Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992. Fréttir Hlýt ao láta athuga hvernig f rídagar kennara eru nýttir - segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra - Það hafa heyst kvartanir þess efn- is frá foreldrum að kennslutimi í skólum sé ekki nýttur sem skyldi. Hefur ráðuneytið eitthvert yfirlit yfir þetta atriði? „Það vita það allir, sem vilja vita, að hinn lögboðni kennslutími er ekki nýttur alls staðar í grunnskól- anum. Það vantar meira að segja mikið á það í sumum skólum. Eg er núna að láta taka saman skýrslu um þetta. Ég vil ekki sitja undir því að það sé ég og ég einn sem sé að skerða lögboðinn kennslutíma nemenda í grunnskólanum, vegna þess að ég veit að það gera aörir og hafa gert í áraraðir. Það hefur ekki verið það eftirlit með þessum lilutum sem þarf að vera og kenn- arar hafa komist upp með það að nýta ekki þennan lögboðna tíma. Það eru einungis þeir, sem eru í toppi, sem verða að skerða. Hinir þurfa að bæta við. -Hvað um frídaga kennara á kennslutímanum? Að sjálfsögðu þarf að huga að öll- um þeim frídögum sem kennarar hafa komið sér upp á kennslutím- anum. Á fundi með foreldrafélag- inu í Breiðholtsskóla í gær kom slík gagnrýni fram á kennara að menntamálaráðherra þótti orðið tímabært að taka upp hanskann fyrir þá. Mér finnst að það hljóti að koma til athugunar hvemig þessir frídagar kennara eru nýttir, hvers vegna það em til dæmis svo mikil frí. í kringum prófdaga. Þaö hggja ekki fyrir nein fyrirmæli frá menntamálaráðuneytinu um slíkt. Ég heyri kvartað undan því að krakkar komi heim eftir að hafa verið tíu mínútur í tíma og aö þetta 1 eigi jafnvel viö um yngstu bömin. Þá hef ég fengið fullyrðingar frá nemanda um að það séu teknar tíu mínútur af hverjum einasta tíma. Ég sagðist að vísu ekki trúa þessu, þótt ekki megi véfengja fólk, en mér er sagt að þetta sé svona nokk- uð víða. Og hvað eru menn þá aö tala um tveggja tíma vikulega skerðingu ef svona nokkuð á sér raunverulega staö.“ -Ymsum hefur þótt umræðan um skerðingu í skólakerfinu snúast upp í einkastríð kennara og ráð- herra í fjölmiðlum á síðustu dög- um? „Ég lít ekki á þetta sem stríð milli kennara og ráðherra. En mér hafa þótt viðbrögð kennara alveg ótrú- lega hörð. Þeir hafa hins vegar rök- stutt Sínar aðgeröir og málflutning með því að verið væri að stofna skólastarfinu í hættu. Ég hef aldrei dregiö í efa umhyggju kennara og annarra sem hafa tjáð sig um þetta, fyrir bömunum. En mér hefur þótt þetta ganga of langt miðað við það sem ég hef sagt að yrði skerðing á vikulegum kennslutímum. Ég má kannski ekki gera kröfu til að mér sé trúað en ég geri það nú samt.“ ............— -Þú hefur sagt að þú vitir með vissu um dæmi þar sem kennarar hafi ófrægt þig og störf ráðuneytis- ins í kennslustundum. Mun æðsti maður skólamála ekki taka á þeim málum og jafnframt upplýsa hverj- ir hafi verið þar að verki, þannig að öll kennarastéttin liggi ekki und- ir grun? „Nei, það geri ég ekki. Þetta era viðfangsefni skólanna sjálfra. Menn verða að gera það upp við sig hvort þetta eru aðferðir sem hæfa við uppeldi ungdómsins í skólum landsins. Þessi orö mín verða þeir að taka til sín sem eiga.“ -í skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skólans um kosti og galla við leng- ingu grunnskólans kemur fram að hagnaður þjóðarbúsins getur num- ið allt að 2,5 milljörðum króna á árí sé skóladagurinn lengdur i 35 kennslustundir á viku hjá öllum bekkjum. Þú vilt hins vegar stytta kennslutímann um tvær stundir á viku, ásamt fleiri aðgerðum sem eiga að skila 180 milljóna sparnaði. Þarna stangast hlutirnir á. „Skerðingin gengur á svig við þessa niðurstöðu. En ég lít á skerö- inguna sem tímabundið ástand. Við Yfirheyrsla Jóhanna S. Sigþórsdóttir erum aö ganga inn í nýja tima, sem við verðum að laga okkur aö. Niö- urstöður skýrslunnar fela í sér auknar fjárfestingar, en við höfum einfaldlega ekki svigrúm til slíks núna, jafnvel þótt viö trúum því að þær muni skila verulegum arði í nánus'tu framtíð. En ég held að það sé ekki ágreiningur um það í sjálfu sér að stefna beri að sam- felldum skóladegi, einsetnum skóla og lengri viðvera. - Kemur niðurskurðurinn, þ.e. fækkun kennslustunda og fjölgun í bekkjardeildum, allur til fram- kvæmda í haust eða verður honum dreift á lengri tíma. „Já, meginþættimir í niður- skurðinum koma til framkvæmda haustið 1992.“ -Þú hefur fullyrt að nemandi sem er að ljúka grunnskóla hafi aldrei haft fleiri kennslustundir að baki en einmitt nú. Kennarar benda á að þetta sé þriðji niðurskurðurinn sem dynji á skólakerfinu og að kennslustundum á viku hafi fækk- að sem nemur heilum skóladegi á nokkrum árum. „Það er hægt aö leika sér með þessi súlurit, taka fyrir einstaka árganga og sýna fram á aö þeir hafi sumir hverjir minni vikulegan kennslutíma heldur en var 1960. En ég segi, grunnskólanemandi á lokastigi nú hefur meiri tímafjölda aö baki en nokkurn tíma hefur ver- ið áður. - Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna nýtur ekki fylgis allra þingmanna í stjórnarflokkunum. Áttu von á að það náist samstaða um það? „Það er unnið að því núna að ná um það samstöðu. Ég hef lýst því margsinnnis yfir, í umræðum í þinginu, viðræðum við stúdenta og víðar að ég sé opinn fyrir tillögum um aðrar leiðir. Þær verða samt að liggja að því grundvallarmark- miði sem við höfum sett, að við náum að rétta sjóðinn við.“ - Hvaða tilslakanir værir þú reiðu- búinn til að samþykkja? „Ég hef nefnt aðrar endur- greiðslureglur en ég get ekki sagt á þessari stundu hverjar þær gætu orðið. Ég er að láta reikna út ýmsa möguleika. Þá hefur verið rætt hvort afborganir eigi að hefjast einu ári eftir námslok, eins og gert er ráð fyrir í framvarpinu. Ég er reiðubúinn aö athuga það, setji það markmiðin ekki í verulega hættu. Varðandi vextina þá eru 3 prósent- in ekki nein heilög tala. En tilslak- anir þar þýða þýða hærri afborgan- ir og jafnvel að fella brott tekju- tenginguna. -Stendur til að leggja Námsgagna- stofnun niður? Hún er nú í sérstakri athugun núna. Þaö hafa öðra hvoru komið upp kröfur um það að leggja hana niður sem ríkisstofnun og fela einkaaðilum alla námsbókagerð. Ég vil fá svör við því hvort þetta sé hægt. það kemur til greina að breyta Námsgagnastofnun en ég sé ekki að hægt sé að leggja hana nið- ur.“ - Þú hefur gagnrýnt fréttaflutning fréttastofu Ríkisútvarpsins. Á hún að hlíta öðrum lögmálum en aðrar fréttastofur af því að hún tilheyrir ríkisfjölmiðli? „Mér finnst ríkisrekstur á svona fjölmiðli ekki réttlætanlegur nema fréttastofan gæti fyllsta hlutleysis og henni sé treyst. Mér finnst hafa skort á það. Ég hef orðið fyrir því sjálfur að fréttaflutningur af því sem ég er að segja eða gera gefur allt aðra mynd af því heldur en raunin ætti aö vera. Þetta fmnst mér afskaplega vont.“ - Viltu einkavæða Rikisútvarpið? Nei, ég hef ekki veriö talsmaður þess. Hins vegar vil ég láta endur- skoða útvarpslögin. Þar er ýmislegt sem ég hef engan áhuga á, til dæm- is menningarsjóður útvarpsstöðva. Ég vil ekki hafa hann í því formi sem hann er núna, það er ekkert réttlæti í því. Stöðvarnar sitja alls ekki við sama borð viö úthlutun úr honum. Ég held að það sé ein- faldast að hver stöð sjái um sig með þeim tekjum sem hún fær. -Hvað um peningahítir eins og Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið, Þjóðarbókhlöðuna, SS-húsið og Þjóðskjalasafnið á sparnaðartim- um? „Það þarf ýmist að ljúka bygg- ingu þessara stofnana eða endur- bæta þær. Þetta era verkefni upp á 4-5 milljarða króna. Nú er verið að vinna skýrslu um fyrirliggjandi framkvæmdir. Þegar ég hef fengið hana í hendur hyggst ég gera nokk- urra ára áætlun um hvernig þetta verði fjármagnað árlega, þannig að hver og ein stofnun viti við hveiju hún megi búast á næstu fjórum árum, til dæmis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.