Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. 13 Sviðsljós Pétur Kristjánsson fertugur: 25 ár í eldlínunni „Þetta var rosaafmæli og verður alveg ógleymanlegt," sagði Pétur Wigelund Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri PS músíkur og gamal- reyndur hljómlistarmaður, sem hélt upp á fertugsafmæli sitt um helgina. Teitið var haldið á Hótel íslandi á föstudagskvöldið og mættu þar hátt í fjögur hundruð manns. Haldið var uppi stífri dagskrá alveg til miðnættis, hæði sýnd skemmtiat- riði og haldnar ræður Pétri til heið- urs en þrír félagar Péturs, þeir Ómar Valdimarsson, Óttar Felix Hauksson og Jón Ólafsson, sáu um dagskrána. Þeir fengu m.a. ýmsa söngvara til að syngja lög sem Pétur hefur sungið í gegnum tíðina og má þar fyrstan nefna Valgeir Guðjónsson. í kjölfarið tóku lagið þeir Stefán Hilmarsson í Sálinni, Daníel Ágúst Haraldsson úr Ný danskri, Karl Örv- arsson, Richard Scobie og Páll Óskar Hjálmtýsson. Loks tók nýja Stjórnin lagið Seinna meir og Laddi sýndi skemmtiatriði. Svona til gamans fóru börn Kristj- áns einnig upp á svið og hermdu eft- ir laginu Wild Thing, upptöku með Pops sem tekin var fyrir tíu árum, og gerði það mikla lukku. Þess má að lokum geta að félagar Péturs og samferðamenn afhentu honum bikar, svokallaðan íslenskan rokk-Felix, fyrir „25 ár í eldlínunni". Þau Karl Örvarsson, Sigríður Beinteinsdóttir og Guðmundur Jónsson voru á meðal veislugesta sem alls nálguð- ust fjórða hundraðið. DV-myndir S Afmælisbarnið heilsar hér upp á Rafn Jónsson vin sinn en eiginkona Pét- urs, Anna Linda Skúladóttir, stendur fyrir aftan Pétur. Hemmi Gunn og Richard Scobie höfðu margt að ræða Pétur hampar hér hinum íslenska rokk-Felix sem félag- en Richard var einn þeirra fjölmörgu sem tróðu upp ar hans færðu honum fyrir 25 ár i eldlínunni. um kvöldið. Jodie Foster um árið 1991: Besta árið mitt til þessa „Árið 1991 er besta árið mitt til þessa. Það var eins konar saman- tekt á öllu því sem ég hef verið að vinna að um ævina," sagði leikkon- an Jodie Foster sem auk þess að vinna til verðlauna á leiklistarsvið- inu varð vinsæll leikstjóri á árinu. Jodie, sem er 29 ára, byijaði að leika í kvikmyndum sem barn og hefur að margra áliti stöðugt farið fram. Síðasta afrek hennar var kvikmyndin Lömbin þagna þar sem hún fór á kostum. „Ég reyni hvað ég get að fá þau hlutverk sem mér líst vel á,“ sagði Jodie en þannig fór hún einmitt að því að fá hlutverk í Lömbin þagna. Leikstjóri myndarinnar var á höttunum eftir Michelle Pfeiffer í hlutverkið en Jodie hætti ekki fyrr en hún varð möguleiki hans númer tvö og fékk því hlutverkið þegar Michelle hafnaði því. Jodie leikstýrði sinni fyrstu mynd á árinu, Little Man Tate, sem íjallar um unga móður sem á óvenjulega vel gefinn son. Kvik- myndin hefur fengið mjög góða dóma og er talin benda til frekari afreka leikkonunnar á þessu sviði. Jodie Fosfer, fjölhæf leikkona og efnilegur leikstjóri. Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignar- skatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1992 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1991, verið ákveðinn sem hér segir. 1.77/ og með 21. janúar 1992 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Til og með 20. febrúar 1992 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Til og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1992: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausa- fé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1991 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrirfærri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. rsk RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.