Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Qupperneq 12
12
Spumingin
FÖSTUDAGUR 21. FEBROAR 1992.
Ertilfátæktá
íslandi?
Brynjar Gunnarsson nemi: Já, ör-
ugglega einhver.
Gunnar Gunnarsson starfsm.: Já,
þaö er t.d. til fólk sem ekki getur lif-
aö af laununum sínum.
Magnea Jónsdóttir skrifstofum.: Já,
Sigrún Lind Egilsdóttir hjúkrunarfr.:
Já, það eru margir atvinnulausir og
aðrir hafa mjög lág laun og erfiða
framfærslu.
Linda Hilmarsdóttir þolfimikennari:
Já, að einhverju leyti, það er t.d.
mikið atvinnuleysi í landinu.
Maria Gylfadóttir söngnemi: Já, bihð
á milii þeirra hæst og lægst launuðu
er svo mikið.
Lesendur
Forréttindum linni
S.B. skrifar:
í umræðunni um afnám skattleys-
isforréttinda þeirra aðila í þjóðfélag-
inu, sem hafa verulegar íjármagns-
tekjur, heyrist því mjög haldið á lofti
sem einhvers konar hræðsluáróðri,
að við slíka breytingu kynnu vextir
í þjóðfélaginu að hækka. - Vel getur
þetta reynst rétt en er engu að síður
haldlaus röksemd gegn því að fjár-
magnstekjur verði skattlagðar sem
aðrar tekjur.
Allir, sem ekki þurfa að greiða
skatta af tekjum símrni, þurfa að
sjálfsögðu hærri tekjur en þeir
þyrftu ef þeir þyrftu enga skatta aö
greiða. Ef ég þyrfti ekki að borga
skatta af laununum mínum væri ég
alveg reiðubúinn til þess að semja
um nokkra launalækkun. Ef ég þyrfti
ekki að borga skatta af húsaleigu-
tekjum, sem ég hef, gæti ég líka vel
hugsað mér að lækka leiguna hjá
leigutaka mínum.
Og svona má auðvitað áfram telja
upp hin ýmsu tekjuform. En vegna
þess að mér er gert að greiða skatta
af þessum tekjum mínum, verð ég
vitaskuld að vera dýrseldari, bæði á
vinnuframlag mitt og húsnæði en ég
þyrfti ella að vera.
Kjami málsins er auðvitað sá að
„Skattar eru kostnaður sem hækkar verð á öllu.“
skattar eru kostnaður sem hækkar
verð á öllu, sem þeir eru lagðir á,
hvort sem það eru vinnulaun, fjár-
magnstekjur eða annað. Og engin
ástæða er til þess að undanskilja eina
tegund tekna skattaálagningu frekar
en aðrar tekjur. - Þessi mismunun
milh borgaranna hefur viðgengist
allt of lengi, eins og reyndar ýmis
önnur í þessu mismununarþjóðfélagi
og er mál að linni í þessu efni sem
öðrum.
Hitt er svo allt annað mál að skatt-
ar eru hér almennt allt of háir og það
er hið raunverulega viðfangsefni að
fá þá lækkaða hjá öllum, en ekki ein-
ungis einhverjum útvöldum hópi.
Rikisstjórnin á réttri leið
K.T. skrifar:
Nú eru hðnir 8 mánuðir síðan ríkis-
stjómin var mynduð. Hafði þá í þijú
ár setið vinstri stjórn í landinu.
Reyndi hún mjög að spila á og kynda
undir ýmsar miskenndir hjá þjóðar-
sálinni. Hún taldi það sér t.d. mjög
til ágætis að enginn sem þar ætti
sæti væri lögfræðimenntaður! - Það
átti svo sem ekki eftir að reynast
henni tiltakanlega þungt í skauti því
að þó að hana og dómskerfið hafi ilh-
lega greint á um samninga er hún
hafði gert, brást hún einfaldlega
skjótt við og setti bráðabirgðalög.
Þegar kom að kosningum tjáöi hún
þjóðinni að aht væri í himnalagi og
blómleg tíð framundan. Þegar þjóðin
hafði í kosningunum þakkað henni
leiðsögu síðustu ára og staðreyndim-
ar voru dregnar fram í dagsljósið
hrundi málflutningur vinstri manna.
- Þægilegar hagtölur síðustu vUína
fyrir kosningar vom dým verði
keyptar. Það kostaði sitt að fá fólk
tU að trúa því að aht gengi ghmr-
andi, að ný tegund vinstri stjóma
hefði komið fram.
Þær upphæðir, umfram venjuleg
útgjöld, sem munu faUa á rUdssjóð á
aUra næstu áram nema um sextíu
þúsund mUljónum króna. Þessa stað-
reynd fékk ný ríkisstjórn í tannfé á
fyrstu vikunum. Ríkisstjóminni har
aö bregðast við því. Yfirstandandi
aðgerðir urðu ekki umflúnar. Margt
hefur verið sagt missatt um núver-
andi ráðherra og stjómarþingmenn.
Þeir hafa þó ekki verið sakaðir um
helbera heimsku eða bjálfahátt.
Auðvitað vissu þeir að þær aðgerö-
ir yrðu óvinsælar. Það yrðu ekki
óvinsældir sem hyrfu á einu misseri.
Mennimir og fjölskyldur þeirra eiga
afkomu sína undir því að kjósendur
haldi tryggð við þá í kosningum.
Væru það ekki dularfuUir stjórn-
málamenn er dæmdu sjálfa sig til
margra ára óvinsælda ef minnsta
von væri um að árangur gæti náðst
með nokkmm öðrum hætti?
Það er gersamlega óljóst hvers
vegna stjómmálamenn er vilja jú
alhr ná endurkjöri ættu eiginlega að
hugsa um einhveijar „örfáar útvald-
ar familíur" en „pína og kúga ahan
almenning“. Það lýsir einungis áhti
á gáfnafari þjóðarinnar að bera slíkt
á borð fyrir hana og segir ýmislegt
um það, hvert áht sumir menn hafa
á fólki í þessu landi. - Við skulum
ekki láta okkur detta í hug að ráða-
menn grípi til þessara aðgerða að
gamni sínu eða af mannvonsku.
Vandi okkar er upp á tugi þúsunda
milljóna króna á allra næstu árum.
Við verðum aða velja á milli þess að
ghma við þessi óþægindi núna eða
fresta því um nokkur misseri þar til
sársaukinn yrði óbærilegur. Víst er
oft óþægilegt aö fara til tannlæknis,
en hafi maður stuðlað að skemmdum
tönnum er betra að heimsækja lækn-
inn áöur en gómurinn fúnar ahur. -
En á meðan á þessu stendur bíða leið-
togar stjórnarandstöðunnar, þeir
sem skrifuðu gúmmítékkana sem
aðrir eru nú að taka út ótrúlegar
óvinsældir við að greiða upp og bíða
þess að þeir sem fljótt gleyma kalh á
þá til að hefja hringrásina á ný.
Firábært námskeið hjá ITC
H.G. skrifar:
Nýlega fór ég á námskeið í ræðu-
mennsku hjá samtökum sem heita
ITC og langar mig að segja frá því
hversu frábært þetta námskeið var.
Ég fer yfirleitt á eitthvert námskeið
á hveiju ári en þetta námskeið hjá
ITC er það allra besta sem ég hef
farið á. Frábærir leiðbeinendur, vel
útbúin og smekkleg námsgögn og
skipulagið aht til fyrirmyndar.
Ég hef aldrei fyrr farið á námskeið
þar sem einn leiðbeinandi er á hverja
þijá nemendur og það án þess að
verðið sé sprengt upp i leiðinni. Verð-
ið var reyndar mjög skikkanlegt og
að mínu mati mjög lágt miðað við
þessa frábæm þjónustu.
Á stuttum tíma fékk ég fræöslu og
Hringið í síma
632700
milli kl. 14 og 16
-eöa skrifíð
ATH.: Nafn og símanr, veróur
að fylgja bréfum
leiðbeiningar, sem eiga ömgglega
eftir að endast mér ævilangt. - Nám-
skeiðið er uppsett þannig að stuttir
fyrirlestrar ásamt glæram var notað
og þess á milli verklegar æfingar.
Einnig fengum við að prófa okkur
áfram og fengum þá jafnóðum hæfn-
ismat á frammistöðunni.
Mér finnst að svona fræösla eigi
heima í skólakerfinu og ætti að biðja
þetta fólk hjá ITC að koma inn í skól-
ana og byija á unglingunum. - Hér
var fólk á ferð með geislandi áhuga
á því sem það var að gera og sem
endurspeglaðist í geysigóðri kennslu
og ánægðum nemendum.
„Mér finnst að svona fræðsla eigi heima í skólakerfinu. - Byrja á unglingun-
um.“
Það þarf engtim að koma á
óvart þótt ísraelsraenn og stofn-
un sú sem leitar stríðsglaepa-
manna frá stríðsártmum hafi ís-
land í sigtinu jafnt og önnur lönd,
ef svo her undir. Nú hefur ein-
mitt boriö svo undir og Wiesent-
hal-stofnunin fullyrðir að hér á
landi búi einn þeirra sem stofh-
unin vill ná til. - Annað mál er
svo hvaða viðhrögð íslensk
stjómvöld sýna við þessari mála-
leitan.
En aht að einu höfum við ís-
lendingar ekki efni á að fordæma
aðferðir ísraela til að ná til þeirra
manna sem lögðust á þjóð þeirra
meö alþekktum afleiðingum.
Rannveig Sveinsdóttir hringdi:
Mig langar til að lýsa yfir reiði
minni og fyrirlitningu á ísraels-
mönnum að nota tækifærið við
opinbera heimsókn forsætisráð-
herra okkar og blanda okkur i
„nornaveiðar“ þeirra. Þeir sitja
sjálfir í glerhúsi, varðandi
hryðjuverk og „nasíska" fram-
komu gagnvart nágrönnum sin-
um.
Líkjumstmest
ísraelsmönnum
Margrét Jónsdóttir hringdi:
Nú hafa íslendingar fengið erf-
Itt „mál" til að glíma við. Israels-
menn kretja forsætisráðherra
okkar í opinberri heimsókn um
að hann láti fara fram réttarhöld
yfir meintum stríðsglæpamanni
sem á aö vera búsettur hér á ís-
landi. - Hvað þetta er líkt okkur
íslendiogum sjálfum! Ég veit ekki
betur en í hverri heirasókn er-
lends þjóðhöfðingja hingað, sér-
staklega ef hann kemur frá þeim
löndum sem við þykjumst geta
haft eitthvað gott af, bryddi
landsfeöur okkar upp á eínhveiju
okkar „vandamála". Við erum aö
mínu álití á nákvæmlega sama
plani og ísraelsmenn. Enda
kannski skyldastir þeim allra
þjóða.
Útvarpsstöðvarn-
armunbetri
HaHgrSmur Jónsson skrifar:
Það fer ekki hjá því að maður
taki eftir hve sjónvarpsdagskrán-
um á báðum sjónvarpsstöðvun-
um fer hrakandi. Að visu var
ekki úr háum söðh að detta. Dag-
skrá Sjónvarpsins var aldrei
beysin, og Stöð 2 þarf ekki að
Jeggja raikið að ser til aö ná ein- i
hveijum örhtlum yfirburðura.
Útvarpsstöðvamar eru margar
og hafa því mikla samkeppni.
Dagskrá þeirra, a.m.k. hinna
stærstu, er því mun betri og
skemmtilegri en sjónvarpsstöðv-
anna. Rás 2, Bylgjan óg Aðalstöð-
in em satt að segja nokkuðjafn-
vigar og alltaf með eitthvað
áheyrilegt ahan daginn.
Buxunum var
Guðrún skrifar:
Sonur minn, er æfir sund í
Sunddeild KR, varð fyrir því
mánud. 10. febr. sl. milli kl. 17.30
og 19.00, að stohð var frá honum
buxunum í Sundlaug vesturbæj-
ar. í þeim vom m.a. lyklar og fé-
lagsskírteini frá Félagsmiðslöð-
inni Frostaskjóh.
Ég vil skora á þann sem tók
buxumar að skila þeira tafar-:
laust. Foreldra og aðra sem eiga
böm eöa unglinga sem vom í
Sundlaug vesturbæjar á þessum
tíma bið ég vinsamlega að kanna
hvort sonurinn sé e.t.v. í stoinum,
nýlegum, svörtum Levi’s buxum
nr. 510. -Ef svo er, þá hafið sam-
band í síma 24803.