Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ríkisvernduð einokun Ríkisvemduð einokun hefur löngum átt upp á pall- borðið á íslandi. Ríkið sjálft hefur að sjálfsögðu notið einkaréttar og einokunar á hinum ýmsu sviðum. Má þar nefna Ríkisútvarp, Póst og síma, Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, framleiðslu sements og áburðar, Síld- arútvegsnefnd og Bifreiðaeftirht ríkisins, svo dæmi séu tekin. Auk þess hefur tilhneiging verið rík til að veita einstökum fyrirtækjum fákeppnisaðstöðu. Útflutningur sjávarafurða hefur verið háður leyfum stjómarráðsins, leyfi til flugrekstrar em í höndum ráðuneytisins, ís- lenskir aðalverktakar hafa notið einokunaraðstöðu við verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli, útgerðin er háð kvótum og landbúnaður hefur verið verndaður með niðurgreiðslum og innflutningsbönnum. Sjálfsagt á þessi árátta rót sína að rekja til þeirra tíma þegar þjóðin var fátæk og fámenn og hér var lítið hægt að gera nema ríkisvaldið legði fram fé og forgöngu. Sömuleiðis gætir hér áhrifa þeirra stjórnmálaviðhorfa að þjóðfélaginu væri fyrir bestu að atvinnurekstur og fjármagn væri í öruggum höndum hins opinbera. Sósíal- isk póhtík hefur sannarlega átt ítök hér á landi og það víðar heldur en í hinum svokölluðu sósíahsku flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn átti sinn stóra þátt í forréttindum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Flokkurinn hefur jafnframt því miður þvælst fyrir ýmsum aðgerðum í frjálsræðis- átt og eru þess nýleg dæmi bæði úr fluginu, útflutningn- um og ohuversluninni. Hvenær hefðu íslenskir aðal- verktakar notið einokunaraðstöðu í fjörutíu ár nema vegna blessunar Sjálfstæðisflokksins og hverjir eru það sem dyggast styðja kvótakerfið nema fuhtrúar þessa sama flokks? Á undanfömum misserum hafa komið brestir í ríkis- vemdaða einokun á ýmsum sviðum. Skylt er að taka fram að þar hafa Sjálfstæðisflokkur og ekki síður Al- þýðuflokkur átt sinn þátt en fyrst og fremst hefur frels- ið verið að aukast vegna þrýstings frá almenningsáhti og utanaðkomandi áhrifum. Afnám einkaréttar ríkisins á útvarps- og sjónvarpsrekstri varð að veruleika vegna þrýstings almennings og tengsl okkar í alþjóðlegum við- skiptum og tæknibreytingar hafa knúð á um breytingar í frjálsræðisátt á fleiri sviðum. Gott dæmi um þetta er innrás Skandia á tryggingarmarkaðinn. Annað dæmi er tilboð amerískra aðha í símtöl vestur um haf. Póstur og sími neyðist til að lækka gjaldskrá sína af þeim sök- um, sem fyrirtækinu hefði senrúlega aldrei dottið í hug að öðrum kosti. Fyrir nokkrum árum seldi ríkið Bifreiðaeftirlitið og stofnað var nýtt fyrirtæki í einkarekstri undir nafninu Bifreiðaskoðun íslands. Það var góðra gjalda vert að losa ríkið frá þessum atvinnurekstri en galh á gjöf Njarðar var sá að nýja fyrirtækið naut ríkisvemdaðrar einokunar og hefur hagað sér samkvæmt því. Upplýst er að Bifreiðaskoðunin kaupir bhnúmeraplötur fyrir 1300 krónur en selur þær aftur th viðskiptavina fyrir 4 þúsund krónur. Þetta er okur í skjóh einokunar. Þetta er dæmi um það að einokun er engu betri, hvort heldur hún er í höndum ríkisins eða einkaaðha. Vinnuveitendasambandið vinnur þarft verk þegar það bendir á slík thvik, með sama hætti og Alþýðusam- bandið hefur vakið athygh á mismunandi skattgleði ein- stakra bæjarfélaga. Hvort tveggja er grein af sama meiði. Gjaldtaka í krafti forréttindaaðstöðu. Ríkisvemduð einokun er hvarvetna th óþurftar. Ehert B. Schram „En nú hefur Alþýöuflokkurinn, jafnaðarmannaflokkur íslands, fengið samþykktar á Alþingi tillögur um ein- hliða skattlagníngu á elli- og örorkulífeyri, án þess að bæta það upp nokkurs staðar annars staðar í almanna- tryggingum." Tekjutenging elli- og örorkulífeyris aðarmannaflokkur íslands, sagði nei. Framsóknarflokkurinn vildi af- nema það ákvæði í núgildandi lög- um að hjón eða sambýlisfólk yrði fyrir 10% skerðingu lífeyris. Al- þýðuflokkurinn, jafnaðarmanna- flokkur íslands, sagði nei. Framsóknarflokkurinn vildi lækka skerðingarhlutfall tekju- tryggingar úr 45 í 40%. Alþýðu- flokkurinn, jafnaöarmannaflokkur íslands, sagöi nei. Framsóknarflokkurinn vildi hækka vasapeninga til þeirra sem eru inni á stofnunum og tekju- tengja þá. Alþýðuflokkurinn, jafn- aðarmannaflokkur íslands, sagði nei. Framsóknarflokkurinn vildi hækka ekkju- og ekkilsbætur líf- „Þessar gerðir sínar réttlætir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra með því að halda því fram að tillögur hans um tekjutengingu séu þær sömu og fyrrverandiheilbrigðisráðherra. Hér er um hrein ósannindi að ræða af hálfu heilbrigðis- og tryggingarmálaráð- herra og því nauðsynlegt að leiðrétta.“ Kjallarinn Finnur ingólfsson alþingismaður Reykvíkinga í tíð ríkisstjóraar Steingríms Hermannssonar fór fram heildar- endurskoðun á lögunum um al- mannatryggingar. Sá sem þetta rit- ar var formaður þeirrar nefndar er sá um endurskoðunina. Aihr stjómmálaflokkar sem nú eiga sæti á Alþingi, nema Kvennahstinn, áttu fuhtrúa í endurskoðunar- nefndinni. Tilgangurinn með end- urskoðuninni var að gera al- mannatryggingalöggjöfina skýra og einfalda og leita leiða til að hag- ræða og spara 1 almannatrygging- unum. Markmiðið var að færa frá þeim sem betur mega sín til hinna sem þurfa á aðstoð almannatrygg- inganna að halda. Alþýðuflokkurinn þorði ekki Fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guð- mundur Bjamason, ákvað í fram- haldi af endurskoðun almanna- tryggingalaganna að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um al- mannatryggingar. Sjálfstæðis- flokkurinn, sem þá var stjómar- andstöðuflokkur, lagðist gegn frumvarpinu þar sem það gerði ráð fyrir tekjutengingu elh- og örorku- lífeyris. Það var þá skýr afstaða Sjálfstæðisflokksins að tekjuteng- ing elh- og örorkulífeyris kæmi ekki til greina. Nú hefur Alþingi samþykkt tekjutengingu elh- og örorkulífeyris með tilstyrk Sjálf- stæðisflokksins. Alþýðuflokkur- inn, jafnaðarmannaflokkur ís- lands, treysti sér ekki til að standa að fmmvarpi því sem Guömundur Bjamason lagði fyrir Alþingi þar sem það gerði ráð fyrir tekjuteng- ingu elh- og örorkulífeyris. Nú hef- ur heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra Alþýðuflokksins, jafnað- armannaflokks íslands, fengið samþykkt sem lög frá Alþingi að elh- og örorkulífeyrir sé tekju- tengdur frá 1. febrúar. Réttlætir gerðir sínar með ósannindum Þessar gerðir sínar réttlætir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra með því að halda því fram að tihög- ur hans um tekjutengingu séu þær sömu og fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra. Hér er um hrein ósann- indi að ræða af hálfu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og því nauösynlegt að leiðrétta. Tekju- tenging elh- og örorkulifeyris getur verið réttlát og eðlileg. Af hálfu Framsóknarflokksins hefur tekju- tenging lífeyris ahtaf verið bundin því skhyrði aö sá spamaður, sem af henni hlytist, yrði notaður til þess að hækka bætur og auka bóta- rétt til að tryggja sem best hags- muni þeirra sem raunverulega þurfa á almannatryggingum aö halda. Það er út frá þessum sjón- armiðum sem Framsóknarflokk- urinn telur að tekjutenging elh- og örorkulífeyris geti verið rétt- lát. Alþýðuflokkurinn, jafnaðar- mannaflokkur íslands, sagði nei Nú skal gerður ofurhtill saman- burður á hvað fólst í fmmvarpi því sem fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lagði fyrir Alþingi og því sem núverandi heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra hefur fengið samþykkt á Alþingi. Framsóknarflokkurinn vildi tekjutengja elh- og örorkulífeyri og nota þann sparnað, sem af því hlyt- ist, til að hækka bætur og auka bótarétt. Alþýðuflokkurinn, jafn- aðarmannaflokkur íslands, vildi ekki fara þessa leið heldur hefur nú vahð þá leið að skattleggja elh- og örorkulífeyrisþega sérstaklega með tekjutengingu elh- og örorku- lífeyris. Framsóknarflokkurinn vildi hækka lífeyri og tekjutryggingu örorkulífeyrisþega um 14%. Al- þýðuflokkurinn, jafnaöarmanna- flokkur íslands, sagði nei. Framsóknarflokkurinn vildi hækka örorkustyrk um 7% og heimila uppbótargreiðslur á ör- orkustyrk sem gæti numið aht að 50%. Alþýðuflokkurinn, jafnaðar- mannaflokkur íslands, sagöi nei. Framsóknarflokkurinn vhdi hækka frítekjumark hjóna úr 70 í 75% af frítekjumarki tveggja ein- staklinga. Alþýðuflokkurinn, jafn- eyristrygginga og lengja bótatíma. Alþýöuflokkurinn, jafnaðar- mannaflokkur íslands, sagði nei. Framsóknarflokkurinn vhdi hækka bamalífeyri. Alþýðuflokk- urinn, jafnaðarmannaflokkur ís- lands, sagði nei. Framsóknarflokkmmn vhdi hækka sjúkra- og slysadagpeninga um 55%. Alþýðuflokkurinn, jafn- aðarmannaflokkur íslands, sagði nei. Ábyrgöin er hjá Alþýðuflokknum Með andstöðu sinni við frumvarp fyrrverandi hehbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Guðmundar Bjamasonar, kom Alþýðuflokkur- inn, jafnaðarmannaflokkur ís- lands, í veg fyrir þær bótahækkan- ir og réttindabætur fyrir ehi- og örorkulífeyrisþega sem Framsókn- arflokkurinn vhdi ná fram og að framan er lýst. En nú hefur Al- þýðuflokkurinn, jafnaðarmanna- flokkur íslands, fengið samþykktar á Alþingi thlögur um einhhða skattlagningu á elh- og örorkulíf- eyri án þess að bæta það upp nokk- urs staðar annars staðar í al- mannatryggingimum. Ábyrgð Al- þýðuflokksins er því mikh. Orð og gerðir Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks íslands, kristahast í þessu máh. Hvílíkt öfugmæh á nokkrum stjómmála- flokki. Finnur Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.