Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Síða 24
32 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992. Smáauglýsingar - Sími 632700ov Kaupmenn - verslanir, ath. Mamma besta pitsur, 12", á mjög vægu verði. •Leigjum út borðbúnað. •Getum úvegað starfsfólk til fram- reiðslu- og þjónustustarfa í veislur, á árshátíðir o.þ.h. Hringið og leitið uppl. Opið alla virka daga frá kl. 9-17. •Veislumiðstöðin, Lindargötu 12, sími 91-10024. ■ Bflar tíl sölu Ford F-150 XLT Ranger, árg. 1979, til sölu, með 6,2 1 dísilvél, sjálfskiptur, ekinn aðeins 47 þús. mílur frá upp- hafi, skoðaður '93. Nánari upplýsingar veittar á Bifreiðasölu tslands í síma 91-675200 eða 94-3223 og 94-4554. t Jeep 1980, Dana 44 framan og aftan, 4 gíra, Dana 300 millikassi, Rekaro stól- ar, 12" felgur, 36" dekk, læstur framan og aftan, 4 hólfa Holly 600 Double Pumper, vél 304 AMC, lóran C fylgir. Upplýsingar í síma 91-626477. MMC Galant 4x4, árg. 1990, hvítur, ekinn 29 þús. Verð 1450 þús., skipti möguleg á ódýrari. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Start, Skeifunni 8, sími 91-687848. EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ASKRIFTAR- GETRAUN rmrw Á Á FULLRI FERÐ! V . OG SIMINN ER 63 27 00 ■ Ýmislegt • Ef þú getur ekkl sofið! *Ef þú hefur höfuðverk! *Ef þú hefur verk í öxl- inni! *Ef þú hefur verk í bakinu! Þá ert þú velkominn að Vesturgötu 5. Kínverskt nudd hjálpar þér með alla þessa verki. Símar 27305 og 629470. ■ Þjónusta Böðvar Sigurðsson, Vélaleigan. 4x4 gröfur. Tökum að okkur alla almenna gröfuvinnu og snjómokstur. Vinnum einnig á kvöldin og um helgar. Upp- lýsingar í símum 91-651170, 985-32870 og 985-25309. Gifspússningar - flotgólf - alhliða múr- verk. Löggiltur múrarameistari. Sím- ar 91-651244, 91-650225 og 985-25925. Gerum föst tilboð. ■ Líkamsrækt Viltu megrast? Nýja ilmoliu-, appelsinu- húðar- (cellul.) og sogæðanuddið vinnur á appelsínuhúð, bólgum og þreytu í fótum. Trim Form vöðvaþjálf- unartæki til að stinna og styrkja vöðva, um leið og það hjálpar þér til að megrast, einnig árangursrík meðferð við gigt og íþróttaskaða. Bjóðum einn- ig upp á nudd. 10% afsl. á 10 tímum. Tímapantanir í síma 36677. Opið frá kl. 10 til 22. Heilsustúdíó Maríu, Borg- arkringlunni, 4. hæð. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 63 27 00 Bræðurnir Craig (Brian McNamara) og Tom (Ethan Hawke) eru mjög ólíkir. Háskólabíó -Dularfult stefnumót: ★★ Kvöld út um þúfur off Dead („Give me my two dollars!“) vaxiim úr grasi og kominn á stærra farartæki. B.D. Wong vekur at- Kvikmyndir Gísli Einarsson hygli sem svellsvali krimmakóngurixm Lew (hvar stæöi bandarísk kvikmyndagerð ef skipulagðrar glæpastarfsemi nyti ekki við?) og gæti átt góða framtíð. Mystery Date (Band. 1991). Handrit: Parker Bennett & Terry Runte. Leikstjórn: Jonathan Wacks (21 Jump Street). Leikarar: Ethan Hawke (White Fang, Dad), Teri Polo, Brian McNamara (Arachnophobia), Fisher Stevens (Short Circuit, Marrying Man), B.D. Wong (The Freshman). Bíóhöllin - Læti 1 Litlu-Tokyo: Stjörnugjöf eftir smekk í þetta skipti ætla ég að hvíla stjörnugjöfina, hún gæti í þessu tilfelli hreinlega verið villandi, lokkað kannski fólk á myndina sem síðan myndi bölva mér um alla framtíð eða fælt þá frá sem hafa gaman af svona myndum en fara samt ekki á hvað sem er. Þessi mynd er ein af þeim sjaldséðu myndum sem eru svo óforskammað lélegar og svo svívirðilega misheppnað- ar að bíóferðin verður þónokkur skemmtun. Ég var á endanum löngu búinn að gefast upp á því að nokkur vitglóra fyndist í myndinni en beið með öndina í háls- inum eftir því hvað gæti nú komið næst. Sagan, ef það má kalla hana svo, er um tvær ofurlögg- ur, leiknar af Dolph Lundgren og Brandon Lee, sem hefja einkastríð á móti japönsku Yakuza-mafíunni sem Kvikmyndir Gísli Einarsson hefur teygt anga sína til Litlu-Tokyo í Los Angeles. Dolph er vestrænn samurai með tilheyrandi vopnfimi og á líka heima í húsi með pappírsveggjum. Lee er 100% Kalifomíu-búi með tilheyrandi stæla en kann hka að berjast. Að beijast er líka það eina sem þeir gera alla myndina og þá meina ég alla myndina. Það er ekkert verið að fela hugmyndaauðnina, engar bíó- kærustur, engir löggusvikarar, engir gamhr vinir sem þurfa að deyja, engar íjölskyldur í hættu. Bara enda- lausir bardagar. En svona í leiðinni þá tekst myndinni að vera móðgun við nánast aha minnihlutahópa í Bandaríkjunum (líka konur), nema svertingja sem eru algjörlega fíarverandi (þeir heppnir þar). Fyrri helm- inginn af myndinni var mér ekki ljóst hvort þessi hugmyndafátækt væri viljandi eða bara tímanna tákn í Hollywood en svo fór að létta til yfir myndinni og þegar kom að drepfyndnu (kannski óviljandi) atriði í nuddpotti þá þóttist ég vita að kvikmyndagerðarmenn- imir heíðu ákveðið aö láta aht flakka. Eftir það gat ég skemmt mér í þeirri vissu að þetta ætti að vera svona. Það hefði samt hjálpað ef bardagaatriðin hefðu verið betur sett á svið. Þau vom ófrumleg og kraftlaus Dolph Lundgren fær næg tækifæri til að sýna stælta vöðvana. og hvorki Dolph né Lee sýndu nein stórthþrif. Ég hef sjaldan séð eins mikið ofbeldi hafa eins hth áhrif (á mig, þ.e.a.s það hafði vissulega mikh áhrif á sviðs- myndina og áhættuleikarana og nánast aha aukaleik- arana). Ólíkt Dolph hinum sænska þá er Brandon Lee (son- ur Bruce) ágætis leikari, myndarlegur og kann lýta- lausa ensku. Hann gæti náð langt í hasargeiranum ef hann kann að berjast, en það kom ekki næghega í ljós hér (ótrúlegt en satt, en svona er nú Hohywood!). Showdown in Little Tokyo (Band. 1991). Handrit: Stephen Glantz & Caliope Brattlestreet (dulnefni, ég lái þeim þaö ekki). Leikstjóri: Mark L. Lester (Commando, Firestarter). Leikarar: Dolph Lundgren, Brandon Lee, Carey-Hiroyuki Tagawa (Perfect Weapon), Tia Carrere (Harley Davldson...), Toshiro Obata (TMNT 1-2). Tom McHugh (Hawke) er skotinn í Geenu (Polo), sem býr í næsta húsi, en þorir ekki að bjóða henni út. Eldri bróðir Toms, Craig (McNamara), neyðír hann th þess og lappar upp á útht og ímynd svo hann eigi séns. Það sem Tom veit ekki er að Craig er flæktur í mörg misjöfn mál og langþráð stefnumót er varla byrj- að þegar Tom er kominn upp fyrir haus í vandræði sem geta bara gerst í bíói. Á svona myndum er best að skemmta sér ef maöur tekur öhu því sem gerist sem sjálfsögðum hlut. Það hafa allir séð fuht af svona myndum og þær teljast vel heppnaðar ef tekst að halda athygh áhorfandans th yfirkeyrðra endalokanna. Það tekst í þetta sinn og má þar þakka handritshöfundum sem geta stundum laumað brandara þaðan sem síst var von. íslandsvinurinn Ethan Hawke er geðþekkur og það sama má segja um afganginn af leikhópnum. Fisher Stevens, eiginmaður Michehe Pfeiffer, leikur geðstirð- an blómasala, sem gæti vel verið blaðasahnn úr Better

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.