Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992. 3 Fréttir 30 málmiðnaðarmenn í Slippstöðinm með uppsagnarbréf: Menn hálft í hvoru skelf ingu lostnir - segir formaður Félags málmiðnaðarmanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Það er óhætt að segja að menn eru hálft í hvoru skelfmgu lostnir yfir því sem er að gerast í SUppstöðinni. Verkefnastaðan hefur að vísu batnað þar hægt og sígandi en er alls ekki komin á það stig að menn hafi treyst sér til að blása út af borðinu þessum uppsögnum,1' segir Hákon Hákonar- son, formaður Félags málmiðnaðar- manna á Akureyri, en nú styttist óðum sá tími sem um 30 málmiðnað- armenn hjá Slippstöðinni hafa trygga vinnu. Uppsagnir málmiðnaðarmann- anna áttu að koma til framkvæmda um næstu mánaðamót, en vegna óvenjumikilla verkefna í vetur var uppsagnarfrestur þeirra framlengd- ur um einn mánuð eða út febrúar. Sigurður G. Ringsted, forstjóri Shpp- stöðvarinnar, segir að allt sé gert sem hægt er til að finna áframhaldandi verkefni fyrir stöðina, það hafi tekist eitthvað fram í marsmánuð en síðan sé lítið fyrirsjáanlegt. „Ef okkur tekst ekki að finna fleiri verkefni þá koma þessar uppsagnir einfaldlega til framkvæmda og ég vil ekki gefa starfsmönnunum falskar vonir um framhaldið. Það sem hefur fyrst og fremst haldiö okkur gang- andi í vetur er að óvenjumikið hefur verið um shpptökur. Hins vegar er staðreyndin sú að oft hafa verkefni hrúgast hér inn á skömmum tíma og auðvitað er ekki öll von úti enn,“ segir Sigurður. „Því er ekki auösvarað hvað verð- ur um þessa menn og þeirra verk- þekkingu og reynslu ef uppsagnirnar koma til framkvæmda eftir rúman mánuð,“ segir Hákon Hákonarson. „Málmiðnaðarmenn hafa í mörgum tilfellum snúið sér að öðrum störfum í svona erfiðleikum, í öðrum tilfell- um hafa þeir beðið þess að ástandið batnaði aftur, en þriðja leiðin og sú alvarlegasta er að menn taki þá ákvörðun aö flytja burt úr bænum. Þessir möguleikar eru allir fyrir hendi," sagði Hákon. Hryssan Gjóska ásamt folaldi sínu sem hún kastaði 17. janúar siðastliðinn. Gjóska, sem er átján vetra, hefur verið folaldslaus í þrjú ár og stóð til að lóga henni. DV-mynd JGA Hryssa kastaði í janúar: „Jafnvel einsdæmi" „Þetta er mjög óvenjulegt og jafn- vel einsdæmi að ég held að hryssa kasti í janúar." Þetta segir Skúh Sig- fússon, bóndi í Gröf í Víðidal, en átj- án vetra hryssa hans, Gjóska, kastaði þann 17. janúar síðasthðinn. „Hún hefur verið folaldslaus í þrjú ár og ég ætlaði að lóga henni en hætti náttúrlega við það núna.“ Vegna veðurblíðunnar eru mæðgin- in úti ásamt öðrum hrossum en þau eru tekin heim að húsum þar sem þeim er gefið. Sigurður segist hafa það eftir dýralækni að hætta sé á lifr- arbólgu ef hryssur, sem nýlega hafa kastað, eru hafðar á húsi. Hann kveðst þó verða að taka hana í skjól ef veður versnar. Það er venjulega ekki fyrr en upp úr miðjum maí sem hryssur hjá Skúla byrja að kasta. Hann veit þó dæmi um það hjá öðrum að hryssa hafi kastað í febrúar. „Ég haföi ekki hugmynd um að Gjóska væri komin að köstun. Ég var aö fara til hrossa þegar ég kom auga á hana og var hún þá nýbúin að kasta.“ -IBS ÁSKMFTARSÍMINN FYWIR IANPSBYOOIHNA: 99-6270 — talandí daemi um þjónustu UPPSELT KX-T 2386 BE Verð kr. 12.332 stgr. Simi meö simsvara — Ljós i takkaboröi — Útfarandi skila- boö upp í Vz mín. — Hver móttekin skilaboð geta veriö upp I 2Vi mín. — Lesa má inn eigin minnisatriöi — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort sfmsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval/púlsval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátalara — Veggfesting. KX-T 2365 E Verð kr. 10.849 stgr. Skjásimi, sem sýnir klukku, símanúmer sem val- ið er, tfmalengd simtals — Handfrjáls notkun — 28 beinvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja simanúmer i skamm tlma endurvalsminni — Hægt að geyma við- mælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja símanúmer i minni á meðan talað er — Veggfesting. KX-T 2322 E KX-T 2342 E Verð frá kr. 5.680 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun - KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir beinval — Endurhringing — Hægt er að setja síðast valda númer i geymslu til endur- hringingar, einnig er hægt að setja símanúmer í skammtíma minni á meðan talað er — Tónval/ púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 stilling- ar fyrir hringingu — Veggfesting. PAIMAFAX UF 121 Verð kr. 64.562,-stgr. Telefaxtæki með 10 númera skammvals- minni — Allt frá stuttum orðsendingum til Ijósmynda — Sendir A4 slðu á aðeins 17 sekúndum — í fyrirtækiö — Á heimilið. HEKLA LAUGAVEGI 174 S.695500/695550 FARSÍMI Verð frá kr. 96.775 stgr. Panasonic farsíminn er léttur og meðfærilegur, vegur aðeins 4,9 kg. og er þá rafhlaöan meðtalin. Hægt er að flytja tækið með sér, hvenær og hvert sem er, en einnig eru ótal möguleikar á að hafa símtækið fast I bllnum, bátnum eða sumarbú- staðnum. » BOKAMARKAÐUR ARNAR OG ORLYGS « BOKAMARKAÐUR ARNAP. OG ORLYGS « BOKAMARKAÐUR ARNAR OG ORLYGS « BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS • BOKÍMARKAMR sss ArnarogÖrlygs — 17. JANUAR TIL 1. FEBRUAR NÚ tR TÆKIFÆRID TIL ÞtSS AD LíGGJA GRUNN AÐ GÓDU HtlMILISBÓKASAFNI. 0PIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9 -19 LAUGARDAGA KL. 10 -18 OGSUNNUDAGA KL.11-16 ORN OG MN ORLYGUR SIÐUMULA 11 SIMI 684866 BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS • BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS • BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS « BÓKAMARKAÐUR ARNAR OG ÖRLYGS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.