Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Ásk rift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. r Neyðarhjálpin: Ekki kjöt Ríkisstjóm íslands hefur enga ákvörðun tekið um með hvaða hætti hún treysti sér til að veita lýðveldum fyrrum Sovétlýðvelda neyðaraðstoð. Jón Sigurðssonar viðskiptaráðherra segir að hún hafi að undanfórnu leitt saman menn sem átt hafi skipti við þessi ríki í því skyni að athuga hvort um sameiginlegt átak geti orðið að ræða hjá því opinbera og einkaaðil- um. Enn sé þó of snemmt að tala um fjárhæðir eða annað í því sambandi. Aðspurður tekur Jón ólíklegt að um matvælaðstoð verði að ræða, til dæmis útflutning á kindakjöti. í þessu sambandi segir hann að það sérkennilega ástand sé í landinu núna að ekki sé um óeðlilegar matar- birgðir að ræða. „Það er mjög brýnt að vestræn ríki samræmi áform sín um neyðarhjálp til þeirra lýðvelda sem áður mynd- uðu Sovétríkin. Þessar þjóðir eru nú að bijótast til lýðræðis og frelsis. Þeim er því mikilvægt aö finna sér stuðning í þeirri viðleitni. Fram und- an eru mjög erfiðir tímar þarna enda gamla kerfið hrunið og ekkert skipu- lag risið úr rústunum sem getur sinnt öllum þörfum fólks,“ segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Jón heldur til Washington á þriðju- daginn í næstu viku á ráðstefnu sem Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hefur boðað til í nafni Banda- ríkjaforseta. Á ráðstefnunni á að ræða samræmingu á neyðaraðstoð til fyrrum ríkja Sovétríkjanna og hana munu sitja ráðherrar frá um 50 löndum. Að sögn Jóns er ekki ætlunin að einstök lönd leggi fram skuldbind- andi loforð eða yfirlýsingar á ráð- stefnunni. Ætlunin sé fyrst og fremst að kanna til hvers þau treysti sér í þessum efnum og í hvaða röö best séaðveitahugsanlegaaðstoð. -kaa Greiðfært um helstu þjóðvegi í Borgarfirðinum er nú hvergi ófært en vegir eru enn mjög blautir. Fært er oröið fyrir jeppa á milh síkis- brúnna við Feijukot. Þegar vatnið fór að sjatna þar var hægt aö ná upp efni sem flaut út en eftir er að keyra um eitt þúsund rúm- metra af möl í veginn, að mati vega- gerðarinnar í Borgarnesi. Þar giska menn á að kostnaðurinn við viðgerð á þessum vegarkafla geti numið hálfri milljón. Enn hafa menn ekki áætlað heildartjón. Greiðfært um alla helstu þjóðvegi landsins. Eftir er að gera við vegi í Reykhólasveit og Gufudalssveit. -IBS Hænsnfuglar fundnir í fjöru við salmonellubúið Um eitt hundrað dauðir hænsn- fuglar fundust i fjörunni í Saltvík undir kvöld í gær. Fjaran er stutt frá því kjúklingabúi sem hættuleg salmonnellusýking fannst hjá ný- lega. Menn frá heilbrigðiseftirliti Kjalarness fóru á staðinn í birtingu í morgun. HeilbrigðLseftirlitið fyr- irskipaði tímabúndið söju- og dreif- ingarbann á afurðum sem voru með framleiðsiumerkingu frá nefhdu búi i síðustu viku vegna sýkingarhættu. Á svæðinu við Saltvík á Kjalar- nesi eru fleiri kjúklingabú. Þór- hallur Halldórsson hjá Hollustu- vemd ríkisins sagði við DV í morg- un að málið yrði rannsakað og taldi trúlegt að lögregla færi í málið með hollustuverndarfulltrúa á svæðinu í dag. „Það eru fleiri kjúklingabú þama rétt hjá. Ég mun biðja heilbrigðis- eftirlitið á svæðinu að kanna mál- ið,“ sagði Þórhallur í morgun. - Hvaða áhrif hefur það á um- hverfið aö henda dauðum og hugs- anlega sýktum fuglum í fjöruna? „Það fer eftir þvi hvemig þessir fuglar hafa dáið af völdum sjúk- dóms eða einhverra uppákoma í búinu. Það er ekki mikið varið í að láta þetta i fjöruna og hugsan- lega einhverjir mávar fari aö rifa þetta í sig og dreifa þessu.“ Þórhallur sagðist hafa fengið upplýsingar um að sala á kjúkling- um heföi ekki rainnkað eftir að til- kynnt var í fjölmiðlum fyrir síð ustu helgi að salmonellusýking heföi fundist bjá einum kjúklinga- framleiöanda. Hollustuvemd og yfirdýralæknir beindu þeim til- mælum til neytenda, sem keypt höfðu alifuglaafuröir með merk- ingu þessa ákveðna framleiðanda, að skiia vörunni. Þetta var gert í öryggisskyni vegna hættu á alvar- legri matarsýkingu. Rétt er aö taka fram að þó svo að dauðu fuglamir hafi fundist í fjörunni skammt frá umræddu búi liggur ekki fyrir, a.m.k. ekki ennþá, hvortþeirséuþaðankomnir. -ÓTT Lögreglan í Breiðholti fann þennan stolna bíl sem falinn hafði verið á bílapartasölu i jarðhúsunum við Elliðaár í gær. Bilnum var stolið við bílasöluna Bílaþing þann 14. desember. Þegar bíllinn fannst var búið að setja stóra ábreiðu yfir hann. önnur skrásetningarnúmer voru komin á bílinn. Ekki er Ijóst hvort tryggingafélag hefur greitt bætur vegna þjófnaðarins. Málið er i rannsókn. DV-mynd S Sérkjarasamningar: Gengiðfrá aðalatriðum Sérkjarasamningar fiksvinnslu- fólks em á lokastigi. Sagðist Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins, búast við að þeim lyki i dag. Samn- ingafundur stóð í allan gærdag og fram á nótt þar sem gengið var frá öllum stærri málunum. Þar er um að ræða samræmingu, eða ramma, vegna hóplaunakerfisins í frystihúsum. Þar er um að ræða hinar svo kölluðu flæðilínur og bón- usgreiðslur þeim tengdar. Allmikiil munur hefur verið á bónusgreiðslum eftir frystihúsum en nú er verið að samræma þær með þessum ramma- samningi. Þá hefur verið mikill munur á bón- usgreiðslum í saltfiskvinnslu og verða þær nú samræmdar eins og hægt er. Einnig hefur verið gengið frá fast- ráðningarsamningum starfsfólks í fyrstihúsum og kauptryggingu þess. Þetta hefur verið ein aðalkrafa fisk- vinnslufólks lengi. Eftir er að ganga frá ýmsum minni- háttar atriðum og er talið víst að því verki ljúki í dag. Fiskvinnslufólk er langstærsti hópurinn sem verið er að gera sérkjarasamninga við. Eftir er að ganga frá sérkjarasamn- ingum við Verkamannafélagið Dags- brún en þeir samningar eru allfrá- brugðnir sérkjarasamningum fisk- vinnslufólks. Búist er við að þegar sérkjarasamningar fiskvinnslufólks eru í höfn hefjist samningar við Dagsbrún. Að þeim loknum er svo gert ráð fyrir að samningar um gerð aðal- kjarasamnings, þar sem Alþýðusam- bandið kemur inn í samningavið- ræðurnar, hefjist í næstu viku. Þór- arinn V. Þórarinsson sagði í morgun að hann vonast til að svo yrði. Alþýðusambandið hefur enn ekki lagt fram formlegar kröfur varðandi gerð aðalkjarasamnings. Vitað er þó að gerðar verða nokkrar kröfur á hendur ríkisstjórninni svo sem hækkun skattleysismarka og afnám eða mildun á þeim aðgerðum sem hún hefur boðað varðandi skerðingu elli- og örorkulífeyris, skerðingu bamabóta og fleira. -S.dór Á118 km hraða Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur skömmu eftir að veitingahús lokuðu í nótt. Þriðji öku- maðurinn var tekinn á Sæbraut á 118 kílómetra hraða. Sá er þó ekki grun- aður um ölvunarakstur en hann var sviptur ökuréttindum til bráða- birgða á lögreglustöðinni. -ÓTT ii..JPi ———SL~——— LOKI Fuglinn í fjörunni, hann heitirsalmonella! Veðriö á morgun: Hlýttog rigning Á morgun verður útkomu- belti á leið austur af landinu og annað nálgast úr suðvestri. A morgun verður sunnan- og suð- vestanátt og rigning um austan- vert landið í fyrstu, annars þurrt að mestu. Sunnan- og vestanlands fer að rigna aftur þegar líður á daginn. Áfram verður hlýtt í veðri. crmma m Brook (rompton J RAFMOTORAR HriMlxpti SuAurlandabraut 10. S. 080489.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.