Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. Aumingja Margrét Danadrottning: Hneykslismál krónprinsins í sviðsljósinu Mikið hneykslismál Friðriks krón- prins í Danmörku fer illa með frænd- ur vora þessa dagana. Dönsku blöðin hafa velt sér upp úr hneykshnu og sömu sögu er að segja um önnur blöð á Norðurlöndum. Meira að segja breska pressan er farin að fjalla um skandalann en segir ekki rétt og satt frá að sögn dönsku blaðanna. Danir eru að vonum ekki kátir með það. Þetta margumtalaða hneykslismál fjailar um næturævintýri krónprins- ins á nýársnótt. Bíll Friðriks var stöðvaður af lögreglu um nóttina en undir stýri reyndist vera vinkona hans, Malou. Þau voru bæöi undir áhrifum áfengis og Malou hefur ekki einni sinni bílpróf. Krónprinsinn og vinkona hans voru þess vegna flutt á stöðina til frekari yfirheyrslna. Malou þurfti að gangast undir blóð- rannsókn. Dönsku blöðin hafa undanfarna daga keppst við að segja nýárssöguna og hún virðist breytast frá degi til dags. í einu blaðanna má lesa um að lögreglan hafl í raun ætlað að sleppa parinu strax er hún sá hver var í bílnum. Hins vegar hafl Malou fengið slíkt móðursýkiskast að lögreglan hafi orðið að taka þau föst. Það var því henni að kenna að úr varð hneyksli. Keyrði ekki Á öðrum stað er sagt frá því að í raun hafi Malou ekki keyrt bílinn því hún kunni ekki að aka. Það segir að minnsta kosti lögfræðingur henn- ar. Þegar Friðrik og Malou komu út úr samkvæmi hafl þau farið inn í bíhnn til að hlýja sér vegna þess að engan leigubíl var að fá. Hún hafi síðan flktaö með þeim afleiðingum að bíllinn hökti niður götuna eða 18 metra. Sagt er að bæði Friðrik og Malou séu nógu vel gefin til að vita að þau voru of drukkin til að keyra bíl. Þegar Malou hafði hökt bílnum áfram, vegna þess að hún kunni ekki á kúphngu, stöðvaðist hann. Prins- inn fór þá út og ætlaði að ýta honum til baka en þá kom löggan. Og fór sem fór. Þessu vilja menn þó ekki alveg trúa þrátt fyrir að væntanlegur konungur eigi í hlut. Strax þann flórða janúar var staðfest að áfengismagn í blóði Malou hafi mælst 1,13 prómih. Blaða- menn vilja halda fram að sú rann- sókn hafl tekið styttri tíma en venju- lega gerist. Því neita lögregluyfirvöld og segja að nú séu komnar mun fljót- virkari aðferðir til að finna alkóhól- magn í blóði en áður var. Það er einn- ig staðfest að Malou þarf að greiða sekt eins og aðrir sem teknir eru fyr- ir ölvunarakstur. Vinskapur við krónprinsinn breytir engu um það. Og sektin er ekkert smávegis því hún jafngildir eimun mánaðarlaunum. Malou getur engu að síöur farið í bílpróf og fengið ökuskírteini en vegna dómsins verður hún undir sérstöku eftirhti í þrjú ár. Friðrik í straff Nýársskandah krónprinsins og vinkonu hans hefur þó kannski meira að segja fyrir konungsfiöl- skyldima. Danir kreflast þess að Friðrik verði settur í straff út af hegðun sinni og enn aðrir heimta að yngri bróðir hans verði geröur aö arftaka krúnunnar. Máhð er htið af- ar alvarlegum augum af þjóðinni. Margrét drottning á því ekki sjö dag- ana sæla um þessar mundir. Þó margir vilji sefla Friðrik í straff eru Friðrik, krónprins Danmerkur, hefur komið þjóð sinni til að standa á öndinni yfir hneykslismálum hans. nú samt nokkrir sem benda á að drengurinn er ungur að árum og á rétt á að skemmta sér eins og aðrir á þeim aldri. Enn aðrir segja: Margr- ét, taktu bíhnn af stráknum. í Berhngske tidende á þriðjudag kom síðan frétt um að Friðrik krón- prins yrði sendur í Harvard háskól- ann í Bandaríkjunum. Harvard er einn elsti og virtasti háskóh Banda- ríkjanna og þar hafa margir mætir menn útskrifast. Þar á meðal Kennedy. Sagt er að langt sé síðan ákveðið var að Friðrik færi í Harvard en endanleg ákvörðun var tekin eftir skandal piltsins á nýársnótt. Ekki hefur Friðrik þó ákveðið hvað hann æth að stúdera. Menntamálaráð- herra Dana, Bertel Haarder, er ánægður með að krónprinsinn verði sendur til Harvard. Hann sagði í við- tali: Þar mun krónprinsinn vera inn- an um snilhnga. Það er erfitt að kom- ast inn í Harvard en enginn vafi er á að skólinn vih hafa danska krón- prinsinn í námi. Þetta verður skemmtilegur tími fyrir prinsinn. Hann talar frönsku eins og innfædd- ur. Tungumálakunnátta er nauðsyn- leg fyrir krónprinsa og á Harvard lærir Friðrik enskuna fullkomlega," segir menntamálaráðherra. Grísku frændur Friðriks, krónprins Pavlos, 24 ára, er við nám í Washington og Nikolaos prins, 22ja ára, stundar nám við háskóla í New York. Enginn táningur lengur Ekstra blaðið danska segir í for- Fyrirsætan Malou, vinkona krón- prinsins, sat undir stýri á nýársnótt er parið var stöðvað af lögreglu. Þau reyndust bæði undir áhrifum áfeng- ystugrein að krónprinsinn, sem er 23ja ára gamall, sé ekki táningur lengur. Hann er orðinn fuhorðinn maður og væntanlegur ríkiserfingi. Þess vegna getur hann ekki hagað sér að vhd. Hann verður að gæta að virðingu sinni, að öðrum kosti getur danska þjóðin ekki borið virðingu fyrir honum. Ekstra blaðið krefst þess að Margrét drottning dæmi son sinn á sama hátt og hann yrði dæmd- ur sem óbreyttur borgari. Hvað síðar mun gerast fylgjumst við með og vonum að Friðrik taki sig á því þetta er ekki í fyrsta skipti sem drengurinn skaffar blöðunum upp- sláttarefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.