Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. 3 Fréttir Eyjólfur Konráð Jónsson tekur upp málstað St. Jósefssystra: Stof nun eins og Landakots- spítali verður ekki látin deyja AUSTURLENSKUR MATUR OG ÆVINTÝR í hádeginu: Tilbúnir réttir á Asíuvagninum.. ,Kr. 790. Á kvöldin: Matseðill hússins. * Frí heimsendinga- ; þjónusta af sér \ matseðli. LAUGAVEG110 - SÍMI 626210 - fjárhagslegt glapræði, segir Finnur Ingólfsson „Stofnun eins og Landakotsspítali verður ekki látin deyja og að sjálf- sögðu verður þetta mál tekið fostum tökum. Það er ekki dautt. Mér finnst það fáránlegt að gera Landakotsspít- ala að einhvers konar elliheimili og að gera það í óþökk þess fólks, sem hefur byggt þetta upp af mikilli fóm- fýsi, finnst mér ekki koma til greina,“ segir Eyjólfur Konráð Jónsson, þing- maður Sjáifstæðisflokksins. Eyjólfur Konráð mætti á fund í vik- unni með starfsmannaráði Landa- kotsspítala ásamt öðrum þingmönn- um Reykjavíkur. Á fundinum lýsti hann þvi yfir að hann myndi taka málefni spítalans upp innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og beita sér fyrir því að starfsemin þar yrði með óbreyttu sniði. Eyjólfur þekkir vel til spítalans enda var hann um langt skeið lögfræðilegur ráðgjafi St. Jósefssystra. „Mér finnst það sjálfgefið að þessi stofnun verður ekki látin níðast niö- ur og undir þau sjónarmið starfs- fólksins tek ég. Það er alveg ljóst að þessa stofnun verður að reka áfram af fullri reisn.“ Eyjólfur segir það vanvirðu við sögu spítalans verði óeigingjamt Viðskiptaráðherra: Ferframá lækkun dag- starf St. Jósefssystra fótum troðið með því að breyta starfsemi spítalans í óþökk þeirra. Sjálfur segist hann ekki hafa kynnt sér þann samning sem þær gerðu við ríkið þegar þær seldu spítalann, en sér ekki ástæðu til að efast um þá fullyrðingu þeirra að brotið hafi verið á þeim. „Þær hafa góða þekkingu á við- skiptum og em ákveðnar. Og skiljan- lega em þær geysilega sárar. Þær fómuðu lífi sínu í þessum tilgangi þannig að það er von að þeim sárni ef þetta á að níðast niður.“ Að sögn Finns Ingólfssonar alþing- ismanns, sem einnig sat fundinn með starfsmannaráði Landakotsspítala, er það fjárhagslegt glapræöi að sam- eina Borgarspítala og Landakotsspít- ala. Það muni einungis leiða til auk- innar samkeppni um opinbera fjár- muni, tæki og sérfræðinga. Að hans mati væri mun æskilegra að efla samstarf spítalanna, til dæmis með þvi að samræma tækjakaup með til- hti til þeirrar starfsemi sem spítal- amir sérhæfi sig í. Eyjólfur Konráð tekur sumpart undir þessa skoðun. Hann segir það oftsinnis hafa komið fram að ýmis læknisverk séu ódýrari á Landa- kotsspítala heldur en á öðmm sjúkrahúsum. í raun sé það því tap fyrir þjóðfélagið verði dregið úr starfseminni þar. -kaa bankastjórum - þingmenn lækki líka Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sent bankastjórnum ríkis- bankanna bréf þar sem hann beinir þeim tilmælum til þeirra áð ferða- kostnaður bankastjóra verði lækk- aður í samræmi við þá lækkun sem orðið hefur á dagpeningum hjá ráð- herrum og æðstu embættismönnum. Afrit var sent til íslandsbanka og Sambands íslenskra sparisjóða. „Þessi tilmæli fara að sjálfsögðu fyrir næsta fund bankastjórnar," sagði Stefán Pálsson, bankastjóri í Búnaðarbankanum. „Ég á von á því að þetta verði samræmt þeim reglum sem eru í gildi hjá ríkinu.“ Þá hefur forsætisnefnd samþykkt nýjar reglur um lækkun dagpeninga hjá alþingismönnum. Þeir lækka um 20 prósent eins og dagpeningar ráð- herranna. -JSS SERUTGAFA TAKMARKAÐUR FJÖLDI ff£» EFflRFMRAMM SÉ JÚMABk O Stuðarar, vatnskassahlíf, hliðarlistar, hurðahandföng og útispegiar, allt í sama lit og yfirbyggíngin Heilir hjólkoppar ■ Rafstýrðir og rafhitaðir útispeglar □ Vindkljúfur á framstuðara Sætaáklæði/gólfteppi - ný gerð 3 Vindkljúfur að aftan (Lancer stallbakur og Colt) ■ Sportstýrishjól A MITSUBISHI MOTORS ' ' - s _ _ - A MITSUBISHI MOTORS MITSUBISHI COLT-EXE MITSUBISHI LANCER stallbakur-EXE MITSUBISHI LANCER hlaðbakur-EXE MLUfí MEÐ 12 VENTLA HREYFIL MEÐ FJÖLINNSPRAUTUN ALLIR MED AFLSTÝRI - ALLIR MED HVARFAKÚT ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ mmmmamm HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN BOHHBi HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.