Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. 11 Sigurður Gröndal: Fékk sokkabanda- belti í afmælisgjöf Sigurður Gröndal, gítarleikarinn í Loðinni rottu, hélt upp á afmæli sitt á Gauknum fyrir skömmu þar sem vinir hans og félagar létu eidd á sér standa að skála fyrir honum og færa honum að gjöf sokkabandabelti og hjálpartæki ýmiss konar. Ekki var irni stórafmæli að ræða en Loðin rotta var að spila á Gaukn- um þetta kvöld og þótti því tilvalið að halda hófið þar. Fyrir utan hljómsveitarmenn tróðu hinir ýmsu vinir Sigurðar upp: Vignir Daðason, Richard Scobie, nokkrir úr Sniglabandinu og ung kvenhljómsveit úr Keflavík sem kall- ar sig Kolrassar krókríðandi. Hápunktur kvöldsins var þegar Sigurður lét gamlan draum rætast og lagði eld að gítamum sínum uppi á sviði. (Ekki fylgdi sögunni hvort hann var jafnhress með þá ákvörðun daginn eftir!) Bjarni Friðriksson hljóðmaður (t.h.) óskar Sigurði hér til hamingju með daginn á „heföbundinn" hátt. Og hér skála hljómsveitarmeðlimir Loðinnar rottu fyrir Sigurði. F.v., Sigfús Óttarsson, Bjarni Bragi Kjartansson, Ingólfur Guðjónsson, Jóhannes Eiðs- son og Sigurður Gröndal. DV-myndir GVA 5. ættliðurinn í beinan kvenlegg Þuríður Tómasdóttir, sem varð níræð þann 1. desember síðastliðinn, held- ur hér á Helenu Jaddý Sigurðardóttur sem er afkomandi hennar í 5. ættlið í beinan kvenlegg. Helena fæddist þann 14. ágúst 1991. Móðir hennar heit- ir Camilla Þuriður Hansson, amma barnsins heitir Vilhelmina Ragnarsdótt- ir og langamma barnsins heitir Jarþrúður Bjarnarson. Sviðsljós ! ' , : v. : . ... Afmælisbarn kvöldsins, Sigurður Gröndal, ásamt Ragnhildi Ragnarsdóttur, unnustu sinni. Síðumúla 30 - simi 68-68-22 Opið mánudaga-föstudaga 9-18 laugardaga kl. 19-17 sunnudaga kl. 14-17 ________>______________________ MIKE H0RIMS0FI - 5 SÆTA TILBOÐSVERÐ: Leðurlíki 68.000,- Tauáklæði 78.000,- Leður á slitflötum 124.000,- Margir litir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.