Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991. 25 Menning Syngjandi sæll Geisladiskur Sigrúnar Eðvaldsdóttur „Cantabiie" - syngjandi - ber sannarlega nafn með rentu. Tónlistar- túlkun hennar einkennist einmitt af miklu „syngj- andi“, tónvísi og næmi sem fagmenn kenna allajafna við „músikalítet". En „músíkalítetið" það arna er að minnsta kosti tvíþætt. Annars vegar er sú tónlist sem menn spila gegnum hugann, hins vegar er tónlistin sem seytlar út í hljóðfærið gegnum líkamann allan. Gildir þá einu hvort hún var samin undir merkjum klassískrar formfestu eða rómantískrar innlifunar. „Syngjandi" Sigrúnar Eðvaldsdóttur er líkamlegur, eiginlega eins og agaður dans við hljóðfærið og birtist í spilamennsku sem er safaríkari en gengur og gerist, svo gripið sé til gamallar en ekki alveg merkingar- lausrar tuggu. Alveg ungæðislegt kapp Hér er safinn sjálf merking tónlistarinnar. Hún er herjuð út úr sérhverjum tóni, hverri tónhendingu, Stundum af svo ungæðislegu kappi - gleymum ekki að listakonan er aðeins 24 ára gömul - að ýmsar auka- merkingar fljóta með. En þessar aukamerkingar eru Tóiúist Aöalsteinn Ingólfsson allajafna svo „lifaðar" og sjarmerandi að engin leið er að fetta fingur út í þær. Raunar má yfirfæra þessi ummæli á mörg þeirra margtuggðu verka sem Sigrún spilar á geisladiskinum með dyggilegri og smekklegri aðstoð Selmu Guð- mundsdóttur píanóleikara. Hún ber óskoraða virðingu fyrir hverju verki, hversu rangeygt og innskeift sem það er, svo að notuð séu orð Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns, lifir sig inn í það eins og það hafi verið samið í gær. Fyrir vikið hljóma mörg verkanna eins og þau hafi verið samin í gær. Oftast nær eru plötur/geisladiskar með þessu efni (Cantabile eftir Paganini, Malaguena og Tarantella eftir Sarasate, Melodie eftir Gluck o.fl.) gefnir út til að leyfa ungu listafólki að brillera og flokkast þá undir það sem Ameríkanar kalla „showpiece". Auðvitað notar margt þetta unga listafólk tækifærið og hnýtir alls kyns slauf- ur á tónlistina, hnykkir á hrynjandi, lengir tónhend- ingar eða styttir. Fölskvalaus hlýja Sigrún dillar hvergi tónum að óþörfu heldur umvef- ur þessi verk fölskvalausri hlýju sem er afar fljót að skila sér til áheyrenda. Meðhöndlun hennar á verkum íslensku tónskáldanna, Þórarins Jónssonar og Jóns Nordal, einkennist af mýkt og nákvæmum skilningi. Upptaka geisladisksins hefur heppnast með miklum ágætum. Það er ánægjuefni að útgáfufyrirtæki skuli taka hæfileikafólk í klassískri tónlist á borð við Sigrúnu Eðvaldsdóttur upp á arma sér. Megum við eiga von á upptökum á „meiri háttar" klassískum verkum á borð við Brahmskonsertinn eða Síbelíusarþolraunina í meðförum Sigrúnar? Það yrði stór rós í hnappagat fyrirtækisins. Sigrún Eóvaldsdóttir, fiðla & Selma Guðmundsdóttir, pianó. Verk eftir Paganini, Sibelius, Poldini, von Paradis, Sarasate, Rachmaninoff, Wieniawski, Fauré, Elgar, Gluck, Chopin, Þór- arin Jónsson, Brahms og Jón Nordal. Útg. Steinar, 1005. Píanótónleikar Tónleikar voru haldnir á vegum Evrópusambands píanókennara í ís- lensku óperunni í gærkvöldi. Edda Erlendsdóttir lék einleik á píanó, verk eftir Carl Philipp Emanuel Bach og Franz Schubert. Það var mjög forvitnilegt að heyra verk eftir C.P.E. Bach sem er ekki of oft fluttur. Þessi sonur gamla Jóhanns Sebastians fékk tónhstarmennt- un sína hjá fóður sínum en starfaði lengst af við hirð Friðriks hins mikla. Hann var frumlegur tónhöfundu'r og hafði mikil áhrif á önnur tónskáld samtíðar sinnar, svo mikil að hann er stundum nefndur upphafs- maður hins klassíska stíls. Bach var fulltrúi þess, sem nefnt var empfind- samer Stil þar sem reynt var að túlka ríkar tilfinningar á eðlilegan og tiltölulega einfaldan hátt og gjarnan í því skyni notast við krómatík og snöggar andstæður. Sónötur þær tvær sem þarna voru fluttar höfðu að því leyti á sér nokkurt barokk yfirbragð að stefja efnið var frekar sam- stætt og ekki lagt upp úr að skipa saman andstæðum stefjum eins og síð- ar varð háttur tónskálda við sónötusmíö. Tórúist Finnur Torfi Stefánsson Valsar Schuberts, sem þarna voru ieiknir, eru fullir yndisþokka en þungavigtarefnið var sónata hans í a moll. Litadýrð hljómanna og syngj- andi laglínur einkenna þetta fagra verk og enginn þar að fara í grafgötur um hver höfundurinn er. Eins og við mátti búast af Eddu Erlendsdóttur var flutningurinn á þess- um verkum mjög góður, fallegur ásláttur, ágætur skýrleiki og fjölbreytt túlkun. Áheyrendur þökkuðu henni vel og lék hún nokkur snöfurleg aukalög í lokin. Edda hefur leikið inn á hljómdisk sem er nýútkominn vegum Skífunnar og er hinn forvitnilegasti. Hefur hann inni að halda verk C.P.E. Bachs og munu þau ekki hafa áður verið gefm út leikin á nútíma píanó. Fundarboð Framhaldsaðalfundur Félags þroskaþjálfa verður haldinn miðvikudaginn 30. október nk. kl. 20.00 í sal Greiningar- og ráðgjafárstöövar ríkisins, fjórðu hæð. Fundarefni: . 1. Siðanefnd og siðareglur Félags þroskaþjálfa. 2. Kosning varatrúnaðarmanns í SFR. 3. Önnur mál. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKADA! US“ Fréttir Ferðamálakönnun: ■ 3ir ©■ idiciir ferðamenn gista á UAdflAvAllMI Um 51 prósent erlendra ferða- manna, sem hingað koma, eru úr millistéttum og eru menntamenn sérstaklega áberandi í hópi þeirra. Næststærsti hópurinn er atvinnu- rekendur og stjórnendur eða 13 prósent, um 11 prósent eru náms- til loka ágústmánaðar. ARs tóku 3274 ferðamenn þátt í könnuninni sem er sú íyrsta af fjórurn sams konar könnunum sem fyrirhugaö- ar eru á þessu og næsta ári. Meðaldvalartími fólks hér á landi var 15,2 dagar. Algengasta dvalar- menn, um 10 prósent ferðamann- anna eru húsmæður og lífeyrisþeg- lengdin var 14 dagar. Fólk var beð- ið um að segja til um hve margar ar, iðnaöar- og tæknimenn eru um 7 prósnt en 8 prósent eru úr verka- lýðsstétt. Þetta kemur fram í nýrri nætur það gisti í einstökum lands- hlutum. Að jafnaði sögðust ferða- mennirnir hafa dvalið 4,3 nætur í könnun sem Félagsvisindastofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Vest-Norden, ferðamálanefnd Norðurlandaráðs, í samráði við Ferðamálaráö íslands, Byggða- stofnun, Flugleiðir hf., Félag ís- lenskra ferðaskrifstofa og Sam- band veitinga- og gistihúsa. Könnunin var framkvæmd með því að leggja spurningalista fyrir ferðamenn í lok dvalar þeirra hér á landi í Leifsstöö og á Seyðisfirði. Voru spumingalistarnir lagðir fyr- ir á aðalferöamannatímanum eða Reykjavík, 2,8 nætur á Suðurlandi, 2,4 á Norðurlandi, 1,2 á Austur- landi, 1,2 á hálendinu, 1 nótt á Vest- urlandi og og 0,4 nætur á Vestfjörð- um. Að jafnaði kostaði fargjaldið hingað til lands tæpar 49 þúsund krónur. Þeir sem komu í pakkaferð sögöust að meðaltali hafa greitt 117 þúsund krónur fyrir pakkann. Meöaleyðsla ferðamanna hér á landi, utan fargjalds eða ferða- pakka, var nálægt 43 þúsund krón- um eða rúmum 4000 krónur á dag frá því síðustu viku júnímánaðar á mann. -J.Mar AUKABLAÐ Tíska Á morgun mun aukablaö um tískuna fylgja DV. í blaðinu verður m.a. fjallað um fatatísku fyrir konur og karla, hártískuna, förðun og snyrtivör- ur o.fl. o.fl. Tíska 12 síður á morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.