Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. Fréttir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra á Siglufj arðarfundi: Líf eyriskerf ið er eintómt skóbótakerf i Gylfi Kristjáiason, DV, Akureyri: „Lófeyriskerfiö eins og viö þekkj- um það núna er slíkt að enginn heilvita maður, sem væri að smiða lífeyriskerfi frá grunni, myndi búa til kerfi eins og það sem við búum við í dag. Ekki nokkur heilvita maður, vegna þess að þetta er ein- tómt skóbótakerfi og menn hafa aldrei gert sér grein fyrir því hvemig það virkar í heild,“ sagði Sighvatm- Björgvinsson heilbrigð- isráðherra á fundi sínum með Sigl- firðingum. „Ef við miðum við einhleyping þá skiptist lífeyrir í fjóra flokka. Það er grunnlífeyrir sem er 12.123 krónur, og þennan grunnlífeyri fá allir án tillits til þess hvað þeir hafa miklar eöa litlar tekjur. Þetta er grunnlífeyririnn sem Tómas Ámason og Jóhannes Norðdal hafa þótt þeir hafi margfaldar tekjur á við flest ykkar. Síðan kemur tekju- trygging sem þeir fá sem hafa litlar eða engar tekjur, þá kemur heimil- isuppbót sem þeir fá sem búa einir og svo kemur sérstök heimilisupp- bót fyrir þá sem búa einir og hafa Utlar eða engar tekjur. Grunnlíf- eyrir einstaklings sem hefur fullan lífeyri er samtals 47.225 krónur. Þetta er það hæsta sem lífeyrir ein- staklings getur orðið. Hvað er verið að skerða af þessu? Við erum bara að skerða grunnlíf- eyrinn sem allir fá án tillits til efna- hags. Og hvernig skerðum við hann? Það gerum við með hliðsjón af atvinnutekjum þannig að sá elli- lífeyrisþegi sem hefur 65.847 krón- ur í atvinnutekjur hefur að meðal- tali á milli 80 og 90 þúsund krónur samtals í tekjur. Skerðingin byrjar í raun og vem hjá þeim sem hafa á milli 80 og 90 þúsund krónur í mánaðartekjur. Það sem gerist er að fyrir hveijar þúsund krónur fyrir ofan 65.847 krónur skerðist grunniífeyririnn um 250 krónur þannig að af hverj- um þúsund krónum sem viðkom- andi hefur í atvinnutekjur umfram þetta renna 750 krónur í hans eigin vasa. Og ég ítreka það að það era aðeins atvinnutekjur sem skerðast og það er aðeins grannlífeyririnn sem er skertur. Tekjulausa fólkið fær enn óbreyttan lifeyri. Það breytist ekkert hjá 9 af hveijum 10 ellilífeyrisþegum. Auðvitað geri ég mér það ljóst að þetta fólk, gamla fólkið sem hefur meira en 66 þúsund krónur í at- vinnutekjur á mánuði, er ekki breiðu bökin þótt þetta sé sá hópur ellilífeyrisþega sem hefur hæstu atvinnutekjumar. Sú skerðing sem þama kemur til er vegna þess að við komumst hvergi undan því aö lækka einhvers staðar útgjöld og þessi skerðing sem er 250 milljónir af 14 milljarða lífeyrisgreiðslum er ekki mjög stór fjárhæð," sagði Sig- hvatur. Aðilar vinnumark- aðarins sýndu alls engan áhuga Gylfi Kristjánsaan, DV, Akureyri: „Ég er alveg sammála þeim sem segja að það sé ekki sama á hvaða hátt útgjöld til heilbrigðisþjónustu era lækkuð. Við leitum leiða sem skila okkur árangri og varðveita kjamann í velferðarkerfinu. Ríkis- stjómin óskaöi eftir því aö ræða þessi mál við Alþýöusambandið og aöila vinnumarkaðarins. Aðilar vinnu- markaðarins höfðu engan áhuga á því,“ segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráöherra. „Þeir höíðu engan áhuga á þvi aö standa að tillögum um hvemig ætti að draga úr ríkisútgjöldum og skera niður. Þeir sögðu það vera okkar verk. Síðan koma þeir og segja að það eigi ekki að gera þetta svona heldur öðruvísi. Þegar þeir era spurðir hvemig öðruvísi þá segja þeir bara að til þess séu margar að- ferðir. Þá spyr maður eins og hvað og þá kemur svar eins og þaö að breiðu bökin eigi að bera þetta. Þegar þeir eru spuröir hvemig eigi að gera það svara þeir að til þess séu ótal leiðir. Svona lagaö gengur ekki. Ég vildi gjaman fá að heyra um einhveijar aðferðir sem skila okkur árangri en ég hef ekki heyrt þær. Ásmundur Stefánsson sagði í Morgunblaösgrein að það ætti ekki að taka á lyfjamálun- um eins og við gerðum, það ætti að taka á læknum. Hvemig átti að taka á læknum? Ásmundur Stefánsson hefur aldrei upplýst það. Það er vin- sælt að segja svona þangað til farið er að spyija," sagði Sighvatur. Gylfi Kristjáaasan, DV, Akureyri; „Það er min skoðun og mér finnst það sárgrætilegt að það eru aðeins þeir sem verst eru settir, þeir sem minnst mega sín, ellilífeyrisþegar, barnafólkiö og örorkulífeyrisþeg- amir sem era látnir bera þennan þunga sem viö viðurkennum að þarf aö axla,“ sagöi Bogi Sigur- bjömsson, skattstjóri á Norður- iandi vestra, á fundi með heilbrigð- isráöherra á Siglufirði. „Það vantar fé í ríkissjóö en þaö er grátlegt aö byija á þessu fólki öl aö bjarga málunum og ég trúi því ekki fyrr en ég sé þaö að alþýöu- flokksfólk hér í Siglufirði láti ráð- herra fara með það héðan aö þetta sé ailt f lagi. Ég tel mig sæmílega efhaðan mann og ég skammast mín fyrir þaö aö borga ekki eins og einu pró- senti meira í tekjuskatt en slík ráð- stöfun myndi þegar á heildina væri litið þýöa 1,4-1,8 milijaröa í ríkis- kassann. Ég skammast raín fyrir þaó að Alþýðuflokkurinn skuli standa að því að bijóta niður vel- ferðarkerfiö. Ég er alveg sammáia ráðherra varöandi þaö aö það á ekki að borga hátekjumönnum elli- lífeyri, það þarf engin orð um það að þeir menn þurfa ekki að fá grunniífeyrl Hugsið ykkur það að þegar það vantar þessa peninga í rfldskassann þá eru lögö gjöld á fólk sem á við veikindí að stríða, jafnvel 100-200 þúsund króna byröar. Égþekki slikt fólk og fyrir það þýðir þetta lágmark 10 þúsund króna launaskerðingu á mánuði. Það er furöulegí aö Ai- þýðuflokkurinn skuli láta Sjálf- stæðisflokkinn teyma sig áfram og svo er talaö um aö þetta séu ekki skattar, j aö borga,“ sagðí Bogi. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra sótti Siglfirðinga heim i fyrrakvöld. Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu brann á mönnum og stóð fundurinn fram á nótt. DV-mynd gk I'. i p \ AfV Þannig reynum við að hlífa þeim sem minnst mega sín Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii Á fundi sínum á Siglufirði gerði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra ítarlega grein fyrir því hvemig lögð er áhersla á að hlífa þeim tveimur hópum sem minnst mega sín, eins og hann orðaði þaö, varðandi kostnað viö læknisþjón- ustu en þaö er annars vegar vera bamafólk og hins vegar gamalt fóik. Sighvatur sagði að fyrir heimsókn til læknis á stofu eða í heilsugæslu- stöð heföi fólk ekki greitt neitt en greiddi nú 600 krónur. Fyrir heim- sókn utan vinnutíma greiddi fólk 500 krónur en nú 1000 krónur. Við læknavitjun í heimahús greiddi fólk 400 krónur en nú 1000 krónur. Fyrir læknaviljun heim í eftírvinnu vora greiddar 1000 krónur, nú 1500 krón- ur. Einnig hækkar sérfræðings- og göngudeildargjald úr 900 krónum í 1500 krónur og rannsókn á röngten- stofu hækkar úr 300 í 600 krónur. „Allt era þetta hækkanir, en hvemig hlífum við barnafólkinu og gamla fólkinu?" sagði Sighvatur. „Þrátt fyrir þessar hækkanir, hækk- ar ekki hámarksgjald þeirra sem þurfa mikið á þjónustunni að halda og þannig hlífum við þeim. Hámarks- gjald þeirra var 12 þúsund krónur á ári og það hækkar ekki. Áður fyrr þurfti bamafólkið aö greiöa að hámarki 12 þúsund krónur fyrir hvert bam í fjölskyldu áður en það fékk fríkort. Ef þrjú böm voru í fjölskyldu þurfti bamafólkið aö greiða 36 þúsund krónur fyrir þessi böm áður en það fékk fríkort fyrir þau. Með breytingunum sameinum við öll börnin, sama hvað þau era mörg, undir eitt kostnaðarþak og upphæðin sem áður var 36 þúsund krónur er nú 12 þúsund krónur. Þannig reynum við að hlífa barna- fólkinu. Og hvemig reynum viö aö hlífa gamla fólkinu? Það gerum við þannig að elli- og örorkuiífeyrisþegar, sem áður greiddu ekkert, borga nú 200 krónur og það er hækkun. Gamalt fólk, sem hefur þurft að fá lækni heim til sín, þurfti áður að borga 500 krónur en núna 350 krónur. Gamalt fólk sem þurfti lækni heim til sín eftir dagvinnutíma greiddi 400 krón- ur, þarf nú að borga 350 krónur. Gamalt fólk, sem þurfti aö fá til sín næturlækni, þurfti áður að borga eitt þúsund krónur, þarf nú aö borga 500 krónur. Þannig reynum við að hlífa gamla fólkinu við þeim hækk- unum sem við erum að koma á,“ sagði Sighvatur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.