Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. 7 Fréttir Sigluíjörður: Fyrstu loðnunni var fagnað með rjómatertum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar Sigluíjaröar, og Bjöm Valdi- marsson bæjarstjóri voru mættir á bryggju Síldarverksmiðju ríkisins þar í bæ í gær er loðnuskipið Víking- ur EA-100 kom að landi með 1350 tonn af loðnu og fognuðu skipinu og farmi þess með ijómatertum! Siglfirðinar eru búnir að bíða eftir loðnu alla vertíðina en hafa enga loðnu fengið fyrr en í gær. í allan vetur hefur Kristján Möller verið til- búinn að gefa brauðgerðarmönnum fyrirskipun um að baka rjómatertur þegar fyrsta skipið „meldaði“ sig til Sigló. Hann og aðrir Siglfirðingar vom því kampakátir á bryggjunni í gær. Guðjón Bergþórsson, skipstjóri á Víkingi, sagöi að aflinn hefði fengist við Hrollaugseyjar en þaðan var um sólarhrings sighng til Siglufiarðar og frekar þungt í sjóinn. SR á Sigló greiddi 4500 krónur fyrir tonnið og sagði Guðjón að það væri algjört lág- marksverð eftir svo langa siglingu. Verksmiðja SR á Siglufirði er af- kastamesta loðnubræðslan hér á landi og getur brætt um 1500 tonn á sólarhring. Afli Víkings, þótt góður væri, endist því ekki lengi og í gær var ekki ákveðið hvenær bræðsla hæfist en ailt eins tahð líklegt aö beðið yrði með að gangsetja verk- smiðjuna þar til meiri loðna hefði borist. Hálft tonn af innfluttu kjöti brennt Lögreglan lagði hald á rúmlega hálft tonn af kjöti í togaranum Hof- felh frá Fáskrúðsfirði við komu hans til Eskifiarðar frá Bremerhaven á þriðjudag. Kjötið var aht brennt í sérstökum ofni að viðstöddum heil- brigðisfuUtrúa á Reyðarfirði. Kjötið var skráö á matarbirgðir skipsins og var því framvísað við komuna. Því var ekki um smygl að ræða sem varðar við sektir. Kjötið var geymt frosið í matvælageymsl- um togarans. Lögreglan á Eskifirði, sem annast tohgæslu í skipum, tók kjötið í samræmi við svoköhuð sótt- varnalög. Samtals var lagt hald á 550 kfió af svínakjöti, nautakjöti, öndum ogkjúklingum. -ÓTT fVe)komntr tll -3i.igli.xfjorSo.T. Forseti bæjarstjórnar og bæjarstjórinn á Siglufirði voru mættir á bryggjuna með veglegar rjómatertur þegar Víkingur kom með fyrstu loðnu vertiðarinn- ar þangað. DV-mynd gk Fiskmarkaðir í jaf nvægi í Evrópu Gámasölur í janúar 1992 Sundurliðun eftirtegundum: Selt magn kg Verð í erl. mynt Meðalverð kg Söluverðísl.kr. Kr. kg Þorskur 1.129.183,73 1.546.143,39 1,37 160.160.949,48 141,84 Ýsa 338.144,46 603.348,54 1.78 62.398.489,85 184,53 Ufsi 57.014,39 48.014,56 0,84 4.972.437,41 87,21 Karfi 30.204,69 31.500,73 1,04 3.256.453,08 107,81 Koii 115.451,14 190,295,40 1,65 19.693.196,62 170,58 Grálúða 31.894,94 42.981,33 1,35 4.446.989,44 139,43 Blandað 250.427,77 264.877,68 1,06 27.386.920,33 109,36 Samtals: 1.952.321,12 2.727.161,07 1,40 282.315.378,51 144,60 Nú virðist ferskfiskmarkaðurinn í Evrópu vera að komast í jafnvægi og búist er við að hann verði á næstu vikum svipaður og nú er. Erfitt er þó að spá um hvemig markaðurinn verður tíl lengri tíma. Þó má alltaf búast við sveiflum og kæmi engum á óvart þó einn og einn toppur kæmi. En eins og ahtaf er það framboð og eftirspurn sem ræður markaðnum að mestu. í Bandaríkjunum eru birgöir í meðahagi. Eftirspumin er jafnan mest á föstunni svo enn er ekki útséð hvaða staða verður þegar fram á vorið kemur. Ekki er mikU ásókn héðan í markaðinn í Banda- ríkjunum vegna lágs gengis dohar- ans. MikU óvissa er enn um sölu á loðnuhrognum og hrognafuhri loðnu. En að þessu sinni buðu Norð- menn að vera í samfloti með mark- aðskönnun. Svo virðist sem Norð- menn hafi ekki ætiað sér samvinnu ef marka má þær fréttir sem heyrst hafa að Norðmenn hafi tekið forskot á samningana og boðið loðnuhrogn á ágætu verði. Ekki er gott fyrir mig að spá hvemig þessi samvinna geng- ur en upphafið lofar ekki góðu. í fyrra framleiddu Norðmenn of mikið af loðnuafurðum fyrir Japani og komust ekki að samkomuiagi inn- byrðis hvað framleiða ætti mikið fyr- ir markaðinn. -Verðið varð miitiu lægra heldur en búast heföi mátt við, eftir þeim horfum sem voru í upp- hafi vertíðar. Útflutningur á saltfiski hefur verið í höndum eins aðha að því er heim- hdir eru fyrir. Nú kemur það í ljós að fleiri hafa flutt út saltfisk en SÍF. Auðvitað eru margir óánægðir með það að einkasala sé á útflutningnum. Telur SÍF að þama sé á feröinni fisk- ur sem fluttur sé út án þess að hafa gæðavottorð. Svo virðist sem þama hafi vérið fluttur út ágætur fiskur því ekki hefur neitt komið fram sem bendir th annars. Menn era ekki ginnkeyptir fyrir einokunarfyrir- tækjum lengur, sú tíð er hðin. England Ekkert skip landaði fiski í Englandi þessa viku. Gámasölur um mánaðamótin sl. ahs 413 tonn sem seld vom fyrir 57,7 mihj. kr. Þorskur seldist á 133,69 kr. kg, ýsa 178,01, ufsi 91,82, karfi 100,95, koh 171,33, grálúða 129,69 og blandað 106,54 kr. kg. AJls seldu skip 282 tonn fyrir 45,2 mhlj. kr. Þorskur seldist að meðal- tah á 166,44 kr. kg, ýsa 222,92, ufsi 103,38, karfi 103,05, grálúöa 120,11 og blandað 148,43 kr. kg. Þýskaland Bv. Hoffell seldi í Bremerhaven 31.1.1992 ahs 174 tonn fyrir 16,2 millj. kr. Þorskur seldist á 100,36 kr. kg, ýsa 138,72, ufsi 86,98, karfi 99,32, grá- lúða 134,69 og blandað 21,04 kr. kg. Bv. Vigri seldi í Bremerhaven ahs 239,9 tonn fyrir 25,8 mhlj. kr. Þorskur seldist á 113,45 kr. kg, ýsa 184,68, af þessum tveim tegundum vom aðeins nokkur himdmð kg í boði, ufsi 94,86, karfi 108,99, grálúða 173,96 kr. kg og blandað 89,69 kr. kg. Fiskur seldur úr gámum íjanúar1992 Alls vom seld 1.017.283,00 kg sem seldust fyrir 119,777 millj. kr. Meðal- verð 119,74 kr. kg. Þorskúr seldist á 140,47 kr. kg, ýsa 126,10, ufsi 109,94, karfi 120,71, grálúða 120,71 og bland- að 86,09 kr. kg. Ahs seldu skipin 2.289.710,00 kg. Þorskur var að með- altali á 146,72 kr. kg, ýsa 168,%, ufsi 115,46, karfi 137,84, grálúða 123,46 og blandaö 74,84 kr. kg. Frakkar auka fé til fiskeldis í Norður-Frakklandi hefur tekið th starfa fyrirtækið „Aquacultur du Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson httoral Nord“ (ALN) með þv: að leggja fram 21,7 mhlj. franskra franka. Félagið Sépia á 32% af htuta- fénu og hefur rekið eigið klak síðan 1988 og rekið eldisstöð frá sama tíma. Eldisstöðin notar heitt vatn frá atóm- stöð sem starfar í Gravehnes. Ahs hafa verið lagðar 350 mih. FRF í fyr- irtækið og gert er ráð fyrir að árið 1993 veröi framleiöslan 300 tonn. Fiskurinn, sem framleiddur er þama, er yfirleitt dýr fiskur á franska markaðnum. Samhhða fisk- eldinu verða framleiddar 4,5 mhl. seiða. Tahð er að þetta verið stærsta fiskeldisstöð í Frakklandi. í juní •næstkomandi tekur ný eldisstöð th starfa og er gert ráö fyrir að þá kosti stöðvamar ahs 500 mih. FRF. Þá er búist við að fyrirtækið verði eitt stærsta eldisfyrirtæki í Evrópu. ALN ætiar að fjárfesta í heitu löndunum og verður þar einnig um sjóeldi að ræða, aðallega verður íjárfest í rækju- og styijueldi. Fyrirtækið á í eldisstöðvum í ýmsum löndum víðs vegar í heiminum, svo sem í Túnis, Króatíu, Grikklandi, Ekvador, Indó- nesíu, fyrir utan Frakkland. Fyrir- tækið á mismunandi mikið í fyrir- tækjunum, frá 10% th 40%. Fyrir- tækið gerir ráð fyrir að árið 1995 verði hægt að fuhnægja rækjumark- aönum en þá verður samsteypan með um 7000 tonna framleiðslu af rækju. Fiskaren, blm. Grete Borgen, París. Stytt og endursagt. Eyðileggur laxamarkaðinn Markaðsráðunautur Scandinavian Trade Service í Japan, Geir Röe Aka- aden, segir að fyrirhuguð sala á laxa- íjallinu th Japans sé eyðhegging á laxamarkaðnum í Japan. Samkomu- lag bankans og ríkisstjómarinnar er mjög slæmt framtak og allar líkur era á því að þetta thtæki geti orðið th þess að Norðmenn fái á sig kæru fyrir undirboð á markaðnum. STS er eina fyrirtækið sem vinnur að markaðsmálum í Tokyo og er mjög uggandi vegna þessa máls. Vegna þeirrar ráðstöfunar, sem th stendur að framfylgja, lætur hann fylgja að- vörunarorð vegna þessarar fyrirhug- uðu sölu. Fari svo að salan fari fram eru ahar líkur á að Bandaríkin kæri Noreg fyrir undirboð og byggi kær- una á því aö ríkið greiði verðið nið- ur. Og gæti það þýtt endalok sölu Norðmanna á laxi til Japans og yrði erfitt að koma viðskiptunum á á nýj- an leik. Bendir umboðsmaðurinn á að þessi viðskipti heföu átt aö fara fram fyrir ári, áður en alaskaiaxinn kom á markaðinn. Undirstöðuvinna Mönnum sýnist það athyglisvert að BP geti ekki komið laxinum á markað í gegnum hið mikla verslun- amet sitt. BP vinnur mikið að mark- aðsmálum fyrir framleiðslu sína á laxi frá Chhe. Það gæti hentað BP vel að fylgja eftir þegar Norðmenn hafa ratt brautina fyrir laxaflök og hefur verið ýtt út af markaðnum. Þá gætu fram- leiðumir í Chhe komiö á eftir og notið góðs af starfi Norðmanna. FATAMARKAÐURINN STRANDGÖTU 26, HAFNARFIRÐI (GAMLA KAUPFÉLAGSHÚSIÐ) NÝJAR VÖRUR AÐ KOMA GJAFAÚTSALA FÖT OG SKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Opið föstudag 10-19, laugardag 10-16, sunnudag 12-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.