Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Page 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER, 1991. Nýir kj arasamningar í undirbúningi: Upp á líf og dauða að ná vöxtunum niður - og ég veit hvernig á að fara að því, segir Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ Nýir kjarasamningar standa fyrir dyrum. Og enda þótt formlegar við- ræður um kaup og kjör séu ekki hafnar eru menn farnir að tala óformlega saman. Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveit- endasambandsins, hefur rætt við menn innan Verkamannasambands- ins um komandi kjarasamninga. „Enda mikið af alvörugæjum þar,“ eins og hann komst að orði. Einar Oddur er með hugmyndir að nýjum kjarasamningum, samkvæmt heim- ildum DV. „Það er nú kannski of mikið sagt en auðvitað er maöur með allan hug- ann við þetta. Ég er þá helst að reyna að snúa ofan af þeirri kenningu að það eigi aldrei að draga úr neinni neyslu. Þegar tekjurnar minnka þá eigi bara að eyða meiru. Frá þessu verður að hverfa á samdráttartím- um. Gamla leiðin til að ná þessu fram var að fella gengið. Nú erum við búin að verðtryggja krónuna og verði hún felld fer allt á fulla ferð. Vextir fara Þegar hinir sögulegu þjóðarsáttarsamningar voru undirritaðir. Hvað gerist nú? upp og áhrif hennar renna í gegnum verkafólk sæti eftir með sitt óbætt. samfélagið á örfáum vikum og aðeins Þetta myndi gerast vegna þess að við erum orðin svo vísitöluþróuð þjóð,“ segir Einar Oddur Kristjánsson. - Hvernig er þá hægt að ná fram ein- hverjum kjarabótum? „Það er ekki nema ein leið fær, þáö er að fara undir OECD-löndin í verð- bólgu. Það þarf að draga úr peninga- umsvifum ríkis og sveitarfélaga upp á nokkra milljarða, eina tvo til þrjá, bara hjá sveitarfélögunum. Það þarf að draga úr eyðslunni. Draga úr hús- byggingum, minnka viðskiptahall- ann, helst eyða honum alveg og draga úr ýmsum öðrum eyðsluþátt- um. Verkalýðshreyfingin á að standa með okkur í að krefjast þessa. Þegar þetta hefur tekist getum við fariö til lífeyrissjóðanna, bankanna og tryggingafélaganna og krafist vaxtalækkana. Sumir kalla þetta of- beldi, ég kalla það sátt. Það er hægt að koma raunvöxtum niður í 4 til 5 prósent og við vitum hvernig á að fara að því. Þetta hefur verið gert á mörgum stöðum með sátt. Þjóðverjar eru frægastir fyrir þetta og Japanir fóru eins að og síðan aðrar A-Asíu- þjóðir. Stjórnleysiskjaftæði manna í þessum málum er bara rugl. Þegar þetta hefur verið gert eru menn bún- ir að koma nafnvöxtum undir 10 pró- sent en þeir eru nú á milli 25 og 30 prósent. Þá er fyrst er orðin einhver von fyrir þann hallarekstur sem nú er hjá undirstöðuatvinnugreinunum að lifa við óbreytt gengi. Þá um leið heldur verðvitund fólksins áfam. Núorðið nær hún til alls nema vaxta. Lækkun raunvaxta hefur veruleg áhrif á kaupmátt verkafólks, hvort sem það er reiknað og mælt í vísi- tölum eða ekki. Ég ætla að halda því fram að vaxtalækkun skipti nokkrar þúsundir fjölskyldna öllu um það hvort þær halda húsnæði sínu eða lenda á götunni. Það eru allir hrædd- ir við að verðbólgan fari úr böndun- um og ég held að þegar menn hafi skoðað málið ofan í kjölin verði þeir mér sammála, “ sagði Einar Oddur Kristjánsson. -S.dór Boðar gerbreytingu á Fiskifélagi íslands hugmyndinni ekki vel tekið meðal starfsmanna félagsins Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra boðaöi í ræðu á fiskiþingi í gær algera breytingu á starfsemi Fiskifélags íslands. Hann sagði aö stjórnsýsla á sviði sjávarútvegs heföi breysts og aukist mjög á síðustu 15 árum, bæði að eðli og umfangi. Það væri ekki síst vegna ýmissa laga um stjómun fiskveiða. Þess vegna væri nauðsynlegt að koma á lægra stjórn- sýslustigi en sjávarútvegsráðuneytið er. Slíkar skipulagsbreytingar hefðu verið í undirbúningi í ráðuneytinu síðustu vikurnar. Sagði hann að rætt hefði verið við stjórn Fiskifélags ís- lands og milliþinganefnd þess sem hefur fjallað um skipulagsbreytingar á félaginu. Sagðist Þorsteinn telja breytingarnar óumflýjanlegar og vildi hann gera þær á grunni Fiskifé- lagsins. Hugmyndir Þorsteins Pálssonar ganga út á það að tvískipta Fiskifé- lagi íslands. Undir stjórn þess féllu félagsmálin, svo og útgáfumál og önnur félagsleg starfsemi. Hins vegar yrði verksvið fiskimála- stjóra breikkað til muna. Undir hann félli, samkvæmt hugmyndum sjávar- útvegsráðherra, útgáfa veiðileyfa, úthlutun aflamarks, flutningur afla- heimilda, eftirlit á sjó, eftirlit með vigtun afla, eftirlit með framleiðslu, samanburður gagna, aflaupplýsing- ar, framleiðsluupplýsingar, íjárhags- upplýsingar, rekstur tölvudeildar, hreinlæti og búnaður, gæðastjórnun framleiðslu, mat afurða og tengsl við gæðakröfur viðskiptalanda og aðila. Hér því ekki um neitt smáverksvið að ræöa. Þeir sem best þekkja til segja að þetta verði stofnun með um eða yfir 100 starfsmenn. Þeir starfsmenn Fiskifélagsins sem DV ræddi við í gær taka þessum hugmyndum heldur Ola. Þeir segja það glapræði að ætla aö gera Ríkis- mat sjávarafurða að lítilli deild innan þessarar stofnunar. Þeir bentu á að vegna aukinna gæðakrafna frá Bandaríkjunum og þegar evrópska efnahagssvæðið verður að veruleika, veitti ekki af aö stórefla Ríkismatiö sem sjálfstæða stofnun. Um þetta mál verður ítarlega fjall- að á 50. fiskiþingi sem nú stendur yfir. -S.dór í dag mælir Dagfari Dagfari hefur áður gert að umtals- efni þá merku hugmynd forsætis- ráðherra að hjálpa fólki til að flytja frá átthögum sínum. Forsætisráð- herra hefur fundið það út í störfum sínum sem stjórnmálaforingi og formaður stærsta stjómmála- flokksins að fólk er að bugast yfir því að þurfa að búa heima hjá sér og hann telur það rétta ályktun hjá sér að leggja tíl að þessu fólki verði hjálpað til að komast í burtu. For- sætisráðherra hefur bent á aö þetta sama fólk hafi það gott í launum og atvinnu, það eigi hús og bíla og samt vúji það ekki vera lengur þar sem það er. Að vísu hefur það ekki verið sagt opinberlega, en augljóst er að ráöherrann hefur heyrt þetta á ferðalögum sínum um kjördæmin og því hefur verið hvíslað í eyru hans og hann hefur séð með eigin augum hvernig fólkið kvelst og líð- ur fyrir það aö búa þar sem þaö býr. Þess vegna er þetta göfug hug- mynd og mannúðleg að vilja hjálpa því til að flytja. Þaö hefur enginn þorað að segja þetta opinskátt fyrr en Davíð kom og sagði Sjálfstæðis- flokknum frá því. Davíð hefur ver- ið borgarstjóri í Reykjavík um langan tíma og ekki haft tækifæri til að tala við fólk úti á landi fyrr verki er ekkert að gera fyrir þing- mennina og þá missa þeir sæti sín og þá missir flokkurinn þingmann og allir sjá að það er miklu hag- kvæmara að hafa þingmenn heldur en kjósendur, svo ekki sé minnst á þau ósköp að hafa enga kjósendur lengur til að halda þingmönnun- um. Ef Davíð ætlar að fara að útvega peninga tfi að fólkið getið selt, þá er fjandinn laus. Þess vegna verður að þagga niður í forsætisráðherra og koma honum í skilning um að það sé öllum fyrir bestu að reyra áttahagafjötrana og stöðva fólks- flóttann. Með góðu eða illu. Þetta er hugsunarhátturinn og þetta er nú öll ástin sem þingmenn- inrir hafa á kjósendum sínum, loksins þegar stjómmálaforingi rís upp í landinu sem ætlar að frelsa kjósenduma úr álögum. En hvað sem illgjarnir þingmenn segja verður ekki göfugmennskan frá Davíð tekin. Hann er maður að meiri fyrir að vilja koma fólkinu frá heimahögum sínum og hjálpa bágstöddum. Þetta er nokkurs kon- ar hjálp í viðlögum og hafi ráðherr- ann þökk fyrir. Dagfari Hreppaflutningarnir en nú, á allra síðasta ári. Hann hefur haft tækifæri til að kynna sér aðbúnað þeirra veslinga sem ekki hafa komist til Reykjavíkur og skil- ur nú betur þá aðstöðu sem þessu fólki er búin. Hann sér eymdina í samnburði við höfuðborgina og hann heyrir þrána í röddum þeirra og kökkinn í hálsi þeirra sem hann hittir þegar hann má vera að því að bregða sér út á landsbyggðina. Er nema von að Davíð láti þessi orð falla? Hann hryllir viö þeim bæjarfélögum og útkjálkum þar sem fólk hírist undir húsveggjum en vill þó ekkert frekar en að kom- ast sem lengst í burtu. Þaö er af þessum ástæðum sem Davíð vill taka upp þá mannúðarstefnu að hjálpa fólkinu til aö flytja. Það er svo eftir öðru að þingmenn og jafnvel samflokksmenn Davíðs forsætisráðherra hafa tekið þetta óstinnt upp. Út af fyrir sig er það skiljanlegt. Þingmenn landsbyggð- arinnar vilja halda sem lengst í kjósendur sína og þeir hafa alltaf verið þeirrar skoðunar að lands- byggðarfólk væri ekki of gott til að búa á landsbyggðinni. Þeir vilja njörva fólkið niður 1 afskekktum sjávarplássunum og ekki heyra á þaö minnst að nokkur maður flytji. Það eru bara landráðamenn sem flytja. Þetta er og hefur verið pólitíkin og ef Davíð ætlar að ráðast gegn þessari pólitík, þá skal hann hafa verra af. Enda er stefnan sú að fólk megi bara þakka fyrir að eiga hús og bíl og það hefur einmitt verið stefnan að gera húsin verðlaus til aö halda plássunum í byggð. Meðan enginn getur selt getur enginn flutt. Svo einfalt er það. Hingað til hafa þingmenn hlotið kosningu fyrir þá ræktarsemi sem þeir hafa sýnt fólkinu í landinu með þvi að vera svo góðir að útvega þessu sama fólki fjármagn til að halda uppi atvinnu og snúast fyrir það í bankana og telja því trú um að það sé hvergi betra að vera en einmitt þar sem það býr. Ef þing- menn geta ekki gegnt þessu hlut-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.