Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1992, Page 32
Er margdæmdur fyrir
skjalafals og fjársvik
- á eftir að afþlána fangelsisdóm fyrir innflutning á um hálfu kílói af hassi
Framkvæmdastjóri Vatnsberans
i Hafnarfirði, sem auglýst hefur að
undanfömu eftir hlutafé vegna
stórfellds útflutnings á islensku
vatni, mun á næstunni fara í
tveggja mánaða fangelsisafþlánun
sem hann var nýlega dæmdur í.
Fangelsisrefsingin er fyrir inn-
Qutning hans á tæpu hálfú kílói af
hassi frá Svíþjóð í janúar árið 1989.
Sami maöur hefur margsinnis
hlotiö fangelsisrefsingar hér á
landi. Árið 1979 var hann dæmdur
í 6 mónaða skilorðsbundið fangelsi
í Sakadómi Reykjavíkur fyrir
skjalafals og fjárdrátt. Fimm ártun
siðar, árið 1984, var hann dæmdur
í fjögurra mánaða fangelsi fyrir
skjalafais og fjársvik. í október árið
1986 dæmdi Sakadómur hann í 6
mánaða fangelsi sem hegningar-
auka fyrir skjalafals. Nokkrum
mánuðum síðar, í febrúar 1987, var
framkvæmdastjórinn aftur dæmd-
ur. Þá fékk hann 8 mánaöa fangelsi
sem hegningarauka fyrir skjaia-
fals. í október á sama ári veitti
dómsmálaráöuneytið manninum
reynsluiausn í 2 ár á eftirstöðvum
9 mánaða refsingar.
Viö yfirheyrslur hjá lögreglu
þann 13. janúar 1989 kvaðst maður-
inn hafa fiutt til Sviþjóðar síðia árs
árið 1988. Á meðan á dvöl hans stóð
þar sagðist hann hafa ákveðið að
flytja hass hingaö til lands í sölu-
skyni - tfigangurinn hafi veriö að
bæta fjárhaginn, hann hafi verið
skuldum vafinn.
Maðurinn kvaðst hafa farið til
Kaupmannahafhar um miöjan des-
ember 1988 og keypt þar 550 grömm
af hassi og greitt fyrir það 16 þús-
und krónur sænskar. Hann viður-
kenndi aö hafa flutt það til Svíþjóö-
ar en þaðan flutt 545 grömm hingaö
til lands þann 10. janúar 1989. Mis-
muninn kvaðst hann sjálfur hafa
notað í Sviþjóö. Hann sagðist einn-
ig hafa flutt með sér háift gramm
af amfetamíni. Maðurinn viöur-
kenndi síöan að hafa falið hassiö í
opnum kofa viö Vatnsendahæð og
hafi verið búinn að finna nokkra
aðila er vildu kaupa af honum hass.
Þegar maðurinn var að sækja
pakka með hassinu í kofann við
Vatnsendahæð þann 13. janúar
1989 handtók lögreglan hann.
Dómur í málinu gekk í Sakadómi
í ávana- og fíkniefnamálum þann
5. nóvember síöastliðinn. Fram-
kvæmdastjórinn var sekur fúndinn
um innflutning á tæpu hálfu kilói
af hassi. Hann var dæmdur í 2
mánaða fangelsi. Fangelsismála-
stofnun ríkisins hefur fengið dóm-
inntilfullnustu. -ÓTT
NATO:
Hvergi minnst
á óeiningu
ráðherra
- segirÞorsteinnPálsson
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði við DV í morgun að
hann hefði farið yfir fundargerðir
Mannvirkjasjóðs NATO og þar komi
ekkert fram sem bendi til þess að
framkvæmdum hafi verið frestað á
Keflavíkurflugvelli vegna óeiningar
í ríkisstjóminni um framtíð ís-
lenskra aðalverktaka.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra hefur haldið því fram að
Mannvirkjasjóður NATO hafi frest-
að ákvörðun um framkvæmdir
vegna ummæla einstakra ráðherra.
Hann hefur einnig sagt að það sem
^ þurfi að gerast er að ríkisstjórnin
tali einni röddu í málinu.
„Ég hef skoðað gögn Mannvirkja-
sjóðs um máhð og það kemur hvergi
fram að þetta hafi verið ástæðan fyr-
ir frestuninni."
- Kemur fram hver sé ástæðan?
„Mér sýnist aö það séu tvær höf-
uðástæður fyrir að þetta hafi dregist.
Önnur er sú að það eru breyttar aö-
stæður í heiminum. Hin ástæðan er
sú að við höfum verið alit of tregir
tii að opna fyrir venjulega viðskipta-
hætti um framkvæmdir á Keflavík-
urvelli. Það hefur verið krafa Mann-
virkjasjóðsins að við gerðum það.
Tregða okkar hefur valdið erfiðleik-
um og er meginskýringin á þvi að
málin hafa ekki gengið eins fram og
við hefðum kosið. Astæðan er því
þveröfug við það sem hefur veriö
sagt.“ -JGH
Þröstur Ólafsson:
Neikvæðar aðgerðir
Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og
aðstoðarmaður utanríkisráðherra,
sagði í samtali við DV í morgun að
ríkisstjóm Steingríms Hermanns-
sonar heföi betur látið ógert að að-
stoða sjávarútveginn á árinu 1989 og
j*. 1990 með þeim hætti sem gert var.
Þau lán og þær skuldbreytingar sem
þá voru gerðar fyrir sjávarútveginn
heföu virkað öfugt. Vandi sjávarút-
vegsins væri minni í dag ef ríkis-
stjóm Steingríms Hermannssonar
heföi ahs ekkert aðhafst. -S.dór
Ægirtókniðri
í Jökulfjörðum
Varðskipið Ægir tók niðri í Jökul-
íjörðum í fyirakvöld. Sjór komst í tvo
olíutanka. Óhappið átti sér stað eftir
að skipveijar höföu kannað veiðar-
færi í rækjubát. Á meðan var varð-
skipið látið reka en þegar það var
^•gangsett að nýju var það komið á
grynningar. Skipið kom til Reykja-
víkur í gær og hefur verið tekið í
shpp. -kaa
Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild eftir árekstur við leigubifreið í Lækjargötu hjá Skólabrú i nótt. Bílarnir
skullu harkalega saman og lenti annar þeirra á Ijósastaur. í gærkvöldi slasaðist einnig gangandi vegfarandi,
kona, eftir að hafa orðið fyrir bíl á Gerðubergi á móts við Austurberg. Ekki er vitað hvaða bíl var ekið á konuna.
Slys varð einnig á Bæjarhálsi í gærkvöldi og var ökumaður bíls fluttur á slysadeildina. Auk þess varð vinnuslys
um borö i olíubátnum Héðni Valdimarssyni. Þar slasaðist maður þegar tóg slóst í höfuð hans. DV-mynd ÞÖK
Forstjóri ESSO:
Olíusala í
dreifbýli í
hættu
„Það gæti orðið það dýrt aö flytja
ohuvömr á suma staði að álagningin
dygöi ekki fyrir kostnaðinum. Þá
kemur til áhta fyrir menn í viðskipt-
um hvort þeir eigi að leggja í mikinn
kostnað fyrir htil viðskipti eða veija
hagsmuni sína með betra verði á
þéttbýlum svæðum. Sú hætta er því
til staðar að einhverjir staðir úti á
landi fái htla eða enga þjónustu verði
frumvarpið samþykkt óbreytt," segir
Geir Magnússon, forstjóri Esso.
Viðskiptaráðherra hefur lagt fram
á Alþingi frumvarp um jöfnun á
flutningskostnaöi ohuvara. Þar er
gert ráð fyrir að ohufélögin jafni sjálf
verð á öllum ohuvömm og hafi sama
verð á þeim úti um allt land. Geir
segist vera því andvígur. Ekki sé
hægt að gefa verð á olíuvörum ann-
ars vegar frjálst og hins vegar skikka
hvert félag til að hafa sama verð alls
staðar á landinu, óháð flutnings-
kostnaði.
-kaa
A S
gz.
T
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar
- Dreifing: Sími 632700
Frjálst, óháð dagblaö
FOSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992.
Veðriöámorgun:
Kaltmeðéljum
sunnanlandsog
vestan
Á morgun verður hæg breytileg
eða suðvestlæg átt. Smáél verða
sunnanlands og vestan en annars
þurrt. Frost verður á bihnu 1-10
stig.
SLÖKKVITÆKI
Þjónusta - sala - hleðsla
Reglubundið eftirlit
Saekjum - sendum
Ím ® 91-29399
Allan sólarhringinn
fjH Öryggisþjónusta
VARI síðan 1969