Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992.
7
Fréttir
Verð á veiðileyfum:
Laxá á Asum enn langdýrust
Toppnum er greinilega náð í verði
á laxveiðileyfum, markaðurinn er
mettur. í fyrsta sinn í mörg ár hækka
veiðileyfi mjög lítið í flestum veiðián-
um eða lækka jafnvel í sumum. Ef
ekki hefði orðið að hækka veiðileyfi
vegna netaupptöku í Borgarfirði
þættu þetta mikil tíðindi. En veiði-
leyfi í Borgarfjarðaránum hækka þó
nokkuð.
„Ég held að við séum búnir að ná
toppnum, veiðileyfin geta bara ekki
hækkað meira,“ sagði einn af þeim
fjölmörgu sem selja veiðileyfi í lax-
veiðiámcu*.
„Útlendingmarkaðurinn er þungur
þessa dagana en þetta hefst með
hörkunni. Margir veiðimenn eiga
eftir að bíða og sjá hvað setur með
veiðina í byijun veiðitímans,“ sagði
veiðileyfasölumaðurinn ennfremur.
-G.Bender
Ódýrast Dýrast Dýrast '91
Elliðaárnar (hálfur dagur) 7200 6850
Leirvogsá 11.722 36.800 31.000
Laxá í Kjós 24.000 55.000 50.000
Brynjudalsá 5700 13.000 12.500
Seiós I Svinadal 6600 6000
Þverá í Svínadal 4900 9200 8500
Laxá í Leirársveit 19.800 34.900 43.000
Andakílsá 12.000 27.000 23.000
Andakílsá (silungasvæðið) 3000 4600 4000
Grímsá og Tunguá 10.000 44.000 41.400
Norðurá (1) 11.900 49.600 45.000
Norðurá (2) 13.200 18.000 13.900
Norðurá (Flóðatangi) 2200 4400 3900
Þverá (Kjarrá) 10.000 55.000 51.000
Flókadalsá 8600 21.300 19.800
Reykjadalsá 4500 18.000 15.800
Gljúfurá 8600 18.700 15.600
Hvítá í Borgarfirði 1500 5000 3500
Langá (Fjallið) 5500 21.600 19.800
Álftá á Mýrum 5000 29.000 26.900
Vatnsholtsá og vötn 3600 3600
Miðáí Dölum 3200 13.600 11.800
Haukadalsá (meðfæði) 60.000 55.000
Haukadalsá (efri) 3500 8000
Laxá í Dölum 15.000 50.000
Flekkudalsá 11.700 22.400 18.700
Hvolsá og Staðarhólsá 15.000 23.000 23.000
Hrútafjarðará og Síká 7700 36.100 33.700
Miðfjarðará 13.500 50.000
Víðidalsá og Fitjá 18.000 58.500 55.000
Vatnsdalsá 14.000 58.000 50.000
Vatnsdalsá (silungasvæðið) 1000 9000 8000
LaxááÁsum 20.000 130.0000 135.000
Blanda 10.500 19.200 24.000
Svartá 4900 21.000 21.000
Laxá á Refasveit 9500 12.500
Mýrarkvisl 4000 12.000 12.000
Laxá í Aðaldal 8500 33.000 32.000
Laxá í Laxárdal (Ármenn) 6200
Selá I Vopnafirði (efra svæðið) 10.000 30.000
Selá í Vopnafirði (neðra svæðið) 10.000 34.000
HofsáíVopnafirði 9500 40.000 40.000
Vesturdalsá 4000 21.500 21.500
Grenlækur (svæði 4) 3500 5500
Kerlingardalsá og Vatnsá 2000 12.800 9800
Tungufljót 3800 7400 6700
Stóra-Laxá í Hreppum 7500 12.100 11.000
Langholt í Hvítá 15.000 19.000
Laugarbakkaríölfusá 1200 3800 3800
Snæfoksstaðir 6900 8300 8300
Glslastaðir 7700 9700 12.300
Hlíðarvatn í Selvogi 1200 1500
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra með flugulax úr Laxá I Kjós en dýrasti dagurinn í Laxá I Kjós kostar 55 þus-
und næsta sumar. DV-mynd G.Bender
Fáskrúðsflörður:
Oddvitinn segir af sér
Ægir Kristinssoin, DV, Fáskrúðsfirði;
Jón Úlfarsson, oddviti Fáskrúðs-
fjarðarhrepps, hefur sagt af sér störf-
um sem oddviti eftir að yfir 60% íhúa
hreppsins undirrituðu áskorun þar
sem ítrekað var vantraust á oddvit-
ann vegna tiilögu sem haim flutti um
að banna skyldi lausagöngu búfjár í
hreppnum. Formleg staðfesting á
uppsögninni hefur þó enn ekki borist
hreppsnefnd Fáskrúðsfjarðar-
hrepps.
Forsaga málsins er að hreppsnefnd
Fáskrúðsfjarðarhrepps efndi til al-
menns borgarafundar í verkalýðs-
húsinu á Fáskrúðsfiröi 21. des. sl.
Fundarefni var hvort banna skyldi
lausagöngu búfjár í hreppnum svo
og almennar umræður um mál sveit-
arfélagsins.
Jón Úlfarsson hafði flutt eftirfar-
andi tillögu í gróðurvemdamefnd
sem kosin er af héraðsnefnd Múla-
sýslna. „Gróðurvemdamefnd Múla-
sýslna leggur til að lausaganga búfjár
verði bönnuð með lögum.“
Þessari tillögu fylgdi greinargerð í
sjö Uðum. Hún varð til þess að fyrr-
greindur borgarafundur var haldinn
og flestir íbúar Fáskrúðsfjarðar-
hrepps voru á móti henni. Á fundin-
um komu fram harðar ádeilur á odd-
vita en hann mætti ekki á fundinn.
Á fundinum var lögð fram eftirfar-
andi tillaga, sem var samþykkt með
29 atkvæðum. Auðir seðlar vom fjór-
ir og einn á móti.
Borgarafundur skorar eindregið á
hreppsnefnd að koma saman til fund-
ar sem allra fyrst og kjósa sér nýjan
oddvita. í greinargerð með þessari
tillögu segir m.a. „Við teljum að
hreppsnefndarmaður, sem setur
fram opinbera tillögu sem þessa, sé
óhæfur til að gæta hagsmuna okkar
útávið og ætti að sjálfsögöu að segja
af sér störfum í hreppsnefnd og öðr-
um opinberum störfum í þágu Fá-
skrúðsfjarðarhrepps."
Á fundi hreppsnefndar, sem hald-
inn var nýlega í framhaldi af borg-
arafundinum, var ekki tekið á tillögu
borgarafundarins um vantraust á
oddvita og því fóru tveir íbúar
hreppsins með undirskriftarhsta um
sveitina sem var svohljóðandi:
„Áskorun til hreppsnefndar Fá-
skrúösfjarðarhrepps frá undirrituð-
um íbúum hreppsins um að hrepps-
nefnd komi saman þegar í stað og
taki ábyrga afstöðu til þess van-
trausts sem oddviti hreppsins fékk á
almennum borgarafundi. Með undir-
ritun áskorunar þessarar vilja íbúar
hreppsins sýna óánægju með að
hreppsnefnd skyldi ekki taka afstöðu
til tillögu þeirrar sem samþykkt var
á borgarafundinum og vilja undirrit-
aðir ítreka vantraust sitt á oddvita
hreppsins.“
Þess má geta að yfir 60% íbúa und-
irrituðu áskorunina, 25 heimili eru í
hreppnum og undirritun fékkst á 21.
w HEILDSÖLU-
RYMINGARSALA
Á BARNA- OG FULLORÐINSFATNAÐI
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM
HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ
FAXAFENI 9-2. hæð t.v., opið kl. 10-18, laugardag 10-16.