Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Side 18
26
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992.
íþróttir
Keflavík (42) 81
Njarövlk (39) 84
2- 7, 11-7, 20-25, 27-25, 31-30,
37-30, 42-35, (42-39). 44-43, 48-52,
61-58, 63-62, 63-71, 72-76, 80-79,
81-81, 81-84.
Stig ÍBK: Jón Kr. 21, Bow 16,
Albert 14, Kristinn 9, Hjörtur 8,
Nökkvi 7, Guöjón 6.
Stig UMFN: Sturla 21, Robinson
21, Teitur 16, ísak 13, Friðrik 8,
Kristinn 5.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og
Helgi Bragason, mjög slakir.
Áhorfendur: Um 900.
KR (40) 77
Grindavík (38) 74
0-2, 9-10, 22-20, 31-24, 31-32,
(40-38), 49-40, 55-50, 65-62, 66-66,
69-70, 71-72, 71-74, 77-74.
Stig KR: Guðni 19, Lárus 13, Baer
12, Hermann 11, Axel 10, Óskar 5,
Páll 5, Sigurður 2.
Stig UMFG: Hurst 31, Guðmund-
ur 16, Pálmar 11, Pétur 4, Marel
4, Rúnar 4, Ingi Karl 2, Hjálmar 2.
3 stiga körfur: KR 2, UMFG 3.
Dómarar: Kristján Möller og
Knstinn Albertsson, hörmulegir.
Áhorfendur: 207.
Tmdastóll (38> 103
Valur (30) 78
4-10, 6-15, 12-24, 18-24, 26-26,
34-28, (38-30), 44-30, 52-38, 60-51,
68- 55, 73-59, 81-65, 90-67, 103-78.
Stig Tindastóls: Haraldur 35,
Valur 22, Ivan Jonas 22, Pétur 14,
Einar 6, Bjöm 4.
Stig Vals: Booker 25, Símon 16,
Magnús 10, Svali 8, Tómas 7, Ragn-
ar 4, Ari 4, Lárus 2, Gunnar 2.
3 stiga körfur: Tindastóll 9, Valur
8.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson
og Kristinn Óskarsson, dæmdu
vel.
Áhorfendur: 480.
Haukar (56) 122
Snæfefl (58) 125
7-4, 15-22, 31-38, 42-42 (56-58).
69- 62, 69-69, 81-79, 93-89, (100-100).
107-106, 109-110, (112-112). 112-116,
117-121, 112-123, 122-125.
Stig Hauka: Rhods 29, ívar 26,
Henning 23, Jón Öm 13, Pétur 9,
Jón Amar 8, Tryggvi 6, Reynir 4,
Bragi 2.
Stig Snæfells: Bárður 35, Harvey
33, Sæþór 15, Rúnar 14, Jón Bjami
10, Hreinn 9, Hjörleifur 6, Alexand-
er 4.
Dómarar: Bergur Steingrímsson
og Víglundur Sverrisson, svolitið
mistækir.
Áhorfendur: Um 100.
v
Skallagr (22) 73
Þór (35) 71
3- 4, 8-14, 12-20, 18-26, (22-35).
33-41, 44-51, 51-56, 62-64, 73-71.
Stig Skallagríms: Hafsteinn 17,
Krúpachev 17, Birgir 14, Þórður
10, Skúh 7, Þórður J. 3, Elvar 3,
Bjarki 2.
Stig Þórs: Guömundur 21, Harge
18, Konráð 12, Bjöm 10, Jóhann 6,
Högni 4.
Dómarar: Einar Skarphéðinsson
og Brynjar Þorsteinsson, sæmileg-
ir.
Áhorfendur: 428.
l.defldkvenna:
Öruggur
sigur hjá
Haukum
Einn leikir fór fram í 1. deild
kvenna í gærkvöldi. Haukar
lögðu þá stöllur sínar úr ÍS að
velli, 69-34, í íþróttahúsinu í
Hafharfirði. Staðan í deildinni er
þannig:
Keflavík....12 11 1 787-593 22
Haukar......14 11 3 754-588 22
ÍR..........13 7 6 633-616 14
ÍS..........14 5 9 593-710 10
Grindavík...ll 2 9 497-585 4
KR..........12 2 10 462-634 4
• í 1. deild karla vann ÍR hð ÍS,
84-72. -GH
Friðrik Ragnarsson og félagar hans í Njarðvik unnu nauman sigur í Keflavik í gærkvöldi.
UMFN hafði betur
- sigraði granna sína í Keflavik, 81-84, í gærkvöldi
Ægir Már Káraaon, DV, Keflavík:
Njarðvíkingar sigruðu Keflvíkinga
öðru sinni í röð á skömmum tíma,
81-84, í æsispennandi leik í Keflavík
í gærkvöldi. Leikurinn var fjörugur
frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu
á miiii þessara toppliða.
„Við erum búnir aö vinna þá í fimm
skipti í vetur með Reykjanesmótinu
og því frekar verðum við að halda
okkar á jörðinni því Keflvíkingar
hafa góðu hði á að skipa. Við áttum
að gera út um leikinn fyrr en vorum
klaufar að láta þá jafna undir lok-
in,“ sagði Sturla Örlygsson, leikmað-
ur Njarðvíkinga, sem lék sinn besta
leik í vetur.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og
spennandi en Keflvíkingar vom þó
sterkari undir lok hans og höfðu yfir-
höndina, 42-39. í síðari hálfleik skipt-
ust liðin á að hafa forystu. Um hálf-
leikinn tókst Njarðvíkingum aö
skora níu stig í röð og töldu margir
þá aö sigurinn væri í höfn hjá þeim.
Keflvíkingum tókst að klára í bakk-
ann og jöfnuðu metin þegar 23 sek-
úndur voru eftir, 81-81.
Rondey Robinson, hinn snjalli leik-
maður Njarðvíkinga, náði að tryggja
þeim sigur með góðri körfu og einu
vítaskoti að auki. Keflvíkingar brun-
uðu í sókn, skotið geigaði og Robin-
son hirti frákastið og tíminn var úti.
„Okkur skorti ekki hugrekkið í
þessum leik en það voru aftur á
móti dómararnir. Það var sérstak-
lega undir lokin þegar Guðjón fékk
flmmtu villuna og tæknivíti dæmt á
sig. Njarðvíkingar eru betri en við,
við þörfum einfaldlega að æfa betur
ef við myndum mæta þeim í úrshta-
lotunni," sagði Jón Kr. Gíslason,
þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, en
hð hans var óheppið undir lokin.
Bestir hjá Keflavík voru Jón Kr.
Gíslason og Albert Óskarsson en hjá
Njarðvík var Sturla Örlygsson góður
og Rondey Örlygsson var gríðarlega
sterkur í fráköstunum.
Framlengt
í tvígang
í Firðinum
Þeir fáu áhorfendur sem lögðu leið
sína í íþróttahúsið við Strandgötu á
'leik Hauka og Snæfehs í gærkvöldi
fengu svo sannarlega eitthvað fyrir
aurana sína. Leikurinn var æsi-
spennandi og fengust ekki úrsht fyrr
en leikurinn hafði verið framlengdur
í tvígang.
Undir lok venjulegs leiktíma jafn-
aði Bárður Eyþórsson, 98-98, úr
þriggja stiga körfu. Henning Henn-
ingsson kom Haukum yfir, 100-98,
úr vítaskotum en Jim Harvey jafnaði
einnig úr vítaskotum fyrir Snæfell
þegar leiktíminn var fjaraður út.
Fyrri framlengingin var hnífjöfn en
ívar Ásgrímsson jafnaði fyrir Hauka,
112-112, þegar framlengingin var úti
og aftur þurfti þvi að framlengja.
Þar reyndist Snæfeh sterkara þó
munurinn hafi aldrei verið mikih.
Bárður Eyþórsson átti mjög góðan
leik hjá Snæfelh í gærkvöldi og Tim
Harvey var einnig góður. Sæþór Þor-
bergsson var drjúgur í lokin. Lið
Snæfehs á þó aht lof fyrir frábæra
baráttu.
ívar Ásgrímsson lék vel í Haukahð-
inu og John Rhods var sömuleiðis
sterkur en vítahittni hans var þó
mjög slök. Haukahðið missti þó mik-
ið þegar Jón Amar fékk sína fimmtu
vhlu í venjulegum leiktíma.
-JKS
Borgnesingar
mörðusigur
Einar Pálsson, DV, Borgamesi:
Skallagrímur sigraði Þór, 73-71.
Þórsarar voru betri framan af.
Borgnesingar áttu sinn lélegasta
leik í langan tíma í fyrri hálfleik.
Þórsarar héldu forskoti mest all-
an tímann en heimamönnum
tókst að saxa á með ágætum síð-
ari hálfleik og jöfnuðu metin fyrst
þegar tvær mínútur voru eftir af
leiknum.
Leikurinn bar þess merki að
mikið var í húfi fyrir bæði hð,
baráttan ahsráðandi. Bestu leik-
menn hjá Skallagrími voru Þórð-
ur Helgason og Hafsteinn Þóris-
son. Hjá Þór var Guðmundur
Björnsson yfirburðamaður.
Staðan
A-riðill:
Njarðvík....22 19 3 2091-1780 38
KR..........22 15 7 2022-1806 30
Tindastóll... 22 14 8 2030-1957 28
Snæfell.....22 5 17 1661-2075 10
Skallagr....22 4 18 1749-2156 8
B-riðill:
Keflavík....22 19 3 2130-1837 38
Valur.......22 13 9 2046-1946 26
Haukar......21 9 12 1959-2045 18
Grindavík...22 9 13 1908-1818 18
Þór.........21 2 19 1758-2054 4
Haraldur með stórleik
- þegar Tindastóll vann Val, 103-78
„Við unnum þennan leik fyrst
og fremst á góðri vöm og skynsöm-
um sóknarleik," sagði Valur Ingi-
mundarson, þjálfari Tindastóls,
eftir að liðið sigraði Val, 103, 78, á
Sauðárkróki í gærkvöldi. Valur var
30 ára gamah í gær, fékk blóm frá
körfuknattleiksdehd Tindastóls og
félagar hans færðu honum sigur-
inn í gjöf. Valsmenn byijuðu betur,
skoruðu á stuttum tíma fjórar 3
stiga körfur og hirtu öh fráköst.
Upp úr miðjum hálfleiknum
breyttu heimamenn um leikaðferð,
léku stífa pressuvöm sem sló Vals-
menn út af laginu og Tindastóh
hafði 8 stig yfir í hléi.
í síðari hálfleik juku Stólamir
jafnt og þétt við forskotið og stór-
sigur hðsins var í höfn.
Haraldur Lehsson átti snhldar-
leik í hði heimamanna, skoraði 35
stig, þar af 7 þriggja stiga körfur.
Þá voru Valur, Pétur Ivan og Einar
allir sterkir.
Hjá Val stóð Símon Ólafsson sig
best og þeir Magnús og Tómas vom
drjúgir. Booker náði sér ekki eins
vel á strik eins og þegar best lætur.
-GH/ÞÁ
- leikmaður
22. umferðar
Bárður Eyþórsson
er útnefndur leikmaður 22. umferðar í
Japis-deildinni í körfuknattleik en
umferðinni lauk í gærkvöldi. Bárður,
sem leikur með Snæfelli úr Stykk-
ishólmi, átti frábæran leik þegar Snas-
fell lagði Hauka að velli f Hafnarflrði.
Hann skoraði 35 stig í leiknum og átti
stærstan þátt í að félag hans vann.
leikinn.