Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: Auglýsingar: (91 )626684 - aðrar deildir: (91 )27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Bush skilur ekki útiönd Saddam Hussein og flokkur hans eru enn við völd í írak, þótt ár sé liðið frá gagnárás bandamanna í stríðinu við Persaflóa. Sá maður, sem Bush Bandaríkjaforseti kallaði Hitler nútímans, heldur um þessar mundir sigur- hátíðir í Bagdad til að minnast sigurs 1 þessu stríði. Þegar fyrri bandamenn hófu gagnárás gegn Hitler á sínum tíma, hættu þeir ekki fyrr en þeir höfðu komið honum frá völdum og tryggt lýðræðissinnum völd í Þýzkalandi. Það land er nú orðið að þungamiðju í vest- rænu samfélagi. En írak er verra en það var. Það var persónuleg ákvörðun Bush Bandaríkjafor- seta að stöðva gagnárásina á Saddam Hussein og flokk hans. Hann gerði það gegn ráðum bandamanna og gegn ráðum sinna eigin herstjóra. Hann ákvað að lýsa yfir sigri, sem ekki var tímabær, og fara heim með hðið. Það var líka persónuleg ákvörðun Bush Bandaríkja- forseta að hvetja Kúrda til uppreisnar gegn Saddam. Þeir fóru eftir því og reiknuðu með aðstoð hans. En þá leyfði hann Saddam Hussein að halda landher sínum og flugher undir vopnum til að reka Kúrda á flótta. Hin ótímabæru stríðslok voru alvarleg mistök manns, sem skortir skilning á alþjóðamálum. Að hann skyldi þar á ofan verða upphafsmaður að nýjum harmleik Kúrda er ekkert annað en stríðsglæpur, sem mannkyns- sagan mun láta Bush standa reikningsskap fyrir. Stríð Bush Bandaríkjaforseta við Persaflóa leysti ekki pólitísk vandamál þar og allra sízt í Kúveit. Þar er aftur komin til valda fádæma íhaldssöm furstaætt, sem ein- beitir sér að því að brjóta niður lýðræðistilhneigingar, er brutust út í andófinu gegn hemámi íraka. Utanríkismál Bush eru raunar samfelld harmsaga. Nýjasti ósigur hans var sneypufórin til Japan, þar sem hann mætti með hð vælukjóa úr atvinnulífinu á borð við Lee Iacoca og uppskar fyrirlitningu Japana, sem vita, að vandræði Bandaríkjanna eru heimatilbúin. í júní í fyrra æsti utanríkisráðherra Bandaríkjafor- seta Serba til stríðs gegn Slóvenum og Króötum með yfirlýsingu í Belgrad um, að varðveita bæri einingu Júgóslavíu. Stjóm Bush hefur verið allra stjórna síðust að átta sig á, að dagur sambandsríkja er liðinn. í ágúst í fyrra lýsti Bush Bandaríkjaforseti því sjálfur yfir í höfuðborg Úkraínu, að framtíð þess lands væri falin í sovézka sambandinu, sem nú hefur verið afnum- ið. Allt fram á síðasta dag hélt Bush dauðahaldi í það póhtíska lík, sem Gorbatsjov hefur lengi verið. Bush og ráðgjafar hans hundsuðu sjálfstæðisvilja Eystrasaltsþjóða alveg eins og Úkraínumanna, Slóvena og Króata. Hvarvetna í Austur-Evrópu hefur stjórn hans verið síðust allra að átta sig á óumflýjanlegum breyting- um. Hvergi hefur örlað á bandarískri fomstu. Bush, ráðgjafar hans og landsmenn em haldnir þeirri firrn, að hann sé hæfur í utanríkismálum. Svo langt gengur auðnuleysi hans á því sviði, að hann hefur mis- reiknað einmitt það land, sem hann ætti að þekkja bezt, því að hann var sendiherra þar. Það er rauða Kína. Bush lætur hina óvenjulega ógeðfehdu valdamenn í Kína njóta beztu viðskiptakjara í Bandaríkjunum. Þeir launa honum með því að gera ekki neitt af því, sem hann mæhr með, og reyna fremur að ganga þvert á ráðleggingar hans. Þeir hafa betur í þeirri skák. Vesturlöndum kemur illa, að sjálft fomsturíki þeirra skuh smám saman vera að afsala sér forustu með því að vera kerfisbundið úti að aka í utanríkismálum. Jónas Krisjánsson Fyrir aöeins þremur árum var enn aÚt í röð og reglu í heiminum, Bandaríkin öðrum megin með sín- um bandamönnum, hinum megin Sovétríkin og þeirra bandamenn. Þannig hafði þetta verið frá því upp úr síöari heimsstyijöldinni. Á þess- um 46 árum hefur heimurinn skipst í tvennt, öll hin fyrri sam- keppni ríkja innbyrðis, metingur þeirra og fom fjandskapur sumra var bældur niður í þágu hærra markmiðs, að standa saman gegn höfuðóvininum. Það var hættan af Sovétríkjunum sem framar öðru fékk Bandaríkin til að byggja upp hinar sigruðu þjóðir, Japan og Þýskaland, og gera þær að bandamönnum sínum. Öll þessi ár hafa Bandaríkin verið óumdeilt foysturíki, þau voru rík- ust og hemaðarlega voldugust, þau voru fyrirmynd annarra um flest. En nú er öldin önnur. Þetta gam- alkunna, einfalda, einfaldaða og ýkta ástand er ekki lengur fyrir hendi. Heimurinn er að taka á sig sína réttu mynd, eftir að hafa legið í dvala kalda stríðsins öll þessi ár. Hið eðlilega samhengi hlutanna og valdahlutföll ríkja innbyrðis em að koma í Ijós, ekkert ríki er lengur í þeirri aðstöðu að beygja önnur Ronald Reagan, fyrrv. forseti Bandaríkjanna. - Mestur uppgangur Bandarikjanna kom á síðari hluta forsetatíma hans, segir Gunnar i grein sinni. Arfleifð Ronalds Reagan ríki undir vilja sinn í þágu sam- eiginlegs málstaðar. Sameiningartáknið er ekki leng- ur til, kommúnisminn og þar með ógnunin frá Sovétríkjunum er liðin undir lok. Ætla mætti að þá fyrst fæm Bandaríkin að blómstra þegar stríðshættan og gjöreyðingarhætt- an er úr sögimni úr þeirri átt að minnsta kosti, en svo er ekki. Hnignun Bandaríkin eru á hraðri hnign- unarbraut og sakna sáran óvinar í stað. Mesti uppgangur Bandaríkj- anna sem um getur kom á síðari hluta forsetatíma Reagans þegar efnahagurinn óx ár frá ári lengur samfellt en dæmi vom til áður. Sá efnahagsvöxtur stafaði fyrst og fremst af ótrúlegri hemaðarupp- byggingu, nær takmarkalausum fjáraustri ríkisins til hermála, ásamt skattalækkunum, sem örv- aði allt efnahagslífið. Allt var þetta fjármagnað með hallarekstri ríkissjóðs, svo skipti hundruðum milljarða dollara á ári. Réttlætingin fyrir fjáraustrinum til hermála var rauða hættan, stór- kostlega ýktar hugmyndir um þá hernaðarhættu sem stafaði af Sov- étríkjunum. Jafnframt vora skatt- ar lækkaðir og efnahagsstefna Re- agans gekk í meginatriðum út á þaö aö búa sem best að hinum ríku og þeim sem áttu fjármagnið, sam- kvæmt hans kenningum mundi velmegun hinna ríku síast smám saman niður á við um allt þjóðfé- lagið. Ríkið átti að skipta sér sem allra minnst af þjóðfélagsmálum, þau mundu sjá um sig sjálf. Skuldadagar Nú er komið að skuldadögum. Afleiðingamar af efnahagsstefnu Reagans em sú arfleifð sem George Bush verður að takast á við, en hann sýnir engan áhuga á því. Hann segir þvert á móti að allt sé í himnalagi, allt muxú lagast af sjálfu sér, aðeins ef kerfið er látið í friði. En þetta kerfi er nú á góðri leið með að kollkeyra Bandaríkin, við blasir alvarlegasta efnahags- kreppa sem sést hefur þar í landi um áratuga skeið. Sigur Bandaríkjahers í Persaflóa- stríðinu sýndi fram á að fyrir alla milljarðana og jafnvel billjónimar, sem safnast höföu saman í skuldir ríkissjóðs, hafði tekist að setja sam- an hemaðarvél sem vann sitt verk KjaHariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður afburðavel. En annað og ekki síður mikilvægt atriði hefur legið í lág- inni: Bandaríkin höfðu ekki efni á Persaflóastríðinu, sá tími er liðinn. Stríðið var fjármagnað með sam- skotum, niðurstaðan varð sú að olíuríkin, Evrópubandalagsríkin og Japan borguöu allan herkostn- aðinn gegn írak, að frátöldum fastakostnaði Bandaríkjahers. Bandaríkjaher var í hlutverki málaliða, leigður af olíuríkjunum með styrk annars staðar frá. Risa- veldi, sem hefur ekki efni á hemaö- aríhlutun heldur verður að ganga um með betlistaf, er aðeins risa- veldi á yfirborðinu, hina efnahags- legu undirstöðu vantar. Ný stórveldi Sá er einmitt vandi Bandaríkj- anna nú, þau eru hemaðarlegt risaveldi en efnahagslega em þau að dragast aftur úr. Nú er fyrirsjá- anlegt að Japan mun fara fram úr Bandaríkjunum sem mesta efna- hagsveldi heims á næstu tveimur til þremur áratugum. Þjóðverjar em ekki langt á eftir, og Evrópu- bandalagið í heild hefur þegar meira _efnahag_s]egt__bqlmagn_ en Bandaríkin. Forysta Bandaríkjanna á póli- tíska sviðinu er undir því komin að staða þeirra sjálfra heima fyrir sé traust, en því fer fjarri. Nú lítur út fyrir samdrátt í þjóðarfram- leiðslu Bandaríkjanna, í fyrsta sinn frá stríðslokum, vaxandi atvinnu- leysi, vaxandi fátækt og örbirgð stórs hluta, allt að þriðjungs al- mennings, minnkandi félagslega þjónustu, afturför í menntakerf- inu, hnignun og afturför á ótal svið- um, á sama tíma og Japan og Þýskaland eru að koma fram á sjónarsviðið sem hin raunverulegu efnahagslegu risaveldi, þótt þau séu enn póhtískir dvergar. Á sama tíma eru Bandaríkin skuldugasta land veraldar og safna enn á annað hundrað milljarða skuldum á ári hverju. Hjá því mun ekki fara aö hinn efnahagslegi raunveruleiki komi niður á póli- tískri forystustöðu þeirra, nú þegar ekki er lengur þörf á hemaðar- mætti þeirra gegn Sovétríkjunum. Samkeppni Alþjóðapólitík er nú eftir hrun kommúnismans að taka á sig fyrri mynd, stórveldasamkeppni á póli- tísku, viðskiptalegu og efnahags- legu sviði, þar sem pólamir em ekki lengur tveir, austur og vestur, heldur margir. í þessum heimi em Bandaríkin illa í stakk búin til að standast samkeppni meö sinn eigin efnahag í djúpri kreppu. Hemaðamppbygging Reagans átti sinn þátt í að sliga Sovétríkin, þau gátu ekki fylgst með. En í leið- inni kann Reagan að hafa shgað Bandaríkin sjálf, kostnaöurinn varð meiri en jafnvel þau þoldu og uppbyggingin var fjármögnuð með skuldasöfnun. Þetta er sú arfleifð sem kom í hlut George Bush og sá raunveruleiki sem hann neitar að horfast í augu við. ( 7, :. í Gunnar Eyþórsson „Hernaðaruppbygging Reagans átti sinn þátt í að sliga Sovétríkin, þau gátu ekki fylgst með. En í leiðinni kann Reagan að hafa sligað Bandaríkin sjálf... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.