Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. Viðskipti Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Styð það að ríkið leysi þegar upp Aðalverktaka - og noti sinn hlut til að bæta erfiðan fiárhag ríkissjóðs Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segist ekki óttast erlend verktaka- fyrirtæki þótt framkvæmdir varnarliðsins verði boðnar út á alþjóðlegum mörkuöum. Hann bendir á að utanríkisráðherra, sem hefur með mál Aðal- verktaka að gera, hafi einmitt EES-manna mest beitt sér fyrir opnun mark- aða og að útlendingar fái sömu tækifæri og heimamenn. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að hann styðji þá hug- mynd að ríkið leysi til sín sinn hlut í íslenskum aðalverktökum, noti féð til að styrkja fjárhagsstöðu ríkissjóðs og rekstri Aöalverktaka verði hætt sem allra fyrst. Jafnframt að þau verk, sem kunni að falla til fyrir vamarhðið úr þessu, verði boðin út á almennum markaði samkvæmt hefðbundunum viðskiptavenjum. - Nú eru íslenskir aðalverktakar með fimm ára samning um einokun á framkvæmdum fyrir vamarliðið og Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra, sem hefur með mál varnarliðsins að gera, hefur séð á því vankanta að hverfa frá samningnum og sagt að samningar ríksins skuli standa. Þú vilt hins vegar leysa upp samninginn? „Mér finnst að það gæti komið tvennt til greina. Einn kostur er sá að gera íslenskum aðalverktökum það að falla frá þeirri fimm ára ein- okun sem það hefur fengið. Hinn kosturinn er einfaldlega sá að leysa fyrirtækið strax upp og ríkissjóður fengi sinn hlut greiddan. Það myndi styrkja stöðu ríkissjóðs á þessu ári.“ Óttast ekki erlenda verktaka þótt boöið yrði út - Nú hefur Jón Baldvin sagt við DV að hann hafi áhyggjur af atvinnu þess fóiks sem starfar fyrir íslenska aðalverktka og opnun markaðarins með útboðum gæti þýtt að erlend verktakafyrirtaeki fengju verkin en ekki inniend? Óttast þú að erlendir verktakar hrifsi til sín vamarliðs- framkvæmdimar? „Nei, ég geri það ekki. Ég spyr á móti hvort opnun markaðarins sé ekki einmitt í samræmi við það sem menn era að vinna að, ekki síst utan- ríkisráðherrann sem hefur kapp- samlega unnið að því að gefa útlend- ingum sömu tækifæri og íslending- um hér á þessum heimamarkaði. Eg sé ekki betur en að opnun markaðar- ins á verkum fyrir varnarhðið rími mjög vel við þá almennu stefnu sem utanríkisráðherrann hefur fylgt viö að gefa útlendum tækifæri." Hvers vegna hefur stefna flokks þíns ekki náð fram? - Þorsteinn, það var eindregin stefna þín fyrir nokkrum árum, þegar þú varst formaður Sjálfstæðisflokksins, að fyrirkomulaginu yrði breytt og framkvæmdir fyrir herinn yrðu boðnar út. í samræmi við það sam- þykktu landsfundir flokksins það einnig á meðan þú varst formaður. - Hvers vegna hefur þetta markmið flokksins til nokkurra ára ekki náð fram að ganga? „Á það er nú fyrst að líta að í utan- ríkisráðherratíð Geirs Hallgríms- sonar vom stigin skref í þá vem að opna þetta kerfl. Þar er ég að tala um framkvæmdimar í Helguvík. Jólin erfiö korthöfum: Einn milljarður ennívanskilum Vanskil korthafa hjá greiðslu- kortafyrirtækjunum Visa og Euro vom yfir einn milljarður í gær vegna úttektar í jólamánuðinum. Einar S. Einarsson, framkvæmda- stjóri hjá Visa íslandi, segir að um 80 prósent korthafa Visa hafi staðið í skilum með greiðslur á eindaga Visa-reikningsins í fyrradag. „Hjá okkur áttu korthafar að greiða rúma 4 milljarða króna um þessi mánaðamót en inn var búið að greiða mn 3,2 milijarða á eindaga.“ Einar segir að þetta sé svipað hlut- fall og eftir jólin á síðustu árum. „Þetta er mjög í takt við það sem var undanfarin ár.“ - Nú er kreppa í þjóðfélaginu. Áttir þú ekki von á meiri vanskilum? „Nei, það er nú svo að fólk lætur greiðslukortareikninginn gjaman ganga fyrir þannig að hugsanlega er um meiri vanskil að ræða varðandi afborganir á lánum í bönkunum. Þá getur fólk nú Jvisvar á ári skipt greiðslu á mánaðarúttekt í þrjá hluta. Það er talsvert beðið um það núna.“ Þess má geta að á síðasta ári var heildarvelta í smásöluverslun um 121 milljarður króna. Veltan í nóv- ember og desember var um 28 millj- arðar, þar af vora um 10 milljarðar greiddirmeðgreiðslukortum. -JGH Aðalverktakar hafa ekki verið með þær framkvæmdir. Að vísu var það ekki með þeim hætti sem ég var að tala um en engu að síður verður að hta á þetta skref sem opnun. Þá minnist ég þess að Matthías Mathie- sen var með þetta í skoðun þegar hann gegndi starfi utanríkisráð- herra.“ Mismunandi sjónarmið - En eftir stendur að það hefur ekki náðst að hrinda þessu markmiði í framkvæmd? „Nei, og því er auðvitað ekkert að leyna að innan okkar flokks vom mismunandi sjónarmið um þetta at- riði.“ -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN OVERÐTRYGGÐ Sparisjóðsbækur óbundnar 2,25-3 Landsbanki Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 2,25-4 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 3,25-5 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 2,25-3 Landsbanki VISITÖLUBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3 Allir 1 5-24 mánaða 6,5-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6,25-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 9-9,25 Búnaðarbanki ÓÐUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb. Óverðtryggð kjör, hreyfðir 5,0-6,5 islandsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tímabíls) Vísitölubundnir reikningar 2,25-4 Landsb., islb. Gengisbundir reikningar 2,25—4 Landsb., Islb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör 7,25-9 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,25 Islandsbanki Sterlingspund 8,75-9,3 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,75-8,3 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,75-8,3 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst OTLAN ÓVERÐTRYGGÐ Almennir vfxlar (forvextir) 14,5-15,5 Búnaðarbanki Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf B-flokkur 15,25-1 6,5 Búnaðarbanki Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 1 7,75-18,5 Allir nema Landsb. útlAn VERÐTRYGGÐ Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki afurðalAn Islenskar krónur 14,75-16,5 Búnaðarbanki SDR 8,5-9,25 Landsbanki Bandarlkjadalir 6,25-7 Landsbanki Sterlingspund 12,6-13 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 11,5-11,75 Allir nema Islb. Húsnæðislán 4,9 Lífeyrissjóöslán 6-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf janúar 16,3 Verðtryggð lán janúar 10,0 VÍSITÖLUR r Lánskjaravísitala febrúar 31 98stig Lánskjaravísitala janúar 31 96stig Byggingavísitala febrúar 599 stig Byggingavísitala febrúar 187,3stig Framfærsluvísitala janúar 160,2 stig Húsaleiguvísitala 1,1% lækkun 1. janúar VEROBBÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF Sölugengi bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,092 HÆST LÆGST Einingabréf 2 3,239 Sjóvá-Almennar hf. 5,65 L Einingabréf 3 4,002 Ármannsfell hf. - 2,40 V Skammtímabréf 2,028 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S Kjarabréf 5,727 Flugleiðir 1,85 K 2,05 K Markbréf 3,076 Hampiðjan 1,50 K 1,84 K.S Tekjubréf 2,127 Haraldur Böðvarsson 2,00 K 3,10 K Skyndibréf 1,775 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V Sjóðsbréf 1 2,928 Hlutabréfasjóðurinn - 1,73 V Sjóðsbréf 2 1,946 Islandsbanki h' - 1,73 F Sjóðsbréf 3 2,021 Eignfél. Alþýð. r 1,25 K 1,70 K Sjóðsbréf 4 1,729 Eignfél. Iðnaf' ,/b. 1,85 K 2,22 K Sjóðsbréf 5 1,217 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K Vaxtarbréf 2,0631 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S Valbréf 1,9338 Ollufélagið hf. 4,50 K 5,00 V Islandsbréf 1,282 Olís 2,10 L 2,18 F Fjórðungsbréf 1,144 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K Þingbréf 1,278 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90 öndvegisbréf 1,258 Sæplast 6,80 K 7.20 K Sýslubréf 1,302 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L Reiðubréf 1,235 Útgerðarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L Launabréf 1,017 Fjárfestingarfélagið 1,18 F 1,35 F Heimsbréf 1,159 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F 1,15 F.S Auðlindarbréf 1,04 K 1,09 K.S í Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L J Slldarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L ’ Við kaup á viðskiptavlxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F= Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.