Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Síða 17
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992.
Bridge
17
DV
Cap Gemini Pandata heimskeppnin
BORGARSÓL
Eddufelli 2
Heimsmeistaramir
Jón og Aðalsteinn
meðal þátttakenda
Við sendum Jóni og Aðalsteini baráttukveðjur.
Ein sterkasta parakeppni heimsins
stendur nú yfir í Haag í Hollandi og
eru Jón Baldursson og Aðalsteinn
Jörgenson meðal þátttakenda.
Keppni þessi er boðsmót og að þessu
sinni eru flest bestu pör heimsins
mætt til leiks. Mótið hófst á fimmtu-
dag og lýkur á sunnudag. Þetta er
fyrsta þolraun Aðalsteins og Jóns
síðan þeir unnu heimsmeistaratitil-
inn í Yokohama í fyrra. Engu skal
spáð um úrslit hér en vafalaust
munu þeir félagar skipa sér í eitt af
efstu sætunum.
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Við skulum líta á andstæðingana:
1. Doris Fischer og Terry
Weigkricht frá Austurríki er eina
kvennaparið. Það er hins vegar ekki
af lakari endanum því þær voru í
silfurliði Austurríkis í kvennaflokki
heimsmeistaramótsins í Yokahama
en töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum
í úrshtunum.
2. Tony Forrester og Andrew Rob-
son frá Bretlandi. Þeir eru af mörg-
um taldir eitt besta par heimsins og
voru í landsliði Englands í Yoko-
hama en töpuðu fyrir Pólverjum í
undanúrslitum.
3. Gabriel Chagas og Marcelo
Branco frá Brasihu. Þeir urðu að sjá
af heimsmeistaratithnum th íslands
í Yokohama en þeir eru núverandi
ólympíumeistarar í tvímennings-
keppni sem þeir unnu með miklum
yfirburðum 1990. Tvímælalaust eitt
besta par heimsins.
4. Bjöm Fahenius og Mats Nilsland
frá Svíþjóð. Þeir voru í sveit Svíþjóð-
ar sem tapaði eftirminnilega fyrir
íslandi í undanúrshtunum í Yoko-
hama. Þeir náðu hins vegar bronsinu
með því að vinna Brasihu.
5. Krzystof Martens og Marek Szy-
manowski frá Póhandi. Þeir töpuðu
effirminnhega í úrshtum um heims-
meistaratitilinn í Yokohama og eru
áreiðanlega eitt besta par Pólverj-
anna.
6. Billy Eisenberg og Benito
Garozzo frá Bandaríkunum og Ítalíu.
Þeir félagar eru með marga heims-
meistaratitla undir beltinu þótt þeir
hafi ekki unnið þá saman. Garozzo
er líklega frægasti spilarinn á staðn-
um, lifandi ímynd hinnar frægu
„Bláu sveitar" ítala sem hélt heims-
meistaratitlinum í sínum jámgreip-
um um tíu ára skeiö. Þeir félagar
sigmðu á mótinu í fyrra.
7. Paul Chemla og Michel Perron
frá Frakklandi. Án efa bestu spilarar
Frakka í dag, margfaldir Evrópu-
meistarar og í fyrra unnu þeir
Sunday Times keppnina í London.
8. Jeff Meckstroth og Eric Rodweh
frá Bandaríkjunum. Þeir em marg-
faldir heimsmeistarar en urðu að
sætta sig við að tapa fyrir Svíum í
átta hða úrshtum í Yokohama.
9. Eric Kokish og George Mittelman
frá Kanada. Eitt besta par Kanada-
manna.
10. Zia Mahmood og Michael Ros-
enberg frá Pakistan og Skotiandi.
Þeir em báðir atvinnumenn í Banda-
ríkjunum og þótt hvoragur hafi unn-
ið heimsmeistaratitil þá em þeir eitt
af bestu pörum heimsins í dag.
11. Edgar Kaplan og Brian Glubok
frá Bandaríkjunum. Þeir urðu í
fjórða sæti á ólympíumótinu í Genf
1990 og Kaplan er einn af frægustu
sphurum Bandaríkjamanna. Hann
er ritstjóri Bridge World og formaður
laganefndar WBF.
12. Patrick Huang og Min Fan Tai
frá Taiwan. Þeirra besti árangur er
silfrið í keppni um Bermudaskálina
og Huang er áreiðanlega einn besti
sphari Austurlanda. 13. Norberto
Bocchi og Giorgio Duboin frá ítahu.
Þeir urðu í fimmta sæti á eftir ís-
landi á Evrópumótinu í Killamey og
misstu þar með af sæti í heimsmeist-
arakeppninni.
14. Berry Westra og Enri Leufkens
frá Hohandi. Þeir em tvímælalaust
besta par Hollendinga og sphuðu
hinn eftirminnhega leik við fsland á
Evrópumótinu í Killamey þegar úr-
sht í leiknum ákvörðuðu farseðilinn
th Yokohama.
15. Piet Jansen og Jan Westerhof
frá Hohandi. Þeir era eina óþekkta
stærðin og við bíðum bara og sjáum
hvemig þeim reiðir af.
Við skulum skoða eitt sph frá mót-
inu í fyrra með sigurvegaranum,
Garozzo.
N/Alhr
♦ 98765
♦ D987
♦ K103
+ D
♦ KG32
V KG1043
♦ 5
+ K43
♦ D10
V -
♦ 9642
+ G1098752
Tvö pör klifraðu aha leið í sjö
hjörtu og urðu einn og tvo niður.
Leufkens og Westra létu sér nægja
fjögur hjörtu og unnu fimm. Það gaf
12 impa því að öh hin pörin vora í
sex hjörtum, sem töpuðust, nema á
einu borði þar sem gamh meistarinn
Garozzo var við stýrið :
Norður Austur Eisen- berg Suður Vestur Garozzo
pass ltíguh pass lhjarta
pass 21auf pass 2spaðar
pass 3hjörtu pass 4grönd
pass 5lauf pass 5 tíglar
pass 5 hjörtu pass 6hjörtu
pass pass pass
Norður sphaði út tígultíu og
Garozzo var fljótur að vinna slemm-
una. Hann drap á ás og trompaði
strax tígul. Síðan kom hjartakóngur
og tromplegan upplýstist. Næstur
kom hjartagosi sem fékk slaginn
meðan suður kastaði laufgosa, þá
lauf á ásinn og tíguh trompaður. Þeg-
ar kóngurinn datt hjá norðri var sph-
ið upplagt því norður fékk aðeins
einn slag á tromp.
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
| 99^272
y EiSi sÍMINN GOI
-talandidæmi umþjónustu!
NUDD - SLÖKUN
Nuddað alla daga
samkvæmt tímapöntun.
Hverjum nuddtíma fylgir frír Ijósatími.
Síxtii 75666
INNANHÚSS- 95
ARKITEKTÚR
í frítíma ydar með bréfaskriftum
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafíst til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtisku eldhús, gólflagnir,, vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl.
Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ
Nafn .........................
Heimilisfang .......................
Akademisk Brevskole
Jyllandsvej 15 • Postboks 234
2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark