Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022- FAX: Auglýsingar: (91)626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Undraland Alþingi er komið fram yfir fjárlög í útgjöldum fyrsta mánaðar ársins, af því að fundir þess hafa verið fleiri og lengri en gert var ráð fyrir. Töluverð næturvinna starfsliðs og nokkurt pappírsflóð fylgir næturfundum á borð við þá, sem hafa verið tíðir að undanförnu. Ef sérkennileg hugmynd Q ármálaráðuneytisins um brottfall launagreiðslna við slíkan framúrakstur hefði náð fram að ganga, væru alþingsmenn væntanlega fyrstu fórnardýrin. En óneitanlega hefði verið gaman að sjá hugmyndina framkvæmda á launum þingmanna. Sumt gerist skondið við þessa miklu fundi Alþingis. Þar þegir heilbrigðisráðherra þunnu hljóði vikum og raunar mánuðum saman, en stekkur svo í miðri at- kvæðagreiðslu upp í ræðustól til að veitast á ómaklegan og ósmekklegan hátt að forvera sínum í embætti. Ráðamenn Alþingis ættu að velta fyrir sér, hvort það kunni ekki að skaðast af tíðum sjónvarpssendingum frá undarlegum atburðum á Alþingi. Stundum styðja þessar myndir þá skoðun sumra úti í bæ, að Alþingi sé eins og tossabekkur eða málfundur í gagnfræðaskóla. Undarlegir atburðir gerast víðar en á Alþingi. Eitt helzta hermangsfyrirtækið fann leið til að dreifa 900 milljónum til hluthafa sinna á sama tíma og ríkisspítal- amir voru í óða önn að skera niður 550 milljón króna útgjöld með því að leggja niður ýmsa þjónustu. Oft hefur verið krafizt þess, að hermang verði lagt niður hér á landi og í stað þess boðin út verkefni á heið- arlegan hátt. 900 milljónirnar hljóta að ýta undir þá skoðun, að tímabært sé að hreinsa þjóðfélagið af þeim svarta bletti, sem hermangið hefur sett á það. Sumir óvæntir atburðir nýbyrjaðs árs eru ekki eins sorglegir og þessi. Það hefur til dæmis gerzt sennilega í fyrsta skipti, að hagsmunaaðilar, sem telja að sér veg- ið í sparnaðaráformum stjómvalda, virðast átta sig á, hvers vegna þeir lenda undir niðurskurðarhnífnum. Rektor Háskóla íslands og að minnsta kosti einn skólastjóri hafa kvartað um, að stjórnvöld séu að draga úr menntun landsmanna, af því að þau þori ekki að takast á við hið raunverulega úárhagsvandamál þjóðfé- lagsins, gífurlegan peningaaustur í landbúnað. Þetta er einmitt ástæðan fyrir árás stjórnvalda á menntun eins og árás þeirra á öryrkja, gamalt fólk, sjúkhnga og bamafólk. Á samdráttartíma verða smæl- ingjamir undir, þegar varðveitt er velferðarkerfi í at- vinnulífinu. Þjóðin hefur hingað til neitað að sjá þetta. Ummæh skólastjóranna tveggja em óvenjuleg og gleðileg. Hins vegar mun þorri skólamanna ekki enn sjá neitt samhengi mhh landbúnaðarstefnu og smá- byggðastefnu stjómvalda annars vegar og niðurskurðar í skólamálum hins vegar. Orsakasamhengi eru óvinsæl. Skoðanakannanir hafa sýnt, að meirihluti þjóðarinn- ar er sæmhega sáttur við velferðarkerfi atvinnulífsins, sem hefur náð fuhkomnun í landbúnaði. Þess vegna er ekki hægt að segja annað en, að þjóðin eigi fyhilega skilið þá útreið, sem hún er að fá hjá stjórnvöldum. Á sama tíma og hremmingar kerfisins koma niður á öryrkjum, gamalmennum, námsmönnum, sjúkhngum og bamafólki safnast þjóðin saman á fjölmenna fundi, ekki th að finna lausn á vanda velferðarinnar, heldur th að mótmæla aðhd íslands að meira viðskiptafrelsi. Þjóð, sem rökræðir með frásögnum af skældum hrút- um, er hún nefnir í höfuð fólks, sem henni er hla við, hefur nákvæmlega það Alþingi, sem hún á skihð. Jónas Kristjánsson Kúrdar á köld- um klaka Þeir sem greiddu frelsun Kúvæts undan íraksher dýrustu verði í Persaílóastríðinu í fyrra voru Kúrd- ar og fyrir þá er stríðinu ekki lokið. Þeir gjalda enn fyrir stríðið meö lifi sínu. Nú deyja þeir unnvörpum úr vosbúð, skorti og sjúkdómum á há- lendinu við landamæri Tyrklands þar sem enn eru nokkrir tugir þús- unda sem ekki þora að snúa heim til heimkynna sinna í írak. Þetta var ekki ætlunin. Hún var sú aö koma aftur til valda Sabah- hyskinu í Kúvæt og í leiðinni auð- mýkja Saddam Hussein svo mjög að honum yrði ekki vært á valda- stóli. Sabah-íjölskyldan er aftur orðin einkaeigandi Kúvæts hf. og þeir 400 til 600 þúsund Kúvætar sem njóta fuilra ríkisborgararétt- inda eru aftur orðnir ríkasta fólk veraldar. Nákvæmri tölu um íbúa- íjölda er haldið leyndri en þeir ein- ir sem eru afkomendur íbúa Kú- væts árið 1922 hafa full borgara- réttindi. Allir hinir, sem voru um hálf önnur milljón í fyrra, eru al- gerlega réttlausir, þeirra á meðal um 300 þúsund Palestínumenn sem reknir hafa verið úr landi þótt þeir hafi búið þar í margar kynslóðir. Allir utanaðkomandi hafa misst aleiguna við brottflutning. Þetta eru miklar hremmingar fyrir fyrr- verandi starfsmenn og vinnufólk yfirstéttarinnar í Kúvæt en þær hörmungar blikna í samanburöi við það sem gengið hefur yfir Kúrda. Örlagavaldar Það kom flatt upp á heimsbyggð- ina þegar Kúrdar risu upp í kjölfar ósigurs íraka í stríðinu. Allur fjöldi manna hafði aldrei heyrt á þá minnst, þaðan af síður að þeir væru rúmlega fimmti hluti íbúa íraks. En í raun og veru hefði uppreisn þeirra ekki átt að koma neinum á óvart sem til þekkti, sérstaklega ekki Bandaríkjasfjóm. Kúrdar hafa verið miklir örlagavaldar í írak allt frá því landið fékk sjálf- stæði fyrir sextíu ánun, og finna má beint samhengi milli Kúrda- uppreisnarinnar á sjöunda ára- tugnum, stríðs írana og íraka 1980 til 88 og síðan innrásarinnar í Kú- væt. Kúrdar hafa verið verkfæri utan- aðkomandi óvina íraks í áratugi í kaldrifjaðri refskák írana og Bandaríkjamanna og samkvæmt síöustu fréttum ætla Bandaríkja- menn sér að halda áfram að nota þá á sama hátt. Fjandskapur Persa og íraka er árþúsunda gamall en á árinu 1962, þegar Mustafa Barzani, faðir núverandi leiðtoga Massoud Barzanis, hóf uppreisn gegn stjóm- inni í Bagdad, var hann studdur með ráðum og dáð af íranskeisara, Reza Pahlavi sem sá honum fyrir vopnum sem fengin vom frá Bandaríkjunum. KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður Tilgangurinn var að veikja þá- verandi stjóm í Bagdad til að styrkja stööu írana í deilunni við írak um yfirráð yfir Shatt al-Arab árósunum sem eru eina leið íraks til sjávar. Bandaríkjamenn settu þá allt traust sitt á íran og keisar- ann og studdu Kúrda með vopna- sendingum. Kúrdum varð mikið ágengt og við lá að íraksher færi endanlega halloka. Shatt al-Arab Niðurstaðan varð sú árið 1975 að íranir hættu að styðja Kúrda gegn því að írakar afhentu þeim tvær eyjar við mynni Shatt al-Arab fljótsins sem gaf írönum í rauninni einkayfirráð hemaðarlega yfir þessari siglingaleið til Basra. Kúrd- ar vom síðan gjörsigraðir. Eftir að Saddam Hussein komst til valda 1979 vildi hann ná því aft- ur sem tapast hafði og réðst gegn íran 1980 þegar landið var í upp- námi út af byltingu Khomeinis. Ir- akar tóku spildu Iransmegin fljóts- ins á nokkrum vikum og buðu síð- an vopnahlé. Því var hafnað og við tók átta ára stríð sem lauk á sama stað og það hófst með því að írakar héldu því sem þeir tóku fyrstu þrjár vikumar. Stríðið var því tilgangslaust með öllu en þegar írakar hertóku Kúv- æt, gáfu þeir eftir alla landvinxúnga í íran, til að tryggja landamæri sín, enda höfðu þeir aðgang að sjó frá Kúvæt, eða héldu það. í þessu stríði börðust Kúrdar með íran af heilum hug og stóðu fyrir miklum hemaði í norðurhéruðunum. 1988, eftir stríðið, var komið að skuldadögum, og þeim var refsað grimmilega. Afdalabyggðir þeirra vom lagðar skipulega í rúst og þeim safnað saman í stærri bæjum og borgum til að betur mætti hafa stjóm á þeim. Á þessum tíma flúðu hundruð þúsunda til landamæranna við Tyrkland og íran, rétt eins og síð- ar, en umheimurinn taldi sig ekki ábyrgan þá. Stríðið gegn íran, sem háð var að nokkru í umboði hinna arabaríkjanna við Persaflóa, leiddi síðan til fjárhagsþrenginga sem urðu meginástæðan fyrir innrás- inni í Kúvæt. Upphafið má rekja til Kúrda. Eftir að uppreisn Kúrda í kjölfar Persaflóastríðsins mistókst flúðu á aðra milljón þeirra til fjalla, eins og allir muna, sigurvegurum í stríðinu til mikillar hrellingar. Síð- an hefur neyð þeirra þar verið þeim til ama sem vilja fá að geipa óáreitt- ir um sigurinn mikla gegn Saddam. Niður með Saddam En nú stendur til að virkja Kúrda á ný. Bandaríkjastjóm verður að fella Saddam Hussein, það em for- setakosningar í haust. Til er áætl- un, studd af Saudi-Aröbum, um að búa Kúrda vopnum á ný og láta bandaríska flugherinn veita þeim vemd. Jafnframt hefur verið gerð áætlun um að virkja Sjíamúslíma í Suður-írak í sama skyni með bandaríska flugherinn á bak við sig. - Kúrdar eiga að draga úrvals- sveitir írakshers út úr herbúðum sínum í nágrenni Bagdad til að flugherinn geti eyðilagt þær og þá, segja Bandaríkjamenn, er Saddam Hussein varnarlaus gegn valda- ráni. Þaö á sem sagt að nýta Kúrda einu sinni enn í þjónustu banda- riskra hagsmuna, í þetta sinn fyrir George Bush persónulega í kosn- ingabaráttunni. Það er svo annað mál hvort Kúrdar taka þátt í þess- um leik. Þeir bjuggust við stuðn- ingi í fyrra en vom þá skildir eftir á köldum klaka þegar það hentaði bandarískum hagsmunum. Sjálf- stætt ríki Kúrda samrýmist ekki og hefur aldrei samrýmst banda- rískum, írönskum, tyrkneskum eða sýrlenskum hagsmunum og svo er ekki heldur nú. Gunnar Eyþórsson „Sjálfstætt ríki Kúrda samrýmist ekki og hefur aldrei samrýmst bandarísk- um, írönskum, tyrkneskum eða sýr- lenskum hagsmunum og svo er ekki heldur nú.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.