Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992.
11
íNapolí
Pietro Lezzx, fyrrum borgar-
stjóri í Napolí á ítalíu, hefur ver-
iö ákærður ásamt tiu öðrum;
stjómmálamönnmn fyrir að hafa
faisað ; reikninga og skýrslur
vegna smiði leikvangs fyrir
heimsmeistarakeppnina í knatt-
spyrnu árið 1990.
Kostnaður fór langt fram úr
áætlun en borgarstjórinn brá á
það ráð að reyna að leyna misferl-
inu. Grunur Ieikur á að mafían
hafi haft hönd í bagga við snríði
leikvangsins og tryggt sér vænar
fúlgur af byggingarkostnaðinum.
Vitað er að verktakafyrirtæki i
Napolí eru á vakii mafíunnar.
Skautísjálfsvörn
á ntann með
Kaupmaður í Bridgeport í
Connecticut hefur verið sýknað-
ur af ákæru um tilraun tii morðs
þegar hann skaut ræningja i and-
litið.
Atvik voru meö þeim hætti að
kunnur búðaræningi vatt sér inn
i verslun og ógnaði kaupmannin-
um með leikfangabyssu. Kaup-
rnaður dró marghleypu undan
borði sínu og skaut ræningjann í
andlitið. Hann kjálkabrotnaði en
lifi af.
Að sögn lögregluimar í
Bridgeport er þetta i þriðja sinn
á þessu ári sem vopnaðir ræn-
ingjar hljóta skotsár eftir við-
skipti viö kaupmenn.
aðleynaþvífyrir
foreldrunum
Tabata Turner, 18 ára stúlka frá
Largo í Flórída, verður ákærð
fyrir morð eftir að nýfætt barn
hennar fannst látið undir hrúgu
af fötum í þvottahúsi á heimili
hemxar,
Tabata segist hafa myrt bamið
til að leyna foreldra sina því að
hún hefði verið ólétt og eignast
barn. Tabata er einstæð og sá
þessa leið eina úr vandræöum
sinum.
Flugmenngela
skotiðsérútúr
herþyrlum
Breskir hernaðarsérfræöingar
segja að Rússum hafi tekist að
útbúa þyrlur þannig að flug-
mennirnir geti skotið sér úr þeim
og bjargast í fallhlíf eins og þotu-
ílugmenn gera. Þetta hefur verið
talið ómögulegt til þessa vegna
þess að flugmennírnir lenda í
spöðum þyrlunnar.
Ráö Rússanna er að stjóta spöð-
unum af fyrst með sérstökum
búnaði og síðan geta flugmenn-
irnir bjargaö sér á eftir. Búnaður
þessi hefur verið reyndur í þyrlu
af gerðinni Hokiun.
Madrídbúará
kafi í snjó
Mikið umferðaröngþveiti skap-
aðist í Madríd, höfuðborg Spánar,
nú vikunni þegar þar féll snjór
rétt eins og borgin væri á norður-
hjaranum. Það bætti ekki úr skák
aö strætisvagnabílstjórar voru í
verkfalli og þvi óvenju margir
einkabílar á götunum.
: Umferð um flugvöllinn við
Madríd tafðist og verulega. í sum-
um tilvikum voru vélamar mörg-
xnn klukkustundum á eftir áætl-
un. Fátítt er að snjói svo mikiö í
Madríd. Þaö sem af er öldinni
hefur snjóað þar í ,354 daga. ;
Reuter
Útlönd
Sjúkraflutningamenn leiða burtu særðan mann sem lenti í klónum á stuðningsmönnum Inkathahreyfingar zúlú-
manna í blökkumannabænum Soweto i Suður-Afríku í gær. Símamynd Reuter
De Klerk, forseti Suður-Afríku:
Boðar uppgjör við
kynþáttahatara
F.W. de Klerk, forseti Suður-Afr-
íku, hefur boðað til uppgjörs við
harðlínumenn sem vilja viöhalda
kynþáttaaðskilnaðarstefnunni. For-
setinn tilkynnti í gær að hann hefði
ákveðið að efna til þjóðaratkvæða-
greiðslu meðal hvítra manna í lok
mars og að hann mundi segja af sér
ef úrslitin væm honum í óhag.
Hann sagði að kosningarnar
mundu skera úr um það hvort Þjóð-
arflokkur hans hefði umboð hvítra
íbúa landsins til að ræða áfram við
Afríska þjóðarráðið og aðra flokka
um nýja stjómarskrá.
„Ég þarf að styrkja stöðu mína til
að semja um lausn sem ynni bug á
óttanum og færði okkur öryggi,"
sagði de Klerk í gær, tæpum sólar-
hring eftir að flokkur hans beið ósig-
ur í aukakosningum til þingsins fyrir
hinum hægrsinnaða íhaldsflokki
sem er fylgjandi aðskilnaðarstefn-
unni.
Andries Treurnicht, leiðtogi
íhaldsflokksins, sagði að ef de Klerk
biði ósigur í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni og flokkur sinn kæmist til valda
yrði viðræðunum um lýðræði í land-
inu hætt. Afríska þjóðarráðið hefði
engan rétt til að ákveða framtíð hvítu
þjóðarinnar.
Afríska þjóðarráðið fordæmdi
ákvörðun de Klerks um þjóöarat-
kvæðagreiðslu þar sem bæri vott um
kynþáttamismunun og mundi tefja
fyrir þróuninni í átt að friði og rétt-
læti tíl handa öllum. Ráðið sagði að
lausnin fælist í því að halda þing-
kosningar þar sem hver maður hefði
eitt atkvæði.
Stjórnmálaskýrendur sögðu að de
Klerk ættí að sigra í þjóðaratkvæða-
greiðslunni. En ef hann tapaði mundi
þróunin í átt til jafnréttis og alþjóð-
legrar viðurkenningar stöðvast.
Reuter
Vopnin þagni í Nagorno-Karabakh
Stjórnvöld í Armeníu og Az-
erbajdzhan hafa hvatt til þess að taf-
arlaust verði komið á vopnahléi í
hinu umdeilda Nagorno-Karabakh-
héraði til aö reyna að binda enda á
fjögurra ára bardaga þar sem hafa
kostað meira en eitt þúsund manns
lífið.
Allsendis er þó óvíst hvort skæru-
liðar í lýðveldunum tveimur muni
hlýða kallinu og leggja niður vopn
sín.
Það voru utanríkisráðherrar
Kákasuslýðveldanna tveggja sem
hvöttu til að vopnahléinu yrði komið
á eftir átta klukkustunda langar
samningaviðræður undir stjóm
Rússa í Moskvu í gær. Ráðherrarnir
sögðu að þeir mundu mæla með því
við forseta sína og þing og hvetja tíl
þess að vegir yrðu opnaðir, fjarskipt-
um komið á að nýju og leyft yrði að
flytja hjálpargögn til héraðsins.
„Allir þátttakendur í samningavið-
ræðunum í dag vom á einu máli um
að viðræður geti ekki borið árangrn-
þegar stríð geisar og byssximar
gelta,“ sagði Hussain Sadikhov, ut-
anríkisráðherra Azerbajdzhan, á
fundi með fréttamönnum.
Nagomo-Karabakh-héraðið er að
mestu byggt Armenum en stjóm þess
er í höndum Azera.
Interfax-fréttastofan sagði að enn
væri breitt bil milli deiluaðilanna og
að þeir hefðu hafnaö tillögu Rússa
um að gera bindandi samkomulag
um binda enda á átökin.
Fréttastofa Azera sagði að arm-
enskar sveitir hefðu varpað sprengj-
um á bæinn Sjúsja í Nagorno-Kara-
bakh í gær og drepið eiim mann en
sært sex.
Reuter
hausinn
Hótelið í Texas, sem George
Bush Bandaríkjaforseti kallar
heimili sitt, er gjaidþrota og
höfðu demókratar á orði í gær að
kreppan í bandarísku efnahags-
lífl heföi loks náö í skottíð á for-
setanum.
Eigendur hóteLsins, The Hous-
tonian, i Houston skulda rúmlega
hálfan annan milljarð króna ogá
þriðjudag fóru þeir fram á
greiöslustöðvun eftír árangurs-
iausar samningaviðræður við
lánardrottna sína.
Bush dvelur sjaidan á „heimili"
sínu í Houston og hafa demó-
kratar í Texas sakaö forsetann
um að hafa lögheimili sitt þar til
að komast hjá þvi að greiða tekju-
skatt sem enginn er í Texas.
Verðlaun fyrir
upplýsingarum
sonarson Wayne
Fjölskylda kvikmyndahetjunn-
ar Johns Wayne hefur heitiö
fimm þúsund dollurum í verö-
laun hverjum þeim sem getur
veitt upplýsingar um 15 ára son-
arson hans sem er týndur.
Patrick Wayne, sonur gömlu
hetjunnar, sagði að ekkert hefði
spurst til sonar síns, Anthony, frá
þvi hann fór í skólann á þriöju-
dag.
Lögreglan telur ekki aö brögð
séu i tafli.
FTanska sjónvarpiö sagði frá
því í gær að í bráðabirgðaskýrslu
um orsakir flugslyssins við Stras-
borg í síðasta mánuði, þegar þota
af gerðiimi Airbus fórst og 87
manns meö, væri ekki neinum
einum manni kemxt um hvernig
fór.
Sjónvarpsstöðin TF-1 skýrði frá
því að rannsóknamefndin heföi
komist að þeirri niðurstöðu að
bæöi tæknileg mistök og mannleg
heföu valdið því að flugvélin
flaug utan í {jallsMíð þegar hún
áttí aðeins eftir fimm minútna
flug til Strasborgar.
í skýrslunni kemur m.a. fram
að aðflugstæki flugv'allarins í
Strasborg eru ekki jafn tæknilega
fullkomin og tækjabúnaður þot-
unnar. Þá segir að hæðarmælir
þotxmnar hafi ekki starfað eðli-
e®a' Rcuter
Erenn nteðann-
aðeyraðálærinu
Sjúkrahúsið í Austur-Grinstead á
Englandi hefur lýst eftir manni með
eyra á lærinu. Hann þekkist meðal
annars á því að annað eyrað vantar
á höfuðið.
Svo er mál með vexti að á síðasta
ári lenti umræddur maður í slags-
málum og missti annað eyrað. Lækn-
ar treystu sér ekki til að græða eyrað
aftur á réttan stað vegna þess hve
maðurinn var illa útieikinn á höfö-
inu. Því var eyrað fest við læri
mannsins tíl að halda því á lífi. Færa
átti eyrað aftur á sinn staö að nokkr-
um dögum liðnum.
Maðurinn sagði fjölmiðlum sögu
sína og undrxm yfir að vakna með
eyrað á lærinu eins og fram hefur
komið í DV. Hann mátti hins vegar
ekki vera að því að bíða eftír að lækn-
arnir lykju verki sínu og fór af
sjúkrahúsinu. Nú vilja læknamir fá
að heyra frá honum aftxir enda
ómögulegt að ganga um með annað
eyrað á lærinu.
Reuter
GÆÐAHUSGOGN
Á GÓÐU VERÐI
OPIÐ LAUGARDAG KL. 10.00-16.00.
VISA RAÐGREIÐSLUR EURO RAÐGREIÐSLUR
VALHÚSGÖGN HF.
ÁRMÚLA 8, S. 812275 - 685375