Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Garðar Gunnarsson, 59 ára skipbrotsmaður af Krossnesi, sem sökk á Halamiðum:
Ekkert líkt því
að festa trollið
í haf sbotninum
- sjómaðurinn festist 1 flækju og taldi sig vera að sökkva með togaranum
„Fyrstu 1-2 mínútumar voru
þannig aö maður trúði þessu ekki -
að þetta væri bara að gerast. Menn
geta ekki trúað því að svona ljóm-
andi sjóskip, sem maður er búinn að
sullast á í 4 ár, sé að velta í blíðskap-
arveðri. Þaö var búið að ganga ljóm-
andi vel. Það getur enginn giskað á
hvað var að gerast, það er ekki nokk-
ur leið. Eitthvað hefur bilað. Þegar
við festum í botni er oftast að það
tekur í. Við höfum oft lent 1 svoleiðis
en þetta var ekkert þvíumlíkt. Bátur-
inn lagðist bara Qjótlega eftir aö byrj-
að var að hífa. Hann byrjaði að síga
yfir og hélt alltaf áfram að síga. Troll-
ið lá bara beint aftur úr. Það er bara
eitthvað sem bilar. Hvað það hefur
verið vitum við ekki. Það er ekki
nokkur einasta leið að giska á það,“
sagði Garðar Gunnarsson, 59 ára
Gnmdfirðingur og skipbrotsmaður
af Krossnesi SH 308, sem sökk á Hala-
miðum á sunnudagsmorgun.
Garðar hggur á Landakotsspítala,
fótbrotinn eftir að hafa fengið þung-
an hlut í hægri legginn þegar togar-
inn var að sökkva. Áður en skipveij-
ar af Sléttanesinu björguðu honum
úr sjónum var hann mjög kaldur eft-
ir að hafa velkst 1 hálfopnum flot-
galla drykklanga stund. Garðar, sem
er faðir skipstjórans, sem einnig var
bjargað, er þrátt fyrir allt á góðum
batavegi. DV ræddi við hann á
sjúkrahúsinu í gær.
Allt svo eölilegt
þegar híft var
„Eg kom á vakt sem byrjaði klukk-
an hálfsjö. Við byijuðum að hífa um
áttaleytið og ég var kominn í vinnu-
sjógallann. Við áttum ekkert von á
þessu. Mér fannst þetta allt svo eðli-
legt og fint þegar híft var. Báðir vir-
amir voru jafnstrekktir og lágu að-
eins í bak. Það var lítil ferð á skipinu
en þegar farið var aö hífa þá stopp-
aði það. Þetta var mjög venjulegt að
því leyti.
Skipið byijaði aht í einu að hallast
rólega í bakborða þegar búið var að
hífa svolítið inn og svo jókst hallinn.
Síðan var hætt að hífa og slakað svo-
lítið en það skipti engu máli - hann
hélt bara áfram aö hallast. Viö vor-
um fjórir komnir út sem vorum að
fara á vakt, stýrimaðurinn var í
brúnni en hinir höfðu flestir verið
sofandi.
Togarinn hélt áfram að síga hægt
og rólega á 4-5 mínútum þangað til
hann var alveg lagstur á hliðina."
Rennilásinn á
gallanum festist
„Ég fór upp í brúna þar sem flot-
gahamir em geymdir og þurfti fyrst
aö fara úr stígvélunum og vinnugah-
anum. Þaö var erfitt að athafna sig.
Ég rétt gat smokrað mér í flotgallann
en þegar ég var að renna honpm upp
festist rennilásinn eitthvað. Þá var
ég kominn út og ég lá upp við þihð
á stýrishúsinu á brúarvængnum
stjórnborðsmegin. Þegar báturinn
var að velta var eitthvað uppi á dekki
sem skoppaði í löppina á mér á dekk-
inu og þá brotnaði ég.
Síðan lagðist togarinn alveg flatur
á hhðina og ahir fóru í sjóinn. Þeir
vom búnir að koma báðum gúmmí-
bátunum út. Annar kom strax en
hinn kom skoppandi yfir. Það gekk
vel að opna þá, menn hafa verið aö
æfa þetta. Þeir voru búnir að vera í
vikutíma viö æfingar í Slysavama-
skólanum. En þetta var svo ofboðs-
lega stuttur tími sem þetta varð á.
Togarinn hvarf svo flatur niður.“
Hélt ég væri
að sogast niður
„Ég sá gúmmíbátana og reyndi að
synda í áttina að öðrum. En ég var
þama í kassa- og netadrash. Þegar
ég var rétt að koma að öðrum bátn-
um kipptist hann eitthvað til. Ég var
að ímynda mér hvort flakið hefði þá
sokkið og slegið bátnum frá mér en
ég er ekki viss. Ég fann htiö fyrir
beinbrotinu þegar ég var í sjónum
en þaö fór einhver sjór inn í gallann
hjá mér - ég náði ekki að setja hett-
una alveg yfir höfuðið.
Þegar flakiö var aö sökkva dróst
ég í kaf með einhveiju drash. Það
vafðist utan um vinstri handlegginn.
Mér fannst á tímabih að ég væri á
leiöinni niður með öhu. En svo rakn-
aði flækjan af sjálfu sér og mér skaut
upp aftur. Eftir það gat ég svamlað á
bakinu og beðið þangað til ég sá tog-
arana koma.
Ég var nokkuð viss um að hjálp
væri á leiðinni. Flugeldum var skotið
á loft, fyrst hvítum blysum en syo
skutu þeir öðrum á bátunum. Ég
hélt að þeir hefðu séð mig á Guð-
björginni en og þeir héldu áfram að
bátunum. Sléttanesið kom svo rétt á
eftir og það kom nær mér.“
Vítiskvalir þegar
ég var hífður
„2. stýrimaður á Sléttanesinu kast-
aði sér í sjóinn til mín og synti með
mig að skipshliðinni. Honum gekk
ekki að koma mér í Markúsarnetið
en svo fór ég í belti, það var húkkað
í og ég var híföur upp. Þeir kunna
sitt fag þessir menn. Én mig verkjaði
iha í fótinn þegar hann hékk niður
og ég var hífður upp. Það voru vítis-
kvahr. Ég var auövitað orðinn mjög
kaldur.
Þeir á Sléttanesinu hresstu mig
fljótt við. Þeir færðu mig úr öhum
fotunum og vöfðu mig inn í teppi og
sængur og nudduöu mig allan þannig
að mér fór að hlýna fljótt," sagði
Garðar Gunnarsson.
Sléttanesið sigldi strax áleiðis til
Bolungarvíkur með Garðar. Hlúð
var að honum samkvæmt leiðbein-
ingum læknis úr landi. Þegar komið
var til Bolungarvíkur var Garðar
fluttur á sjúkrahúsiö á ísafirði en
síðan með sjúkraflugvél til ReyKja-
víkur.
-ÓTT
Garðar Gunnarsson, 59 ára skipbrotsmaður af Krossnesinu: vítiskvalir þeg-
ar ég var dreginn upp. DV-mynd GVA
Hafsteinn Garðarsson, skipstjóri á Krossnesinu:
Mér tókst að stökkva út um
dyrnar þegar skipið sökk
Haukur L. Hauksaan, DV, ísafirði:
„Ég sat í skipstjórastólnum og
var að fara í flotgahann þegar skip-
ið var nánast að sökkva. Mér tókst
að komast að dyrunum og stökkva
út í þann mund sem skipið fór nið-
ur. Eg náði ekki aö klæða mig al-
mennilega í flotgallann svo hann
fyhtist af sjó. Félagar mínir um
borð í gúmbjörgunarbátnum náðu
mjög fljótt aö draga mig um borð
og áður en langt um leiö var Guð-
björgin komin að okkur,“ sagði
Hafsteinn Garðarsson, skipstjóri á
skuttogaranum Krossnesi SH, í
samtali við DV.
Krossnesið sökk mjög skyndilega
á Halamiðum um áttaleytið á
sunnudagsmorgun. Átta skipveij-
um var bjargað um borð í Guö-
björgu ÍS en togarinn Sléttanes
fann einn skipveijanna þar sem
hann flaut í hálfhnepptum flotgaha
í ísköldum sjónum. Þriggja manna
er enn saknaö en leit að þeim hefur
engan árangur borið.
Hafsteinn sagðist ekki geta sagt
neitt um mögulegar orsakir slyss-
ins. Það bar mjög brátt að og kom
skipveijum alveg í opna skjöldu.
„Við vorum aö byija að hífa þeg-
ar skipiö tók að halla mjög á bak-
borða. Sumir okkar sváfu þegar
Hafsteinn Garðarsson, skipstjóri
Krossnessins. DV-mynd GVA
þetta gerðist en voru ræstir um
leiö. Þrátt fyrir knappan tíma unnu
skipveijar mjög skipulega að því
sem nauðsynlega þurfti að gera,
koma gúmbjörgunarbát út og
stökkva fyrir borð. Nokkrir okkar
lentu reyndar í sjónum en þar sem
Guðbjörgin var komin th bjargar
eftir um tuttugu mínútur kólnuð-
um við ekki að neinu ráði.“
Hafsteinn segir að námskeið á
vegum Slysavarnaskóla Slysa-
varnafélagsins, sem skipveijar
Krossnessins sóttu nýlega, hafi
skilað sér mjög vel viö þessar erf-
iðu aðstæður þar sem menn voru
yfirvegaöir og skipulagðir. Væri
gagnsemi þess námskeiðs óumdeh-
anleg.
Háfsteinn hrósaði og þakkaði
mjög frammistöðu skipverja á tog-
urunum Guðbjörgu og Sléttanesi
og þeim sem tóku þátt í leitinni að
mönnunum þremur á Halamiðum.
Þá var hann mjög þakklátur fyrir
höfðinglegar og hlýjar móttökur á
ísafirði.
Skipveijar á Krossnesi flugu th
Grundarfjarðar seinnipartinn í
gær. Fyrr um daginn fóru fram
viötöl á vegum rannsóknarlögregl-
unnar og starfsmanns Sjóslysa-
nefndar. Enn er aht á huldu um
orsakir slyssins.