Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. 13 V Gamsakhurdia snýr heim og blæs í herlúðrana í Georgíu: Leiðir aðeins til frekara blððbaðs - herráðið ætlar að kæfa alla andspymu Zivad Gamsakhurdia, forseti Georgíu, stígur um borð í flugvél sem flutti hann heim úr tíu daga útlegð í Armeníu í gær. Gamsakhurdia hefur hvatt stuðningsmenn sina til að heyja stríð við herstjórn landsins. Símamynd Reuter Útlönd EB vill endur- skoðatillöguað GATT-samningi Tillaga Arthurs Dunkel, fram- kvæmdastjóra GATT, að nýrri skipan heimsviöskipta þarfnast verulegrar endurskoðunar ef samningar eiga að takast. Þetta er álit Rays MacSharry, yfirmanns landbúnaðarmála Evrópubandalagsins. MacSharry sagði á fundi með fréttamönnum í gær að ýraislegt jákvætt væri að finna í tillögu Dunkels, að mati EB, en hann lagöi áherslu á að hún væri ekki ásættanleg og þyrfti breytinga við. „Viðskiptaþjóðir okkar ættu að gera sér grein fyrir því að tillaga Dunkels er ekki þessleg að samn- ingar takíst um landbúnaðarmál- in. EB hefur sýnt mikinn samn- ingsvilja í þessum viðræðum en það eru takmörk fyrir því hversu langt við getum teygt okkur,“ sagði MacSharry. Snurða hefur hlaupið á þráðinn í svokölluðum Úrúgvæ-viðræð- um GATT vegna deilna EB ann- ars vegar og Bandaríkjanna og Cairns-hóps fjórtán landbúnaö- arþjóða um hvernig eigi aö draga úr niöurgreiöslum til landbúnað- arins. MacSharry sagði að EB hefði m.a. áhyggjur af skiigrein- ingu á innanlandsniðurgreiðsl- um sem ekki á að refsa fyrir og því hversu mikið þjóöirnar skuldbínda sig til að flytja út af landbúnaðarvörum. KonurviðsQórn- völinn í maf íunni Herferö lögreglunnar I Napóh á Ítalíu hefur leítt í Ijós að margir foringjar hennar eru konur sem tóku að sér hlutverk eiginmanna sinna eða elskhuga á meðan þeir sitja í fangelsi. Lögreglan hefur handtekiö tugi mafiuforingja í þessari aðfor sinni, þar af eru sjö konur. „Viö höfum handtekið kven- mafiósa áður en þetta er í fyrsta sinn sem við grípum jafnmargar sem gegna lykilhlutverkum," sagði talsmaður lögreglu. Meðai kvenbófanna eru tvær systur sem lögreglan segir að hafi stjórnað eiturlyfjahring sem seldi kókaín og heróínpillur. Skipreika Kín- verjarmeðal krókódíla Hópur 37 Kínverja sem taldir eru vera nemendur og kennarar frá Peking fannst ráfandi um í áströlsku eyöimörkinni í gær, tíu dögum eftir að skip þeirra strand- aði undan norðvesturströnd Ástralíu innan um þúsundir krókódíla. Haidið var áfram leit af landi og úr lofti að 24 öðrum Kínveijum sem eru týndir í eyöimörkinni þar sem hitastigið fer upp fyrir 40 gráður. íslandmeóal 12 skuldlausra ríkjahjáSÞ ísiand er eitt tólf ríkja sem þeg- ar hafa greitt iðgjöld sín til Sam- einuöu þjóðanna að fullu. Aðild- arríki SÞ cru 166. Boutros Boutros Ghah, fram- kvæmdastjóri SÞ, er ánægður með þá skipan mála og tajsmaður samtakanna hefur það eftir hon- um að hann vonist til að þessi skilvisi „sraiti út frá sér“. Meðal annarra skuldlausra ríkja má nefina hin Norðurlöndin, Kanada, Ástralíu, Frakkland og írland. Eistiand og Litháen, sem gengu í SÞ í september, hafa þeg- ar greitt inn á árgjaldið. Zivad Gamsakhurdia, forseti Ge- orgíu, sem flúði undan uppreisnar- mönnum til Armeníu, sneri heim úr tíu daga útlegð sinni í gær og hvatti til þess aö vopnaðir stuðningsmenn sínir hæfu' sókn að höfuðborginni Tíflis. Herstjóm Georgíu sendi þegar sveitir til vesturhluta landsins til aö hefta framfór Gamsakhurdia og manna hans. Veruleg hætta er á að borgarastyrj- öld brjótist út í Georgíu og gæti hún leitt til ólgu í nágrannaríkjunum inn- an fyrrum Sovétríkjanna. Fréttir, sem bárust tif Moskvu frá fréttastofum og útvarpsstöðvum í Georgíu, sögðu frá því að fjöldafund- ir hefðu verið haldnir um allt Magr- elíuhérað þar sem Gamsakhurdia nýtur mikils stuðnings. Fréttamaður Moskvusjónvarpsins haíði það eftir aðstoðarmanni Gamsakhurdia að 90 þúsimd manns hefðu komið saman í Zugdidi þar sem forsetinn brottrekni kom fyrst fram í gær. Fréttastofa í Tíflis hafði það eftir Tengiz Kitovani sem situr í herráð- inu að Gamsakhurdia hefði safnað saman fjögur þúsund manna sveit í Magrelíu. Sagt var að hann hefði far- ið frá Zugdidi austur til borgarinnar Zestafoni til að safna liði. En lytovani hafði sent hermenn úr þjóðvaröliðinu, sem eitt sinn var hliðhollt Gamsakhurdia, til að koma í veg fyrir alla andspyrnu. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna munu taka sér stöðu í Króatíu í dag til að fylgjast með tveggja vikna gömlu vopnahléi í landinu sem hefur aukið vonir manna um að SÞ muni senda þangað tíu þúsund manna frið- argæslulið. Yfirlýsingar leiðtoga Serbíu í gær um að Króatar verði að afsala sér því landi sem Serbar hafa náð undir sig „Zivad Gamsakhurdia hefur lýst yfir stríði milh Magrelíu og Georg- íu,“ hafði Yprinda-fréttastofan eftir Tengiz Sigua sem fer með embætti forsætisráðherra til bráðabirgða. „Gamsakhurdia á ekki nokkra möguleika á að ná aftur forsetaemb- í átökunum þykja þó benda til þess að aftur gæti slegið í brýnu milli þeirra. Serbar hafa þriðjung Króatíu á valdi sínu. „Þaö er aðeins hægt aö viöurkenna Króatíu innan þeirra landamæra sem hún ræður yfir,“ sagði Borisav Jovic, fulltrúi Serbíu í júgóslavneska forsætisráðinu. Króatinn Stipé Mesic, sem sagði af ættinu. Heimkoma hans getur aðeins leitt af sér frekara blóðbað," sagði Irakli Tsereteh, róttækur stjórn- málamaður, við fréttastofuna Inter- fax. Fréttaskýrandi í Moskvusjónvarp- inu sagði að heimkoma Gamsakhur- sér forsetaembætti Júgóslavíu seint á síðasta ári, brást reiður við og sagði aö Króatía væri sjálfstætt ríki og mundi beita öllum ráðum til aö hrekja árásarmennina á brott af landi sínu. Deilan gæti stefnt vopnahléinu, sem hefur haldið að mestu frá 3. jan- úar, í voða og hún varpar einnig skugga á friðarumleitanir SÞ þrátt fyrir fullyrðingar Serba um aö þeir vilji aö friðargæslusveitir verði sendar til Króatíu. Evrópskur stjómarerindreki í Belgrad sagði í gær að EB og önnur lönd hefðu viðurkennt sjálfstæði Króatíu og Slóveníu í þeirri trú aö gömlu landamærin yrðu virt nema lýðveldin féUust á breytingar á þeim. Borisav Jovic sagöi hins vegar við Tanjug-fréttastofuna að hugmyndir SÞ takmörkuðu í reynd yfirráð Kró- ata yfir þeim svæöum sem eru undir stjórn Serba. Um tuttugu eftirhtsmenn SÞ komu til Króatíu í gær til viðbótar við þá 25 sem komu til Zagreb og Belgrad á þriðjudag. John Wilson ofursti, sem fer fyrir hópnum, sagði að þeir mundu taka stöðu nærri víglínunni í dag til að fylgjast með að vopnahléið sé virt. Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, ferður fyrsti erlendi þjóðhöíðinginn til að heimsækja hinar nýfrjálsu Króatíu og Slóveníu. Hann kemur til Króatíu í dag og heldur til Slóveníu á morgun. Reuter dia þýddi í raun sundurlimun Georg- íu í austurhluta undir stjórn her- ráðsins og Magrelíu- og Abkhazia- hérað undir stjórn forsetans. Reuter Reiðubúinn til samvinnu með nýrri stjórn í Irak „Ríkistjóm Bandaríkjanna ít- rekar enn vonir sínar um sam- vinnu við nýja stjórn í írak ef landsmenn og herinn steypa Saddam Hussein af stóli,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti í ávarpi sínu þegar þess var minnst að ár var liðið frá upp- hafi sóknar bandamanna gegn írökum. Bush gat hrósað sigri að lokn- um bardögunum viö iraka en verður þó að sætta sig við ögran- ir Saddams sem virðist traustur í sessi þrátt fyrir að írakar standi frammi fyrir ómældum erfiðleik- um. í írak eru hátíðahöld vegna afmæhsins, enda heldur Saddam því fram að hann hafi staðist mestu herfór sem gerö hefur ver- ið á hendur nokkru ríki. Bandaríkjastjórn getur ekki annað en lýst yfir áhuga sínum á að koma Saddam frá völdum og hvatt landsmenn hans til upp- reisnar. Ekkert bendir þó til að íraksforseta verði steypt af stóh í bráð. Langvarandi áhrif við- skiptabanns Sameinuðu þjóð- anna á landi gætu þó orðið hon- um erfiö því þegnar hans mega nú þegar þola miklar hörmungar. Útvarpstöðin Voice og America útvarpar stöðugt hvatningu til íraka um hrekja Saddam frá völdum. Enginn veit þó hvort nokkur hlustar á þessar sending- ar og á móti kemur að íraksstjórn heldur uppi kröftugmn áróðri gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra í Persa- flóastyrjöldinni. • I í: ; > = i r-i 11r i Reuter Júgóslavneskir hermenn lita eftir króatiskum föngum áður en þeir voru '■ látnlr lausirí fangaskiptum i gær. Simamynd Reuter Serbar ekki af baki dottnir: Króatar afsali sér þriðjungi landsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.