Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992. Afmæli Álfheiður Sylvia Briem Álfheiður Sylvia Briem móttöku- stjóri, Austurbrún 22, Reykjavík, er fimmtugídag. Starfsferill Sylvia fæddist í Iissabon í Portúgal en ólst fyrst upp í New York, þar sem faðir hennar var aðalræðismaður íslands, og í Stokkhólmi frá 1948 og loks í Bonn frá 1955 en faðir hennar var á þeim árum sendiherra íslands í Svíþjóð og síðan Þýskalandi. Sylvia stundaði menntaskólanám í Bonn í eitt ár og síðan við The Intemational School of Geneva í Sviss en þaðan lauk hún ensku stúd- entsprófi 1959. Þá stundaöi hún há- skólanám í Þýskalandi í eitt ár. Hún var flugfreyja hjá Loftleiðum 1962 og starfaði síðan hjá Ferða- skrifstofu ríkisins, hjá Ferðamála- ráði og hjá Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar. Þá starfaði hún hjá Útflutningsráði íslands en er nú móttökustjóri hjá Hótel Leifi Eiríkssyni. Sylvia hefur setið í stjóm Anglíu í sautján ár, ýmist sem meðstjóm- andi, ritari eða formaður. Þá er hún meðlimur í Zontaklúbbi Reykjavík- ur. Fjölskylda Sylvia giftist 6.5.1962 Magnúsi Pálssyni, f. 31.7.1936, rafmagnsiðn- fræðingi og kerfisfræðingi hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Hann er son- ur Páls Magnússonar, verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, og Sigríðar Sæmundsdóttur húsmóður en þau erubæðilátin. Sylvia og Magnús eiga flögur böm. Þau em Helgi Briem, f. 5.9.1962, líf- fræðingur og starfsmaður á Til- raunastöð HÍ í meinafræði á Keld- um, búsettur í Reykjavík, kvæntur Þóru Emilsdóttur og eiga þau einn son, Kára Emil, f. 5.9.1988; Páll Briem, f. 2.1.1964, húsasmíðameist- ari og lögreglumaður í Reykjavík, kvæntur Bryndísi Pétursdóttur og eiga þau tvö börn, Magnús, f. 8.6. 1985, ogTryggva, f. 7.11.1986; Doris Sigríður, f. 22.8.1966, húsmóðir í Reykjavík, gift Valgarði Þ. Guðjóns- syni kerfisfræðingi og eiga þau þrjú böm, Andrés Helga, f. 18.8.1983; Guð- jón Heiðar, f. 28.4.1985, og Viktor Orra, f. 22.10.1989; Sæunn Sylvia, f. 14.8.1970, snyrtifræðingur í Kópa- vogi, en sambýlismaður hennar er Friðjón Hólmbertsson og eiga þau eina dóttur, Sylviu Dagmar, f. 29.6. 1989. Foreldrar Sylviu: Helgi Pálsson Briem, f. 18.6.1902, d. 2.8.1981, sendi- herra, og kona hans, Doris Mildred Parker, f. 17.9.1902, húsmóðir. Ætt Bróðir Helga var Eggert Briem, bóksali í Reykjavík. Systir Helga var Friede, móðir Eggerts Ólafs, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra rafveitna, og Páls Þóris yfirlæknis Asgeirssona. Önnur systir Helga var Þórhildur, móðir Sigurðar laga- prófessors og Páls ráðuneytisstjóra Líndal. Hálfbróðir Helga var Krist- inn, kaupmaöur á Sauðárkróki, fað- ir Gunnlaugs Briem yfirsakadóm- ara. Helgi var sonur Páls Briem amtmanns, bróður Eiríks presta- skólakennara og Ólafs, alþingis- manns á Álfgeirsvöllum, fyrsta formanns Framsóknarflokksins, foður Þorsteins, prófasts og ráð- herra, og Ingibjargar, móður Þórðar Bjömssonar, fyrrv. ríkissaksókn- ara. Systir Páls var Kristín, amma Gunnars Thoroddsen forsætisráð- herra. Páll amtmaður var sonur Eggerts Briem, sýslumanns á Reynistað, Gunnlaugssonar Briem, amtmanns á Grund og ættfoður Briem-ættarinnar. Móðir Páls var Ingibjörg Eiríksdóttir, sýslumanns í Kollabæ, Sverrissonar. Bróðir Álfheiöar var Jón biskup. Annar bróðir Álfheiðar var Tómas Álfheiður Sylvia Briem. héraðslæknir, faðir Helga yfirlækn- is, föður Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Systir Álfheiðar var Sigríður, móðir Helga augnlæknis, föður Sigurðar, stærð- fræðiprófessors við MIT. Álfheiður var dóttir Helga Hálfdanarsonar, prestaskólakennara og alþingis- manns, og Þórhildar Tómasdóttur Fjölnismanns Sæmundssonar. Doris Mildred Parker fæddist í Birmingham á Englandi, dóttir John Davids Parker, eftirlitsmanns í Birmingham, og konu hans, Emily JaneReynolds. Sigríður Jónsdóttir Sigríður Jónsdóttir, fyrrv. bóndi að Stað í Suðureyrarhreppi, verður sextugámorgun. Starfsferill k Sigríður fæddist á Ökrum í Hraunhreppi á Mýrum en ólst upp hjá foreldrum sínum í Fíflholtum í Hraunhreppi. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann að Varma- landi í Borgarfirði 1949-50 og var um þær mundir kaupakona á sumr- in og vinnukona á veturna. Eftir að hún gifti sig var hún húsmóðir í Reykjavík og síðan Kópavogi í fjölda ára en flutti vestur 1979 þar sem hún hefur að mestu búið síðan. Fjölskylda Sigríður giftist 21.9.1952 Skúla Magnússyni Öflörð, f. 9.5.1928, bif- vélavirkja. Hann er sonur Magnús- ar Þórarinssonar Öflörð, b. í Skógs- nesi í Flóa og síðar í Gaulveijabæ, og konu hans, Þórdísar Ragnheiðar Þorkelsdóttur húsfreyju. Sigríður ogSkúliskildul978. Sigríður og Skúli eiga sex böm. Þau em Jón Ingi, f. 18.6.1952, starfs- maður hjá Landsvirkjun, búsettur í Reykjavík, kvæntur Gerði Helga- dóttur kennara og eiga þau þijár dætur; Þórdís Kristín, f. 12.2.1954, húsmóöir í Hveragerði, gift Ingólfi Einarssyni sendibílsflóra og eiga þau flögur böm; Sveinn, f. 29.3.1955, garðykjub. í Hveragerði, kvæntur Helgu Hjartardóttur og eiga þau flögur börn; Þóra, f. 9.10.1957, gjald- keri við vörubílastöðina Þrótt, bú- sett í Kópavogi, í sambýli með Rík- arði Jónssyni og eiga þau eina dótt- ur; Ingigerður, f. 5.9.1961, húsmóðir í Garðabæ, gift Hrafni Sigurðssyni vélstjóra og eiga þau tvö börn; Magnús, f. 22.6.1965, vélstjóri í Kópavogi, kvæntur Þórunni Sigurð- ardóttur og eiga þau eina dóttur. Sambýlismaður Sigríðar var Þórður Ágúst Ólafsson, f. 1.8.1911, d. 4.12.1983, bóndi að Stað. Foreldr- ar hans vom Ólafur Þórarinn Jóns- son, sjómaður í Súgandafirði, og kona hans, Jóna Margrét Guðna- dóttir. Systkini Sigríðar: Jón, f. 1926, d. 1987, lengst af gjaldkeri hjá Essó í Reykjavík; Ingibjörg, f. 1928, hús- móðir í Reykjavík, gift Þórami Vil- hjálmssyni bílstjóra; Sigríður Guðný, f. 1935, húsmóðir og verslun- arkona í Reykjavík, gift Geir Guð- geirssyni trésmið og eiga þau tvær dætur; SesseljaÁsta, f. 1938, hús- móðir og starfsmaður við Póst og síma, búsett í Reykjavík og á hún þijásyni. Foreldrar Sigríðar vom Jón Guð- jónsson, f. 30.3.1875, d. 1961, b. lengst af í Fíflholtum, og kona hans, Ingi- gerður Þorsteinsdóttir, f. 22.5.1898, d. 1990, húsfreyja. Ætt Jón var sonur Guðjóns, b. í Ný- lendu og á Ökrum, Jónssonar, hreppstjóra í Hjörsey á Mýrum, Sig- urðssonar. Móðir Guðjóns var Sig- ríður Hafliðadóttir, Kolbeinssonar. Móðir Jóns var Guðný Jóhanns- dóttir, b. á Leirulæk í Borgar- hreppi, Sigurðssonar, b. á ísleiks- stöðum í Hraunhreppi, Einarsson- ar. Móðir Guðnýjar var Guðrún Sigríður Jónsdóttir. Guðnadóttir, b. og smiðs á Leirulæk, Sigurðssonar. Ingigerður var dóttir Þorsteins, b. og fræðimanns í Háholti, Bjarna- sonar, b. í Brúnavallakoti á Skeið- um, Þorsteinssonar, b. í Brúnavalla- koti, Jörundssonar, b. og smiðs á Laugum, Ulugasonar, Skálholts- smiðs og b. á Dmmboddsstöðum, Jónssonar. Móðir Bjama í Brúna- vallakoti var Ingveldur Hafliðadótt- ir. Móðir Þorsteins Bjamasonar var Guðríður Ólafsdóttir frá Háholti. Móðir Ingigerðar var Ingibjörg Þorsteinsdóttir, b. á Reykjum á Skeiðum, bróður Bjama í Brúna- vallakoti. Móðir Ingibjargar var Ingigerður Eiríksdóttir, hreppstjóra og dbrm. á Reykjum, Eiríkssonar, ættföður Reykjaættarinnar, Vigfús- sonar. Sigríöur tekur á móti gestum á afmælisdaginn frá kl. 15.00-19.00 að Digranesvegi 12, Kópavogi. Jónmundur Hilmarsson Jónmundur Hilmarsson húsa- smíðameistari, Rjúpufelli 15, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jónmundur er fæddur í Tungu í Stíflu í Fljótum en fluttist tæplega ársgamaÚ til Sigluflaröar og ólst þar upp. Hann gekk í bama- og gagn- fræðaskólann á Siglufirði og síðar iðn- skólann á sama stað. Jónmundur tók sveinspróf í húsasmíði 1965 og fékk meistararéttindi í sömu grein 1968. Jónmundur fór suöur 1970. Hann starfaði fyrst hjá Ramma í Njarðvík, síðar hjá Völundi og Jóni Pálssyni byggingameistara en hefur veriö trésmiður hjá Hrafnistu í Reykjavík síðustu árin. Hann er hljóðfæraleikari og söngvari og starfaði með Gautum á Siglufirði og Ásum í Reykjavík. Jón- mundur spilar um þessar mundir með Örvari Krisflánssyni og Gretti Bjömssyni. Fjölskylda Jónmundur kvæntist 19.1.1964 Guönýju Jónasdóttur, f. 30.4.1945, starfsm. á læknastofu. Foreldrar hennar: Jónas Halldórsson rakara- meistari og Kristín Steingrímsdótt- ir, látin, þau bjuggu á Siglufirði en Jónas býr nú í Rjúpufelli 15 í Reykjavík. Böm Jónmundar og Guðnýjar: Ingunn, hárgreiðslumeistari, maki Jón Pétursson slökkviliðsmaður; Magna læknaritari, maki Pétur Ingason, starfsm. hjá Sól hf.; Jónas, nemi í Tækniskóla íslands, maki Erla Stefanía Magnúsdóttir fóstra. Jónmundur og Guðný eiga flögur bamaböm. Systkini Jónmundar: Guðný, starfsm. á Borgarspítalanum, maki Sveinn Pálmason verktaki; Magnús fasteignasah, maki Hafdís Helga- dóttir, þau eiga þijú böm. Foreldrar Jónmundar vom Hilm- ar Jónsson, verkamaður frá Tungu, Jónmundur Hilmarsson. og Magnea Þorláksdóttir, húsmóðir og starfsm. á Sjúkrahúsi Sigluflarð- ar. Þau bjuggu í Tungu og á Siglu- firði. Jónmundur tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Kiwanishúsinu, Brautarholti 26, Reykjavík, kl. 19-22. Ingveldur S. Guðmundsdóttir, Hólatorgi 8, Reykjavík. Jóhanna Pálsdóttir, Sigtúni 33, Patreksfirði. Hrólfur Valdimarsson, Eyri, Reykjarflarðarhreppi. Laufey Þorvaldsdóttir, Eiríksgötu 21, Reykjavík. 70 ára Þórður Valdimarsson, Hringbraut 71, Reykjavík. 60 ára Trausti Karlsson, Brautartungu, Djúpárhreppi. Anna S. Kjartansdóttir, Hábæ, Laugardalshreppi. Birna Gunnarsdóttir, Kringlumýri 31, Akureyrí. Sigríður Jóhannesdóttir, Sléttahrauni 32, Hafnarfirði. Eiisabeth Poulina M. Jaeobsen, Kirkjuvogi 2, Höfnum. Guðríður Fríðfinnsdóttir, Goðabyggð 10, Akureyri. Vilborg Guðmundsdóttir, Ægisgrund 4, Garðabæ. Freyja Haraldsdóttir, Hólastekk 1, Reykjavík. Fjóla Bragadóttir, Vallargötu 18, Keflavík. Jóhannes Arnberg Sigurðsson, Ólafsbraut 66, Ólafsvík. Margrét Garðarsdóttir, Nesvegi4, Súðavík. Sveinlaugur Kristjánsson, Hjallaseli 22, Reykjavík. Lineik Jónsdóttir, Logafold 115, Reykjavík. Stefanía Rósa Jóhannsdóttir, Melshorni, Beruneshreppi. Ólöf Dagný Thorarensen, Vallholti 18, Selfossi. Kristmundur Ingibjömsson, Smyrlahrauni 47, Hafnarfirði. ; ; Sævar Pálsson Sævar Pálsson, starfsmaður hjá Háskólabíói, Miðleiti 7, Reykjavík, erfimmtugurídag. Fjölskylda Sævar er fæddur á Suðureyri við Súgandaflörð og ólst þar upp. Hann starfaöi við fiskvinnslustörf hjá Fiskiðjunni Freyju til 1984 en það ár fluttist Sævar til Reykjavíkur. Hann starfar nú hjá Háskólabíói. Bræður Sævars: Gunnar, f. 11.7. 1946, atvinnurekandi í Kópavogi, maki Hafdís Pálmadóttir aMnnu- rekandi; Friðbert, f. 28.4.1951, for- sflóri í Reykjavík, maki Margrét Theódórsdóttir, skólasflóri í Tjam- arskóla, þau eiga tvo syni; Leó, f. 22.7.1955, framkvæmdasflórií Kópavogi, maki Ingunn M. Þorleifs- dóttir hárgreiðslumeistari, þau eiga tvo böm. Hálfbróðir Sævars, sam- feðra, er Gylfi, f. 3.11.1939, húsá- smiður í Ytri-Njarðvík; Foreldrar Sævars: Páll Friðberts- son, f. 10.11.1916, d. 5.11.1989, for- sflóri Fiskiðjunnar Freyju, og Svan- hvit Ólafsdóttir, f. 19.6.1916, hús- k j M J M 1 i I L li J i . { ; ' | j ! Sævar Pálsson. móðir, þau bjuggu á Suðureyri við Súgandaflörð en Svanhvít býr nú í Miðleiti 7 í Reykjavík. Sævar-tekur á móti gestum á af- mæhsdaginn í samkomusalnum að Miðleiti 7 í Reykjavík kl. 18-20. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.