Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. Fréttir____________________________________ Póstur og sími boðar verulega lækkun á utanlandssímtölum: Tilkostnaður ráði verði þjónustunnar - hápólitískt mál sem þarf að bera undir ráðherra, segir aðstoðar póst- og símamálastjóri „Verð á símtölum til útlanda verð- ur að lækka á næstu mánuðum. Það væri í samræmi við þá stefnu stjóm- valda, EB og GATT að þjónusta sé verðlögð í samræmi við tilkostnaö. Undir þetta tökum við hjá Pósti og síma enda gerum við okkur grein fyrir að annars taki erlend stórfyrir- tæki þessa þjónustu yfir með grimmri samkeppni. Við viljum ekki detta út úr viðskiptum en þetta er náttúrlega hápólitískt mál sem þarf að bera undir ráðherra," segir Guð- mundur Bjömsson, aðstoðar póst- og símamálastjóri. Póstur og sími hafði heimild til að hækka gjaldskrá sína um 2 prósent að jafnaði um mánaðamótin. í stað þess að hækka póstburðargjöld og verð á símtölum til útlanda var ákveðið að hækka innanlandssímtöl um 4 prósent. Þessi ákvörðun er tek- in á sama tíma og bandaríska síma- þjónustufyrirtækið IDT hótar Pósti og síma samkeppni með því að bjóða íslenskum símnotendum að tengjast bandaríska símkerfinu. Að sögn Guðmundar byggðist þessi ákvörðun Pósts og síma ekki ein- göngu á ótta gagnvart erlendri sam- keppni heldur einnig á þeirri stað- reynd að verðið á utanlandssím- tölum er allt of hátt. Hátt verð segir hann stafa af því að stjóramálamenn hafi þrýst á lægra verð fyrir innan- landssímtöl. Þau kosti nú einungis um 20 prósent af því sem þau kost- uðu fyrir 10 árum. í raun haldi því utanlandssímtölin verðinu niðri inn- anlands. Að auki segir hann að utan- landssímtölin standi að hluta undir þeim 940 milljónum sem ríkissjóður krefjist í rekstrarhagnað af fyrirtæk- inu. Guðmundur segir enga útreikn- inga liggja fyrir um raunverulegan kostnað Pósts og síma vegna utan- landssímtala. Því sé ekki tímabært að nefna prósentur í sambandi við hugsanlega verðlækkun. Aðspurður telur hann þó óraunhæft að ætla að verð á utanlandssímtölum geti orðið jafn lágt og til dæmis í Bandaríkj- unu. Á vissum tímum dags er meira en helmingi ódýrara að hringja frá Bandaríkjunum til íslands heldur en héðan og þangað. Skýringuna segir Guðmimdur aöallega vera þá að til- kostnaðurinn hjá stóru símafyrir- tækjum sé minni enda viðskiptavina- hópurinn stærri. Einnig bendir hann á að samtöl frá Bandaríkjunum til íslands í raun séu verðlögð undir kostnaðarveröi. „Ódýrustu samtölin frá Bandaríkj- unum hingað duga ekki einu sinni til að greiða Pósti og síma fyrir að dreifa símtölunum innanlands. Mál- ið er að verðskráin til íslands tekur mið af öðrum stærri löndum sem við erum flokkuð með í gjaldskrá. Þeim er einfaldlega sama hvað símtalið kostar hingað. Þeir þola tap á nætur- töxtunum." -kaa DV Sykursýki-09 fáleiðréttingu Gytfi Kristjánsaon, DV, AkuxeyrÉ „Það efast enginn um það núna að sú ákvörðun, sem tekin var og varöar sykursýkisjúklinga og stómasjúklinga, var yQrsjón. Þessi ákvöröun var tekin sam- hljóöa af Tryggingaráði en þessi ákvörðun var ekki endanleg,“ segir Jón Sæmundur Sigurjóns- son, formaður Tryggingaráös ríkisins. Jón Sæmundur sagði að Trygg- ingaráð hefði haft þann fyrirvara varðandi þessa ákvörðun og aðr- ar sambæriiegar aö ef einhverj- um sjúklingahópi yrði verulega ofgert í lyfjakostnaði þá yrði sú ákvörðun endurskoðuð hið fyrsta. „Nákvæmlega það mun eiga sér stað varðandi stóma- SÍúklinga og sykursýkisjúklinga og upp úr næstu helgi verður þessum gjöldum breytt. Þeím veröur ekki breytt í f'yrra horf vegna þess að talsmenn beggja þessara sjúklingahópa hafa sagt aö þeir vilji taka þátt i kostnaði við þá kreppu sem við erum í en ekki á þann hátt sem samþykkt var. Þar erum við sam- mála og þetta mál verður endur- skoðaö,“ sagði Jón Sæmundur Sigurjónsson. Þorsteinn GK dreginn til hafnar: Puðrað á eldinn með slökkvitækjum Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfiröi: Barðinn GK kom með Þorsteinn GK í togi til Fáskrúðsfjarðar kl. 10.30 í gærmorgun en eldur hafði komið upp í vélarúmi Þorsteins, þegar skip- ið var á leið til Neskaupstaðar með rifna nót og smáslatta af síld. Þaö var kl. 3.40 um nóttina að viðvörunar- kerfi Þorsteins fór í gang og eldsins varð vart. Eldur var ekki mikill en töluverður reykur. „Það var ekki um annað að ræða en taka slökkvitækin og puðra á þetta. Slökkvitækin tæmdust fljót- lega og þá var mikill reykur svo ég fór með reykköfunartæki niður í vélarúmið. Þar var ekki mikill eldur svo það dugði að skvetta á þetta út vatnsfotu. Ég hafði verið niðri hálf- tíma áður en eldsins varð vart og þá virtist allt í lagi,“ sagði Gunnar Ein- arsson, vélstjóri á Þorsteini. „Eldurinn virðist hafa verið við skorsteinsrörið. Maður frá trygg- ingafélagi skipsins er væntanlegur austur til aö skoða skemmdir en þær urðu ekki miklar. Við vorum hrædd- ir við að þetta mundi blossa upp aft- ur því allt var löðrandi í olíu og þess vegna var drepið á vélinni," sagði Gunnar Gunnlaugsson, skipstjóri á Þorsteini GK. Skipveijar á Þorsteini vonuðust til að komast aftur út á veiðar fyrir helgi. Síldinni í Þorsteini var landaö hjá Pólarsíld og Barðinn var með 70 tonn af síld sem fóru einnig í vinnslu. Barðinn GK kemur með Þorstein GK á síðunni til hafnar á Fáskrúðsfirði. DV-mynd Ægir Þorsteinn Pálsson dómsmálaráöherra: Landhelgisgæslan veiðieftiiiitið og Almannavarnir verði sameinuð Þorsteinn Pálsson dórnsmálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að til stæði að endurskoða lög og starfsemi Landhelgisgæslunnar. Að öllum lík- indum yrði hafist handa við þetta í ár. Hann nefndi sem hugmynd í þessu sambandi aö sameina land- helgisgæsluna, veiðieftirlitið og Al- mannavamir ríkisins og jafnvel fleiri stofnanir. „Þetta er nauösynlegt að athuga í ljósi breyttra aðstæðna og nýrra verkefna og ég vænti þess að niður- stöður liggi fyrir á þessu ári,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Þetta kom fram hjá dómsmálaráð- herra þegar hann var að svara fyrir- spurn frá Steingrími J. Sigfússyni um hvað liði undirbúningi að end- umýjun á skipakosti Landhelgis- gæslunnar. Þorsteinn sagði það mál ekki vera á dagskrá nú. Kaup á nýrri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna hefði allan forgang. Þorsteinn sagði að það myndi kosta um 700 milljónir króna aö smíöa nýtt skip fyrir Gæsluna. Hann sagði skipakost hennar nokkuö góðan enda þótt eitt skipanna, Óðinn, væri orðið rúmlega þijátíu ára gamalt. Ægir væri orðinn tuttugu og fjögurra áraenTýrl7ára. -S.dór Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari les upp dómsorðið yfir Namibíumanninum í gær. Sakborningurinn situr til hægri við hlið Magnúsar Thoroddsen hæstaréttarlögmanns sem skipaður var verjandi hans fyrir Hæstarétti. Lög- giltur túlkur las einnig upp dómsorðið á ensku. DV-mynd Brynjar Gauti Aögeröir dómsmálaráðuneytisins eftir dóm Hæstaréttar 1 gær: Namibíumanninum vísað úr landi - skuldar um 700 þúsund í skaðabætur og í málskostnaö Samkvæmt öruggum heimildum DV mun dómsmálaráðuneytið vísa svokölluðum Namibíumanni, Þor- birni Gunnarssyni, úr landi í dag. Dómur gekk yfir manninum í Hæsta- rétti í gær. Þar með féll farbannsúr- skurður yfir honum sjálfkrafa úr gildi. Maðurinn skuldar tæplega sjö hundruð þúsund krónur vegna skaðabóta til Hótel Holts og Kristu hf. og málskostnaðar fyrir Sakadómi og Hæstarétti. Þorbjöm greiöir ferð sína sjálfur þar sem hann á í fórum sínum flugfarmiöa sem gildir alla leið til Namibíu. Hætiréttur mildaði verulega refs- ingu yfir Þorbimi í gær með því að skilorðsbinda alla þá sex mánaöa fangelsisrefsingu sem Sakadómur Reykjavíkur dæmdi hann í fyrir ýmis svik í desember. Að öðru leyti var dómur Sakadóms staðfestur. Sakadómur dæmdi manninn í 6 mánaða fangelsi en helminginn, 3 mánuði, skilorðsbundið. Hæstiréttur skilorðsbatt hins vegar alla refsing- una og tók mið af því að sakboming- urinn hefur verið í farbanni frá 18. október. Með dóminum fellur farbannið úr gildi. Þorbjörn hefur frá þeim tíma sem það hófst dvalið í Reykjavik á kostnað ríkisins. Honum hefur verið útvegað húsnæði, fæði og um 45 þús- und krónur í dagpeninga á mánuði. Meö Hæstaréttardóminum er Þor- bimi, eins og héraðsdóminum, gert að greiöa Hótel Holti og Kristu hf. 284 þúsund krónur í skaðabætur vegna ýmissa svika sem hann var sakfelldur fyrir gagnvart fyrirtækj- unum í haust. Honum er auk þess gert að greiða 270 þúsund krónur í sakarkostnað í héraði og 130 þúsund krónur í málsvamar- og saksóknara- laun fyrir Hæstarétti. Samkvæmt upplýsingum DV hefur sakbomingurinn ekki haft fjárráð eöa gert ráðstafanir til að greiða Hótel Holti og Kristu hf. þær skaða- bætur sem honum var gert að greiða í héraðsdómi. Hann skuldar einnig Hótel íslandi tugi þúsunda króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.