Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. íþróttir Sport- stúfar Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Marc Degryse, leik- maður með And- erlecht, hlaut gullskó- inn í Belgíu fyrir árið 1991 en það eru íþróttafréttamenn í landinu sem verðlauna á þann hátt besta knattspymumanninn að þeirra mati. Degryse fékk 217 stig í kjörinu en næstur kom Philippe Albert hjá Mechelen með 193 stig. Guðmundi gekk vel með varaliðinu Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Guðmundur Benediktsson, hinn 17 ára gamli Akureyringur, stóð sig vel með varaliði Ekeren þegar það mætti Mechelen í fyrrakvöld. Guðmundur lagði upp tvö af þremur mörkum Eker- en sem tapaði, 3-4, og þrír vam- armanna Mechelen fengu að líta gula spjaldið fyrir að brjóta harkalega á honum. Þetta var annar heili leikur Guðmundar með varaliði Ekeren. Aðalfundur knatt- spyrnudeildar HK Aðalfundur knattspyrnudeildar HK verður haldinn í íþróttahús- inu Digranesi mánudagskvöldið 27. janúar og hefst klukkan 20. Firmakeppni í körfu Firmakeppni Vals í körfuknattleik fer fram að Hlíðarenda 25. og 26. janúar. Upplýs- ingar eru gefnar í síma 11134. ísland í 15. sæti í badminton ísland er í 15. sæti af 24 á listanum yfir þær þjóðir sem taka þátt í Evrópukeppni lands- liða í badminton í Glasgow í apríl. Þjóðunum hefur verið raðað í styrkleikariðla og ísland er í 3. riðh - mætir þar Belgíu, Austur- ríki, Tékkóslóvakíu, Búlgaríu og Frakklandi. í 1. riðli eru Dan- mörk, Svíþjóð, England, Rúss- land, Holland og Skotland. í 2. riðh era Þýskaland, Póhand, ír- land, Finnland, Wales og Noregur en í 4. riðli eru Ungveijaland, Sviss, Ítalía, Spánn, Kýpur og Portúgal. Blkarkeppnln í körfubolta: Grindavík áfram - sigraði ÍR í Seljaskóla, 75-98 Grindvíkingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með efsta hð 1. deildar, ÍR, í 16 hða úrshtum bikarkeppninn- ar í gærkvöldi á heimavelli ÍR í Selja- skóla. Gestimir sigruðu, 75-98, eftir að hafa leitt með ellefu stigum í hálf- leik, 38-49. Björn Leósson skoraöi fyrstu tvö stig leiksins fyrir ÍR en það var í eina skiptið sem það var yfir í leiknum. Grindvíkingar juku smátt og smátt muninn eftir því sem leið á leikinn og varð munurinn mestur 14 stig í fyrri hálfleik en 28 stig í þeim síðari. Grindvíkingar beittu stífri pressu- vörn af og tíl og það nægði þeim til að auka forskotið þegar þeir vildu. Gestirnir leyfðu sér einnig að hvíla byrjunarhð sitt og þá tóku ungu strákamir við og skiluðu hlutverki sínu vel. Guðmundur Bragason var bestur Grindvíkinga. Hann virtist geta skorað hvenær sem hann vildi og var hávörn ívars Webster honum lítil fyrirstaða, auk þess var Guðmundur mjög sterkur í fráköstunum. ÍR-liðið virkar mjög þunglamalegt. Margir leikmanna liðsins eru ótrú- lega seinir á sér og er það ljóst að þeir verða að styrkja liðiö fyrir næsta keppnistímabil ef ekki á illa að fara í úrvalsdeildinni. Hilmar Gunnars- son og Jóhannes Sveinsson stóðu upp úr ÍR-liðinu. Gangur leiksins: 2-0, 4-10, 15-22, 25-37 (38-49) 40-49, 50-60, 62-90, 75-98. _ Stig ÍR: Jóhannes 18, Hilmar 17, Bjöm L. 10, Márus 6, Arthur 6, ívar 5, Aðalsteinn 5, Eiríkur 4, Ragnar 2, Björn St. 2. Stig UMFG: Guðmundur 24, Joe 21, Marel 13, Rúnar 11, Bergur 11, Hjálmar 6, Pétur 6, Pálmar 4, Atli 2. -KG Framarar úr Adidas í Nike Knattspyrnudeild Fram og Austurbakki hf. hafa gert samning um að Austurbakki leggi deildinni til margvíslegan útbúnað fyrir knattspyrnu- menn Fram. 1. deildar lið Fram mun leika í ABM fatnaði frá Ítalíu næstu þrjú árin og skóm frá Nike. Yngri flokkar og kvennaflokkar munu leika í sama fatnaði. Þá verður leikið með boltum frá ABM í öhum flokkum. Samning- urinn er til þriggja ára og tekur ghdi 1. mars nk. Þetta er stærsti samning- ur sem knattspyrnudeild Fram hefur gert um búninga- og skómál og hefur afarmikla fiárhagslega þýðingu fyrir dehdina. Framarar hafa leikið í búningum frá Adidas sl. 11 ár en mæta nú th leiks í sumar í nýjum búningum. -SK Frá undirskrift samningsins. Frá vinstri: Jóhann Kristinsson, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austur- bakka, og Erlendur Eysteinsson, sölustjóri Austurbakka. Jóhannes Sveinsson, ÍR-ingur, reynir hér að brjótast fram hjá Grindvíkingunum ( DV/mynd GS Kefhrikingar - gerðu út um leikinn gegn Haukum „Við unnun leikinn á fyrstu 10 mínút- unum og það gekk allt upp í fyrri hálf- leik. í þeim síðari lékum við ekki eins vel en gátum leyft okkur það. Haukar komu okkur á óvart hversu slakir þeir voru eftir góða leiki að undanfórnu,“ sagði Sigurður Ingimundarson, fyrirhði ÍBK, eftir að hðið hafði unnið öruggan sigur á Haukum, 114-96, í Japis-dehdinni í körfuknattleik í Keflavík í gær. Keflvíkingar byrjuðu að pressa stíft og það virtist slá Haukana út af laginu. Heimamenn skoruðu hveija körfuna á fætur annarri í fyrri hálfleik og mesti munur í hálfleiknum voru 33 stig. í byijun síðari hálfleiks hélt ÍBK upp- tæknum hætti og náði fljótlega 37 stigum yfir og allt virtist stefna í stigamet. Þá fóm Haukar að pressa betur og náðu að rétta sinn hlut verulega án þess að ógna sigri ÍBK. Guðjón Skúlason lék best í hði ÍBK og þeir Jón Kr. og Bow áttu góðan leik. Liðsheildin var annars sterk, aðallega í fyrri hálfleik en í þeim síðari misstu þeir aðeins einbeitingu. Breiöablikfær lottókassa í dag í dag verður tekinn í notkun nýr lottó- og getraunakassi í félags- heimili Breiðabliks við sandgras- völhnn í Kópavogsdal. Af því til- efni verður Breiðablik með sér- staka opnunargleði í félagsheim- hinu klukkan 18 þar sem stórtipparar félagsins vígja kass- ann og boðið verður upp á léttar veitingar. Öllum velunnurum fé- lagsins er boðið á staðinn. PLS sækir á Lærlingana Forysta Lærlinga í 1. deild karla í keilu minnkaöi um fiögur stig í fyrrakvöld þegar þeir geröu jafn- tefh, 4-4, við KR. Á meðan vann PLS 8-0 sigur á Kakkalökkum. Kehulandssveitin vann MSF, 6-2, Þröstur vann JP-Kast, 6-2, og Hitt hðið gerði jafntefli við Kehu- vini, 4-4. Eftir 11 umferðir eru Lærhngar með 68 stig, PLS 62 og síðan koma Kehulandssveitin og KR með 56 stig. í 2. dehd karla em Við strákamir með 10 stiga forystu á Toppsveitina. Iþróttir helgarinnar bls. 17 og 23 íslandsmóti 3. dehdar í knattspyrnu lauk í september sl. og samkvæmt reglugerö um dehdina féllu tvö félög niöur í 4. dehd en fimm félög, sem sigruðu í sínum riöiumf 4. dehd, léku í úrslitum um tvö laus sæti í 3. deild. Höttur varð í 3. sæti í þeim úrshtum og næstur því að komast áfram. Um miðjan vetur fréttist að ÍK, sem leika átti í 3. dehd næsta keppnistíma- bh, væri gjaldþrota og féhi þar með úr keppní. Slík óhehlaþróun hefur átt sér stað og má alveg eins gera ráð fyrir að slikt geti komið fyrir í öllum deildum í ffamtíðinní. Það tíðkast í öðrum íþróttagreinum, eins og t.d. körfuknattleik, að reglu- gerð segir th um hvaöa hð færist upp um dehd ef félag dregur sig úr keppni. Það hö sem næst því var að komast upp tekur sætiö sem losnar. þvi að komast upp eða var í 3. sæti í tiölinum fyrir neðan. Framkvæmdastjóm ásamt móta- nefnd KSÍ tók fyrir beiöni ÍK um aö fá að leika í 1. deild innanhúss á fundi sínum 27. desember sl. Beiðninni var hafnað og ákveðið aö ekki þyrfti að leika um lausa sætið heldur skyldi næsta hð á eftir hinum, sem fóru upp í l. dehd í fyrra, fylla skarðið. En hvað geröist svo viku síðar? Viku siðar, þann 4. janúar, ákveöur stjórn KSÍ á fundi sínum aö falllið úr 3. dehd í fýrrasumar, Magni, skuh leika við þaö hð sem varð í 3. sæti í úrshtum í 4. dehd og næst var því að færast upp, Hött. Fordæmí: 2. flokki Sama regla er 1 ghdi í 2. flokki karla i knattspyrnu (sjá reglugerð KSÍ). Þar er skipt í riðla eftir getu og færast tvö hð upp og tvö falla eins og í meistara- flokki. Hætti félag hins vegar þátttöku tekur það hð sæti þess sem næst var Akvörðun KSI sú lakasta í stöðunni Þessi ákvöröun stjómar KSÍ mun hafa fordæmisgildí fyrir framtiðina og er að mfnu mati sú lakasta í stöð- unni. Athugum nú hvers vegna: 1. Út frá þjálffræðilegu sjónarmiði er rangt að ætla liðum aflandsbyggð- inni, frá Grenivík og Eghsstööum, að leika mikhvægan leik á gervigrasvelh í Reykjavík aö vetri th. 'i.ii iJ. 2. Fimm mánuðir eru hðnir síöan höin léku síðast og æfmgar hafa að mestu legiö niðri. 3. í janúar byrja venjulega þrekæf- ingar og lyftíngar sem enda með snerpuæfingum í mars. Slíkum undir- biiningi fyrir sumarið verður að sleppa oghefia 2ja mánaða undirbún- ing fyrir einn leik í byijun mars. 4. Fyrir óvana leikmenn fylgir mikh slysahætta því að leika á gervigrasi, auk þess em menn stífir og þungir, í lélegri æfingu og ekki bætír úr að búast má við kulda og jafnvel snjó. 5. Margir leikmanna Hattar eru í námi og dvelja á 6 mismunandi stöð- um á landinu og í Svíþjóð. Þeirra námsskipulag og einbeiting við námið raskast því félagið gerir kröfu th þess að þeir einbeíti sér að úrslitaleiknum í byijun mars. 6. Tími forystumanna félaganna fer að nokkru leyti í að undirbúa fyrr- nefndan úrslitaleik í stað þess að skipuleggja fiáraflanir, sem margar hveijar byggjast á því aö leikmenn leggi fram vinnuafl sitt, sem ekki gengur nú í sama mæli. 7. Höttur verður að taka upp.s ing viö nýráðinn þjálfara, sem átti að hefia störf í aprh, og ekki er víst aö hann fái sig lausan úr starfi svo skyndilega. Þarna kemur ófyrirséður kostnaður sem um munar. 8. Nauðsynlegt er að safha leik- mönnum minnst einu sinni th Reykja- vikur og æfa á gervigrasvelh og fá æfingaleiki. Flugfar frá Eghsstöðum til Reykjavíkur er ekki gefið. 9. Loks koma úrshtin sjálf en leikur við shkar aðstæöur verður happa og glappa aöferð og mætti þess vegna eins kasta upp krónu. Stjórn knattspyraudeildar Hattar hefur ákveðið að hhta ákvörðun stjómar KSÍ og leika úrshtaleikinn en telur að KSÍ ætti að taka á sig minnst helming kostnaðarins. í lokin óska ég undirritaður eftir skýringum og rökstuðningi stjómar KSÍ fyrir ákvörðun sinni um títt- nefndan leik. Þeir eru margir sem vilja fylgjast með þessu máli. Hermann Níelsson formaður knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.