Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991. íþróttir unglinga 3.flokkurkarla: FHefst af fjórum jöfnum 1. deild þriðja flokks karla var leikin í Reykjavík um helgina. Fjögur lið í deildinni virtust mjög jöfn að getu og þegar keppni lauk voru tvö iiðanna með sex stig og voru þvi jöfn. Það voru lið FH og ÍBV en FH-ingar teijast sigurveg- arar þar sem þeirra markahlut- fall er betra. Þetta er samkvæmt nýjum reglum en ef gamlar reglu- gerðir HSÍ hefðu gift stæðu Vest- mannaeyingar uppi sem sigur- vegarar þar sem þeir sigruðu í innbyröisleik liöanna. Úrslitaleikurínn Leikur FH og ÍBV var jafn og spennandi allan tímann og skipt- ust liðin á að hafa forystu og var munurinn þó aldrei meiri en eitt mark. Það voru FH-ingar sem leiddu í leikhféi og var staðan þá 7-6. Leikmenn beggja fiða mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og var Jjóst að hvorugt liðið ætl- aði að gcía nokkuð eftir og það var ekki fyrr en skömmu fyrir leikslok að Vestmannaeyingar sigu fram úr og var sigurinn þeirra, 16-15. Þessi úrshtaieikur hafði allt þaö sem prýðir leiki tveggja góðra liða. Þessi liö bæði veröa tví- mælalaust í baráttu efstu hða i þessum flokki i vetur. Vest- mannaeyingar söknuðu tveggja sterkra manna að þessu sinni og er ljóst að sameining Þórs og Týs hefur jákvæð áhrif á handbolt- ann i Eyjum og ætti að auka sig- urlíkur liðsins á íslandsmótinu mikið. Mörk ÍBV: Daði Pálsson 5, Sig- uröur Grétarsson 5, Valdimar Pétursson 4 og Emil Andersen 2. Mörk FH: Hrafnkell Kristjáns- son 4, Árni Þorvaldsson 3, Skúli Norðfjörð 3, Amar Ægisson 2, Björn Hólmþórsson 2 og Jón Hjaltason 1. KA varö í þriðja sæti deildar- innar með jafnmörg stig og KR en þar sem þeir skoruðu fleiri mörk en KR uröu þeir ofar á töfl- unni. Haukamenn ráku lestina, fengu ekkert stig og virðast lítið erindi eiga i 1. deild. Það veröa því KR og Haukar sem falla í aðra deild og leika þar næstu törn. 2. deild Valsmenn sigruðu í A-ríðh með nokkrum mun og stóðu þvi uppi sem sigurvegarar og leika í l. deild í næstu töm. Framarar urðu í öðru sæti, töpuðu aðeins fyrir Val, Stjarnan í 3. sæti, Sel- foss í því fjórða og Skagamenn í frnunta sæti og falla því í 3. deild. Þór, Akureyri, sigraði í B-riðli 2. deildar sem leíkinn var á Akur- eyri. Þeir höfðu þar nokkra yfir- burði á önnur lið deildarinnar og sigruðu alla sína andstæðinga og leika í 1. deild næst. Víkingar, • HK og Breiöablik urðu jöfn að stigum í 2.-4. sæti öll með 4 stig og lestina í þessum riöli rak svo Höttur frá Egilsstöðum sem ekk- ert stig fékk og leikur því í þriöju deild í næstu keppni. 3. deild í A-riðli 3. dehdar voru tvö hð jöfn að stigum í efsta sæti en það voru Grótta og Grindavík. Því raiður höfðu unglingasíðunni ekki borist úrsht þegar blaðið fór i prentun og getum við því ekki sagt um hvort liðiö leikur í 2. deild næst. HKN varð í þriðja sæti og lestina rak Grindavík en fékk ekki stíg i þetta sinn. B-riðih 3. deildar var leikinn í Reykjavík og var þaö Leiknir sem bar sigur úr býtum þar. ÍR varð í öðm sæti, Fylkir í þriðja sætí og SnæfeU í þVí fjórða. íslandsmótið 1 handknattleik - 3. flokkur kvenna: Stjörmisigur í jöfnum úrslitaleik gegn Gróttu Gróttustúlkur stóðu sig vel í 3. flokki kvenna um helgina og enduöu í 2. sæti 1. deildar. Keppnin á þessum vig- stöðvum virðist ætla að verða jöfn og góð. Mikil keppni var i 1. deild 3. ílokks kvenna sem fram fór í Garðabæ um helgina. Stjarnan sigraði þó að lok- um og má segja aö það hafi verið sanngjörn úrslit þegar á heildina er htið. Úrslitaleikurinn Leikur Stjörnunnar og Gróttu var úrslitaleikurinn í þessum flokki eins og í 5. flokki karla. Nú voru það Stjörnustúlkurnar sem reyndust sterkari og hefndu fyrir ósigur strák- anna og unnu Gróttu í sannkölluðum úrslitaleik meö 12 mörkum gegn 11. Leikurinn var, eins og tölurnar bera með sér, jafn allan tímann en þó virtust Stjörnustúlkur alltaf vera sterkari aðjlinn enda leiddu þær lengstum með einu marki og það var einmitt munurinn þegar upp var staðið, eins og áður sagði. Mörk Stjörnunnar: Kristin H. Garðarsdóttir 4, Nína Björnsdóttir 4, Hjördís Jóhannsdóttir 2 og Heiða Sigurbergsdóttir 2. Mörk Gróttu: Vala Pálsdóttir 5, Linda Birgisdóttir 2, Anna Jónsdóttir 2, Helga Björnsdóttir og Agla Stef- ánsdóttir 1 mark hvor. Önnur lið ÍBV varð í þriðja sæti að þessu sinni og kom það nokkuð á óvart. Liðið getur mun meira og er ljóst að þær Eyjastúlkur hafa ekki sagt sitt loka- orð í vetur. Víkingar og ÍBK verða að láta sér lynda að falla að þessu sinni. Víkingsliðið tapaði öllum sín- um leikjum nema gegn ÍBK og varð því í íjórða sæti deildarinnar. ÍBK fékk ekki stig og var langslakasta lið- ið í deildinni að þessu sinni og á ekk- ert erindi meðal þeirra bestu. 2. deild KR-ingar sigruðu í A-riðli. Þær unnu alla sína leiki nokkuð örugglega og unnu sér því sæti í 1. deiíd í næstu törn. Framarar uröu í öðru sæti, Selfyssingar í því þriðja, Afturelding í fjórða sæti og Fylkir rak lestina og fékk ekki stig. Fylkisstúlkurnar mættu ekki seinni dag keppninnar og er það algjörlega óþolandi fram- koma. í B-riðli, sem leikinn var á Strand- götu í Hafnarfirði, sigruðu Haukar og var sigur þeirra sanngjarn, enda hafa þær á að skipa skemmtilegum hópi. FH-ingar urðu í öðru sæti, sigr- uöu alla sína andstæðinga nema Hauka. Valur varð í þriðja sæti og ÍR og Grindavík skiptu fjórða og fimmta sætínu bróðurlega á milli sín eftir að innbyrðis leikur hðanna hafði endað með jafntefli. íslandsmótiö í handknattleik - 5. flokkur karla: Grótta vann á marka- tölu efftir jaf nteff li Grótta varð deildarmeistari í 5. flokki karla en keppnin í þeim flokki fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði nú um helgina. Liðið var jafnt Stjörn- unni að stigum en eftir aö innbyrðis leikur liöanna endaði jafn, 12-12, var Ijóst að Grótta var með betra marka- hlutfali og telst því sigurvegari að þessu sinni. Úrslitaleikurinn Leikur Gróttu og Stjörnunnar var jafn og spennandi allan tímann og var munurinn aldrei meiri en eitt mark og var staðan þannig í hálfleik aö Gróttumenn höfðu gert 5 mörk gegn 4 mörkum Stjömustrákanna. Seinni hálfleikurinn vqr ekki minna spennandi en sá fyrri og urðu loka- tölur þær að hvort liðið um sig skor- aði 12 mörk og má segja að um mjög sarmgjörn úrsht hafi verið að ræða. Leikmenn liöanna spiluðu skemmti- legan handbolta og er alveg ljóst að þarna eru komnir menn framtíðar- innar. Stjarnan hefur á að skipa skemmtilegum leikmönnum með mikla og góða knatttækni sem eflaust á eftir að skila sér í framtiðinni. Gróttustrákarnir er ákveðnir í að standa sig og það gerðu þeir svo sannarlega/um helgina og uppskera var eftir því. Mörk Gróttu í leiknum skoruðu: - Bjarki Hvannberg 6, Þóröur Ámason 3, Ari Fenger 2 og Gísh Kristjánsson 1. Mörk Stjörnunnar skoruðu: Ottó Sigurðsson 5, Hilmar Sveinsson 3, Umsjón Heimir Ríkharðsson og Lárus Lárusson Veigar Gunnarsson 2, Páll Kristjáns- son 1 og Garðar Jóhannsson 1. Önnur úrslit Leikmenn FH urðu í 3. sætinu með skemmtilegt lið og eiga vafalaust eft- ir að velgja toppliðunum tveimur hressilega undir uggum í veíur. Þeir unnu bæði Val með einu marki og HK nokkuð ömgglega, Það varð því hlutskipti Vals og HK að falla í 2. deild að þessu sinni, en það er nú trú manna að þau lið hafl ekki sagt sitt síðasta þótt illa hafi farið í þetta sinn. 2. deild A-riðill 2. deildar var leikinn að Varmá. Víkingar unnu þar nokkuð öruggan sigur en þeir unnu alla sína leiki. í öðru sæti urðu KR-ingar, í þriðja sæti ÍR, í því fjórða Selfoss og heimamenn í Aftureldingu ráku lest- ina, fengu ekkert stig og er það því þeirra hlutskipti að leika í þriðju deild í næstu törn. B-riðill 2. deildar var í Vestmanna- eyjum og urðu Framarar sigurvegar- ar þar og sigraðu þeir í öllum sínum leikjum. Fylkir varð í öðru sæti, tap- aði fyrir Fram en sigraöi aðra and- stæðinga. í þriðja sæti urðu síðan heimamenn úr Þór og Breiðablik kom síðan í fimmta sæti og vann einn leik, Hauka úr Hafnarfirði, sem ráku lestina að þessu sinni og falla og leika því í 3. deild næst. 3. deild Þriðja deildin var leikin á Akranesi og urðu heimamenn sigurvegarar þar en þeir höfðu betri markatölu en Týrarar úr Vestmannaeyjum. Þessi lið fara þó bæði í aðra úeild í naístu törn. í þriðja sæti komu Snæfellingar frá Stykkishólmi og er ánægjulegt að sjá að þar er að fæðast sterkt hð, en þetta voru fyrstu leikir þessara drengja í deildarkeppni í handknatt- leik og lofar leikur þeirra mjög góðu. Leiknir úr Reykjavík varð í fjórða sæti, HKN í fimmta sætí og Fjölnis- menn ráku lestina. KR-ingar misstu af sæti í 1. deild um helgina. Þeir hafa þó góða möguleika á að tryggja sér sæti i næstu keppni sem fram fer eftir mánuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.