Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: Auglýsingar: (91J626684
- aörar deildir: (91)27079
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Án virðingar og aga
Ríkisstjórnin nýtur ekki virðingar og trausts svokall-
aðra stuðningsmanna sinna á Alþingi. Þeir standa marg-
ir hverjir uppi í hárinu á henni. Hún á í erfiðleikum í
hverju máhnu á fætur öðru, allt frá sjómannaafslætti
og námsgjöldum yfir í síldarsölu og sölu Ríkisskipa.
Verkstjórn af hálfu stjómarflokkanna er ekki greind-
arleg á því þingi, sem nú stendur. Óþarfa yfirgangur
þingforseta og þingflokksformanna gagnvart stjórnar-
andstöðu, til dæmis í vah í stjómunarstöður, veldur
því, að samstarf um rennsh mála er lítið sem ekkert.
Er oddvitar stjórnarflokkanna kjósa að hunza stjóm-
arandstöðuna með þeim hætti, sem gerðist í haust, er
þeim mun nauðsynlegra fyrir þá að hafa aga á sínum
eigin mönnum. Það hefur brugðizt og nokkrir þingmenn
stjómarflokkanna hlíta ekki hefðbundnum aga.
Mál eru orðin svo brengluð á Alþingi, að ein þing-
nefnd er farin að senda bænarskrár út í bæ eins og
hver annar þrýstihópur. Hún hefur beðið Seðlabankann
um að skipta um skoðun á því, hvort rétt sé af ríkinu
að ábyrgjast síldarkaupalán Landsbanka til Rússa.
Hefðbundið er, að þingnefndir taki við frumvörpum
og tillögum, sem koma fram; kalh á munnlegar og skrif-
legar athugasemdir utan úr bæ; sh sjónarmið þrýstihóp-
anna; og geri síðan breytingar á þessum frumvörpum
og tillögum fyrir endanlega afgreiðslu þeirra á þingi.
Þingnefndir eru þjónustunefndir þings, innanhúss-
nefndir þess. Ef þær taka nú upp þann sið að fara sjálf-
ar að þrýsta á aðila úti í bæ, er hætt við, að sumir aðil-
ar úti í bæ hætti alveg að skilja, hvaðan á sig stendur
veðrið. Hvernig ber að túlka bænarskrár þingnefnda?
Bandormur ríkisstjórnarinnar er lykihinn að fram-
kvæmd stefnu hennar á þessu ári. Hann tafði afgreiðslu
fjárlaga fyrir jól og er sjálfur enn ekki kominn í gegn.
Dapurlegt gengi hans er bezta dæmið um, að ríkisstjórn-
in hefur ekki náð tökum á lífi sínu og vegferð sinni.
Tímabært er, að ráðherrar stjórnarflokkanna, verk-
stjórar þeirra á Alþingi og uppreisnargjarnir þingmenn
þeirra komi saman th að finna nýjar vinnureglur um
meðferð ágreiningsefna innan stjómarhðsins, ef hinar
gömlu duga ekki lengur í nýju virðingarleysi.
Þrennt þarf að koma til. Þingmenn verða að reyna
að hafa hemil á sjálfstæði sínu eða feha það í einhvern
formfastan farveg, sem gerir kleift að starfrækja ríkis-
stjóm í þessu landi. Þá þarf að vera á Alþingi verk-
sljóm, sem tengir saman ríkisstjóm og þingmenn.
í þriðja lagi verður ríkisstjóm að starfa þannig, að
hún njóti sænhlegs trausts, bæði inni á þingi og úti í
bæ. Það gerir þessi ríkisstjórn ahs ekki. Raunar hefur
hún hafið feril sinn að þessu leyti með meiri hrakfóhum
en nokkur önnur ríkisstjórn á síðasta mannsaldri.
Ráðherramir em persónulega ekki nógu siðaðir og
hafa th dæmis ekki breytt undarlegum tekjuöflunarleið-
um sínum. Þeir hafa ekki afnumið ferðahvetjandi
greiðslur th sín. Sumir em ölvaðir á almannafæri. Aht
þetta smækkar ráðherrana í almenningsáhtinu.
í niðurskurði ríkisgeirans hefur ríkisstjórnin ekki
treyst sér th að leggja th atlögu við hina sterku, það er
að segja forréttindagreinar atvinnulífsins, og beinir
spjótum sínum eingöngu að hinum veiku, börnum, gam-
almennum, sjúkhngum, öryrkjum og námsmönnum.
Siðbhnd rhdsstjóm með brenglaða útgáfu af frjáls-
hyggju nýtur ekki trausts og nær ekki þeim aga á Al-
þingi, sem framkvæmdavaldi er brýnn í þingræðiskerfi.
Jónas Kristjánsson
Minnihlutastjóm
gæíi Shamir
frjálsari hendur
Fari fram sem horflr missir ríkis-
stjóm Yitzhaks Shamirs í ísrael
þingmeirihluta nú um helgina.
Tveir smáflokkar yst til hægri telja
fulltrúa ísraels í friðarviðræðum í
Washington hafa gefið ádrátt um
að ræða sjálfstjóm Palestínu-
manna á herteknum svæðum og
segjast ekki sætta sig við slíkt.
Flokkurinn Tehiya, með tvo
þingmenn, hefur þegar ákveðið að
láta úrsögn koma til framkvæmda
á ríkisstjómarfundi á sunnudag.
Formaður flokksins Moledet, með
sömu þingmannatölu, hefur gert
tillögu um úrsögn af hans hálfu.
Gangi það eftir lækkar hðsstyrkur
ríkisstjómarinnar í 59 á 120 manna
þingi.
Þessar sviptingar í ísraelskum
stjómmálum koma upp einmitt
þegar efnisviðræður em loks að
hefjast milli fulltrúa ísraels og Pal-
estínumanna í lok þriðju funda-
lotu. Fram að því fór tíminn í þref
um fyrirkomulagsatriði og að hvor
aðili um sig lét bíða eftir sér til
skiptis.
Fyrri fundalotan í Washington
leið án þess að sendinefndir ísraels
og Palestínumanna kæmu í sama
fundarsal, heldur skiptust þær á
orðum á göngum byggingar handa-
ríska utanríkisráðuneytisins.
Ágreiningsefnið var hvort sameig-
inlegri sendinefnd Jórdaníu og Pal-
estínumanna yrði skipt eftir því
sem málefni hvors aðila um sig
kæmu til umræðu. Loks varð að
samkomulagi að þegar mál Palest-
ínumanna væm á dagskrá skyldu
þeir eiga sjö menn í viðræðunefnd-
inni en Jórdcuiir tvo og svo öfugt
við umfjöllunjórdanskra málefna.
Nokkurra daga dráttur varð á aö
sendinefndir Palestínumanna og
arabaríkja kæmu til ftmdar í Was-
hington að þessu sinni. Ástæðan
er aðgerðir ísraelshers á hernáms-
svæðunum. Eftir morð á ísraelsk-
um landnema ákvað herstjórnin að
reka 12 áhrifamenn úr röðum Pa-
lestínumanna í útlegð. Hafa þá 67
úr þeirra hópi verið gerðir útlægir
síðustu íjögur árin síðan uppreisn
Palestínumanna hófst.
Umheimurinn hefur frá önd-
verðu lýst þessar aðgerðir ísraels-
hers brot á alþjóðalögum. Að þessu
sinni gerði Öryggisráð SÞ harðorða
samþykkt einum rómi þar sem at-
hæfið er fordæmt og meðal annars
staðfest að Austur-Jerúsalem, sem
ísrael hefur innlimað, sé aö al-
þjóðalögum hertekið svæði. Eför
það ákváðu arabískir aðilar að
sendinefndir gætu haldið til Was-
hington. Tólfmenningamir, sem
sættu útlegðardómum, hafa áfrýjað
máii sínu til æðri herdómstóls ísra-
els og hefur hæstiréttur landsins
úrskurðað í fyrsta skipti að það
skuli rekið opinberlega en ekki fyr-
ir luktum dyrum eins og hingað til.
Ástandið á herteknu svæðunum
einkennist nú annars vegar af við-
leitni landvinningasinnaðra ísra-
ela til að færa þar út kvíar land-
náms síns sem mest þeir mega og
hins vegar af viðleitni palestínskra
ofstækishópa, sem andvígir eru
friðarviðræðunum, að eyðileggja
þær með skotárásum á ísraelska
landnema.
Eftir skotárás á áætlunarhíl nú í
vikunni þustu ísraelskir ákafa-
menn um landnám með tilbúin hús
á íjóra staði á herteknum svæöum
og lýstu þar yfir stofnun ísraelskra
byggða. I þetta skipti kom herlög-
reglan á vettvang, fjarlægði húsin
og handtók nokkra menn.
Vinstri menn á ísraelsþingi birtu
fyrir nokkru yfirlit rnn landnámsá-
form ríkisstjómarinnar undir for-
ustu Ariels Sharons húsnæðis-
málaráðherra og keppinautar
Shamirs um forastu fyrir Likud-
bandalaginu, meginstoð ríkis-
stjómarinnar. Samkvæmt því hef-
ur síðustu þrjú misseri verið hafin
bygging 21.000 íbúða yfir ísraelska
landnema á herteknum svæðum
og áætlanir era uppi um að reisa
97.000 íbúðir til viðbótar. Gert er
ráð fyrir að landnematalan tvöfald-
ist á næstu þrem misserum, komist
upp í 200.000 manns.
Með slíku áframhaldi verður
landnámið brátt óafturkallanlegt
af ísraels hálfu og þar með um
Erlend tíðindi
MagnúsTorfi Ólafsson
raunverulega inniimim herteknu
svæðanna að ræða. Þess vegna lýsti
palestínska sendinefndin því yfir í
lok viðræðnanna í Washington að
hún myndi héðan af setja á oddinn
kröfuna um að ísraelsstjóm stöðvi
frekari landtöku ísraela á hertekn-
um svæðum.
Mjög er nú bollalagt í ísrael um
hver stjórnmálaþróunin verði eftir
að Shamir missir þingmeirihluta
fyrir stjóm sína, eins og flestir telja
að gerist. Ríkjandi skoðun stjórn-
málafréttamanna virðist vera að
undir niðri verði gamh refurinn á
forsætisráðherrastóli feginn.
Hann þurfi þá ekki lengur að taka
tillit til smáflokkanna til hægri til
að halda stjórninni saman og fái
frjálsari hendur til að sýna ein-
hvem sveigjanleika í friðarviðræö-
imum. Gengið er út frá að Shamir
meti stöðuna svo að slíkt myndi
styrkja hann i komandi þingkosn-
ingum og til að halda forastu fyrir
Likud.
Forsætisráðherrann, sem er 76
ára, stefnir opinskátt að því að hafa
forastu fyrir ríkisstjóm eitt kjör-
tímabil enn. Hann þarf ekki að
boða til kosninga fyrr en að 100
dögum liðnum frá því sijóm hans
missir meirihlutastuðning á þingi.
Verkamannaflokkurinn, helsti
stjómarandstöðuflokkurinn, hefur
lýst yfir að hann muni ekki greiða
atkvæði vantrausti á stjómina sem
byggist á andstöðu við aöild hennar
að friðarviðræðunum.
Strax í lok þessa mánaðar færist
viðleitnin til að koma á samnings-
bundnum friði í löndunum fyrir
Miðjarðarhafsbotni á víðara svið. í
Moskvu á að koma saman 28. jan-
úar ráðstefna um það bil þriggja
tuga ríkja, þar á meðal ríkja með
fastafuiltrúa í Öryggisráðinu og
ríkja sem standa utan tvíhiiða við-
ræðna við ísrael eins og Saudi-
Arabíu. Ráðstefnuna sitja utanrík-
isráöherrar.
Ætlunarverk hennar er aö leggja
grann að frekari viðræðum hlutað-
eigandi ríkja um meginviðfangs-
efni sem varða allt svæðið. Mark-
miðið er alþjóölegt eða svæðis-
bimdið samstarf um málefni eins
og hömlur við vígvæðingu, örvun
efnahagsþróunar, skiptingu vatns
til ræktunar og virkjana, heilbrigð-
is- og umhverfismál, viðskipti og
fjarskipti.
Þetta eru málefni sem ekkert eitt
eða tvö ríki geta ráðið við. Þama
koma saman fulltrúar auðugra
ríkja og fátækra, helstu vopnasai-
amir og viðskiptavinir þeirra.
Möguieikarnir á árangri af skipu-
legu svæðissamstarfi era mildir.
Von frumkvöðlanna að ráðstefn-
unni, stjóma Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna, er að það sem þar
gerist verði til að ýta á eftir ár-
angri í tvíhliða viðræðum ísraels
við nágrannaríkin og Palestínu-
menn.
Magnús T. Ólafsson
Dr. Hanan Ashrawi, talsmaður viðræðunefndar Palestínumanna, ávarp-
ar fréttamenn í Washington eftir fyrsta efnislega fundinn með ísraelum
á þriðjudag. Simamynd Reuter