Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR 1992. 15 Er landbúnaðarmaf- ían á móti GATT? í öllu því moldviðri, sem hefur verið þyrlað upp að undanfömu um GATT-málið, hefur örlað á þeim grundvallarmisskilningi að bændur og hagsmunasamtök þeirra séu almennt á móti GATT; að landbúnaðarmafían sé með skipulegum hætti að koma GATT- viðræðunum á kné og rói jafnvel að því öllum árum að koma íslandi út úr GATT. Hræðsluáróður bændasamtak- anna, uppþot á bændafundum með utanríkisráðherra og síöast en ekki síst huldubændur með leyniskjöl úr fórum landbúnaðarmafíunnar eru dæmi sem nefnd eru um meinta neðanjarðarstarfsemi hennar. En nú hafa hagsmunasamtök bænda, ekki bara á íslandi, heldur í velflestum aðildarríkjum GATT, lýst yfir stuðningi við GATT-við- ræðumar, þýðingarmestu samn- ingaviðræður um alþjóðaviðskipti sem átt hafa sér stað á síðustu ára- tugum. Bændasamtökin eru því ekki á móti GATT. En hvað er þá eiginlega á seyði? Bændureru með í fljótu bragði má ætla að verið sé að draga ranga ályktun af rétt- um forsendum. Bændasamtökin hafa lýst yfir andstöðu við þau drög að nýju GATT-samkomulagi sem liggja uppi á borðum samninga- mannanna í Genf og þá vel að merkja aðeins við þann hluta þeirra sem lýtur að landbúnaðin- um en drögin spanna flest svið heimsverslunarinnar. Og það eru ekki aöeins bændasamtökin sem hafa lýst yfir efasemdum um ágæti landbúnaðarhluta samningsdrag- anna. Helstu hagsmunasamtök vinnu- markaðarins, VSÍ, ASÍ, BSRB og VMSS, telja að í óbreyttri mynd raski samningsdrögin því hagræö- ingarstarfi sem á sér stað innan landbúnaðarins og hafa þau varað t Kjallariim Helga Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins við aileiðingum þess. Það sama er uppi á teningnum hjá fjölda bændasamtaka og annarra hags- munasamtaka erlendis. Það er því rétt að bændasamtökin eru á móti landbúnaðarkafla samningsdrag- anna en rangt að þau séu á móti samningunum í heild sinni, hvað þá aðild íslands að GATT eða eitt- hvað þaðan af verra. En hvers vegna styðja bændasamtökin GATT-viðræðurnar? Viðskiptastríð, með tilheyrandi óöld, hefur geisað á undanförnum árum á alþjóðamarkaðnum þar sem flestar þjóðir hafa fimlega beitt hættulegum vopnum á borð við innflútningshöft, undirboð og gíf- urlega ríkisstyrki í nafni þjóðar- hagsmuna. Þetta stríð spannar mörg svið, allt frá bílaviðskiptum til dreifmgar á sjónvarpsefni. Mesta harkan er þó í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. Bandaríkin og Evrópubandalagið hafa verið stórtækust á þessu sviði. Bara kom- og baðmullarframleið- endur í Bandaríkjunum era styrkt- ir um 9,5 milljarða Bandaríkjadala á ári. Bandarískir mjólkurfram- leiðendur fá helmingi hærri upp- hæö árlega. Og landbúnaðurinn innan Evrópubandalagsins fær í heild 50 milljarða dala „innspýt- ingu“ á ári. Vítahringur Þessi þróun hefur leitt af sér upp- lausnarástand í alþjóðviðskiptum. Hvað landbúnaðinn snertir hefur hún stórskaðað þær þjóðir sem byggja á útflutningi búvara og neytt aðrar þjóðir til að grípa til vemdaraðgerða í þágu eigin land- búnaðar. Síðast en ekki síst hefur þetta orðið til að útiloka samkeppni á jafnréttisgrundvelli og brengla allt verðskyn manna á matvælum þar eð raunverulegur framleiðslu- kostnaður er fahnn. Flestar þjóðir stjóma með einum eða öðrum hætti innflutningi en þetta upplausnarástand hefur hrundið af stað vítahring verndar- aðgerða sem enn sér ekki fyrir end- ann á. GATT-viðræðunum var ætl- að að binda enda á þessa skálmöld „Ríkisstjórnin þarf því að sýna við- skiptasamninganefnd GATT fram á að fyrirvarar íslands eru byggðir á raun- verulegri þörf en ekki undanslætti.“ „Bara korn- og baðmullarframleiðendur í Bandarikjunum eru styrktir um 9,5 milljarða Bandarikjadala á ári.“ með því að setja alþjóðlegar reglur. Af þessum sökum hafa bændasam- tök um heim allan stutt GATT- viðræðumar, þar á meðal þau ís- lensku. Það verður einfaldlega ekki við þetta ástand búið til lengdar. Fyrst svo er, hvers vegna snúast þá bændur gegn landbúnaðarkafla þessara samningsdraga? Hvorki fugl né fiskur Með nokkurri einföldun má segja að landbúnaðarkaflinn sé hvorki fugl né fiskur. í fyrsta lagi er þar ekki að finna lausn á því upp- lausnarástandi sem ríkir í alþjóða- viðskiptum með landbúnaðaraf- urðir. Drögin skuldbinda aðildar- ríkin til þess að lækka útflutnings- bætur um aðeins þriðjung, svo að lítið dæmi sé nefnt. Það dugar hvergi til þess að rétta af þá óheilla- þróun sem ógnar landbúnaðinum hvarvetna í heiminum. í öðm lagi draga þau fullmikið taum þeirra ríkja sem em stórútflytjendur landbúnaðarafurða. í þriðja lagi falla drögin illa að landbúnaðinum hér heima. Eins og sakir standa munu drögin í núverandi mynd auka við þau gífurlegu vandamál sem við eigum þegar við að etja 1 stað þess að gera okkur þau auðveldari viðfangs. Fyrirvarar íslensku ríkisstjómar- innar miða að því að sníða alvar- legustu gallana af samningsdrög- unum og laga þau að íslenskum aðstæðum. Fáist þeir viðurkenndir innan GATT á landbúnaðurinn raunhæfa möguleika á að spjara sig. En þýðir eitthvað fyrir smáþjóð eins og okkur að reyna að hafa áhrif á gang mála í Genf? Staða okkar gagnvart GATT- viðræöunum er langt í frá eins- dæmi og fyrirvarar ríkisstjórnar- innar eru af þeim sökum ekki ein- angrað fyrirbæri við samninga- borðið heldur eðlilegir varnaglar smáþjóðar sem njóta munu skiln- ings fjölmargra aðildarríkja GATT-samkomulagsins. Þá er það ekki markmið GATT-viðræðnanna að koma íslenskum landbúnaði á kné heldur styrkja hann með þvi að bæta það alþjóðlega viðskipta- umhverfi sem hann býr við. Ríkis- stjórnin þarf því að sýna viðskipta- samninganefnd GATT fram á að fyrirvarar íslands eru byggðir á raunverulegri þörf en ekki undan- slætti. Árangur okkar í GATT- viðræðunum ræðst með öðmm orðum fyrst og fremst af þeirri samningatækni sem við beitum en ekki möguleikum okkar sem smá- þjóðar. Helga Guðrún Jónasdóttir Þögli dauði „Sjúkdómurinn er ólæknandi og er settur i flokk meö krabbameini, eyðni og hjartveiki." Nú er blessaður heilbrigðisráð- herrann kominn ofan í budduna hjá mér eins og svo mörgum öðrum sem eru svo ólánsamir að vera meö heilsuna á hælunum ef svo má að orði komast. Núna um mánaðamótin gengu í gildi nýjar reglur sem meðal ann- ars beinast að vösum þeirra ein- staklinga sem em að beijast við sjúkdóm sem lengi gekk undir nafninu - þögh dauði. Insúlinháð sykursýki heitir hann í dag. Ég er einn af þessum einstaklingum og tel mig því geta rætt um þetta mál af sæmilegri þekkingu. Kemur við budduna Síðasthðin 14 ár hef ég verið að ghma við sykursýkina og get ég fullyrt að sá slagur hefur komið verulega við budduna. Ég var skip- stjóri í Eyjum þegar sykursýkin uppgötvaðist í mér og ég þráaðist við á sjónum í 10 ár eftir að lækn- amir höföu bent mér á aö ég heföi enga hehsu th að stunda það starf. A tveggja mánaða fresti þurfti ég að taka mér frí th að fara th Reykja- víkur th læknisskoðunar. Trygg- ingastofnun tók að vísu þátt í kostnaðinum að því leyti að far- gjaldið sjálft, annaðhvort með Herjólfi eða Flugleiðum, var greitt en ahan annan kostnað mátti ég sá um sjálfur - fæði, húsnæði, bha- kostnað o.s.frv. -í þessum ferðum. Sjúkdómurinn er ólæknandi og er settur í flokk með krabbameini, eyðni og hjartaveiki. - Sem sagt - hið versta mál, eins og vinur minn KjaUarinn Lýður Ægisson fyrrv. skipstjóri Ragnar Reykás orðar það? Síðasthðin þijú og hálft ár hef ég verið óvinnufær vegna stoðkerfis- meiðsla sem ég varð fyrir og meðal annars valda því að mér gengur hla að fást við sykursýkina. Ég þarf að sprauta mig 4 sinnum á sólarhring með insúlíni og þar fyr- ir utan tek ég 4-6 sinnum blóðpruf- ur á dag th að fylgjast með blóð- sykrinum og geng auk þess th sér- fræðings í orkulækningum reglu- lega í sprautur vegna stoðkerfis- meiðslanna. Þá fer ég að koma að kjarna málsins. Kostnaðaraukinn Tryggingastofnun ríkisins sér sykursjúkum fyrir insúhni án end- urgjalds og hefur tekið verulegan þátt í að greiða kostnað vegna blóð- hnífa, sprauta og nála eða 90%. Nú skal verða þar veruleg breyting á, segir Sighvatur. 50% skuluð þið greiða sjálf - ræflarnir! Ekki bað ég ykkur um að fá þennan rándýra sjúkdóm! Á sama tíma hækka greiðslur vegna lækna og sérfræðinga og reyndar hafa þær hækkanir virkað þannig á mig að ég hef trassað það að fara í skoðun vegna sykursýk- innar síðasthðna 8 mánuði þar sem ég einfaldlega þarf að nota aurana mína í annað! Eg gæti trúað að svo væri um marga aðra sjúka í þessu landi. Ef við skoðum kostnaðaraukann við þessar nýjustu ráðstafanir Sig- hvats varðandi mitt dæmi þá hta þær svona út: Kassi af strimlum, sem ég nota th að fylgjast með blóðsykrinum, end- ist mér í 10 daga. í honum era 50 stk. sem kosta í dag 6.750 kr. - Fyr- ir breytingu greiddi ég 10% af þeirri upphæð, 675 kr. fyrir kassann en eftir breytingu 50%, 3.375 kr. 100 stk. sprautnálar kosta 1300 kr. - Fyrir breytingu greiddi ég 130 kr. - Eftir breytingu 750 kr. (dugar í 25 daga). Blóðhnífar, sem ég þarf að nota við að taka blóðprufur - 5 stk. á dag (ég hef ekki verðið ná- kvæmlega hjá mér, en þar gildir sama hlutfah). í stuttu máh hækkar kostnaður þessara þriggja hða - blóðhnífar, nálar, strimlar - úr 100 kr. á dag í 400 kr. á dag! - Á ársgrundvelh er þetta hækkun sem 'neinur 107.600 kr.! - Fer úr 36.400 kr. í 144.000 kr.! Og þá fer nú að verða gaman hjá Sighvati með reiknistokkinn! Að sjálfsögðu er þetta stórsnjöll leið hjá hehbrigðisráöherra að fara svona að þessu. Sjúkhngamir hafa ekki efni á því að leita sér lækninga og þá er það sjálfgefið að hægt verð- ur að loka viðkomandi dehdum á sjúkrahúsunum þar sem ekkert verður þar að gera! Verður næsta skref ef til vih að taka okkur ræfl- unum íjöldagröf th að ná fram spamaði við útfararkostnaðinn? Og er þá ekki tímabært að taka aftur upp gamla nafnið á þessum sjúkdómi - ÞÖGLI DAUÐI? Lýður Ægisson „Eg þarf að sprauta mig 4 sinnum á sólarhring með insúlíni óg þar fyrir utan tek ég 4-6 sinnum blóðprufur á dag til að fylgjast með blóðsykrin- llvv. u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.