Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. 5 Fréttir Niðurskurðarhugmyndir 1 grunnskólunum: Stórt skref aftur á bak - segir skólastj óri Laugamesskóla „Okkur líst afar illa á allar þær hugmyndir sem komið hafa frá menntamálaráðuneytinu varðandi fyrirhugaðan niðurskurð í skólamál- um, enda er hver þeirra stórt skref aftur á bak,“ 'sagði Jón Freyr Þórar- insson, skólastjóri í Laugarnesskóla, viö DV. Niðurskurðaráætlanir mennta- málaráðherra hafa vakið mikil við- brögð meðal nemenda, foreldra og skólayfirvalda í grunnskólakerfinu. Fýrirhugað er að skera niður sem svarar 180 milljónum króna á fjár- lagaárinu 1992. Hugmyndir þær, sem komnar eru frá ráðuneytinu, eru að fækka kennslustundum, fjölga í bekkjum og aka nemendum milli skólahverfa. Jón Freyr sagði að skólastjórar og kennarar hefðu þegar áhyggjur af því hve kennslustundir í skólunum væru fáar, miðað við það sem verið hefði hér, svo og miðað við önnur lönd. „Við erum orðin langt á eftir,“ sagði hann. „Ef við tökum Svíþjóð sem dæmi þá er skólavikan hjá okk- ur 2-6 stundum styttri en þar. í Bandaríkjunum er skóladagurinn miklu lengri heldur en hér, svo og í Bretlandi. Samkvæmt töflu yfir stundafjölda, eins og hann var hér 1974, þá munar þetta heilum skóladegi frá þeim tíma. Þá voru 10 ára börn með 6 stundum meira á viku heldur en þau myndu verða með þessari nýju breytingu. Frá þessum tíma hefur verið skorið í tvígang en svolitlu af því hefur ver- ið skilað aftur. En nú á að ganga lengra en nokkru sinni fyrr.“ Jón Freyr sagði það hafa verið rætt í hópi skólastjóra að beina því til ráðuneytisins að það ákveði í hvaða greinum eigi að draga úr kennslu. Ráðuneytið ætti að vera ábyrgt fyrir þeim óvinsælu aðgerð- um sem það mælti fyrir um. „Við erum ekki heilög fyrir því að það megi ekki hagræða hjá okkur eins og annars staðar," sagði Jón Freyr. „En ef farið er að draga úr tímafjölda, svo ekki sé nú talaö um ef farið verður að fjölga í bekkjum, þá er þjónustan orðin miklum mun verri heldur en áður. Hugmyndin um að aka bömunum á milli hverfa er óframkvæmanleg. En þeim dettur þetta samt í hug. Hér háttar þannig til að foreldrar þurfa yfirleitt að vinna báðir úti. Það er því enginn til að taka á móti flest- um barnanna þegar þau koma heim úr skólanum. Ef skóladagurinn verð- ur styttur lengist enn sá tími sem bamið þarf að vera einsamalt." -JSS Stjórn Foreldrafélags Langholtsskóla kom saman til fundar í gær þar sem rætt var meðal annars um frekari funda- höld vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í grunnskólunum. F.v. Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Gunnhildur Snorradóttir, Sigrún Sólmundsdóttir og Ingibjörg Bergmundsdóttir. DV-mynd GVA Niöurskurður í framhaldsskólunum: Þýðir fækkun nemenda - segir Sölvi Sveinsson aöstoöarskólameistari „Það er í rauninni ósköp lítið hægt að skera niður núna, nema þrengja þær reglur sem hafa verið í fram- kvæmd, eins og varðandi p-áfangana, það er utanskólaáfangana. Þar höf- um við fækkað tímum nokkuð. Nið- urskurðurinn kemur svo af fullum þunga í haust, þá í formi færri nem- enda,“ sagði Sölvi Sveinsson, aðstoð- arskólameistari í Fjölbrautaskólan- um í Ármúla. Menntamálaráðuneytið hefur fyr- irskipað niðurskurð í framhaldsskól- unum á fjárlagaárinu 1992. Skal hann vera sem svarar 120 milljónum króna. Þeir skólameistarar sem DV hefur rætt við segjast lítið geta tjáð sig um hvar niðurskurðurinn komi niður þar sem ekki sé búið að leggja línumar enn. Hans fari ekki að gæta að marki fyrr en í haust en þá verði menn að beita hnífnum samkvæmt fyrirmælunum. Sölvi sagði að fyrirhugaður niður- skurður myndi örugglega þýða fækkun nemenda sem leiddi til minni vinnu í skólanum. Þessi samdráttur kæmi fyrst fram á yfirvinnu áður en ■ farið yrði að segja upp fólki. „En ég vil ræða mínar hugmyndir við kennarana fyrst áður en ég fer að viðra þær viö almenning úti í bæ eins og þar stendur," sagði hann. „Við ætlun að reyna að hafa niður- skurðartillögumar tilbúnar um miðjan febrúar." „Mér finnst ekki óeðlilegt að ætlast til þess að ráðuneytið gefi okkur ein- hveijar vísbendingar um hvar þessi niðurskurður á að koma niður," sagði Kristján Bersi Ólafsson, skóla- meistari í Flensborgarskóla í Hafnar- firði. „Það er ákveðið að skera en síðan er sagt: „Okkur kemur það ekkert við hvar er skorið, það eigið þið aö sjá um.“ Þetta finnst mér varla forsvaranleg afstaða hjá stjómmála- mönnum sem taka ákvaröanir um niðurskurð." Kristján Bersi sagði að ýmsir möguleikar kæmu til greina. Þeir ættu það allir sammerkt að þeir væru vondir. „Við vorum kannski svolítið grimmari í því núna að skipta ekki upp í fleiri hópa heldur en nauðsynlegt reyndist. Kennslu- magn er því heldur minna núna heldur en verið hefur á vorönnum. En við höfum ekki gengið hart fram.“ Sverrir Einarsson, konnrektor í Menntaskólanum við Hamrahlíð, sagði að deildir skólans væra með fyrirhugaöan niðurskurð til um- ræðu. Þær ættu aö skila áliti eftir hálfan mánuð. Á grundvelli þess yrði síðan tekin ákvörðun um aðgerðir. -JSS Niðurskurðurinn: Það vill enginn bera ábyrgðina - segir formaður Foreldrafélags Langholtsskóla „Það hefur komið glögglega fram að það veit enginn hvaö á aö gera. Þetta er orðið eins og bolti sem menn velta á milli sín. Það vill enginn bera ábyrgðina á því sem verður gert,“ sagði Aðalbjörg Þorvarðardóftir, for- maður Foreldrafélags Langholts- skóla. Fyrirhugaður niðurskuröur hefur vakiö mikil viðbrögö. Fundur var haldinn um málið í Réttarholtsskóla um helgina. Þá er fyrirhugað opið hús í Hvassaleitisskóla, svo og hverfafundur á næstunni. Foreldra- félögin íhuga einnig að mótmæla sameiginlega niðurskúrðarhug- myndunum. Aðalbjörg sagði að foreldrar vildu alls ekki láta skerða skólagöngu bama sinna meira en orðið væri nú. Þetta væri búið að gera í tvígang síð- an 1974 en nú væri nóg komið. „Manni finnst svolítið óhugnanlegt að það skuli vera hægt að skerða hvað eftir annað án þess að það gangi til baka. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa í frammi mótmæli núna þannig að menn sjái að foreldrar telji að þeim komi þetta við.“ -JSS Loðnufrysting getur hafist eftir 2 til 3 vikur: Sölusamningar við Japana standa yfir - búistviðlítillisemengriloðnuhrognasölu Það styttist óðum í að loðnufryst- ing geti hafist en þaö fer eftir hrogna- fyllingu hennar hvenær frystingin hefst. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjáns- sonar hjá Sölumiðstöð hraðfirysti- húsanna ætti loðnufrysting að geta hafist eftir 2 til 3 vikur. Um þessar mundir standa yfir samningar við Japana um kaup á frystri loðnu. Að sögn Jóns Magnús- ar era taldar góðar horfur á sölu á umtalsverðu magni að þessu sinni. í fyrra seldi Sölumiðstöðin aðeins 130 lestir af frystri loðnu til Japana. Bæði var lítill áhugi þar á kaupum þá og verðið'var lágt. Nú hafa gengis- mál snúist á þann veg að jenið hefur hækkað og því fæst sæmilegt verð fyrir frysta loðnu austur þar. Jón Magnús segir hins vegar lak- ara útlit með sölu loðnuhrogna af þessu sinni. Miklar birgðir eru til í Japan, eða um 3 þúsund lestir, en ársneysla loðnuhrogna þar er um 5 þúsund lestir. Það er því líklegt að lítið sem ekkert verði selt af loðnu- hrognumtilJapaníár. -S.dór ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? B Fáðu aftur þitt eigið hár sem vex eðlilega B Sársaukalaus meðferð B Meðferðin er stutt (1 dagur) B Skv. ströngustu kröfum bandarískra og þýskra staðla B Framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Persónuleg þjónusta í algerum trúnaði. Sérfræðingar frá Inter Clinic verða hjá okkur 8. og 9. febr. nk. Leitið upplýsinga hjá RAKARASTOFAN NEÐSTUTRÖÐ 8 Pósthólf 111, 202 Kópavogi Simi 91-641923 Kvöldsimi 91-642319 ÍBO# hársnyrting Grettisgötu 9 Sími 12274

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.