Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992. Fréttir Tryggingafélögin: Eru með sameiginlegan tryggingastærðfræðing „Tryggingafélögin eru með sam- eiginlegan tryggingastærðfræðing sem hefur unnið fyrir þau gögn varðandi hækkanir á tryggingarið- gjöldum. Hann hefur reiknað út hækkunarþörfina hjá félögunum sameiginlega. Mér er ekki kunnugt mn að hvert og eitt tryggingafélag hafi látið reikna út fyrir sig ið- gjaldaskrá af tryggingasérfræðingi eins og við höfum gert,“ segir Gísh Lárusson, framkvæmdastjóri Skandia ísland. „Viö höfum aðgang að trygginga- stærðfræðingi, Erik Elves, hjá Skandia í Svíöþjóð. Hluti af sam- starfinu við Svíana er að þeir styðja við bakið á okkur í allri tækni- vinnu. Elves vinnur út frá tölfræðilegum upplýsingum um bifreiðaeign, tjón og svo framvegis á íslandi. Hlut- verk tryggingastærðfræðings er að reikna út hver iðgjöldin þurfi að segir Gísli Lárusson, framkvæmdastjóri Skandia Island Reikna tryggingastærðfræðingar mat á áhættu eða hafa félögin það á eigin hendi hvernig þau meta fjárhags- lega tjónáhættu? Skandia Island segir að það sé einn og sami tryggingastærðfræðingurinn sem reikni út iðgjöld fyrir öll tryggingafélögin. Því hafna Sjóvá-Almennar og Vátryggingafélag íslands. DV-mynd S vera. Hann býr til iðgjaldið. Trygg- ingastærðfræðingurinn skoðar all- ar forsendur og metur út frá þeim hvað iðgjald í ákveðnum trygginga- flokki þurfi að vera til að mæta því tjóni sem kemur upp á. Hingað til hafa menn með reynslu í vátryggingum sest niður og sagt sem svo: Svona hefur þetta komið út og því er best að iðgjaldið verði þetta fyrir næsta ár. Þetta er það sem við höfum ekki gert heldur hefur það verið reiknað út af sérfræðingi hver iðgjöldin þurfi að vera. Þá má ekki gleyma því að þegar við forum hér inn á bifreiðatryggingamarkaðinn með þessi iðgjöld sem við bjóðum nú þá þurfum við að leggja þau fyrir Tryggingaeftirlitið til að sýna fram á hvemig við getum staðið við skuldbindingar okkar,“ segir Gísh. -J.Mar Vátryggingafélag íslands: Að sjálfsögðu höfum við aðgang að trygg- ingastærðfræðingum segir Axel Gíslason „Eg ætla ekki að deha um þetta. Viö höfum að sjálfsögðu aðgang að tryggingastærðfræðingum. Þeir vinna á ráðgefandi grundvelh og við höfum notfært okkur þjónustu þeirra þegar við höfum þurft á því að halda,“ segir Axel Gíslason, fram- kvæmdastjóri Vátryggingafélags ís- lands. „Mér er ekki kunnugt um aö það sé fastráðinn tryggingastærðfræð- ingur hjá Skandia Island. Við höfum notfært okkur þjónustu trygginga- stærðfræðinga og það fleiri en eins. Við höfum til að mynda keypt þjón- ustu frá Jóni Erlingi Þorlákssyni og eins höfum við notfært okkur þjón- ustu Benedikt Jóhannessonar trygg- ingastærðfræðings. Við erum með líftryggingafélag sem heitir Líftrygg- ingafélag Islands og það er skylda að öll líftryggingafélög hafi á sínum snærum tryggingastærðfræðing og það er Jón Erhngur sem starfar að þeim málum hjá okkur. Menn eru ekki að byrja frá grunni á tryggingum hér á landi. Það er komin áratugareynsla á þær hér. Ég vísa því til foðurhúsanna að við höf- um ekki allar okkar tölur á hreinu. Okkar iðgjaldaskrár byggjast á ís- lenskum reynslutölum í gegnum ára- tugi. Ég fullyrði að útreikningar Skandia Islands byggjast ekki á þeim. Því vil ég meina að okkar tölur séu réttar,“ segir Axel. -J.Mar Sjóvá-Almennar: Þetta er bull - segir Einar Sveinsson framkvæmdastjóri „Það er til eitt orð yfir þetta og það er bull. Þessi ummæli lýsa fádæma vankunnáttu á því hvernig hefur verið staðið að tryggingamálum hér,“ segir Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, um ummæh Gísla Lárussonar, fram- kvæmdastjóra Skandia íslands, hér að ofan. „Tryggingastærðfræöingar hafa unnið fyrir tryggingafélögin í ára- tugi. Hér áður fyrr urðu menn að sækja iðgjaldahækkanir til stjóm- valda og þá var það einn og sami aðihnn sem vann mat á áhættu á ákveðnum tryggingum fyrir félögin enda voru þau öh með sömu gjald- skrána. Síðan var þessu breytt og síðastliðinn áratug höfum við ekki þurft að sækja þetta til stjórnvalda heldur lítur Tryggingaeftirht ríkis- ins til með félögunum en þau hafa sína sérfræöinga til að vinna fyrir sig. Það er ekki tryggingastærðfræð- ingur í fullu starfi hjá Sjóvá-Almenn- um, við látum vinna þessi verkefni á ráðgjafaskrifstofu úti í bæ fyrir okk- ur og ráðgjöfin er greidd samkvæmt reikningum. Það er Benedikt Jó- hannesson tryggingastærðfræðingur sem hefur unnið þessi mál fyrir okk- ur undanfarin ár.“ -J.Mar Talnakönnun: Reiknum ekki ut iðgiold „Almennt reiknum við ekki út. er hvort þeir era flokkaðir sem fyrir tryggingafélögin hvað hvert leigubílar, strætisvagnar og svo iðgjald eigi aö vera hátt. Iðgjöldin framvegis. voru reiknuð út í síöasta skipti í ár unnum við stóran hluta ið- sameiginlega fyrir tryggingafélög- gjaldavinnunnar fyrir Sjóvá- in árið 1988,“ segir Benedikt Jó- Almennar. Auk þess unnum við hannesson tryggingastærðfræð- tölfræði fyrir næstum öll trygg- ingur en hann rekur jafnframt fyr- ingafélögin. Við fáum upplýsingar irtækið Talnakönnun. frá félögunum og keyrum þær út í „Talnakönnun hefur á undan- ýmsum formum. fórnum árum safnað saman af- Það hefur verið lögð áhersla á aö komutölum eftir einsökum svæð- þaðværitiláeínumstaðhérálandi um, flokkum og notkun bíla; það heildarafkoma fyrir notkun á hverri bifreiðategund. Trygginga- félögin hafa svo sínar eigin tölur auk þeirra talna sem þau fá hjá okkur. Síðan reikna félögin áhættu og iðgjóld út frá þessu tvennu og hafa sérstaka menn sem vinna við að reikna út iðgjöldin. Þetta er það form sem er algengast á Vestur- löndum, það er einn gagnabanki sem alhr geta gengið í, auk þess sem félögin hafa aögang að sínum eigin tölum," segir Benedikt. Félagsmönnum FÍB fjölgar „Það er eitthvað um tugur manns sem hefur gengið í félagið á degi hverjum síðan skrifað var undir samninginn og það era enn fleiri sem hringja til að fá upplýsingar," sagöi Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, þegar hann var spurður hvort félagsmönnum hefði fjölgað í kjölfar samnings FÍB við við Skandia Island. Samkvæmt honum fá félags- menn 10 prósent afslátt af bifreiða- tryggingum. „Argjaldið er 3100 krónur. Það sem menn fá í staðinn auk tryggingaaf- sláttarins er tímarit FÍB, Okuþór, sem kemur út þrisvar til fjórum sinn- um á ári. Auk þess fá menn upplýs- ingahandbók um þá þjónustu sem félagsmönnum stendur til boða hér á landi og í Evrópu. Svo era haldnir fræðslufrmdir og ferðaskrifstofa FÍB er í samstarfi við Samvinnuferðir- Landsýn um ferðatilboð. Einnig er starfandi bifvélavirki hjá félaginu og félagsmenn hafa frían aðgang að lög- fræðiaðstoð." - Hafið þið gert úttekt á því hvaða tryggingar era hagstæðastar fyrir bifreiðaeigendur eftir að hin trygg- ingafélögin komu fram með nýja skilmála? „Það er svolítið einstakhngsbundið hvað er hagstæðast. En ef miðað er við ökumenn komna yfir þrítugt þá er engin launung að Skandia býður best, sérstaklega FÍB-félögiun, því að þeir eiga kost á að að fá 10 prósent afslátt af öhum tryggingum hjá félag- inu.“ -J.Mar Sambýli geðsjúkra og þroskaheftra á Akureyri: Bæjarbúarnr kvarta ekki Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við höfum rætt það hvað við eram í raun og vera heppin með rekstur þessara sambýla og það hafa aldrei komið nein mótmæh frá nágrönnum þessa fólks. Við höfum haft á orði að Akureyringar hafi til að bera meiri þroska á þessu sviði,“ segir Margrét Alfreðsdóttir hjá skrifstofu Svæðis- stjórnar málefna fatlaðra á Norður- landi eystra. Á Akureyri eru rekin sex sambýh fyrir þroskahefta, eitt fyrir geösjúka og innan skamms verða tekin í notkun þrjú ný sam- býh fyrir þroskahefta. Það vekur athygli að á sama tíma og mótmælaöldur rísa hvað eftir annaö vegna sambýla af þessari teg- und á höfuðborgarsvæðinu heyrast ekki neinar athugasemdir frá Akur- eyringum vegna reksturs sambýl- anna þar eða þegar þau eru tekin í notkun. Era þau þó öh í þéttri byggð og m.a. í raðhúsi og fjölbýlishúsi. Þrjú þeirra vora tekin í notkun í desember og á næstunni verða önnur þijú tekin í notkun, í Grundargerði, Dvergagih og við Ægisgötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.