Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. Spumingin Eiga gamlar hefðir rétt á sér? (Spurt í MR) Björg Jónsdóttir nemi: Hiklaust. Það er mjög gaman að þeim. Snjólaug Sveinsdóttir nemi: Já, þær viðhalda ákveðnum anda og tiifinn- ingu fyrir hinu foma. Matthildur Sigurðardóttir nemi: Oft- ast, þegar þær efla anda ákveðins hóps en stundum era þær tóm della. Halldór Skúlason nemi: Auðvitað, ég er íhaldsmaður. Reynir L. Guðmundsson nemi: Já, auðvitað, hefðir eru hefðir. Jóhann Jóhannsson nemi: Að sjálf- sögðu en þær verða að breytast í takt viö tímann. Lesendur Gervisnjór í Bláfjöllum Bréfritari leggur til að búinn verði til gervisnjór í Bláfjöllum. Jón Jóhannesson skrifar: í allri umræðunni um snjóleysið, sem nú ríkir á flestum ef ekki öllum skíðasvæöum landsins, hefur alveg gleymst að benda á lausn vandans. Það er nefnilega svo að veðurguðim- ir láta ekki snjóa eftir pöntimum eða bænum skíðaáhugamanna. Nei, eina raunhæfa lausnin er að búa til gervisnjó. Ekki veit ég gjörla hvaö slíkt myndi kosta en þjóð sem byggir ráðhús og perlur, til hægri og vinstri, ætti ekki að verða skotaskuld úr því að snara fram þeim milljónum sem til verks- ins þyrftu. Kostnaður vegna þessa ætti ekki að þurfa að vera svo mikill ef allir leggja hönd á plóginn og svo er þetta nokkuð sem myndi skapa skíðaaðstöðu árið um kring. Fyrst í stað væri eðlilegast að skapa þessa aðstöðu á suðvesturhominu, þ.e.a.s. í Bláfjöllum. Og ef vel gengi myndu Akureyringar, Isfirðingar og aðrir fylgja í kjölfarið. Með tilkomu gervisnjós þyrfti ekki lengur að hafa áhyggjur af landsmótiun vegna snjó- leysis og öll þessi dýru mannvirki í Bláfjöllum og víðar stæðu ekki leng- ur ónotuð lungann úr árinu. En það era ekki bara innlendir skíðamenn sem myndu njóta góðs af. Ef af yrði væri hægt að auglýsa skíðaferðir fyrir erlenda ferðamenn áriö um kring og því næsta víst að framkvæmdir sem þessar væru bún- ar að borga sig upp á augabragði. Með þessu væri verið að slá tvær flugur í einu höggi: skapa heilsársað- stöðu fyrir almenning í landinu og gera ísland að enn meiri paradís fyr- ir erlenda ferðamenn. Þessi hugmynd er í raun ekki ný af nálinni en einhverra hluta vegna hefur farið htið fyrir henni í allri umræðunni. Sjálfsagt finnst ein- hverjum það fulllangt gengið að fara að nýta gervisnjó hér á hjara veraldar en staðreyndin er sú að snjórinn í skíöabrekkum landsins er ekki nægj- anlegur. Það er hka sjálfsagt að gefa þessu gaum fyrst á annaö borð er ver- ið að setja upp dýr mannvirki á áður- nefndum stöðum. Mannvirkin eru nefnilega ekki til þess að standa auð. Sjálfur er ég mikill skíðaáhuga- maður og það er bölvanlegt að vita af skíðagræjunum ónotuðum úti í bílskúr og svo hugsa miklu fleiri. Þ.a.l. er réttmætt að allar hliðar málsins verði skoðaðar og vonandi að lausn finnst sem fyrst. Vantar jákvæðar fréttir J.M. skrifar: Hlutverk fjölmiðlanna í nútíma- þjóðfélagi er gríðarlega mikið og áhrifin, sem þeir hafa, era meiri en margan grunar. Sjónvarp, útvarp og blöð era nokkuð sem fyrirfinnst á hverju heimili og fiölskyldumeðlimir nota þessa miðla frá morgni til kvölds. Það er kveikt að morgni og slökkt að kveldi og „inntekið rnagn" frá fiölmiðlum á hvern einstakling hlýtur að vera ótrúlega hátt. Að vísu hef ég ekki handbærar töliu* í þessum efnum en það væri gaman ef einhver beitti sér fyrir rannsóknum á þessu sviöi. Þ.a.l. gefur það augaleið að fiöl- miðlamir hafa geysileg áhrif á sálar- lif fólks. Allt vonleysistal og barlóm- ur, sem hefur tröllriðið öhum fiöl- miðlum, hlýtur að þröngva sér inn í heilabú móttakandans og draga úr jákvæðni hans til samfélagsins. Nei- kvæðar fréttir eru ekki til þess gerð- ar að lyfta brúninni á fólki svo því hlaupi kapp í kinn. Nei, þær draga úr vhjastyrknum því sá sem tekur á móti efni fiölmiðlanna fer að trúa því smátt og smátt að aht tahð um von- leysið eigi við rök að styðjast. Þá kem ég aftur að mikilvægi fiöl- miðlanna. Vegna áhrifamáttarins verður líka að greina frá þessu já- kvæða og í rauninni ætti að skikka þá th að vera með fréttir í þá vera á hveijum einasta degi. Mér vitanlega hefur aldrei verið gerð um það ná- kvæm skoðanakönnun hvað fólk vhl fá í fréttum dagsins. Harmleikir og gjaldþrot era vissulega fréttaefni en ekki svo fram úr hófi að aht annað gleymist. Hérlendis og úti í heimi er fuht af fólki sem lætur gott af sér leiða á ýmsum sviðum en það fær ekki mikla umfiöhun. Það er helst ef ein- hver gerir óskunda aö rokið er upp th handa og fóta og tekið viðtal. Þessa jákvæðu þarf líka að tala við og fiaUa um, ekki síst núna þegar búið er að innprenta þjóðinni að aUt sé að fara th fiandans. Við að lesa blöð, horfa á sjónvarp og hlusta á útvarp hef ég ennfremur veitt því athygh að þessir punktar, sem ég minntist á hér á undan, eiga við um aha fiölmiðla. Enginn einn sker sig úr og það er engu líkara en þeir hermi hver eftir öðrum. Sá sem breytti út af venjunni og færi að sinna þessu jákvæða fengi öragglega meiri athygh og er það ekki það sem sóst er eftir. Heimsmeistarakeppnin í handbolta Karl Björnsson skrifar: Nú virðist þaö loksins hggja fyrir að ekkert verði af byggingu hand- boltahaUar hérlendis vegna heims- meistarakeppninnar 1995. Grænt Ijós er komiö frá tækninefnd alþjóða handknattleikssambandsins um að Laugardalshöllin sé brúklegur möguleiki í stöðunni. Frá þessu var greint í fiölmiðliun og nú geta menn andað léttar. Bygging handboltahaUarinnar hér- lendis er búin að vera slíkur skrípa- leikur ráðamanna aö með ólíkindum þykir og er þá mikið sagt. Mest var Hringið í síma 63 27 00 milli kl. 14 og 16 -eða skriflð Nafn osslmam. verður aó fylsja bréfum Nú virðist Ijóst að ekki þarf að byggja sérstaka handboltahöll ef HM1995 verður haldin hér á landi. rætt um Kópavog, þá Hafnarfiörð og Reykjavík en í raun komu alhr stað- ir th greina. Meira að segja kom th greina að spha úrshtaleikinn í flug- skýh suður í Keflavík. En frá þessu öUu hefur nú verið horfið og ef íslendingar halda keppn- ina verður úrshtaleikurinn sphaður í LaugardalshöU. Eina breytingin verður sú að bætt verður við þúsund sætiun eða svo og því ljóst að fiár- austur í þessa keppni verður minni en eUa og er það vel. Aðalatriðiö í þessu öUu saman er sú staðreynd að þaö era engir pen- ingar th að reisa svona minnis- merki. Það hefði svo sem verið htið mál að taka erlent lán fyrir fram- kvæmdunum en þau lán, eins og önnur, þarf að borga th baka. Þrátt fyrir að við áhtum okkur í fremstu röð í handboltanum þá er enginn grundvöUur fyrir svona vitleysu að henda mörg hundrað mhljónum í íþróttahús svo hægt sé að spha þar eitt stykki úrshtaleik. DV Hvaðankom Suðurnesjamaður hringdi: Forystugrein í Timanum ný- lega fiallaði um „sigurgöngu auðsins" og þann auð sem klifað er á að kominn sé frá Kananum á Keflavikurflugvelh. Þeir Tíma- menn ættu nú ekki að tala hátt um auðsöfhun og fjármagnseig- endur. - Þar er kastað steinum úr glerhúsi. Tíminn, og þó einkanlega Framsóknarfiokkurinn, er ekki hvítþvegjmi af fiármagnsbraski með auðinn frá Keflavíkurflug- velh. Hver man ekki ohumáhö sáluga og fleiri? Við skulum minnast þess, íslendingar, að vel- megmún kom ekki th landsins fyrr en með framkvæmdum áog fyrir Kellavíkurflugvöll. Hehnar hafa allir notið, jafht aðstandend- ur Timans sem aðrir íslendingar. Umgengiiiílðné Tómas Zoega, framkvæmdastjóri LR, skrifar: Aö ómaklega gefhu thefni fær undirritaður ekki orða bundist vegna ummæla sem höfð erueftir : Óttari Vngvasyni, sfiómarfor- manni Alþýöuhúss Reykjavíkur hf., í DV nýlega. Leikfélag Reykjavíkur leigði húseignina við Vonarstræti 3, Iðnó, undir starísemi sína th júní- loka 1989. Viðhald fasteignarinn- ar var ekki í verkahring leigu- taka. Leigusáhnn, eigandi fast- eignarinnar, annaðist aht það viðhald sem framkvæmt var þá sem nú. Því tel ég augljóst aö Óttar hafi misskihð þau ummæh Þorgeirs Þorgeirssonar og ann- arra hstamanna sem hann vitnar th. Þar er ekki verið að svívirða Leikfélag Reykjavíkur. Leilcfélagsmenn bera mikla umhyggju fyrir Iðnó af augljós- um ástæðum og umgengust hana aha tíð af nærgætni og virðingu. Vona ég aö samstarfsmenn okkar um langan aldur, starfsmenn Iðnó, geti borið þvi vítni. Eigend- um óska ég ahs hins besta og vona að finnist fær leíð til endur- reisnar hússins. ÓdýrÓskastund Guðríður Þorsteinsdðttir hringdi: Mikið finnst mér hún ódýr, Óskastundin þeirra á Stöð 2. Ég hélt aö þeir staðir sem sjá um þáttinn hverju sinni ættu að leggja th skemmtiatriði en það virðist vera öðru nær. Aðkomnir skemmtikraftar era í meirihluta og heimamenn siija á hakanum. Þetta finnst mér slæmt og meö sama áframhaldi væri réttast aö skipta um nafn á þættinum. ÞakkirtilSjón- varpsins Egvil koraa á framfæri þakk- læti th Sjónvarpsins fyrir þáttinn „Fegurðin kostar sitt“ sem sýnd- ur var sl. mánudag. Þama var á ferð gagnleg umfiöhun um hluti sem margir era forvitnir um og óskuðu frekari upplýsinga um. Sjómaður á Ísafirði hringdi: Ég get ekki orða bundist eftir að hafa ætlað að koma á fram- feri kveðju í þættinum Landið og miðin hjá Ríkisútvarpinu. Kft- ir samtal við skiptiborðið varmér gefið samband við karlmann sem hreytti í mig ónotum og skehti svo á. Þetta varverra en nokkurt ; kjaftshögg og ég hef aldrei lent í öðru eins. Þátturinn Landið og miðin er skemmtilegur og þulurinn stend- ur fyrir sinu en aðrir starfsmenn stofunarinnar þurfa að temja sér aðra og betri framkomu við hlust- endur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.