Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Side 9
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992. 9 hrekur skiða- mennáflótia Skíðaverðir í Anchorage í Al- aska hafa orðið aö loka einni vin- sælustu brautinni i skíðalöndum borgarinnar vegna þess að fól- grimm ugla ræðst á allt sem hreyfist i nágrenni við yfirráða- svæði sitt. Á þessum slóðum er nægur snjór og færi gott á hverjum degi en einn af öðrum hafa skíða- mennimir lagt á flótta undan uglunni. Nú síðast varð tólf ára drengur að bexjast fyrir lxíinu með skíðastöfunum. Eftir þá at- göngu var brautinni lokað. Kortyfir Texasfalsað Lögfróðir menn í Texas í Bandaríkjunum eru komnir i hár saman vegna þess að grunur leik- ur á aö kort yflr kjördæmi í rík- inu sé falsað. Til stóö að fresta forkosningum bandarísku flokk- anna fyrir væntanleg forseta- framboð vegna þessa en hæstirét- ur heíúr úrskuröað að kosiö skuli 10. mars eins og áformaö var. Málíð er þó ekki úr sögunni þvi lögmaðurinn, sem kærði kort- lagninguna, ætlar að leita til hæstaréttar Bandaríkjanna til að sanna aö embættismenn hafi vís- vitandi breytt kjördæmaskipan- inni. Blóðfekiðúr Borgarstjórnin i Peking í Kina hefur ákveðið að taka blóð úr borgarbúum án þess að leita heimildar hjá þeim. Þetta er gert vegna þess aö þurrð er fyrirsjáan- leg í blóðbanka borgarinnar en almennar óskir um blóðgjafir bera ekki árangur. Aðgerð þessi er ólögleg sem stendur en ákveðið er að setja bráöabrigðalög þar sem öllu flfll- frísku flóki í borginni er gert skylt að gefa blóð. Farí með ekki eftir lögunum verður heimilt samkvæmt þeim aö taka blóð úr fólkinu nauðugu. MeinKampf metsölubók í Póllandi Mönnum til mikillar undrunar hafa Pólverjar meiri áhuga á aö lesa pólitískar hugieiðingar Adolfs Hitler í Mein Kampf en nokkuð annað sem kemur út á prenti þar. Bókin er bönnuð samkvæmt lögum frá því eftir síðari heims- styijöldina. Samt kom hún ný- lega út i pólskri þýöingu og er seld án þess að yfirvöld geri at- hugasemdir við það. Sömu sögu er að segja frá mörgum öðrum Austur-Evrópuríkjum. glæpum þar í landi fækki með hverju ári sem liður. í fyrra voru framin þar 15 morð en 23 árið 1990. í fyrra voru skráðar 24 til- raunir til manndrápa en 36 árið áður. Þá voru 142 nauðganir kærðar í fyrra og hafði kærum fækkað um 20 frá árinu áður. Einnig virð- ist draga mikið úr smygli á eitur- lyfjum. Lögreglan segir að minni áfengisdrykkja og eiturlyfja- neysla ráði mestu um að alvar- legum glæpum fækkar. ________________Útlönd Bimir í íbúðinni Gizur Helgasan, DV, Kauprnannahöfn; Tveir ungir námsmenn, sem ætl- uðu að flytja inn í íbúð sem þeir höfðu tekið á leigu hér í Kaupmanna- höfn á dögunum, ráku upp stór augu þegar þeir heyrðu þrusk og skruðn- inga frá einu af herbeijum íbúðar- innnar. Þar inni voru tveir hálfvaxn- ir metra langir birnir og höfðu þeir augljóslega verið í íbúðinni dögum saman. Herbergið leit hörmuiega út. Bim- imir höfðu gert öll sín stykki á gólfið og fnykurinn var ógurlegur. Enginn þorði að handtaka bangsana og var þá starfsfólk frá dýragarðinum beðið að taka skepnumar. Til þess kom þó ekki því sonur eig- anda íbúðarinar hafði fjarlægt bim- ina þegar til átti að taka. Hann hafði sjálfur búið í íbúðinni áður og haft bimina sem gæludýr enda heimilt samkvæmt dönskum lögum. íbúar blokkarinnar höfðu reyndar borið fram kvartanir vegna ólyktar sem stafaði af dýrunum en gátu ekk- ert frekar aðhafst. Þeir geta andað léttar en enginn veit hvar bangsana er nú að finna. Áðalfundur ^ Blóðgjafafélags íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar nk. kl. 20.30 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Blóðgjöfum veittar viðurkenningar. 3. Tölvuvæðing og blóðbankastarfsemi; skýrsla um námsferð til Svíþjóðar. Kaffiveitingar. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin Byltingarkenndar niðurstöður rannsókna sem gerðar vom á breskum skólabörnum benda til þess að ótvíræð tengsl séu á milli vítamínneyslu og námsárangurs. Niðurstöðurnar sem birtust í hinu virta lækna- tímariti "Lancet" sýndu greinilega fram á að með reglulegri neyslu vítamína,jókst námsgeta nemenda til mikilla muna. BARNAVÍT er samsetning vítamína og steinefna sem byggð er á ofangreindum niðurstöðum. Þessi samsetning inniheldur öll mikilvæg bæti- efni sem ungir einstaklingar þurfa til að vaxa og þroskast á eðlilegan og heilbrigðan hátt. BARNAVÍT kemur í bragðgóðu töfluformi sem bæði má tyggjaog sjúga.BARNAVÍT er ætlað börnum og unglingum á öllum aldri. BARNAVÍT fæst í heilsubúðum,apótekum og heilsuhillum matvömverslana. Kringlan s: 689266. Skólavörðustíg s: 22966.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.