Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Blaðsíða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Tölvur DV Tölvunámskeið aukin samkeppni Starfandi tölvuskólar á höfuðborgar- svæðinu, sem kenna á einkatölvur, eru nú 5 talsins og ríkir mikil sam- keppni á milli þeirra. Hefur það orð- ið tíl þess að verðstöðvun er nú á markaðnum og eru dæmi þess að námskeið hafi lækkað í verði frá því í fyrra. Tölvuskólarnir eru Tölvuskóh EJS, Tölvuskóh Stjómunarfélagsins og IBM, Tölvuskóh íslands, Tölvu- skóh Reykjavíkur og Tölvuskóh Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar. Að auki bjóða ýmsir aðhar upp á tölvunámskeið. Má þar nefna að Tölvustofan býður Macintosh-nám- skeið, Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands býður námskeið á tölvusviðinu og að auki bjóða flest hugbúnaðarfyrirtækin kennslu á eigin hugbúnaö. Brugðistvið aukinni samkeppni Ljóst er að skólamir leggja sig fram um að ná til nýrra hópa. Má þar nefna að Tölvu- og verkfræðiþjónust- an býður sérstakt 36 stunda nám- skeið, ætlað konum eingöngu. Einnig bjóða allir skólamir sémámskeið fyrir fyrirtæki og svo er farið að bjóða upp á einkakennslu. Þessi aukna samkeppni hefur líka beinst að því að auka þjónustuna og bjóða sumir þeirra ókeypis aðstöðu til æf- ingar á meðan á námskeiði stendur og símaaðstoð að námskeiði loknu. Tölvuskóli Islands .. Ferðamálaskóli • Stjómtækntskóli. Tölvuskóh r '**•*»*# <v V»< v»< A™ *Si ?.L ......................... Mikið framboð er nú af tölvunámskeiðum í Reykjavík. Mikið framboð af Excel- og Word- námskeiðum Mikið er um að skólamir bjóði kennslu á sömu forritin, þó ekki séu Viö val á tölvunámskeiöi ber ab athuga og bera saman: □ Verö □ Menntun og reynslu leiöbeinanda □ Námsgögn □ Fjölda kennslustunda á dag □ Fjölda nemenda á námskelöl □ Fjölda nemenda viö hverja tölvu □ Tölvubúnaö skólans □ Æfingaraöstööu Q Stuönlng aö náml loknu. Et um tyrlrtœkl er aö rœöa ber elnnig aö athuga: Q Magnafslátt □ Sérnámskeiö meö þadir fyrirtækisins I huga þau öh jafnlöng. Th dæmis bjóöa þau öh námskeið um ritvinnslukerfið Word og töflureikninn Excel. Sam- J tals er boðið upp á 50 Word-námskeið og einnig 50 Excel-námskeið á vor- önn 1992 og miðað við að hámarks- fjöldi þátttakanda sé 10 þá em á aug- lýstum námskeiðum sæti fyrir 500 manns á Word- og 500 manns á Ex- cel-námskeið á tímabilinu janúar til maí. Einnig bjóða skólamir sémám- skeið til fyrirtækja svoað framboðið er í raun meira. Þrátt fyrir þetta mikla framboð af Word- og Excel-námskeiðum segja tölvuskólamir þau vera best sóttu námskeiöin. Meðalverð námskeið- anna er um 16.000 kr. og sé miðað við að námskeiðin séu fuhbókuð er velta Word- og Excel-námskeiða um 16 mihjónir króna á vorönn 1992. Skrifstofutækninám Tölvuskóh íslands og Tölvuskóh Reykjavíkur bjóða báðir 250 tíma skrifstofutækninám og er yfir helm- ingur af nemendum þeirra í skrif- stofutækni. Þetta nám byggist á tölvu- sem viðskiptagreinum. í tölvu- kennslunni er m.a. farið í stýrikerfi, ritvinnslu, töflureikna og gagna- grunna. Tölvufræðslan hf. hóf þetta nám árið 1986 en var síðar lýst gjald- þrota. Þessir tölvuskólar tengjast TölvufrEeðslunni þannig að Tölvu- skóh íslands var stofnaður af nokkr- um starfsmönnum Tölvufræðslunn- ar en Tölvuskóh Reykjavikur tók í raun við af Tölvufræöslunni. Áætlað er að yfir 1000 manns hafi lokið slíku námi úti um aht land því að Tölvu- fræðslan á Akureyri hefur einnig boðið slík námskeið og Tölvuskóli Reykjavíkur hefur farið með sín námskeið um landið. Ernauðsynlegtað fara á námskeið? Þegar þessi spuming var lögð fyrir starfsfólk tölvuskólanna voru ahir sammála um að það borgaði sig að fara á námskeið og nefndu nokkrar ástæður þess. Sjöfn Ágústsdóttir hjá Tölvuskóla Stjórnunarfélgsins og IBM sagði að vissulega gætu margir lært af handbókunum en th þess þyrfti fólk að vera vel læst á ensku og hafa góðan bakgrunn í tölvunotk- un. Það væri hins vegar mjög tíma- frekt og fólk lærði yfirleitt aldrei á aha möguleika ef það lærði af hand- bókunum. Að fara á námskeið sparar mikinn tíma og tryggir að fólk noti forritin á réttan hátt. Gunnar Svavarsson hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni nefndi að læra mætti af handbókunum en það væri tímafrekt og handbækumar væra yfirleitt á ensku og ætlaðar sem uppflettirit frekar en kennslubækur. Námskeiðin væra hins vegar byggð upp af æfingum. Friðjón Sæmundsson hjá Tölvu- skóla íslands sagði að þaö væri ekki svo auðvelt að læra á tölvur einn og óstuddur. Yngvi Pétursson hjá EJS sagði að það væri mun markvissara að læra á tölvur á námskeiöi. Guömundur Ámason hjá Tölvu- skóla Reykjavíkur sagði að tölvan væri mikið hjálpartæki en einungis NYTT FRA MICROSOFT: PUBLISHER Ótrúlega aubvelt og fjölhœft umbrotsforrit fyrir Windows Uppsetning á dreifi- og fréttabréfum Textameðhöndlun Myndameðhöndlun Teikniforrit o.fl. Verb abeins 23.621 kr. EINARJ. SKULASON HF Crensásvegi 10,108 Reykjavík, Sími 686933 ef fólk kynni að nýta sér hana. Einn- ig sagði Guðmundur að þó fólk ætl- aði að læra sjálft á hugbúnað þá væri þaö tímafrekt og fólk ætti ekki svo auðvelt með að gefa sér tíma th þess. Einnig lærði fólk aldrei á aha möguleika með þessum hætti. Því væri gott að fara á námskeið þar sem það kemst burt úr sínu venjulega umhverfi og getur einbeitt sér aö náminu. Hvernig erhægt áð velja á milli námskeiða? Sá sem ætlar að fara á tölvunám- skeið gæti þurft að velja á milli margra skóla. Vissulega skiptir verö miklu en mun mikhvægara er þó að meta gæði námskeiðsins. Viður- kenningarskjöl eru einskis virði nema að baki þeim hggi kunnátta. Því er mikhvægt aö kynna sér ahar hhðar málsins og spyija réttu spurn- ingana: Hver er reynsla og menntun kennara? Hvemig er aðstaðan? Er aðstaða th æfinga á milli kennslu- stunda? Hefur hver þátttakandi sinn skjá eða era fleiri en einn við hvem skjá? Hver er hámarksfjöldi á nám- skeiði? Er kennslustundafjöldi á dag of mikhl? (Þreytandi getur verið að sifja meira en 4 tíma í einu.) Hve lengi hefur skólinn verið starfandi og hvernig oröstír hefur hann skapað sér? Hefur skólinn stóran viðskipta- hóp og getur hann bent á þátttakend- ur sem má hafa samband við? Er veitt símaaðstoð að námskeiði loknu? Era námsgögnin fullkomin? (Jafnvel mætti hugsa sér að fá aö skoða námsgögnin.) Ef fyrirtæki stendur frammi fyrir því að velja skóla skiptir líka máh að fá magnaf- slátt og hvort möguleiki er á sér- námskeiðum sem aðlöguð era þörf- um fyrirtækisins. -ig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.