Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Side 3
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992.
3
Fréttir
Verkamannasamband Islands:
Vill takmarka
útflutning á
ísuðum
þorskiogýsu
- fundur með sjávarútvegsráðherra í morgun
FuUtrúar frá Verkamannasam-
bandi íslands gengu í morgun á fund
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra. Þar lögðu þeir fram ýmsar
hugmyndir að aðgerðum til að auka
atvinnu í landinu.
Ein þeirra var að takmarka leyfi
til útflutnings á ferskum þorski og
ýsu, hvort heldur er í gámum eða
siglingum veiðiskipa. Fullyrða má
að þar verði þungt fyrir fæti.
„Það vantar hráefni í flest frystihús
landsins og þúsundir manna ganga
um atvinnulausar. Á sama tíma er
verið að flytja út þúsundir tonna af
ísuðum þorski og ýsu. Þessu viljum
við breyta,“ sagði Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Dagsbrún-
ar, en hann ásamt Snæ Karlssyni og
Sigurði Ingvarssyni hittu sjávarút-
vegsráðherra í morgun.
Þá leggur Verkamannasamhandið
til að mörkuð verði ákveðin stefna
varðandi veiðar frystitogaranna.
Hráefnisskortur frystihúsanna er
viðvarandi og verið er að byggja
frystihús í landi sem ekki fá fisk eru
rökin fyrir þessari kröfu. Inn í þetta
kemur fjölgun frystiskipa.
Þá óskar Verkamannasambandið
eftir því við sjávarútvegsráðherra að
stórauknar verði rannsóknir á
möguleikum til frekari fullvinnslu
sjávarafurða hér á landi. Eins að
efldar verði veiðar á vannýttum
flskistofnum sem skapað gætu at-
vinnu í landi. í því efni eru nefndar
tegundir eins og gulllax og úthafs-
karfi. Eins eru til við landið kolamið
sem eru vannýtt.
Forráðamenn Dagsbrúnar hafa
einnig rætt við Markús Örn Antons-
son borgarstjóra um atvinnuaukandi
aögerðir í Reykjavík þar sem um 1500
manns eru án atvinnu um þessar
mundir að sögn Guðmundar J. Hann
sagði að borgarstjóri hefði verið mjög
jákvæður í þessum viðræðum.
Þess má svo að lokum geta að Al-
þýðusambandið hefur óskað eftir
viðræðum við ríkisstjómina um at-
vinnuástandið í landinu. Sá fundur
hefur enn ekki verið ákveðinn.
-S.dór
Sumarstörf um fækkar
Atvinnurekendur á íslandi vilja
fækka starfsmönnum sínum um 430.
Telja þeir fækkun æskilega í öflum
atvinnugreinum nema sjúkrahús-
rekstri og þjónustustarfsemi, en í
þeim greinum vilja atvinnurekendur
fjölga starfsmönnum um 60. Þetta
kemur fram í nýrri könnun Þjóð-
hagsstofnunar á atvinnuástandi og
horfum á vinnumarkaði.
Könnunin náði til um 200 fyrir-
tækja og sjúkrahúsa í öllum atvinnu-
greinum nema landbúnaði, fiskveið-
um og opinberri þjónustu. Svör bár-
ust frá 190 fyrirtækjum en niöurstöð-
umar eru byggðar á upplýsingum frá
170 þeirra. Sem dæmi um umfang
könnunarinnar má nefna aö launa-
greiðslur þessara 170 fyrirtækja eru
rúm 26 prósent af launum í þeim at-
vinnugreinum sem könnunin náði
til.
Samkvæmt könnuninni telja at-
vinnurekendur einkum æskilegt að
starfsmönnum fækki í iðnaði, bygg-
ingarstarfsemi, verslim og veitinga-
starfsemi. í iðnaði vilja menn fækka
starfsmönnum um 200 eða 1,5 pró-
sent, í fiskiðnaði um 70 eða 0,9 pró-
sent, í byggingarstarfsemi um 120
eða 1,1 prósent, í verslun og veitinga-
starfsemi um 140 eða 0,8 prósent og
í samgöngum um 20 eða 0,2 prósent.
í annarri þjónustustarfsemi vilja
menn hins vegar fjölga starfsmönn-
um um 60 eða 0,3 prósent.
Fram kom í könnuninni að á kom-
andi sumri verði þörf fyrir tæplega
11 þúsund starfsmenn í afleysingar.
Þetta eru tæplega 15 prósent færri
sumarafleysingastörf en mældust í
atvinnukönnun sem fram fór í apríl
í fyrra. Að mati atvinnurekenda er
þörfin fyrir afleysingar hlutfallslega
mun minni á landsbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu.
í janúar síðastliðnum mældist
skráð atvinnuleysi á landinu um 3,2
prósent, sem samsvarar því að um
fjögur þúsund manns hafi að jafnaöi
verið án atvinnu. Á sama tíma í fyrra
mældist atvimiuleysið 2,6 prósent og
í janúar 1990 mældist þaö 3,1 pró-
sent. Á árinu 1991 mældist atvinnu-
leysið að meðaltali um 1,5 prósent,
eða 0,2 prósentustigum lægra en
næstu tvö árin þar á undan. Spá
Þjóðhagsstofnunar gerir ráð fyrir að
atvinnuleysið í ár verði að meðaltali
um2,5prósent. -kaa
tlTer aðeins lítið sýnishorn
Hægindastólar, comet-leður, 4 litir
Sófasett, Dahli, 3-1-1, margir litir
Sófasett, Amigo, Deysi, Toledo, 3-1-1, margir litir
Hjónarúm, hvítt, 160 og 180x200, m/náttb., án dýnu
Barna- og unglingarúm, 90x200, m/hillu + 2 skúffum,
án dýnu
Sófasett, svart leður, 3-1-1, Speyer, Kati
Hillur, Plaza, hvítar og svartar
Skrifborð, Marga, 50x120
Skrifborðstólar f. börn og ungl., Emely
Eldhússtólar, cs 211, beyki
Klappstólar, Cricket
Klappstólar, Erik, Cindy
Borðstofuborð, 93x130 og 93x160
Skenkur, 4ra hurða
Borðstofustólar, EH
Innskotsborð
Hjónarúm m. náttb., án dýna, hvítlakkaður askur
Hægindastólar m. skammeli, leður
Lítil sófasett, 2-1-1
Beykikommóða
Furukojur, ólakkaðar, án dýna
Sjónvarpsskápur, mahóní
Hornsófar, 3-H-2
Skrifborð, Ijóseik, 160x75
Furusvefnsófi
Stakir 3ja sæta sófar, gæsadúnspúðar
Sófaborð með glerplötu
Svefnsófar
Svefnbekkur m. rúmfataskúffu og hillum, án dýnu
Hillusamstæða, svört
(takmarkað
magn)
Áður Nú
55.000 27.900
176.000 88.000
165.000 88.Q00
69.000 34.S00
34.000 17.500
230.000 150.000
18.800 11.900
16.500 9.900
9.500 4.900
9.200 4.900
6.500 2.200
3.200 1.500
69.000 39.000
117.000 55.000
19.700 12.200
24.400 14.400
69.000 39.800
58.000 34.500
54.600 36.600
36.200 24.500
19.700 12.800
19.200 13.000
127.000 79.600
72.400 45.800
43.400 28.000
68.600 42.800
17.500 9.700
40.200 27.500
22.000 14.900
94.500 59.000
TM - HÚSGÖGN
SIÐUMÚLA 30
SIMÍ686822
Opið mánudaga-föstudaga 9-18
laugardaga kl. 10-17
sunnudaga kl. 14-17