtt andlit þáttarins og sjálfs síns, en hann er kominn meö þetta líka fina skegg og, ef lesiö var rétt í lok þáttarins, klæðist fórum frá Sævari Karli. Arthúr Björgvin hefur sosum ekk- ert breyst en burtséð frá umgjörð- inni og mælskulist Bollasonar virð- ist byrjunin lofa ágætu um fram- haldið. Hins vegar bendir fátt til að hann verði í sama hlutverki eftir 14 ár, lái honum hver sem vill. Haukur Lárus Hauksson í GLÆSIBÆ Alla þriðjudaya kl. 19.15 Heildarverdmæti vinninga kr. 300.000 Hæsti vinningur kr. 100.000 Sviðsljós Munaði mjóu Kærastan hans Roberts Red- ford, Kathy O’Rear, fær ekki bíl- inn hans lánaðan á næstunni. Robert á rándýran gylltan sport- bíl og dag einn þegar Kathy var aö versla 1 fatabúö í Hollywood og haföi fengiö bílinn að láni kom einhver hlaupandi inn og kallaði: „Hver á gylltan sportbíl sem er að renna niður götuna?“ „Guð minn góður,“ heyrðist í hemú og hún þaut út. En heppnin var með henni að þessu sinni, bíllinn haföi runnið frá bílastæð- inu og inn á umferðargötu. Sem betur fer var engin umferð og hann staðnæmdist sjálfkrafa nokkra metra frá stórum glugga á rándýrri verslun. Töfrar Chevy Chase dugðu ekki til Gamanleikarinn Chevy Chase reyndi fyrir nokkru aö komast inn á upptökustaðinn þar sem verið erað mynda Batman II. Staðurinn er álitinn heilagur um þessar mundir þar sem ekk- ert má spyrjast út um myndina. Chevy gerði sig mynduglegan, rétti öryggisverðinum höndlna og sagði: „Ég er Chevy Chase og þetta er passinn minn.“ Vörðurinn lét hins vegar engan bilbug á sér finna og sagði: „Fyr- irgeföu, vinur, en þú þarft að sýna passa rétt eins og hver ann- ar.“ Enga íhalds- menn, takk Jackie Onassis hélt að Arnold Schwarzenegger yrði .aldeilis himinlifandi þegar hún bæði hann um að skrifa líkamsræktar- bók fyrir Doubleday. Hún varð hins vegar fyrir þó nokkrum vonbrigðum þegar hann svaraði því til að hann myndi þá einungis koma íhalds- skoðunum sínum á framfæri. Hin frjálslynda Jackie þakkaði pent fyrir sig. Ótrúlegbylta Þessi veðhlaupahestur á eftir að vera með hausverk það sem eft- ir er vikunnar! Sem betur fer fór betur en á horfðíst er þeir félag- arnir stungust á hausfnn í orðs- ins fyllstu merkingu f keppni á Engiandi á dögunum en hvorki hesturinn né knapinn slösuðust alvarlega. free*YUMZ MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900 Veður Hæg suðaustlæg átt í fyrstu með smáskúrum sunn- anlands og vestan en víðast léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Siðan vaxandi austanátt í dag, allhvasst eða hvasst og dálítil rigning sunnanlands og vestan undir kvöld. Hiti 3 til 8 stig. Akureyri léttskýjað 3 Egilsstaðir skýjaö 5 Keflavikurflugvöllur skúr 6 Kirkjubæjarklaustur skýjað 5 Raufarhöfn hálfskýjað 0 Reykjavik skúr 6 Vestmannaeyjar rigning 7 Bergen léttskýjað 6 Helsinki skýjað 2 Kaupmannahöfn skýjað 8 Úsló súld 5 Stokkhólmur skýjað 4 Þórshöfn þokumóða 10 Amsterdam skýjað 6 Barcelona þokumóða 9 Berlin þokumóða 4 Chicago alskýjað 14 Feneyjar þokumóða 5 Frankfurt heiðskírt -2 Glasgow mistur 11 Hamborg þoka 3 London þokumóða 10 LosAngeles heiðskírt 15 Lúxemborg léttskýjað 2 Madrid þokumóða 8 Mafaga heiðskírt 12 Mallorca hálfskýjað 11 Montreal heiðskírt 0 New York heiðskírt 6 Gengið Gengisskráning nr. 206. - 29. okt. 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 60,480 60,640 59,280 Pund 102,665 102,936 103.900 Kan. dollar 53,796 53,938 52,361 Dönsk kr. 9,1009 9,1250 9,2459 Norsk kr. 8,9973 9,0211 9,1172 Sænsk kr. 9,6783 9.7040 9,7749 Fi. mark 14,5088 14,5472 14,6678 Fra. franki 10,3314 10,3587 10,4675 Belg. franki 1,7126 1,7171 1,7312 Sviss. franki 40,2034 40,3098 40,9392 Holl. gyllini 31,2825 31,3652 31,6506 Þýskt mark 35,2437 35,3370 35,6732 It. lira 0,04718 0,04730 0,04767 Aust. sch. 5,0097 5,0230 5,0686 Port. escudo 0,4103 0,4114 0,4121 Spá. peseti 0,5610 0,6625 0,5633 Jap. yen 0.45837 0,45959 0,44682 írskt pund 94,231 94,480 95,319 SDR 81,7381 81,9544 81.0873 ECU 72,2161 72,4072 72,9766 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 28. október seldust alls 49,466 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Ýsa, ósl. 1,060 114,00 114,00 114,00 Smáþorskur 0,136 50,00 50,00 50,00 Ufsi, ósl. 0,032 29,00 29,00 29,00 Lýsa 0,152 15,00 15,00 15,00 Smáýsa 0,625 71,37 71,00 72,00 Blandað 0,038 30,00 30,00 30,00 Þorskur, st. 1,068 123,00 123,00 123,00 Langa, ósl. 0,454 65,00 65,00 65,00 Steinbítur, ósl. 0,079 65,00 65,00 65,00 Lúða 0,771 282,48 220,00 395,00 Koli 0,440 75,27 74,00 114,00 Keila, ósl. 2,352 37,00 37,00 37,00 Ýsa 14,355 108,98 89,00 122,00 Smárþorskur 0,705 \68,94 67,00 76,00 Ufsi 0,448 53,23 50,00 55,00 Þorskur 13,996 106,17 101,00 124,00 Steinbitur 4,323 73,56 65,00 82,00 Sólkoli 0,077 74,00 74,00 74,00 Langa 2,713 71,65 65,00 81,00 Keila 0,141 50,00 50,00 50,00 Karfi 6,480 43,45 20,00 60,00 Faxamarkaður 28. október seldust alls 75,636 tonn. Blandað 0,212 50,25 20,00 81,00 Karfi 0,611 32,99 29,00 50,00 Keila 10,666 46,74, 37,00 54,00 Langa 5,626 88,26 63,00 89,00 Lúða 0,689 300,86 275,00 310,00 Lýsa 1,183 45.43 32,00 67,00 Blandað 0,012 115,00 115,00 115,00 Skarkoli 1,200 74,18 73,00 80,00 Steinbítur 1,171 66,27 63,00 71,00 Þorskur, sl. 41.622 102,52 73,00 139,00 Þorskflök 0,089 170,00 170,00 170.00 Þorskur, ósl. 1.032 89,06 73,00 110,00 Ufsi 0,100 50,00 50,00 50,00 Undirmál. 3,390 68,12 35,00 72,00 Ýsa,sl. 6,757 103,76 50,00 118,00 Ýsa, ósl. 1,276 82,64 75,00 97,00 Fiskmarkaður Þorlákshafnar 28. október seldust alls 12,324 tonn. Karfi 0,402 36,00 36,00 36,00 Keila 0,857 50,00 50,00 50,00 Langa 1,297 81,00 81,00 81,00 Lúða 0,064 300,24 290,00 310,00 Lýsa 1,470 69,00 69,00 69,00 Skata 0,283 120,86 50,00 124,00 Skarkoli 1.272 70,37 68,00 79,00 Skötuselur 0,718 200,00 200,00 200,00 Steinbítur 0,074 60,09 20,00 63,00 Þorskur, sl. 1,838 128,90 86,00 142,00 Ufsi 0,036 49,00 49,00 49,00 Undirmál. 0,813 70,72 20,00 73,00 Ýsa, sl. 3,197 74,34 70,00 117,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 28. október seldust alls 70,712 tonn. Lúða 0,336 194,61 190,00 240,00 Geirnyt 0,078 9,00 9,00 9,00 Skötuselur 0,029 213,16 180,00 225,00 Langa 0,337 8000 80,00 80,00 Ýsa 2,474 115,17 58,00 123.00 Ufsi 49,824 62,76 47,00 66,00 Steinbítur 0,019 86,00 86,00 86,00 Koli 0,128 52,33 19,00 73,00 Blálanga 0091 83,76 80,00 86,00 Skarkoli 0,020 40,00 40,00 40,00 Þorskur 13,732 95,10 54,00 108,00 Karfi 2,849 42,38 39,00 44,00 Undirmál. 0,226 4088 40,00 50,00 Keila 0,516 56,97 23,00 60.00 Blandað 0,053 23,00 23,00 23,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.