Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992. 25 Iþróttir Stór stund 1 íslenskum körfuknattleik: Frábær sigur gegn Litháum - eftir framlengingu og góðan leik vann ísland, 111-104 Isleiiska landsliöið í körfuknattleik sannaöi rétt eina ferðina hvers það er megnugt um þessar mundir þegar liðið sigraði hið geysisterka hð Litháa í lands- leik þjóðanna í Laugardalshölhnni í gærkvöldi. Lokamínútur leiksins voru þvílíkar að ekki mátti sjá hvort liðið ætlaði að hafa sigurinn enda fór svo að framlengingu þurfti th og þar reyndust íslendingar sterkari. íslenskur körfuknattleikur er á hraðri uppleið en gott gengi í undanfórnum leikjum sýnir það svo ekki verður um vihst. Samkvæmt styrleikahsta eru Lit- háar sagðir tefla fram öðru sterkasta landsliðinu í Evrópu í dag þannig að sig- urinn á þeim í gærkvöldi er einn stærsti sigur hjá íslendingum frá upphafi. íslenska liðið mætti ákveðið til leiks Þetta var önnur viðureign þjóðann en Litháar sigruðu í fyrri leiknum í Grinda- vík. Þar þótti íslenska liðið sýna afbrags- leik á köflum en í gærkvöldi gerði liðið enn betur. íslenska liðið mætti ákveðið leiks og var með yfirhöndina nánast all- an fyrri hálfleik. Litháar náðu þá aðeins að komast yfir í tvígang á einu stigi. Vamarleikurinn var góður og leikið af skynsemi í sókninni, boltinn látinn ganga og ekki skotið nema í öruggum færum þegar svo bar undir. Hraðaupp- hlaup voru nýtt þegar þau gáfust og gengu í flestum thvikum upp. Þessi mót- spyma kom hinu leikna hði Litháa oft í opna skjöldu og á köflum vissu þeir vart sitt rjúkandi ráð. í síðari hálfleik virtist leikurinn ætla að snúast við en þá náðu Litháar um tíma átta stiga forskoti en íslenska hðið var ekki að baki dottið. Baráttuandinn kom í hðið á ný og þá var ekki sökum að spyrja. íslendingar jöfnuðu og kom- ust yfir þegar skammt var th leiksloka og lokakafh venjulegs leiks var í einu orði sagt æsispennandi. Litháum tókst að jafna metin áður en leiktíminn fjaraði út'og þurfti því að framlengja. Framlengingin var frábærlega leikin í framlengingu sýndi íslenska hðið sinn besta leikkafla sem undirritaður hefur séð. Liðið lék stífa pressuvörn og áttu Litháar í mestu erfiðleikum að koma boltanum í leik, þess í stað náði íslenska hðið boltanum og skoraði með þeim hætti í þrígang. Þar var Teitur Örlygsson fremstur í flokki og var hrein umm að horfa th hans. Með þessum vamarleik mátti htháíska hðið sín hths í framleng- ingunni og frábær íslenskur sigur varð staðreynd í lokin. Fögnuður leikmanna sem og áhorfenda var að vonum mikhl í leikslok enda áttu örugglega fæstir von á þessum úrshtum. Engum blöðum er um að fletta að þetta hð sem teflt er fram í dag er það sterk- asta sem við höfum átt. Ef rétt verður á spöðum haldið getur hðið náð enn lengra og að því verður að vinna markvisst. Allir verða að leggja hönd á plóginn, leikmenn og þeir sem standa fyrir utan leikvöhnn. Teitur örlygsson lék sem engih á loka- kafla leiksins og einnig voru þeir Guð- mundur Bragason og Magnús Matthías- son atkvæðamikhr. Jón Kr. Gíslason var sömuleiðis sterkur, lék af yfirvegun og stjórnaði spihnu eins og honum er ein- um lagið. Annars eiga ahir hðsmenn hrós fyrir framgang sinn. Torfi Magnús- son landshðsþjálfari er að gera stórgóða hluti með liðið og gaman verður að fylgj- ast með hðinu í þeim stórverkefnum sem bíðaánæstumánuðum. -JKS Teitur Örlygsson átti stóran þátt i frábærum sigri á Litháen i körfuknattleik í gærkvöldi. Teitur var ógnandi á lokakaflanum en alls skoraði hann 24 stig og var stigahæstur ásamt Magnúsi Matthiassyni. DV-mynd Brynjar Gauti „Stærsti sigurinn undir minni sQóm“ - sagði landsliðsþjálfariim Torfi Magnússon „Þetta smah mun betur saman en í fyrri leiknum. Pressuvömin kom Lit- háum mjög á óvart en það virkaði eins og vítamínsprauta á liðið þegar Teitur stal knettinum tvívegis í röð. Það er ekki í fyrsta skiptið sem Teitur hreinlega vinnur leik fyrir okkm-. Ég held að ég geti sagt að þetta sé besta hðið sem við höfum unnið undir minni stjóm,“ sagði hinn hógværi landshðsþjálfari Torfi Magnússon eftir leikinn í samtali við DV. „Ég fæ ekki annað séð en að stígandinn er mikih í hðinu. Við fáum góðan undir- búningi fyrir Norðurlandamótið en þar gefst tækifæri til að sanna að þessi sigur hafi ekki verið tilviljun," sagði landshðs- þjálfarinnTorfiMagnússon. -JKS Handknattleikur: Valsmenn fengu frest í kærumálinu - málið tekið fyrir eftir viku Nú er ljóst að ekki liggur fyrir niður- staða í kærumáh Víkinga vegna bikar- leiksins við Val fyrr en 1 fyrsta lagi eftir viku. Valsmenn fengu í gær frest til mánu- dags th að skila greinargerð í máhnu en þeir áttu upphaflega að skila henni fyrir klukkan 16 í gær. „Víkingar skhuöu sinni greinargerö, mjög ítarlegri, á þriðjudag og ég var að fá í hendur greinargerð frá dómurum leiks- ins. Valsmönnum fannst þeirra frestur vera of stuttur og við vorum sammála því og veittum þeim því frest th mánudags," sagði Valgarður Sigurðsson, formaður dómstóls HSÍ, í samtali við DV í gær. Munnlegur málflutningur ferfram 30. janúar Að sögn Valgarðs fer munnlegur málflutn- ingur fram fimmtudaginn 30. janúar og þá verður máhð dómtekið en hann sagði ólíklegt að endanleg niðurstaða lægi fyrir fyrr en einhveijum dögum síðar. Eins og áður hefur komið fram, lögðu Víkingar fram kæru vegna þess að tekin voru leikhlé í framlengingum leiksins, en samkvæmt reglugerðum á þá ekkert hlé að vera á mihi hálfleikja. Valur vaim leik- inn eftir tvær framlengingar, 26-25, en það verður sem sagt ekki ljóst fyrr en eftir viku hvort það verður Valur eða Víkingur sem mætirFHíbikarúrshtaleiknum. -VS 4-2, 14-5, 25-19, 28-24, 30-31, 36-33 (47-47). 55-59, 63-70, 71-79, 82-84, 91-88, 93-93. 99-101, 103-101, 107-101, 111-104. Stig íslands: Teitur Örlygsson 24, Magnús Matthíasson 24, Guð- mundur Bragason 23, Jón Kr. Gíslason 12, Tóraas Holton 10, Pétur Guðmundsson 6, Jón Amar Ingvarsson 6, Nökkvi Már Jóns- son 2, Valur Ingimundarson 2, Sigurður Ingimundarson 2. Stigahæstir Litháen: Darius L'ikmitias 31, Vaidas Jurgilas 19, Alvydas Pazorazdis 16. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kestutís Pilípauska, voru rajög góðir. Áhorfendur: Um 600. Badminton: Góð byrjun Evrópumót unghnga í badminton hófst í Tékkóslóvakíu í gærkvöldi. |slendingar eru þar á meðal þátttak- enda og í fyrsta leik sigraði hðið Austurríkismenn, 4-3. Þessi sigur gefúr uriglingunum ör- ugglega byr undir báða vængi en mótið stendur yfir aha helgina. JKS JBandaríska . sjónvarpsstöðin ABC skýrði frá því í fréttatíma seint í gærkvöldi að tveir leikmenn ástralska landshðsins í körfuknatt- leik myndu ekki leika með ef ástr- alska hðið mætti því bandríska á ólympíuleiknum í Barcelona í sum- ar. Astæðuna sögöu þeir vera Magic Johnson en eins og flestum er kunnugt er hann smitaður af eyðni. Leikmennirnir telja sig eiga á hættu að smitast af eyðni en læknar, sem viðtöl voru tekin við í fréttatímanum, sögöu hkurnar fyrir því vera hverfandi og nánast óhugsandi. Þrátt fyrir að Magic Johnson sé hættur að leika heldur hann sér í góðu formi. Hann hefur verið val- inn í landshðið sem keppir á ólympíuleiknum enda lögðu aðrir leikmenn þess þunga áherslu að hann yrði valinn. Drazan Petrovic, Króati sem leik- ur meö New Jersey Nets, sagði í viðtali I gærkvöldi að hann styddi Magic Johnson og það yrði heiður fyrir sig að fá að leika á raóti hon- um á óiympíuleiknum. Þess má geta að áhorfendur hafa vahð Magic Johnson í byijunarlið vesturstrandarinnar í All Star leiknum sem verður í Orlando 9. febrúar næstkomandi. -JKS stúfar Meistaramót íslands í atrennulausum stökk- um verður haldið Réttarholtsskóla Reykjavík á morgun, laugardag, og hefst klukkan 14. Keppt er í langstökki, þrístökki og hástökki, bæðií karla- ogkvennaflokkum. Stórmótið I snóker víðareníFirðinum f DV í gær var sagt frá alþjóðlega mótinu í snóker, Pepsí-open, sem hefst í dag, en þar kom fram að það færi fram í Fjarðarbilhard í Hafixarfirði. Það rétta er að úr- shtaleikimir fara þar fram á sunnudag, flögurra manna úrslit- in he0ast klukkan 10 og úrshta- leikurinn á eftir. Fyrsta umferð- in, sem hefst klukkan 13 í dag, fer hins vegarfram í Snóker í Mjódd, BS-bihiard í Faxafeni, Ingóifsbill- iard á Hverfisgötu og í Knatt- borðsstofu Suðumesja í Kefiavik. Önnur umferð veröur leikin á sömu stööum og hefst klukkan 15 í dag. Síðan heflast 16 manna úrshtin klukkan 10 í fyrramáhð og þau verða á Billiardstofunni Klöpp og Ingólfsbilhard og sömu- leiðis 8 manna úrslitin sem verða síðar á morgun. Góð verðlaun á snókermótínu Góð verölaun eru í boði á Pepsí- open þvi sigurvegarinn fær 3.200 dollara í sínn hlut sem em ríflega 180 þúsund krónur. Fyrir 2. sætið eru 1.600 dollara verðlaun, 800 dollarar fyrír 3.-4. sæti, 400 doh- arar fyrir 5.-8. sæti og 200 dollar- ar fyrir 9.-16. sæti. Þá era 400 dollara verðlaun fyrir hæsta skor í mótinu. Sterkur Belgi meðal keppenda Tveir mjög öflugir Bretar verða á meðal keppenda á Pepsí-open, Lee Grant Qg Peter Ebdon, eins og DV sagði frá í gær. Af öðram má nefna Steve Lemmens frá Belgíu, sem er stigahæstur á Usta „World Open Snooker Rankings" af þeim sem hingaö koma, og Bretann Lee Richardson. Seles og Fernandez mætast C úrslitaleik Það verða Monica Se- les frá Júgóslavíu og Mary-Joe Femandez frá Bandaiikjunum sem mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki á opna ástralska meistaramótinu í tennis. í gær vann Seles léttan sigur á Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni, & 2 og 6-2, en Femandez sigraði Gabri- elu Sabatim frá Argentínu ó vænt, 6-1 og 6-4. Sabaíini hafði unniö sex síöustu viöureignir þeirra. Monica Seles er talin mjög sigur- strangleg í úrslitaleiknum enhún á titilinn að veija síðan í fyrra. Jemson í bílslysi Nigel Jemson, leik- maöur með enska knattspymuhðinu Sheffield Wednesday, slasaðist í bílslysi í fyrradag. Hann sat fastur í bilflakinu og það þurfti að skera þaö í sundur til að ná honum út. Jemson skarst nokkuð og verður ekki með Wed- nesday alveg á nsestunni. Olsen áfram með Brondby Morten Olsen hefur gert nýjan þriggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Brondby en hann hefur verið þjálfarí hðsins í tvö ár. Olsen, sem er leikja- hæsti iandshðsmaður Dana frá upphafi, sagðist hala fengið gimi- leg tilboð frá erlendum félögum en vfijað halda áfram að byggja upp hjá Brondby. Valdimar Grímsson komst vel frá leiknum gegn Búlgörum og skoraði grimmt úr hraðaupphlaupum. Handboltamótið 1 Austurríki: Búlgarar voru lítil hindrun - ísland sigraði, 23-18 „Þetta var öraggur sigur hjá okkur allan tímann. Það er erfitt að leika gegn Búlgömm því sóknir þeirra eru langar. Ég notaði marga leikmenn í þessum leik til að spara kraftana fyr- ir leikinn gegn Ungveijum. Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir þann leik en við vinnum að því markvisst að leggja þá að velli. Það verður mark- varslan sem kemur th með að ráöa úrshtum í þeim leik,“ sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari i samtah við DV eftir sigurleikinn gegn Búlgaríu, 23-18, á sex landa handknattleiksmótinu sem nú stend- ur yfir í Austurríki. ísland var með undirtökin ahan tímann, komst í 4-0 og 7-3 en Búlgar- ar jöfnuðu, 7-7 og 8-8. ísland seig fram úr á ný, var yfir (13-10) í hálf- leik og náði síðan fimm marka for- ystu, 19-14. Búlgarir minnkuðu mun- inn í 19-16 en þá komu þrjú íslensk mörk í röð og þar með vom úrshtin ráðin. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 9/2, Gunnar Beinteinsson 5, Geir Sveins'son 3, Kristján Arason 2, Bjarki Sigurðsson 2, Einar G. Sig- urðsson 1 og Sigurður Bjamason 1. Guðmundur Hrafnkelsson stóð í markinu allan tímann og varði 11/1 skot. Liðið var eins skipað og gegn Egyptum. Jón Kristjánsson leikur ekki með á móti Ungverjum í dag en hann fór eftir leikinn í gær til aö spila með Uði sínu í Þýskalandi, Suhl. Hann kemur til baka aftur th að leika gegn Portúgal og Austurríki. Siguröur Bjamason þarf einnig að fara th Þýskalands en verður á móti Austur- ríki í síðasta leik mótsins. -JKS/VS Úrsht leikja í gærkvöldi á 6 landa mótinu í Austurríki: ísland - Búlgaría..........23-18 Ungverjaland - Egyptaland ...25-18 Austurriki - Portúgal......30-24 Staðan: Ungverjal ....2 2 0 0 49-38 4 Austurríki..2 1 1 0 53-47 3 ísland......2 1 1 0 50-45 3 Búlgaría....2 0 1 1 41-46 1 Egyptaland.2 0 1 1 45-52 1 Portúgal....2 0 0 2 44-54 0 Körfubolti: Stórsigur Haukastúlkna Haukastúlkur tóku létta æfingu fyrir leikinn gegn ÍBK nk. fimmtudag er þær léku gegn KR í gærkvöldi. Stúikumar úr Hafnarfirði hreinlega yfirspiluðu lið KR og sigmðu með 24 stiga mun, 56-32. Stig Hauka: Eva 16, Hanna 12, Ásta 10, Hafdís 7, Dóra 2, Hildur 2 og Þor- björg 2. Stig KR: Helga 10, Kristín 7, Anna 5, Guðrún 4, Sólveig 2, María 2 og Alda 2. -ih Arndís leikur með Arsenal Arndís Ólafsdóttir, knattspyrnu- kona úr KA, er heldur betur aö gera það gott með Lundúnahðinu Arsenal þessa dagana. Amdís hélt utan í haust þeirra erinda aö gæta bama og fljótlega komst hún að því að næsta hð sem bauð upp á kvennafót- bolta var stórhöið Arsenal. Þaö tók Arndísi aðeins þijá leiki með varahðinu aö komast í aðahið félagsins. „Liðið er í efsta sæti norð- ur-Lundúnadeildar og er nokkuð ör- uggt að við fórum upp,“ sagði Amdís í samtali við DV. „Við lékum bikar- leik gegn hði sem er í þriðja sæti 1. deildar og rétt töpuðum, 1-0. Efsta Uð 1. deildar er Doncaster Behs, og í því ^ hði eru eiginlega ekkert nema lands- Uðskonur. Tvær stelpur úr Arsenal verða lík- lega í landshðshópnum sem leikur geg íslandi í vor, markmaðurinn og vinstri kantspilarinn. Markmaöur- inn, Lesley Shipp, er stór og stæðileg stúlka sem er mjög góð og kantspilar- inn, Michehe Curley, er örvfætt en nokkuð mistæk. Ef hún er mæh- kvarði á getu landshðskvennanna þá held ég að þær séu ekkert yfirburða- snjahar." Amdís sagði að hún myndi vænt- anlega koma heim í maí og leika með KA. -ih _____________íþróttir Sport- stúfar Þórarinn Sigurðssan, DV, Þýskalandi: Æfingaferð Eyjólfs Sverrissonar og félaga í Stuttgart til Tyrk- lands á dögunum var heldur misheppnuð. Þeir þurftu að skipta um hótel vegna dapurs aðbúnaðar og æfingasvæðið sem þeir fengu var lélegt. Ljósi punkt- urinn var þó sigur á 1. deildar hði Trabzonspor, 2-0, en þar skoruðu Fritz Walter og Maurizio Gaudino mörkin. Stuðningsklúbbur ÍA stofnaður í Reykjavík Stuðningsmenn Knatt- spyrnufélags ÍA á höf- uðborgarsvæðinu ætla að stofna stuðnings- mannaklúbb næsta fimmtudags- kvöld, 30. janúar. Stofnfundurinn verður haddinn að Hótel Loftleiö- um og hefst klukkan 20.30. Stofn- un klúbbsins hefur lengi veriö í bígerð og fékk byr undir báða vængi eftir leik KR og ÍA í bikar- keppninni síðasta sumar. Þriðja leik frestað Upphaflega áttu ís- lendingar og Litháar að leika þriðja lands- leikinn á Sauðárkróki í kvöld en í gær var ljóst að af honum gat ekki orðið. Vegna mis- taka í flugbókun varð þriðja leiknum aflýst en Litháar áttu bókað flugfar snemma á laugar- dagsmorgun frá Kaupmannhöfn til Litháen. Ghana í úrslit Afríkuleikunum Ghana er komið í úrslit á Afríkuleikunum í knattspymu en í und- anúrslitaleiknum í gær sigraöi Ghana lið Nígeríu- manna, 2-1, í Dakar. Abedi Pele og Pohey Prince gerðu mörk Ghana í leiknum en Mutiu Adepoju eina mark Nígeríu. Ghana mætir Uöi Fílabeinstrand- arinnar í úrslitaleiknum, en það vann Cameroon í vítaspyrnu- keppni í undanúrslitum í gær. Úrshtaleikurinn verður á sunnu- daginn kemur. NBAínótt: Naumt hjá LALakers Fimm leikir fóm fram í NBA- deildinni í körfu í nótt og urðu úrshtin sem hér segir: Minnesota - Detroit.100-111 Houston - LA Chppers.109-% Denver - Utah Jazz.115-111 Seattle - Portland..109-113 Sacramento - Lakers.105-108 • K.C. Jones hefur verið rekinn frá Seattle Supersonics. Við þjálfarastarfinu tekur George Karl sem áður var aðalþjálfari spánska hðsins Real Madrid. Edbergí úrslitin Svíinn Stefan Edberg leikur til úrshta á opna ástralska meistara- mótinu í tennis. Hann vann Wayne Ferreira frá S-Afríku í nótt, 7-6, (7-2), 6-1 og 6-2. Edberg mætir Jim Courier í úrshtum en í undanúr- slitum gaf Hollendingurinn Ric- hard Krajicek leikinn gegn Couri- er vegna meiösla. í kvennaflokki leika Monica Seles og Mary-Joe Femandez í úrshtum. -SK a Gunnar Már í KA Gunnar Már Másson, knatt- spymumaður úr Val, ákvað í gær- kvöldi að leika með 1. deildar liði KA á Akureyri næsta sumar. Gunnar er marksækinn sóknarmaður og ætti að verða Akureyrarhðinu góður hðs- auki. Gunnar Már er tvítugur og varð þriðji markahæsti leikmaður Vals í 1. deildinni síðasta sumar. Samt átti hann ekki fast sæti í lið- inu en skoraði öh mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamaður og lék sama leik í fyrri bikarúrshta- leiknum gegn KR. Gunnar markahæstur í Bandaríkjunum Gunnar Már varð markahæsti leik- maður bandarísku háskólakeppn- innar á keppnistímabilinu þar, sem er nýlokiö. Hann skoraði 43 mörk í 22 leikjum fyrir Huntingdon háskól- ann í Alabama, fleiri en nokkur ann- ar í öhum deildum bandarísku há- skólakeppninnar í vetur. Gunnar skoraði einu marki meira en Sharp frá Bretlandi, sem gerði 42 mörk fyrir Melbourne háskóla, en Sharp lék fleiri leiki þar sem Melbo- ume komst lengra í úrshtakeppni. Þeir Ágúst Gylfason og Snævar Hreinsson úr Val leika einnig með Huntingdon, eins og DV hefur áður sagt frá. „Við leikum í svæðisdeild en þar sem háskólinn er of fámennur og ekki nógu fjársterkur getum við ekki unnið okkur upp í þijár efstu deildir háskólakeppninnar, sama hve vel gengur. Okkur hefur hins vegar gengið vel í leikjum við 1. deildar háskóla og það hafa verið jafnir leik- ir,“ sagði Gunnar Már í spjalli við DV. Gunnar Már heldur á ný áleiðis til Bandaríkjanna í dag en kemur heim í byrjun maí og byrjar þá strax að æfa með KA. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.