Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992.
LífsstOl
Sex paprikur
fyrir hverj a eina
- ef verslað er á ódýrasta stað í stað þess dýrasta
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð í eftirtöldum verslunum:
Bónusi í Faxafeni, Fjarðarkaupi í
Hafnarfirði, Hagkaupi í Kringlunni,
Kjötstöðinni í Glæsibæ og Mikla-
garðsversluninni í Mjódd.
Bónusbúðimar selja sitt grænmeti
í lausasölu á meðan hinar saman-
burðarverslanirnar selja eftir vigt.
Til þess að fá samanburð þar á milli
er grænmeti í Bónusi vigtað og um-
reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló-
verð.
Að þessu sinni var kannað verð á
tómötum, bláum vínberjum, grænni
papriku, guUaugakartöflum, hvítu
greipi, rauðum eplum, appelsínum,
Uncle Ben’s hrísgrjónum í 454 g
pakka, einu kílói af ýsufl’ökum, 485
ml af Þvol uppþvottalegi, 125 g af
Maggi kartöflumús og 400 gramma
pakka af Cocoa Puffs morgunkomi.
Mjög miklu munar að þessu sinni
á hæsta og lægsta verði af papriku
og fást sex paprikur fyrir hverja eina
ef verslað er á ódýrasta stað í stað
þess dýrasta. Paprikumar voru
ódýrastar í Bónusi á 85, verðiö var
248 í Miklagarði, 249 í Fjarðarkaupi,
318 í Hagkaupi og 569 í Kjötstöðinni.
Munur á hæsta og lægsta verði er
því 569%.
Munur á hæsta og lægsta verði á
bláum vínbeijum er 78 af hundraði.
Lægsta verðið var að fmna í Mikla-
garði og Hagkaupi, 264, Fjarðarkaup
seldi kílóið á 265 og Kjötstöðin á 470.
Neytendur
Blá vínber fengust að þessu sinni
ekki í Bónusi.
Munur á hæsta og lægsta verði á
tómötum er 415%. Hagstæðasta verð-
ið var í Bónusi, 63, en á eftir fylgdu
Mikligarður með 155, Fjarðarkaup
156, Hagkaup 218 og Kjötstöðin 325
krónur. Töluvert minni munur var
á hæsta og lægsta verði á kartöflum
eða 226%. Þær vom ódýrastar í Bón-
usi á 23 krónur kílóið, þá í Fjarðar-
kaupi á 62 krónur kílóið og á sama
verði í Miklagarði, Hagkaupi og Kjöt-
stöðinni á 75 krónur kílóið.
Verðið á greipi var 196% hærra í
Kjötstöðinni (163) heldur en í Bónusi
(55) þar sem verðið var lægst. Kílóið
var á 65 í Hagkaupi, 83 í Miklagarði
og 95 í Fjarðarkaupi. Það munar 56
af hundraði á hæsta og lægsta verði
á rauðum eplum. Þau voru á 108
krónur kílóið í Bónusi, þar sem verö-
ið var lægst, 138 í Miklagarði, 139 í
Fjarðarkaupi og Hagkaupi og á 169
krónur kílóið í Kjötstöðinni.
Munur á hæsta og lægsta verði á
appelsínum var 94%. Lægsta verðið
var í Bónusi, 51, en í röð á eftir komu
Hagkaup, 59, Mikhgarður, 77, Fjarð-
arkaup, 79, og Kjötstöðin, 99. Það
munar 26% á verði ef keypt eru Uncle
Ben’s á ódýrasta stað í stað þess dý-
rasta. Þau fengust ekki í Bónusi en
lægsta verðið, 62 krónur, var í Fjarð-
arkaupi. Kjötstöðin og Hagkaup voru
með sama verð, 72 krónur, en Mikli-
garður 78.
Kíló af ýsuflökum kostar 410 í Bón-
usi, 449 í Hagkaupi, 455 í Miklagarði
og 465 í Kjötstöðinni og Fjarðar-
kaupi. Munur á hæsta og lægsta
verði var 13 af hundraði. Þvol upp-
þvottaiögur fékkst ekki í Bónusi en
var ódýrastur í Hagkaupi á 95, þá í
Fjarðarkaupi á 99, Kjötstöðinni á 104
og í Miklagarði á 109. Munur á hæsta
og lægsta verði var 15%.
Munur á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum er oft mjög mikill á milli verslana.
Maggi kartöflumús kostar 57 krón-
ur á ódýrasta staðnum, í Bónusi, 59
í Miklagarði og í Hagkaupi, 64 í
Fjarðarkaupi og 67 í Kjötstöðinni.
Verðmunur þarna er ekki mjög mik-
ill eða 18%. Það munar 22% á hæsta
og lægsta verði á Cocoa Puffs morg-
unverðarkorni. Verðið var lægst í
Bónusi, 174,183 í Fjarðarkaupi, 191 í
Hagkaupi, 210 í Kjötstöðinni og 212 í
Miklagarði.
-ingo
Hæsta og lægsta verð
Ýsuflak
Hæst Lægst
Appelsínur Uppþvottalögur
130
Hæst Lægst
Hæst Lægst
Cocoa Puffs
300 ;--------
250 !
200 j
150 }
100!
Bónus
Hæst Lægst
Hrísgrjón
Hæst Lægst
Kartöflumús
70
Hæst Lægst
Sértilboð og afsláttur:
Lambakjöt á lágmarksverði
Bónusbúöirnar eru með þijár fást 45 stykki. Einnig er hægt að fa
bragötegundir af Party Food þar tvo lítra af Emmess skafís á
snakki á sértilboðsverði þessa dag- 398, 2 1 af Fanta á 99 og 6 tveggja
ana, 250 g poki kostar nú 179 krón- lítra flöskur af kóki á 834 krónur.
ur. Einnig fæst kíló af Hoki- Kjötstööin f Glæsibæ býöur nú
kornflexi á 199 krónur, 500 g af lambakjöt á iágmarksverði, hálfan
Veno-kremkexi á 149 krónúr og skrokk, á 549 krónur kílóið, kíióið
ehm og hálfur lítri af RC kóla á 92 af Búrfellspylsum á 552 og kílóið
krónur. af london lambi á 955. Einnig fæst
í Fjarðarkaupi er hægt að kaupa þar falskur héri á 395 krónur kílóið.
400 g af Nesquick á 184 krónur, 500 í Hagkaupi Skeifunni er pokinn
gramma poka af Bassett’s lakkrís- af frosnum smábrauðum frá Myil-
konfekti á 194 krónur og l kíló af unni nú seldur á 129 krónur, 21 af
Diletto kaffi á 422. Einnig er hægt diet kóki á 158 og hálfúr iítri af
aö fá þar 700 gramma flösku af Tuborg léttöli á 65 krónur dósin.
Heinz tómatsósu á 144 krónur. Einnig fæst 1 dós, 425 g, af Flavo-
I Miklagarðsver8luninni í Mjódd rite ananassneiðum þar á 64 krón-
er hægt aö gera góð kaup í Bambo ur. -ingo
Jumbo bleium því fyrir 499 krónur
Meðalverð á uppleið að
tómötum undanskildum
Það meðalverð á grænmeti og
ávöxtum sem kannað var, að und-
anskildu meðalverði á tómötum og
kartöflum, virðist almennt fara
hækkandi þegar til skamms tíma
er litið þó að oft sé um htla breyt-
ingu að ræða.
Meðalverð á grænni papriku hef-
ur.t.d. hækkað úr 240 krónum í lok
nóvember í 294 nú. \ lok janúar var
þaö 285 krónur.
Meðalverö á bláum vínberjum
hefur snarhækkað frá því í byrjun
janúar þegar það var kannað og
reyndist vera 206. Nú er meðal-
verðið 316 en var 262 í lok janúar.
Meðalverð á rauðum eplum virðist
taka töluverðum breytingum á
miili kannana. Þegar þau voru tek-
in í verðkönnun DV í miðjum des-
ember var meðalverðið 147, datt
svo niður í 127 í lok janúar og er
nú 139.
Hægt var að tala um verðhraun
á hvítu greipi um tíma þar sem
meðalverð þess hríðféll frá nóv-
emberlokum, þegar það var 124, th
loka janúar þegar það var 90. Nú
hefur þaö hins vegar hækkað lítil-
lega aftur, eða í 92.
Kartöflur hafa staðið í stað. Með-
alverð þeirra er nú 62 og hefur því
haldist óbreytt síðan í byijun jan-
úar. Meðalverð á tómötum er hins
vegar það eina sem hefur lækkað
frá síðustu könnun f lok janúar.
Þá var meðalverð þeirra 200 en er
nú 183. Þegar til lengri tíma er htið
hafa orðið talsverðar breytingar á
meðalverðinu. í lok desember var
það 217, í byijun janúar var þaö
276, í janúarlok var það 200 en er
nú 183. Meöalverö á tómötum er
því lægra núna en það hefur verið
lengi. -ingo