Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. 15 Réttlæti en ekki f orréttindi íslensk verslun hefur tekið mikl- um stakkaskiptum síðustu áratug- ina. í kjölfar síðari heimsstyijald- arinnar var hún hneppt í fjötra hafta eins og mörg önnur atvinnu- starfsemi hérlendis og höftin hér urðu býsna lífseig. Það var ekki fyrr en í tið viðreisn- arstjórnarinnar, um og upp úr 1960, að farið var að losa um þau að ein- hverju ráði og segja má að það sé núna fyrst sem nokkrar eftirlegu- kindur haftanna eru að hverfa. Ferðalög tii útlanda eru ekki lengur sérréttindi stétta og flestir geta fengið eins mikinn erlendan gjaldeyri og þeir geta greitt fyrir, annaðhvort í ferðatékkum eða með notkun greiðslukorta. Reglur um það hve mikið fólk má versla er- lendis eru að visu enn nokkuö strangar og úreltar en eftirlit er orðið fijálslegra. Það er útbreiddur misskilningur að íslenskir verslunarmenn telji óeðlilegt að íslendingar versli er- lendis nú á dögum. Það er fráleitt að ætla sér að koma í veg fyrir slíka verslun með höftum eða múrum. Þjóðin tapar Hins vegar er ljóst aö það er þjóð- hagslega óhagkvæmt að verslun flytjist úr landi. Við það flyst at- vinna úr landi; erlendir verslunar- menn hafa atvinnu af því að selja íslendingum vörur og greiða því skatta af vinnutekjum þar. Tollar og vörugjöld eru greidd erlendum ríkjum en renna ekki í sameigin- lega sjóði íslensku þjóðarinnar sem vissulega þarf á þeim að halda - KjaUarinn Kristján Skarphéðinsson í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna og aldrei fremur en nú. Það væri hagkvæmast fyrir alla aðila að vöruverð hérlendis væri með þeim hætti að fólk vildi versla hér. Til þess er engin von við nú- verandi aðstæður. Þar er nóg að nefna tvennt til. Annars vegar hinn illræmda skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, sem upphaflega átti að vera til bráðabirgða en er orðinn fóst tekjulind ríkissjóðs, og hins vegar virðisaukaskattinn, sem að mínum dómi er útfærður hér- lendis á fráleitan hátt. Gallaður virðisaukaskattur Við erum með einn hæsta virðis- aukaskatt í Evrópu. Hann er aðeins eitt þrep og frá honum eru síðan ótal undanþágur i þjónustugrein- um sem velta gífurlegum fjárhæð- um. Víðast hvar erlendis er virðis- aukaskattur í tveimur þrepum og undanþágur mjög fáar. Þær eru þá fyrst og fremst á almennustu lífs- nauðsynjum sem annars eru í lægra skattþrepi. Væri virðisaukaskattur hér í tveimur þrepum og lagður á alla starfsemi myndu brýnustu lífs- nauðsynjar lækka að mun. Yrði skatturinn á skrifstofu- og verslun- arhúsnæði aflagður myndi verð á vörum og þjónustu lækka. Færi þetta saman gæti komið að þvi að útlendir ferðamenn teldu ekki lengur borga sig að koma með lífs- nauðsynjar með sér í farteskinu til „Skynsamlegast væri fyrir okkur að fara strax að aðlaga okkar skattheimtu þvi sem koma skal á meginlandinu. Þá ææti að byrja á því að breikka grunn- inn, útrýma undanþágum og lækka skattprósentuna. “ „Væri virðisaukaskattur hér í tveimur þrepum og lagður á alla starfsemi myndu brýnustu lífsnauðsynjar lækka að mun,“ segir m.a. i grein Kristjáns. íslands, heldur keyptu vörurnar hér og styddu þar með verslun úti um allt land. Þjóðir Evrópubandalagsins eru nú í óðaönn að aðlaga sinn virðis- aukaskatt því sem ákveðið er að hann verði í öllum bandalagslönd- um árið 1997. Þá verða tvö skatt- þrep, 5% og 15%, og undanþágur eiga að heyra sögunni til. Aðlögum okkur strax! Samningar okkar um EES, ef þeir verða samþykktir, taka ekki til skatta. Viö verðum því ekki laga- lega skyldugir til þess að samræma okkar skatta sköttum bandalags- þjóðanna, en útilokað er fyrir okk- ur annað en gera það ef við ætlum að taka þátt í samkeppni á við- skiptasviðinu. Skynsamlegastværi fyrir okkur að fara strax að aðlaga okkar skattheimtu þvi sem koma skal á meginlandinu. Þá ætti að byrja á því að breikka grunninn, útrýma undanþágum og lækka skattprósentuna. Síðan að taka upp lægra skattþrep á brýnustu lífs- nauðsynjum og öðru því sem menn væru sammála um að þar ætti heima. Þá kæmu þessar breytingar hægt og sígandi yfir okkur en ekki sem holskefla. íslenskir stórkaupmenn hafa að undanfórnu legið undir ámæli fyrir að hafa bent á að þjóðin tapar á þvi að.verslun fari út úr landinu. Þeir hafa líka bent á leiðir til að spoma við því. Það er einfalt mál, hún þarf að búa við sömu skilyrði og verslun í nágrannalöndum. íslenskir stórkaupmenn óttast ekki samkeppni. Hún leiðir til margra góðra hluta, þar á meðal lækkandi vöruverðs. Glöggt dæmi um það er skýrsla sem nýlega var unnin í Háskóla íslands og leiðir í ljós aö vörur, sem fluttar eru inn og eiga í samkeppni við innlendar vörur, hafa lækkaö um allt að 15% á undanfórnum áram miðað við aðra vöruflokka, á meðan vörur, sem ekki njóta samkeppni, hafa h^ekkað um 20% með sömu viðmið- un. Ekkert er fjær íslenskum stór- kaupmönnum en að biðja um hömlur á ferðalög eða verslun fólks. En þeir munu halda áfram að benda á þá ágalla á íslenskri löggjöf sem valda því að verslun flyst út úr landinu til tjóns fyrir þjóðina. - Verður þá að hafa það þótt þeir sém telja sig eiga á hættu að missa spón úr aski sínuin reki upp ramakvein endrum og eins. Kristján Skarphéðinsson Sjálfskuldar- ábyrgð Hefur þú, lesandi minn, hugsað út í það, af hverju persónuleg ábyrgð, sem þú tekur á þig fyrir annan aðila, er nefnd „sjálfskuld- arábyrgð" og af hveiju „ábyrgð" er ritað með ypsiloni? Sennilega ekki. Hjá okkur sem stör’fum fyrir og á vegum G-samtakanna fer stöðugt vaxandi að til okkar leiti fólk sem komið er á ystu nöf fjárhagslega vegna skuldbindinga sinna fyrir aðra. „Þetta er nú vinur minn og ég bara gat ekki neitað...“ Svona heyrum við oft mælt á skrifstofunni hjá okkur. En hér er talað um „sjálfskuldarábyrgð", vegna þess að ef sá sem þú hefur gengið í ábyrgð fyrir greiðir ekki skuldina þá er hún orðin skuld þín sjálfs. Og „ábyrgð" er ritað með ypsiloni af því það er dregið af sögninni að borga. Svona einfalt er það. Vatnið Vatnið rennur niður í móti - það er lögmál. Það er einnig lögmál í viðskipta- lífinu að innheimtur skulda fara fram efdr lögmáli vatnsins, þ.e. auðveldustu leiðinni. Venjulega er sjálfskuldarábyrgð „in solidum", eins og lögmenn segja. Þetta þýðir að ábyrgðaraðilar eru ábyrgir einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þess KjaHarinn Grétar Kristjónsson formaður G-samtakanna vegna gildir einu hvort þú ert eini ábekingurinn eða hvort þið eruð fleiri. Efþað ert þú sem átt mestar eign- ir, hefur mestar tekjur eða ert á iiitu'i !í.í ; . annan hátt líklegastur til að borga, þá er eins víst að skuld, sem fer í innheimtu, lendi á þér. Ekkert stoðar að bera fyrir sig sakleysi þitt eða þann hug sem að baki bjó þegar þú gerðist ábyrgðarmaður. Það er ábyrgðarhlutur að ganga í ábyrgð! Að veðsetja fólk Bankar eru fyrirtæki í áhættu- rekstri. Samt virðist manni oft að for- svarsmenn þeirra skilji ekki þessi einfóldu sannindi. Allir sem at- vinnurekstur stunda verða að taka áhættu. En bankamir vilja þaö helst ekki enda ber lítið á því aö lánveitingar séu háðar greiðslu- getu lánþega eða því hvert vit er í því sem hann er að gera. Banka- stjórar spyija ekki: „Hvemig hyggst þú greiða skuld þína aftur?“ Mun algengara er að bankastjór- ar spyiji: „Vill ekki amma þín, sem á ein- býlishús í Arnamesinu, ganga í ábyrgð fyrir þig?“ Bankastjórinn veit sem er að ömmu þinni þykir vænt um þig og á erfitt með að neita þér um greiða. Hún vill sjá drauma þína rætast og leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið. Eiginlega er gömlu kon- unni algjörlega „stillt upp við vegg“. Án vitundar sinnar og vilja er hún lykillinn að því sem þú telur að sé framtíð þín. Einu gildir þótt sú gamla finni einhver ónot fyrir bijóstinu og að henni setji ugg. Hyggjuvitið hennar, sem þegið hef- ur eldskím í harðri lífsbaráttu, seg- ir henni ef til vill að hér sé hætta á ferðum. Hún verður að taka áhættuna því annars er hún dæmd til aö vera í framtíðinni „vonda amman" sem stöðvaði draumsýn þína. Þess vegna tekur hún áhætt- una sem bankinn átti í raun að taka. Fyrir þá áhættu hefur bank- inn vextina. Þess vegna skalt þú ekki biðja gömlu konuna né nokk- urn annan um þetta. Enginn getur tekið ábyrgð á skuldum þínum nema þú einn. Breytinga er þörf Margt hefur breyst á íslandi hin síðari ár. Ekki er ýkja langt síðan menn þurftu í raun ekki að greiða skuldir sínar aftur - verðbólgan sá fyrir þeim. Á þeim tíma var allt í lagi að ganga í ábyrgð. Einnig að eyða um efni fram. Þá gátum við lifað fyrir líðandi stund. Tíminn sá um að greiða skuldirnar okkar, eða öllu heldur þeir fáu sérvitringar sem einhverja peninga áttu. Verð- bólgan einfaldlega át sparifé þeirra. Hún át einnig skuldimar okkar. Þá fór heldur enginn „á hausinn". En nú em aðrir tímar sem kreíjast annarra viðhorfa. Til að forðast það að fólk komist á vonarvöl vegna skulda annarra verðum við að hætta að biðja vini okkar um sjálfskuldarábyrgð. Þegar banka- stjórinn biður um slíkt verðum við einfaldlega að segja nei. - Við veð- setjum bara ekki annað fólk! Ef okkur tekst aö tileinka okkur þetta viöhorf og lifa eftir því mun margt breytast. Þá munu lán verða veitt út á þær væntingar sem bundnar eru gjörðum okkar en ekki vegna þess að við getum veð- sett líf og framtíð annarra. Þá spái ég því að greiðsluerfiöleikar muni minnka og gjaldþrotum fækka. Grétar Kristjónsson „Ef það ert þú sem átt mestar eignir, hefur mestar tekjur eða ert á annan hátt líklegastur til að borga, þá er eins víst að skuld, sem fer í innheimtu, lendi á þér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.