Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991. Úflönd Konurvið völdíNuuk Konur gegna nú tveimur æðstu embættunura í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir endurskipu- iagningu bæjarstjórnarinnar í gær. Endurskipulagningin fór fram vegna andláts Kunuks Lynge bæjarstjóra í síðastliðinni viku. Laanguaq Lynge frá Siumut- flokknum var kjörin bæjarstjóri. Hún gegndi áður starfi fyrsta að- stoðarbæjarstjóra og stjórnaði félagsmálum bæjarins. í hennar stað var kjörin flokkssystir henn- ar, Agnethe Davidsen. Laanguaq Lynge var kjörin i bæjarstjóm árið 1983 og sama ár varð hún forstöðukona Grön- landica safnsins á landsbókasafh- inu í Nuuk. Svíirændur vinningnum Sextugur Svíi var rændur ávís- un upp á þrjátíu þúsund danskar krónur og 800 krónum i reiðufé á herbergi sínu á Astoriahótelinu í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Ávísunina hafði hann skömmu áður unnið í fjárhættuspili i spilavítinu á Scandinaviahótel- inu á Amager. Þegar Svíinn hafði unnið pen- ingana í spilavítinu tók hann ieigubíl til Royalhótelsins en fékk ekki herbergi. Hann gekk því yflr á Astoriahótehð þar sem hann fékk gistingu. Um klukkan fimm um morgun- inn komu tveir menn inn í her- bergi Svíans, tóku hann haustaki og kröfðust þess að fá peningana afhenta. Þá fengu þeir og hurfu. Lögreglan telur að njósnað hafi verið um Svíann og að ræningj- arnir hafl elt hann þegar hann yfirgaf spilavítið. Lögreglan handtók liðlega tví- tugan útlending vegna málsins í gær. Ávísunin kom síðan í leit- irnar síðar um daginn þegar mað: ur kom með hana á lögreglustöð- ina í Valby. Hann sagöist hafa fundið hana úti á götu. Lagmetinu fórnaðíEES Sjávarútvegsmenn í Sviþjóð halda því fram aö lagmetisiðnað- inum hafi verið fórnaö fyrir samningana um evrópkst efna- hagssvæði, EES. Það eru fyrst og fremst þeir sem leggja niður sild og rækjur sem hafa áhyggjur af framtíðinni. Samkvæmt EES-samningnum veröur áfram lagður 20 prósent tollur á útflutning niðursoðinnar síldar, rækju, lax og makríls frá Svíþjóð til landa Evrópubanda- lagsins. „Við höfðum gert okkur vonir um að tollurinn lækkaði niður í sex prósent. Það hefði haft mikla þýðingu fyrir iðnaðinn," segir Lars-Olof Eklöf frá landssamtök- um sjávarútvegsins. Tollur á ákveðnum tegundum lagmetis lækkar smám saman samkvæmt EES-samningnum þar til hann verður sex prósent árið 1997. Eina lagmetistegundin sem verður alveg tohfrjáls frá 1. jan- úar 1993 er kavíar gerður ur steinbítshrognum. Hjátrúfrestar réttarhaldinu Réttarhöldum yfir fimm Frans- mönnum sem sakaðir eru um að hafa varpað sprengjum til að fá útrás fyrir kynþáttahatur sittvar frestaö í gær þegar hjátrúarfullur sakborningur neitaði að koma fyrir réttinn þar sem sijörnurnar væru honum ekki hliðhollar. Gilbert Hervocon, 70 ára, neit- aöi aö yfirgefa fangaklefa sinn og sagöi í bréfi til réttarins að þetta væri óheilladagur til að byrja réttarhaldið. Ritnau, TT og Reuter Herinn herðir tökin á Dubrovnik: Berjumst til síðasta manns Júgóslavneski herinn er nú kom- inn í tæplega eins kílómetra fjarlægð frá ferðamannabænum Dobrovnik við Adríahaf. Bardagar brutust út hér og þar í Króatíu í gær þrátt fyrir nýjar hótanir Evrópubandalagsins um refsiaðgerðir. Herinn, sem lýtur stjórn Serba, herti fiögurra vikna umsátur sitt um Dubrovnik með því að fara að gömlu virki uppi á hæð sem gnæfir yfir gamla bæjarhlutann. Fréttamönnum var hleypt fram hjá skipum sem loka höfn borgarinnar og leyft að fara inn í borgina. Þeir sögðu að 50 þúsund íbúar hennar, sem þar sitja fastir, væru orðnir matar- og vatnslitlir og lyf væru af skornum skammti. Margir þeirra vildu þó berjast áfram þar sem þeir óttuðust að Serbar myndu yfirtaka borgina. „Við verðum að berjast til síðasta manns,“ sagði verkfræðingurinn, Mladen Simic, og hvatti til þess að menn hefðu að engu skipun hersins th Króata um að þeir gæfust upp. Fréttamennirnir sögðu að nokkrir sögufrægir staðir í gamla bæjarhlut- anum hefðu orðið fyrir sprengjum, þar á meðal Rupe-safnið, Minceta- turninn og bænahús gyðinga en skemmdir voru óverulegar. Bardagar blossúðu upp í bænum Osijek í austurhluta Króatíu og þorp- um þar í grennd. Þá var einnig skot- ið á bæinn Vukovar við Dóná en hann hefur verið umsetinn í. tvo mánuði. Ungverjar sögðu að júgóslavneskar herflugvélar hefðu varpað sprengj- um á ungverska landamærabæinn Barcs í ógáti á sunnudagskvöldið en Þessi króatíska fjölskylda I Dubrovnik lætur sivaxandi harðræði vegna umsáturs júgóslavneska hersins um borgina ekki aftra sér frá því að skoða sig um í gamla bæjarhlutanum. íbúar borgarinnar hafa heitið að verja hana til síðasta manns. Símamynd Reuter júgóslavneski herinn bar á móti því. Carrington lávarður, sáttasemjari EB í Júgóslavíu, sagði fimm fastafull- trúum Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna í gær að hann væri svartsýnn á að hægt yrði að koma á vopnahléi í átökunum í Króatíu. EB hefur hótað Serbum refsiaðgerðum ef þeir fallast ekki á friðaráætlun bandalagsins fyrir næstkomandi þriðjudag. Reuter EB verndar f iskistof na Ráðherrar Evrópubandalagsins komust að samkomulagi í gær um verndun fiskistofna bandalagsþjóð- anna eftir tveggja ára deilur. „Mönnum hefur skilist að ein- hveijar verndaraðgerðir eru óhjá- kvæmilegar," sagði Manuel Marin sem á sæti í framkvæmdastjórn EB. Samkomulagið takmarkar veiðar með reknetum í Atlantshafi og kveð- ið er á um að notuð verði net með stærri möskvum í Norðursjónum. Almennt er litið svo á að reknet stofni sjávarspendýrum í hættu og Marin hafði upphaflega viljað banna net sem væru lengri en 2,5 kílómetr- ar. Samkomulagið felur í sér að skip, sem hafa veitt túnfisk í Norðaustur- Atlantshafi í tvö ár, fái að hafa tvö slík net til desemberloka 1993. Frá þeim tíma mega net þeirra ekki vera lengri en 2,5 kílómetrar samtals. Frá 1. júlí 1992 verða tígullaga möskvar að vera 100 millímetrar en ekki 90 eins og nú tíðkast. Ferhyrnd- ir möskvar verða að vera 90 millí- metrar. Þetta er gert til að vernda þorsk- og ýsustofnana sem hafa veriö ofveiddir og eru nú í hættu. Danir voru einir á móti samkomu- laginu til að mótmæla banni á flokk- unarvélum um borð i fiskiskipunum. Reuter Borís Jeltsín boðar hertar efnahagsaðgerðir: Hætta á niðurgreiðslum og auka félagslega aðstoð Borís Jeltsín, forseti Rússlands, boðar að dregið verði verulega úr niðurgreiðslum á nauðsynjum til að bjarga stöðugt hnignandi fiárhag rík- isins. Á sama tíma á að auka greiðsl- ur til félagslegrar aðstoðar í von um að það létti undir með fólki. Jeltsín kynnti tillögur sínar á þing- fundi í gær. Hann sagði að búast mætti við verulegum þrengingum á næstu mánuðum og varaði fólk við að gera sér vonir um batnandi lífs- kjör í bráð. Flestar nauðsynjar eru mikið nið- urgreiddar í Rússlandi sem og í öðr- um hlutum Sovétríkjanna. Því er viðbúið að verðlag hækki mjög í vet- ur en síðustu mánuði hefur nánast ríkt óðaverðbólga í landinu. Margir eru efins um að tillögur for- setans beri tilætlaöan árangur. Áður hafa verið boðaðar efnahagsaðgerðir sem síðan hafa koðnað niður í með- Borís Jeltsín Rússlandsforseti kynnti nýjar tillögur í efnahagsmáium. Nú á að draga úr niðurgreiðslum. Teikning Lurie förum stjórnkerfisins. Stöðugt dreg- ætlana sé eina framleiðslan sem ur úr framboði á neysluvarningi og stendur með blóma. segja gárungamir að gerð efnahagsá- Reuter Flutningabíllók ápeningaskáp „Ég veit að þíð trúið mér ekki en ég var að keyra á peninga- skáp,“ sagði vörubílstjóri við lög- regluna í Ludvika í Svíþjóð. Bílstjórinn var hvorki fullur né heldur þjáðist hann af ofsjónum. Það var 400 kílóa peningaskápur á veginum, um miðja nótt. Skammt þar frá farmst mannlaus Volvo. í ljós kom að ínnbrot hafðí ver- ið framíð í útfararfyrirtæki í grenndinni og höfðu þjófamir peningaskápinn á brott með sér. Þjófarnir brunuðu í burtu með þýfið en áttuðu sig ekki á því að fiughálka var á veginum. Ferða- laginu lauk með því að bílnum hvolfdi og út köstuðust bæði þjóf- ar og peningaskápur. Lögreglan fann einn þjófanna síðar þar sem hann lá slasaður á sjúkrahúsi. Þeim haföi ekki tekist að .opna skápinn. Kannski eins gott þar ekkert fémætt var í hon- um, bara bókhaldspappírar. TT Veróna leitar aðritaraJúlíu ítalski bærinn Veróna leitar um þessar mundir að ritara til að svara ástarbréfum til hennar Júl- íu hans Rómeós. Bæjarstjórnarmaður i Veróna, þar sem Shakespeare bjó þessum elskendum sínum heimili, til- kynnti í gær að efnt yrði til sam- keppni um að finna pennafæra manneskju til að svara bréfun- um. Hún fær að meðaltali tvö bréf á dag, bæði frá Ítalíu og utan úr heimi. Nýirísjakar ógna skipum Risastórir bórgarísjakar undan Falklandseyjum í Suður-Atlants- hafi ógna siglingum skipa, að sögn veðurfræðinga. Sá borgarís- jaki sem næstur er eyjunum er aðeins í tæplega 120 mílna fiar- lægð. Alls eru ísjakamir tólf og eru þeir milli 300 og 800 metrar að lengd. Jakar þessir eru viðbót við ann- an enn stærri, um átta þúsund ferkílómetrar, sem stefnir í norð- urátt frá Suðurskautslandinu. Veðurfræðingar telja að óveniukalt veður á suðurskaut- inu hafi oröið þess valdandi að borgarísjakana hefur rekið norö- ar en venjulega. Mafían safnar listaverkum Lögregla á Ítalíu fann þrjú hundruð listaverk, mörg þeirra stolin, þegar ráðist var til atlögu inn í glæsivillu í eign grunaðs mafíuforingja í Napólí. Meöal stolinna verka sem fund- ust í húsinu vom 15. aldar mál- verk af guðsmóður og Jesúbam- inu og tvö lítil marmaraljón sem höfðu verið tekin úr kirkjugarði í Salerno, sunnan Napólí. Lögreglan fann einnig hásæti sem talið er að hafi verið eign Francescos II, síöasta Búrbóna- kóngsíns i Napólí. Þá fundust tólf Ferrari sportbílar í kjallaranum. Eiturslangaæst íhamborgara Ejögurra metra löng eitur- slanga hreíðraði um sig á klósett- inu á McDonalds hamborgara- búllu í Vínarborg um helgina í þeirri von að næla sér í góðan matarbita. Það vom \dðskiptavinir McDonalds sem fundu nöðmna og tilkynntu lögreglunni um fundinn. Löggan kom og sótti dýrið og kom þvi fyrir i dýraat- hvarfi. Ekki hefur enn tekíst að finna eigandann. Reutor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.