Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. 5 dv Fréttir Sjúkrahúsin 1 Reykjavlk: Rekstrarframlögin skor- in niður um 888 milljónir Rekstrarframlög ríkissjóðs til sjúkrahúsanna í Reykjavík nema samtals ríflega 8,7 milljörðum á þessu ári. Ef ekki heiði komið til skerðing hefðu framlögin orðið 888 milljón krónum hærri. Skerðingin er annars vegar tilkomin vegna flats niðurskurðar, sem leggst jafnt á allar ríkisstofnanir, og hins vegar vegna áforma um að fækka bráðasjúkra- húsunum í Reykjavík úr þrem í tvö. í þvi sambandi er það markmið heil- brigðisráðherra að sameina Borgar- spítalann og Landakotsspítala. Að sögn Eddu Hermannsdóttur, skrifstofustjóra tjármálasviðs heil- brigðisráðuneytisins, hefði óskert framlag til Ríkisspítalanna orðið um 5,9 milljarðar, en vegna skerðingar- innar lækki það um 311 milljónir. Borgarspítahnn hefði fengið rúmlega 2,5 milljarða en fær 148 milljónum minna. Landakotsspítaii sætir hins vegar mestri skerðingu. Óskert hefði framlagið orðið rúmlega 1,2 milljarð- arenverður785milljónir. -kaa Þór Jakobsson veðurfræöingur: Spáin um eyðingu ósons er bara bull - enda ekki frá NASA komin „Sannleikurinn er sá að NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, fær niðurstöður sem eru nokkuð lík- ar niðurstöðum evrópska rannsókn- arverkefnisins. Einhvern veginn hef- ur svo komist af stað spá, sem er ekki í fréttabréfi stofnunarinnar, um framhaldið. Sú spá, um svona mikla eyðingu, virðist ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Hún er því bara bull.“ Þetta sagði Þór Jakobsson veður- fræðingur við DV í gær. Veðurfræð- ingar á Veðurstofu Islands efndu til fundar í gær. Þá höfðu þeir fengið í hendur fréttabréf NASA þar sem greint er frá niðurstöðum rannsókna stofnimarinnar á þynningu óson- lagsins. Veðurfræðingamir fengu til Uðs við sig kunnan spænskan óson- fræðing, dr. Javier Cacho. Hann er þátttakandi í fjölþjóðlegri rannsókn á ósoni í heiðhvolfinu yflr heim- skautasvæðum. í niöurstöðu fundarins segir að nú mæhst í gufuhvolfmu mikið magn af klórsamböndum sem séu af mannavöldum. Sé ekki ástæða til að rengja þær mæUngar. Hins vegar sé vafasamt hvort óson á norðurhveU sé farið að eyðast af þessum sökum. Viðurkennt sé að mælingar sem bendi til þess geti verið verulega skekktar áf óvenjumiklum gosefna- ögnum í heiðhvolfinu, en þær séu komnar úr eldfjallinu Pinatubo á Filippseyjum. MæUngamár í vetur séu einnig gerðar með aðferð sem lítil reynsla sé af. Annað vafamál sé hvort hægt sé að draga þær ályktanir af miklu magni klórsambanda að óson muni eyðast verulega af þeim sökum á næstunni. MæUngar hér á landi í byijun febrúar sýni enga ósoneyð- ingu. Engin ástæða sé til ótta á ís- landi vegna ósoneyðingar á næst- unni. „í fréttabréfi NASA er vissulega sagt frá þynningu á ósonlaginu en það er ekki spáð út frá þvi,“ sagði Þór. „Einhverjir virðast því hafa tek- ið niðurstöður NASA, framreiknað þær og spáð út frá þeim,“ sagði Þór. -JSS Islendingar framarlega í vemdun andrúmsloftsins: Góður árangur við að draga úr ósoneyðandi ef num „Nú er í undirbúningi mjög víð- tækur samningur um vemdun and: rúmsloftsins. Hann á að vera tUbú- inn í júní næstkomandi. Þar er vemdun ósonlagsins eitt stærsta máUð. Þessi samningur er gerður á vegmn Sameinuðu þjóðanna og ís- lendingar em aðilar að honum,“ sagði Jón Gunnar Ottósson hjá um- hverfisráðuneytinu við DV. Árið 1988 var stofnuð hér nefnd sem skyldi kanna útblástur á óson- eyðandi efnum. í framhaldi af því samþykkti ríkisstjómin að gerast aðiU að Vínarsáttmálanum og Mon- treol-viðbætinum við hann. Þetta gerðist árið 1989. Þjóðir sem eru aðil- ar að umræddum sáttmála gangast undir að draga úr ósoneyðandi efn- um rnn 50 prósent miðað við árið 1986. Skal því verki lokið fyrir 1999. „Síðan gerðumst við aðilar að nor- rænu umhverfisáætluninni sem gengur ennþá lengra," sagöi Jón Gunnar. „Þar skuldbinda íslending- ar til að draga úr ósoneyðandi efnum um helming fyrir 1995. Síðan hefur verið starfandi nefnd til að sjá um þessi mál. Árangurinn í dag er sá að dregið hefur úr klórfluorkarbon um 32 prósent og svo höfum við náð 65 prósent minnkun á halogenum. Við stöndum okkur því mjög vel miðað við aðrar þjóðir." Einnig má benda á að Veðurstofa íslands er aðiii að samstarfi um mælingar á ósonlaginu. Það samstarf hefur staðið alllengi. „Það er gríðar- lega mikið unnið í þessum málum og við tökum fullan þátt í þeirri vinnu,“ sagði Jón Gunnar. The judge sentenced slumlord Louie Kritskl to six months in his own building* He would have been better off in jaiL Production A Film Edítof. Directorof Photography Produceú by CHA Production Designer ExecutiveProducer Directed by UNOER 17 REQUtRfS ACCOMPANVINC PABENT OR ADUIT GUARDIAN 1 N 1 : ©1991 LARGO ENTERTAINMEN7 IN ASSOCIATION WITH JVC ENTERTAINEMNT, INC. Released by TWENTIETH CENTURY FOX THE SUPER STÓRGRÍNMYND í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI SYND KL. 5-7-9-11 -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.