Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Page 25
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992.
33
Lögverndun leið-
sögumanna
„Við i FL höfum alltaf séð um að ferðahópar okkar gangi vel um öll
svæði sem áð er á.“
Dagur leiðsögumanna er 21. febr-
úar ár hvert. í tilefni þess er þetta
skrifað. Ferðamál hafa verið mikið
til umræðu á seinni árum. Þjónusta
við ferðamenn hefur aukist ár frá
ári. Hótel hafa verið byggð og
bændur hafa komið upp gistiþjón-
ustu fyrir ferðamenn. Þjónusta við
erlenda ferðamenn hefur stórauk-
ist. Tekjur af þeim skipta orðið
mjög miklu fyrir okkar htla þjóðfé-
lag. Þjónusta við innlenda og er-
lenda ferðamenn krefst mikils
vinnuafls, t.d. á hótelum og öðrum
gististöðum.
Fyrsta tenging
Einn er sá hópur manna sem
gegnir mikilvægu hlutverki í þjón-
ustu við ferðamenn en það eru leið-
sögumenn. Leiðsögumaðurinn er
oftast fyrsta tenging erlends ferða-
manns við land og þjóð. Starf hans
er því mikilvægt. Hann þarf að
hafa þekkingu á sögu lands og þjóð-
ar. Skóh hefur verið fyrir verðandi
leiðsögumenn. Fyrst var hann á
vegum Ferðaskrifstofu ríkisins en
nú á vegum Ferðamálaráðs. Til
þessa skóla hafa verið fengnir fær-
ustu menn, hver á sínu sviði. Ég
vh nefna t.d. jarðfræðinga, nátt-
úrufræðinga, fornleifafræðinga og
fræðinga í fornbókmenntum lands-
ins. Félag leiðsögumanna hefur í
mörg ár haft námskeið fyrir sína
félagsmenn á hverjum vetri til að
KjaUarinn
Hans A. Clausen
leiðsögumaður nr. 83
auka menntun þeirra. Margir er-
lendir ferðamenn hafa látið í ljós
undrun sína yfir þeirri þekkingu
sem íslenskir leiðsögumenn hafa.
Mér finnst við hafa verið of hógvær
við að vekja athygli á okkar störf-
um. Við eigum það fylhlega skilið
að félag okkar verði lögverndað svo
að hver sem er geti ekki tekið að
sér leiðsögn. Það kemur fyrir að
fundið sé að „leiðsögumönnum" en
svo kemur á daginn að þessi „leið-
sögumaður" er ekki í okkar félagi.
Ahir félagsmenn í FL verða að sýna
þekkingu í málum. Þeir sem það
prófa eru oft lektorar við Háskóla
Islands eða sendikennarar. Leið-
sögumenn hafa alltaf rétt land-
vernd og náttúruvernd útrétta
hönd. Við í FL höfum alltaf séð um
að ferðahópar okkar gangi vel um
öll svæði sem áð er á eða gist, bæði
í byggð og óbyggðum.
Hæfari til starfa
Það geta alltaf komið fyrir smá-
vægileg slys á ferðalögum. Þess
vegna hafa margir félagar okkar
farið ánámskeið í hjálp í viðlögum.
Það hefur oft komið í góðar þarfir.
Af framanskráðu má sjá að félagið
gerir margt til að gera sína félags-
menn hæfari til starfa. Félagið hef-
ur gefið út blað sem nú heitir
Flakkarinn. Það er nýtt nafn, en
áður kom það út sem fréttablað FL.
Blaðið er tengihður milli stjórnar
og félagsmanna. Það flytur okkur
líka fréttir frá starfsbræðrum okk-
ar á Norðurlöndum. Við erum fé-
lagar í Inter-Nordic Guide-Club.
Haldnar eru ráðstefnur á Norður-
löndum til skiptis. Þessar ráðstefn-
ur höfum við ávallt sótt og skipst
á skoðunum og upplýsingum. Fé-
lagið er líka í World Federation of
Tourist Guide Lectures Aossociati-
on. Gegnum þessi samtök höfum
við kynnst vandamálum þeirra.
Það virðast vera sömu vandamál,
skilningsleysi valdhafa á störfum
okkar og gildi þess að hafa vel
menntaða leiðsögumenn.
Ekki bara gaman
Margir af okkar félögum starfa
erlendis fyrir íslenskar ferðaskrif-
stofur en því miður eru ekki allir
i okkar félagi, hvers vegna? Það
getur margt gripið inn í. Það er
víst best að sleppa að ræða það í
þessum pistli. Svo ég slái á létta
strengi þá eru oft margar skrítnar
spurningar sem við fáum frá far-
þegum okkar. Ég man t.d. að eitt
sinn, er við vorum stödd við Breið-
armerkurlón, kom til mín amerísk
kona og sagði viö mig: „Það er snið-
ugt hjá ykkur að lita jakana, það
er fallegt." Jakar lónsins eru oft
bláir og grænir, það fer eftir þykkt
og stærð og endurkasti vatnsins.
Eitt sinn spurði mig sænsk stúlka.
„Kan jag bade i de varme kilde?"
Þarna var það orðið „varme" sem
olh misskhningi. Þetta vil ég segja
að lokum, þeir sem hvetja menn til
að fara út í þetta starf mega ekki
halda að þetta sé bara gaman, þetta
er vinna og aftur vinna. Aö endingu
vil ég óska félagi mínu, sem stofnað
var 6. júní 1972, allra heilla í fram-
tíðinni.
Hans A. Clausen
„Viö eigum þaö fyllilega skiliö að félag
okkar veröi lögverndað svo að hver
sem er geti ekki tekið aö sér leiðsögn.“
Á hægri leið til helvítis
„Þetta kemur vel fram hér i Eyjum nú þegar tyrirtæki eru sameinuð i
hagræðingarskyni."
Við Islendingar höfum lengi
stært okkur af því að vera mikh
menningar- og listaþjóð. í seinni tíð
hefur „Gaggó við Aust“ gengið fyr-
ir í framleiðslu harmleikja fárán-
leikans. Af öhu því sem ausið hefur
verið yfir þjóðina nú á undan-
gengnu misseri úr sölum hins háa
embættis við Austurvöll, er margt
verra en svo að gott geti tahst. Það
eina sem fólk heyrir er þetta: lok-
um sem flestum sjúkrastofnunum,
leggjum niður eða seljum sem flest
fyrirtæki í eigu ríkisins. Lækkum
örorkubætur, sjúkrabætur, lífeyr-
isgreiðslur, bamabætur og skattaí-
vhnanir. Upptalning „bandormsins
langa“ virðist óendanleg.
Þvínæst koma samningamenn
atvinnurekenda um launa- og
kjaramál fram fyrir alþjóð og hrópa
hástöfum: „Það er ekkert rúm fyrir
hækkanir á launum, við verðum
að halda verðbólgunni niðri, kjara-
skerðing væri besta lausnin.“
Gamalt frumskógarlögmál
Þjóðin er svínbeygð th hlýðni og
óttinn við að missa atvinnuna
vegna hagræðingar hjá fyrirtækj-
um og hinu opinbera lamar fólk.
Hver og einn hugsar um það eitt
að halda sjálfum sér og sínum á
flotí. þar til upp styttir. Loksins
hefur þaö tekist sem margan at-
vinnurekandann dreymdi um, það
er að brjóta niður vhja og samein-
ingu fólksins í landinu. Gamla
frumskógarlögmálið er aftur fært
th nútíðar: „Hver er sjálfum sér
næstur, dreptu eða vertu drépinn."
Þetta kemur vel fram hér í Eyjum
nú þegar fyrirtæki eru sameinuð í
hagræðingarskyni. Með nokkrum
pennastrikum er fólk gert atvinnu-
laust í stórum stíl og allt er þetta
gert til þess að fá tölurnar í bók-
haldinu th að passa. Verkalýðurinn
og fjölskyldur hans skipta þar engu
máli, tölumar til bankans verða að
stemma. Tugir dugandi sjómanna
sjá á eftir skipum sem þeir hafa
starfað á í mörg ár og era þau seld
burt úr plássinu. Og standa þeir
Kjallarinn
Árni Marz Friðgeirsson
sjómaður
nú uppi atvinnulausir, þeir fá enga
vinnu af því að samdráttur í flsk-
veiðum er aht að drepa.
Leikhús fáránleikans heldur
áfram án tillits til þarfa þegnanna
í landinu. Einu skhaboðin sem við
fáum frá leiksmiðjunni viö Austur-
vöh eru þessi: herðið sultarólarnar
og verið þakklát fyrir að við tökum
ekki allt sem þið eigið. Skerum nið-
ur og þegar það er búið skerum
meira niður. Aht hófst þetta þegar
gullkálfarnir við Austurvöll fæddu
af sér harmleikinn sem skírður var
„Aflamarksstýring í fiskveiðum".
Þessi hrohvekja vakti fógnuð
þeirra sem mikið áttu því þeir sáu
fram á bjarta tíma. Aðrir sem tæp-
ar stóðu sáu sæng sína uppreidda,
þeir gátu ekki haldið sér gangandi
með því litla sem þeim var
skammtað. Aht var þetta gert í
nafni hagræðingar. Þeir ríku urðu
ríkari en hinir fátæku urðu fátæk-
ari.
Bankinn eða skrímslið?
Það er svo sem ekki hægt að sak-
ast við eigendur þeirra fiskverkun-
arhúsa sem nú hafa sameinast.
þeir voguðu miklu og töpuðu stórt.
Blessaður bankinn sem alltaf var
hægt að ganga í hér áður fyrr og
kippti hlutunum í lag er nú orðinn
að hlutafélagi fjársterkra einstakl-
inga. Og hann verður að sýna fram
á að ekki sé verið að hafa fé af hlut-
höfunum. Þeir vita allir sem reyna
að hugsa að gamhr húskumbaldar,
sem eru löngu orðnir úreltir, selj-
ast ekki.
Nei, skip og kvóta verður að selja,
fyrir það fást peningar, og tölurnar
geta passað í bókhaldinu. En óneit-
anlega minnir þetta á sögur
„Munchausens", hvaö kemur bók-
haldinu við hvort nokkrir sjóarar
og verkafólk standa uppi án at-
vinnu. Tölurnar í bókhaldinu
stemma. Nú hugsa víst flestir sem
þetta lesa; ha, það er helvítis bank-
inn sem er sökudólgurinn í þessu
máli. En því fer fjarri að svo sé.
Nú, ef það er ekki bankinn, þá
hljóta það að vera eigendur fyrir-
tækjanna sem sameinuðust. Það
gengur ekki heldur upp, á meðan
allt gekk vel fjárfestu þeir og færðu
út kvíarnar. Það sama gerum við
sjálf þegar vel gengur hjá okkur en
þegar harðnar í ári drögum við
saman seglin. Það sama gera þeir
og þeim er nauðugur sá kostur
engu síður en okkur. Nei, það
skrímsh sem við erum að glíma við
fæddist við Austurvöll og það er
ekki fyrr en búið er að koma því
fyrir að lífið getur farið að ganga
sinn vanagang. Þetta skrímsli er
núgildandi fiskveiðistefna okkar
íslendinga og það verður ekki hægt
að byggja upp heilbrigt þjóðfélag
hér á landi fyrr en hún er öll. Það
er sárt til þess að hugsa að núver-
andi sjávarútvegsráðherra virðist
ekki hafa dug í sér til að leggja
þessa stefnu af. Ég og margir fleiri
töldum þó að hann hefði kjark í sér
til breyta henni. En eins og útlitið
er í dag bendir fátt til þess aö um
stefnubreytingu sé að ræða.
Skrímslið virðist vera búið að festa
sig í sessi og mannlegur máttur
virðist engu fá þar um þokað.
Verði fiskveiðistefnan
ekki lagfærð...
Á FFSI-þingi nú í haust kom fram
mjög ítarleg og góð fiskveiðistefna,
fannst mér í fyrsta skipti í langan
tíma koma fram ljós í myrkrinu.
Ég segi þetta ekki vegna þess að
ég var einn af þeim er unnu í nefnd
þeirri sem mótaði þessa fiskveiði-
stefnu. Heldur segi ég þetta vegna
þess að réttsýni til handa öllum
sjómönnum og þeim er stunda út-
gerð var höfð að leiðarljósi. Auð-
lindinni í sjónum var skipt í sam-
ræmi við skipin sem stunda veið-
arnar hér við land en ekki í sam-
ræmi við kvótaeign einstakra
manna eða útgerðarfyrirtækja. í
fyrsta skipti i langan tíma sást fyr-
ir endann á gegndarlausu sukki
viðkomandi kvóta og kvótakaup-
um.
Með þeim breytingum sem þar
komu fram losna sjómenn undan
þeirri kvöð að velja um kaup á
kvóta með útgerðinni og greiða ur
eigin vasa af óskiptum afla, eða
hverju öðru því sem útgerðarmenn
kjósa að nefna það. Ella missa at-
vinnuna. - Með penu uppsagnar-
bréfi þar sem talað er um „sam-
starfsörðugleika" á milli þeirra og
útgerðar. Það lyftist aðeins á mér
brúnin þegar ég sé að formaður
FFSÍ hafði verið skipaður í for-
mennsku ráðgjafamefndar á end-
urskoðun á lögum um stjórnun
fiskveiða. Og ekki skemmdi að sjá
að formaður VSFÍ var skipaður
varamaður hans.
Ég hef þá trú að það skipti í raun
litlu máli hverjir stýri þjóðarskút-
unni í ölduróti líöandi stundar.
Verði fiskveiðistefnan ekki lagfærð
og henni breytt til betri vegar siglir
þjóðarskútan í rólegheitum hæga
leið til helvítis. Þau eru enn í fullu
gildi orö hinnar öldnu stjórnmála-
kempu Lúðvíks Jósepssonar:
„Þeirri. ríkisstjórn vegnar vel sem
býr við velgengni í fiskveiðum og
vinnslu sjáyarafurða."
Árni Marz Friðgeirsson
„Þetta skrímsli er núgildandi fiskveiði
stefna okkar íslendinga og það verður
ekki hægt að byggja upp heilbrigt þjóð-
félag hér á landi fyrr en hún er öll.“