Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Síða 11
 r 11 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. Sviðsljós Ágúst Einarsson fertugur Rúmlega þrjú hundruð manns voru í afmælisveislu Ágústs Einars- sonar, formanns bankaráðs Seðla- bankans og samninganefndar ríkis- ins, er hann hélt upp á fertugsaf- mæh sitt í Félagsheimilinu á Sel- tjamamesi um síðustu helgi. Veislan tókst í aUa staði mjög vel. Fluttar vom ræður og Ágústi færðar margar góðar gjafir og blómvendir. Þeir Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra vora á meðal veislu- gesta en þar var einnig að finna bankastjórn og bankaráð Seðlabank- ans, samstarfsmenn Ágústs í samn- inganefnd ríkisins, starfsmenn úr Granda, Sölumiðstöðinni, Fiskifélag- inu, prófessora og kennara við Há- skólann, forystumenn í Alþýðu- flokknum og forystumenn í sjávarút- vegsmálum, auk vina og vanda- manna. Þeir Gisli J. Hermannsson, Gunnar Friðriksson, Þórhallur Helgason og Birgir Berndsen voru á meðal veislugesta sem alls voru rúmlega 300 talsins. DV-myndir Hanna Ágúst Einarsson ásamt eiginkonu sinni, Kolbrúnu Ingólfsdóttur. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri tekur hér í höndina á afmælisbarninu og óskar því til hamingju. Gestir virða fyrir sér myndirnar á fréttaljósmyndasýningunni sem nú stend- ur yfir i Listasafni ASÍ. DV-myndir Hanna ListasafnASÍ: Sýning á fréttaljósmynduin Um helgina var hin árlega frétta- ljósmyndasýning, World Press Photo, opnuð í Listasafni ASÍ. Tilgangurinn með sýningimni er sagður vera sá að vekja athygli al- mennings á fréttaljósmyndum með því að verðlauna það sem best hefur verið gert á þeim vettvangi. VaUn er fréttaljósmynd ársins, sú ljósmynd sem túlkar best hugsjón mannúðar og samband manns og umhverfis og sú mynd sem sýnir já- kvæðar aðgerðir til varðveislu lífs á jörðinni. Árið 1991 bárust hátt í tólf þúsund myndir í keppnina frá fjórtán hundr- uð ljósmyndurum víða um heim, svo myndimar eru að vonum mjög fjöl- breyttar og skemmtfiegar. Þau Guðjón Einarsson og Þórdis Guðjónsdóttir sýndu myndunum mikinn áhuga en Guðjón er skrif- stofustjóri Timans. Sýningin, sem fer árlega um aUan heim, hefur hvarvetna vakið mikla athygU. RENAULT 19 GTS RENAULT 19 GTS - DV bíll janúarmánaðar IVerður til sýnis og reynsluaksturs um helgina: Föstudaginn 17. janúar kl. 13.00-18.00 Laugardaginn 18. janúar kl. 13.00-17.00 Bílaumboðið hf Krókhálsi 1,110 Reykjavík, Sími 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.