Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. Fréttir Ráðhússkostnaðurinn stefnir í 3,2 milljarða: Andvirði 480 íbúða rann í eina byggingu - rúmmetraverðið þrefalt á við rúmmetraverð meðalstórra íbúða Borgaryfirvöld viðurkenna nú að heildarkostnaður við ráðhúsið í Reykjavík stefni í 3,2 milljarða. Frétt þessa efnis birtist í DV í september á síðasta ári en þá fullyrtu borgaryf- irvöld að kostnaðurinn myndi verða undir þremur milijörðum. Á fundi borgarráðs nýlega var upp- lýst að byggingarkostnaður ráðhúss- ins væri nú áætlaður um 3,1 milljarð- ur. Að auki er gert ráð fyrir að bún- aður í húsið kosti 130 milljónir og frágangur í kringum þaö um 70 milij- ónir. Miðað við fyrstu áætlun, sem hljóðaði upp á 750 milljónir, eða tæp- lega 1,4 milljarða á núvirði, hefur kostnaöurinn farið ríflega 130 pró- sent fram úr áætlun. Ráðhúsið er um margt sérstök bygging sem sumpart skýrir háan byggingarkostnað. Þá hafa borgaryf- irvöld viðurkennt aö þegar ráðist var í verkið hafi verið stuðst við ófuU- nægjandi verk- og kostnaðaráætlan- ir. „Þessi áætlun upp á 750 miUjónir var eins og að reka puttann út í loft- ið,“ var skýring aðstoðarborgarverk- fræðings á ónákvæmni fyrstu kostn- aöaráætlunarinnar þegar DV spurði út í þetta síðastUðið haust. Sagði hann áætlunina í raun hafa verið skot út í loftið. Samanborið við aðrar byggingar hér á landi er ráðhúsið dýrara en gengur og gerist. Umreiknaður sam- svarar kostnaðurinn verði 480 með- alstórra íbúða í fiölbýhshúsum. AUs er byggingin um 42 þúsund rúmmetrar að stærð þar sem hver fermetri kostar tæplega 74 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins má áætla að rúmmetraverð meðalstórra íbúða í fiölbýUshúsum sé rúmar 24 þúsund krónur eða um þriðjungur af rúm- metraverði ráðhússins. I þessu sam- hengi má geta að hver rúmmetri í Borgarleikhúsinu kostaði rúmar 28 þúsund krónur. Að sögn Stefáns Hermannssonar aðstoðarborgarverkfræðings vinna nú hátt í 200 manns við ráðhúsið en það verður opnað og sýntalmenningi 14. apríl næstkomandi. í ár er ráð- gert að veija um 300 miUjón krónum í framkvæmdimar en á því síðasta fóru í þær um 700 miUjón krónur. -kaa Vöruskemma Skipaútgerðar rikisins við Reykjavíkurhöfn. ■ qUiw 1 n @ ; ajj a,. ; §|| TÍ ■ m. Ifo-Í' 1 ■! f'<4M S' ' J Vöruskemma Skipaútgerðar ríkisins: Engin tilboð komin enn Enginn kaupandi hefur enn fundist að vöraskemmu Skipaútgerðar ríkis- ins við Reykjavíkurhöfn. Starfsemi skipaútgerðarinnar lagðist formlega af um helgina og stendur skemman því tóm og yfirgefin á hafnarbakkan- um. Enn hefur eignin ekki verið boð- in formiega tíl sölu né hún metin af fasteignasölum. Brunabótamatið hljóðar hins vegar upp á tæpar 175 miUjónir. Að sögn Benedikts Jóhannessonar, sem séð hefur um sölu eigna Skipaút- geröar ríkisins fyrir samgönguráðu- neytiö, hefur fram tU þessa lítið ver- ið gert til að selja bygginguna. Beðið sé eftir því að starfsemin þar hætti til að hægt sé að þrífa skemmuna og fá fasteignasala tíl að skoða hana. Hann segir engin kauptílboð hafa komið í skemmuna en fyrirspum hafi þó borist frá einum rafvirkja. Orðrómur hefur verið uppi um að Slysavamafélag íslands og Land- helgisgæslan hafi hug á skemmunni undir starfsemi sína. Þessu vísa þó Örlygur Hálfdánarson, forseti Slysa- vamafélagsins, og Hrafn Sigurhans- son, fiármálastjóri Landhelgisgæsl- unnar á bug. Hrafn segir Landhelgisgæsluna ekkert hafa með húsnæði við höfnina að gera. Þar á bæ bíði menn hins vegar eftir nýju húsi á Reykjavíkur- flugvelli en fyrirheit um það er aö finna í hvítu bók ríkisstjómarinnar. Að sögn Örlygs er skemma Skipa- útgerðarinnar aUtof stór biti fiár- hagslega fyrir Slysavarnafélagið. Hann segir hins vegar að umræður hafi um nokkurt skeið staðið við hafnaryfirvöld og Reykjavíkurborg um aukið rými á Granda, einkum fyrir björgunarsveitina Ingólf. Samkvæmt heimildum DV er ekki útilokað að Reykjavíkurborg kaupi skemmumar. Hjá borgaryfirvöldum era uppi hugmyndir um að leggja akbraut eftir hafnarbakkanum. Veröi af þeim framkvæmdum myndi athafnasvæðið í kringum skemmuna skerðast verulega. Enn hafa þó engar umræður átt sér stað milli sam- gönguráðuneytisins og Reykjavíkur- borgarvegnaþessamáls. -kaa Þessar upplýsingar verða birtar í DV á fimmtudegi fyrir brúðkaupið og þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudegi. KENNITALA: HÚN 1 1_1111-11111 HANN 111111-11111 HEIMILISFANG/ SÍMI_________________________________ VÍGSLUSTAÐUR_____________ DAGUR/TÍMI_______________ BORGARALEG VÍGSLA/PRESTUR. NÖFN FORELDRA____________ BRUÐAR gjofin NAFN RRl'mHIÖNA- SENDISTTIL ÞVERHOLTI 11, 105 REYKJAVÍK. Neytendasamtökin: Viljavíðtæka út- tektáGATT- samningsdrögum Neytendasamtökin vilja víðtæka úttekt á áhrifum nýs GATT-samn- ings, einkum á vöraverð í landinu. í bréfi, sem samtökin hafa ritað for- sætisráðherra, er lýst óánægju með að eina úttektarvinnan hingað til hafi veriö unnin af nefnd þar sem fulltrúar landbúnaðarins hafi verið í meirihluta. í bréfi sínu til forsætisráðherra er minnt á að GATT-viðræðumar snú- ist um mun víðtækari hagsmunamál en landbúnaöinn. Þvi þurfi meöal annars að kanna þær afleiðingar hugsanlegs samnings sem snúa að neytendum. Máli sínu til stuðnings benda Neyt- endasamtökin á að starfsmenn há- skólans í Bergen og Viðskiptahá- skóla Noregs áætla að fyrirliggjandi samningsdrög muni leiða til 10 til 20 prósent lækkimar á vöraverði í Nor- egi, jafnframt því sem vöruframboð þarmuniaukast. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.