Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. Fréttir Hentar ekki að tala um hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga núna: Kemur örugglega ósk um hækkun síðar á árinu „Það er ekki talið henta að tala um hækkun á bifreiðatryggingum þegar menn eru að keppa um viðskiptavin- ina. En það kemur örugglega fram ósk um hækkun síðar á árinu ef það er eitthvað að marka þaö sem for- ráðamenn tryggingafélaganna hafa verið að halda fram skipti eftir skipti í fjölmiðlum að það sé svona mikið tap á tryggingunum. - segir Ragnar Ragnarsson hjá Tryggingaeftirliti rikisins Það þarf að fara fram afkomuat- hugun á bifreiðatryggingum í heild. Það verður sú athugun sem ræður grunniðgjaldinu," segir Ragnar Ragnarsson hjá Tryggingaeftirliti ríkisins. „Fimm stærstu tryggingafélögin, sem hafa boðið upp á bifreiðatrygg- ingar til dagsins í dag, hafa kvartað undan því að iðgjöldin væru lág. Því er ekki að neita þau hafa hækkað ansi mikið á undanfömum árum. Það sem mest hefur verið kvartað undan er slysatryggingin, aðrar greinar hafa staðið undir sér. Ökutækjatryggingamar em fjórar greinar: ábyrgðartrygging ökutækja sem greiðir fyrir tjón sem trygginga- taki veldur öörum, framrúðutrygg- ing og kaskótrygging sem bætir tjón á eigin ökutæki sé viökomandi í órétti. Þessar tryggingar lækkuðu síðast þegar verð á bifreiðatrygging- um var ákveðið. Fjórði hðurinn er svo slysatrygging ökumanns og eig- enda. Þetta er grein sem er tiltölulega ný. Hún var tekin fyrst upp 1988 með nýjum umferðarlögum. Menn van- mátu í byrjun slysatíðnina og tjón- þungann, bæði hvað varðar íjölda tjóna og þær upphæðir sem þurfti að greiða í bætur. Þessi trygging hef- ur hækkað ár frá ári og þaö er hún sem tryggingafélögin hafa verið að tala um síðasta hálfa árið að hafi verið alltof lágt iðgjald fyrir eða bæt- urnar alltof háar.“ -J.Mar Hvað kostar að tryggja hjá Skandia íslandi? MIVIC Pajero árg.1992 Tímabil 01.03.1992 -01.03.1993 Afsláttur af ábyrgöartryggingu: 70% Afsláttur af kaskótryggingu: 50% Sjálfsábyrgð 46.000 Reykjavík Ábyrgðartr. 26.284 Slysatr. ökum. 4.016 Framrúðutr. 2.408 Kaskótr. 23.860 Höfn í Hornafirði Ábyrgðartr. 18.398 Slysatr. ökum. 4.016 Framrúðutr. 2.408 Kaskótr. 21.475 Samtals: 56.568 Samtals: 46.297 MIVIC Galant 1600 árg.1992 Tímabil 01.03.1992 -01.03.1993 Afsláttur af ábyrgðartryggingu: 70% Afsláttur af kaskótryggingu: 50% Sjálfsábyrgð 46.000 Reykjavík Ábyrgðartr. 25.983 Slysatr. ökum. 4.710 Framrúðutr. 2.679 Kaskótr. 24.302 Höfn í Hornafirði Ábyrgðartr. 18.188 Slysatr. ökum. 4.710 Framrúðutr. 2.679 Kaskótr. 21.872 Samtals: 57.674 Samtals: 47.449 Toyota Corolla 1300 árg. 1992 Tímabil 01.03.1992 -01.03.1993 Afsláttur af ábyrgðartryggingu: 55% Afsláttur af kaskótryggingu: 40% Sjálfsábyrgð 46.000 Reykjavík Ábyrgðartr. 29.283 Slysatr. ökum. 4.508 Framrúðutr. 2.214 Kaskótr. 20.888 Höfn í Hornafirði Ábyrgðartr. 20.498 Slysatr. ökum. 4.508 Framrúðutr. 2.214 Kaskótr. 18.799 Samtals: 56.893 Samtals: 46.019 Skandia ísland var fengið til að reikna út hvað það kostaði aö tryggja þrjár tegundir af bilum hjá fyrirtækinu. í öllum dæmunum aka eigendur bifreiðanna 10-15 þúsund kílómetra á ári. Þeir eru allir komnir yfir þrítugt og borga því lægri iðgjöld en yngri ökumenn. Þess ber að geta að láni eigendurnir bifreiðar sínar ökumönnum yngri en 30 ára, til dæmis börnum sfnum, hækkar tryggingin um 10 prósent. Ef eigendur gefa rangar upplýsingar um notkun bílsins má beita lagaákvæði um að þeir borgi 21 þúsund krónur i sjálfsábyrgð lendi billinn í óhappi. Auk þess má geta þess að félagar í FÍB fá 10 prósent afslátt af þeim upphæðum sem tilgreindar eru í töflunni. Önnur trygginga- félög hafa ekki enn gefið upp hvað felst í þeirra tryggingapökkum. Af þeim sökum er ekki hægt i dag að bera saman bifreiðatryggingar á milli félaga. Helmingur allra tryggingaviðskipta á íslandi eru bifreiðatryggingar: Stöndum betur að vígi en önnur trygg jngafélög - segirGísliLárusson,forstjóriSkandiaísland „FÍB leitaði eftir samstarfi við okk- ur fyrir áramót. Það er að mínu mati staðfesting á því aö við bjóðum hagstæðustu kjörin í bifreiðatrygg- ingum í dag. Það er ekkert smámál fyrir tryggingafélög að gera samning við félagasamtök sem eru hagsmuna- samtök 7000 bifreiðaeigenda sem hafa kynnt sér þau kjör sem eru á markaðnum og hafa séð fram á að okkar skilmálar eru sambærilegir við þau kjör sem best gerast á mark- aðnum,“ segir Gísli Lárusson, fram- kvæmdasljóri Skandia ísland. Fyrir skömmu var undirritaður samning- ur á miili Skandia íslands og Félags íslenskra bifreiðaeigenda um 10 pró- sent aukaafslátt til handa félags- mönnum á bifreiöatryggingum ásamt öllum öðrum einkatrygging- um. - Ekki fara allir yfir til ykkar? „Þaö verður bara að koma í ljós. En ef maður er að bjóða bifreiða- tryggingar þá hlýtur það aö skipta máh aö geta tengst hópi eins og FÍB. Það kemur fram í úttektum, sem gerðar hafa verið, að Skandia býður lægstu iðgjöld á markaðnum í dag. Fyrir 30 ára og eldri bjóðrnn við 10 til 26 prósent lægri iðgjöld en aðrir gera.“ - Nú hefur manni ekki heyrst þaö á tryggjngafélögunum að bifreiðtrygg- ingar séu sérstaklega eftirsóknar- verðar? „Af hverju sækjast tryggingafélög- in þá eftir þeim ef það er tap á þeim? Helmingur allra tryggingaviöskipta á íslandi eru bifreiðatryggingar. Þær halda þvi uppi umfangsmikilli starf- semi. Við stöndum betur aö vígi en hin tryggingafélögin að því leyti aö við glímum ekki viö fortíðarvanda eins og þau. Auk þess sem Skandia ísland gerir hlutina öðruvísi og notar aðrar aðferðir. Viö viljum til dæmis ekki fá viðskiptavinina hingað inn heldur viljum við afgreiða þá í gegn- um síma til að flýta fyrir lúutunum. Það sem við erum að gera er að rjúfa einokun á þessum markaði. Neyt- endur hafa ekki haft neitt val um bifreiðatryggingar og það er það sem við erum að brjóta upp.“ -J.Mar Ef tjónum fjölgar hækkar tryggingin - segir Axel Gíslason, forstjóri Vátryggingafélags íslands „Ég tel aö margir sem eru í þessum hópi séu þegar með betri kjör hjá okkur en þama er verið aö bjóða. Við erum til dæmis með fjölskyldu- tryggingu sem nær yfir allar almenn- ar tryggingar fjölskyldunnar, svo sem heimilis-, húseigenda-, slysa- og ábyrgðartryggingu. Þeir bíleigendur, sem tryggja einn bíl hjá okkur, fá 25 prósent afslátt af öllum þessum tryggingum, ef þeir eru með tvo bíla fá þeir 30 prósent afslátt. Við höfum boðið þessar tryggingar í nokkur ár,“ segir Axel Gíslason, forstjóri Vá- tryggingafélags íslands, þegar hann var spurður hvort VÍS myndi bjóða bifreiðaeigendum aukaafslátt í kjöl- far samnings Scandia íslands og Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda. - Það hefur komið fram að bifreiða- tryggingar þurfi að hækka um 30 prósent til að standa undir sér? „Það er einungis einn þáttur bif- reiðatrygginga sem hefur ekki staöið undir sér og þaö er slysatrygging ökumanna. Hún hefur ekki staðið undir sér í mörg ár. Slysatrygging ökumanns er hins vegar ekki nema einn hður af mörgum í bifreiðatrygg- ingum þar sem ábyrgðartryggingar eru veigamestu þættimir." - Stendur þá til að hækka þennan þátt tryggingarinnar? „Við höfum boðað aö við munum kynna nýjungar okkar í bílatrygg- ingum ekki síðar en 26. janúar. Við gerum ráð fyrir að bifreiðatrygging- ar okkar verði samkeppnisfærar við það sem önnur tryggingafélög bjóða. Viö værum ekki jafn stórt trygginga- félag og raun ber vitni ef við gætum ekki boðið samkeppnisfært verð. Viðskiptavinir okkar munu geta treyst því að sú vátryggingarvernd, sem þeir fá hjá okkur, verði áfram 1 fararbroddi og á samkeppnisfæru verði." - Verður hækkun á grunniðgjaldi slysatryggingar ökumanns og eig- anda ekki bara frestað um nokkra mánuði? „Ég held að það sé ekki hægt að svara því með ööru en því að þegar til lengri tima er litið þá taki trygg- ingariðgjöldin miö af þeim tjónum sem greiða þarf. Ef tjónunum heldur áfram að fjölga munu iðgjöldin taka mið af því og hækka hjá öllum trygg- ingafélögunum.“ -J.Mar Neytendasamtökin: Væntum meiri viðbragða „Við erum að bíða eftir að VÍS upplýsi hvað þeir bjóða neyendum upp á í sambandi við bifreiðatrygg- ingar. Það er raunar allt of skammur tími sem fólk fær til að meta þetta því bifreiðatryggingum verður að segja upp fyrir mánaðamót," segir Sólrún Halldórsdóttir hjá Neytenda- samtökunum. „Eins og staðan er í dag eru þær tryggingar, sem Skandia ísland býð- ur upp á, þær hagstæðustu á mark- aðnum. Það er hins vegar ekki vitað á þessari stundu hvort önnur vá- tryggingafélög koma fram með hlið- stæð tilboð. Fólk hefur ekki mikið haft sam- band við Neytendasamtökin vegna þessa. Það er eins og það þori ekki að slá til. Ég hélt að það kæmu fram meiri viðbrögð,“ segir Sólrún. -J.Mar Akureyri: pjorn ac >1 Cyffi KrátjánEson, DV, A low íyn; Tveir menn á tvítugsaldri hafa verið handteknir á Akureyri vegna innbrota á skiðasvæðinu í Hlíöar- fjalli en þar stálu þeir um 40 þús- und krónum í peningum. Mennirnir fóru þangað tvívegis og var þriöji aðili meö þeim í annað skiptið. Þeir fóru inn í skúra við lyftur í íjallinu og stálu peningum sem komið höföu inn fyrir lyftu- gjöld. Allir mennirnir hafa oft áður komið við sögu hjá lögreglunni og eru síbrotamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.